Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 269. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is GAMAN AÐ MÆLA NEMENDUR Í NORÐLINGASKÓLA TÓKU ÞÁTT Í ALÞJÓÐLEGU VATNSVERKEFNI >> 18 Komdu með! >> 37 Leikhúsin í landinu Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞESS sér stað í fjárlagafrumvarpi ársins 2008 að umtalsverð áhersla er lögð á aukin framlög til velferðarmála og er áberandi að gert er ráð fyrir átaki í málefnum geðfatlaðra og aukn- um útgjöldum vegna stefnumörkunar í málefnum barna og ungmenna. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þjónusta við börn með geð- og hegð- unarraskanir verði stórefld og greindi heilbrigðisráðherra frá því í ágúst að á 18 mánuðum yrði 150 milljónum varið til að útrýma biðlistum á barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL). Nú sækir heilbrigðisráðu- neytið um 24 milljón kr. framlag á fjárlögum næsta árs til að stytta bið eftir greiningu og meðferð á BUGL og 5 millj. kr. til að efla ráðgjafarhlut- verk deildarinnar. Jafnframt ætlar ráðherra að óska eftir 30 milljónum til þessa á fjáraukalagafrumvarpi 2007. Bið eftir þjónustu stytt Félagsmálaráðherra sækir m.a. um heimild Alþingis til að auka rekstr- argjöld Greiningar- og ráðgjafar- stöðvar ríkisins um 91,5 milljónir á næsta ári. Er að því stefnt að varið verði 70,5 milljónum til að stytta bið- tíma eftir þjónustu stöðvarinnar við börn. Ennfremur er sótt um 21 millj- ón kr. til að efla þjónustu við börn með einhverfu og þroskaraskanir. Út- gjöld félagsmálaráðuneytisins til mál- efna fatlaðra aukast á næsta ári um 245 milljónir. Stafar það m.a. af því að farið er fram á 175 millj. kr. vegna fjölgunar búsetuúrræða fyrir geðfatl- aða en stjórnvöld samþykktu á sínum tíma að verja einum milljarði af sölu- andvirði Símans til ársloka 2009 til að auka búsetuúrræði og þjónustu við geðfatlaða. Kemur fram í fjárlaga- frumvarpi að á næstu árum flytjist langlegusjúklingar á geðdeild Land- spítala á sambýli undir umsjón félags- málaráðuneytisins. Þá má sjá að veita á 15 millj. 2008 til skammtímavistun- ar fyrir fötluð börn og ungmenni. Morgunblaðið/Sverrir BUGL Stækkun barna- og unglinga- geðdeildar hófst í febrúar sl. Aukið fé í velferð- armálin Framlög hækka til þjónustu við börn Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN stefnir á frekari skattalækkanir á kjörtímabilinu sem myndu bæði ná til einstaklinga og fyr- irtækja. M.a. er stefnt að því að hækka persónuafslátt og endurskoða skattkerfið og almannatryggingar til að bæta hag lág- og millitekjufólks. Þetta kom fram í stefnuræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Geir sagði mikilvægt að skapa íslenskum fyrirtækjum þannig grundvöll að þau sæju sér hag í að vera með höf- uðstöðvar á Íslandi og að hagstætt skattalegt umhverfi vægi þungt. „Traust afkoma ríkissjóðs er forsenda fyrir frekari skattalækkunum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir verulegum afgangi á rík- issjóði, ekki aðeins á næsta ári heldur einnig næstu fjögur ár,“ sagði Geir en hann sagði jafnframt flest benda til þess að þenslan, sem hefði einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu ár, væri á undanhaldi og framundan tímabil aukins stöð- ugleika og meira jafnvægis. Geir fór yfir helstu mál sem ríkisstjórnin ætlaði að vinna að á kjörtímabilinu og nefndi m.a. end- urskipulagningu opinberrar þróunar- samvinnu, aukna valmöguleika í heil- brigðisþjónustu með útboðum og þjónustusamningum, frumvörp til laga sem móta heildstæðan grundvöll fyrir menntun barna og ungmenna frá upp- hafi skólagöngu til loka og flýtingu vegaframkvæmda á ellefu stöðum. Þá sagði Geir svæðið við Keflavíkurflug- völl, sem losnaði þegar varnarliðið fór af landi brott, bjóða upp á stórfellda vaxtarmöguleika og að áhugi fyrirtækja væri mikill, m.a. vegna nálægðar við alþjóðaflugvöllinn. „Í samráði við sveitarfélögin á Suður- nesjum er nú unnið að stefnumótun fyrir svæðið í heild þar sem flugvallarstarfsemi verður auðvitað þungamiðjan,“ sagði Geir sem jafnframt vakti athygli á því að áætluð hlut- deild fjármálafyrirtækja í landsframleiðslu hefði numið um 10% í lok síðasta árs og að ekkert benti til annars en áframhaldandi aukingar í umsvifum íslenskra fjármála- þjónustufyrirtækja. | Miðopna Forsætisráðherra boðar hækkun persónuafsláttar Geir Haarde „ÞRÁTT fyrir rigninguna höfum við notið hverrar mínútu,“ segir Beverly Daley, félagsráðgjafi frá Barnaspítalnum í Los Angeles, sem stödd er hér á landi ásamt þremur öðrum starfsmönnum spítalans, listakennara og tíu langveikum, bandarískum unglingum sem fengu draum sinn uppfylltan fyrir til- verknað Vildarbarna sem styrkja menningarferð þeirra til Evrópu. Að sögn Gunnars Más Sigurfinns- sonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og stjórn- armanns í Vildarbörnum, er þetta í fyrsta sinn sem sjóðurinn býður er- lendum hóp í draumaferð sína. Hópurinn dvaldi fimm daga í París og þrjá daga í Reykjavík. Þema ferðarinnar var menning og listir og því heimsóttu ungmennin Lista- safn Reykjavíkur í gær. Í dag fara þau í hestaferð og loks í Bláa lónið áður en leiðin liggur aftur heim til Bandaríkjanna. Í samtali við Morgunblaðið létu ungmennin vel af ferð sinni og dvöl hérlendis. „Mér finnst landið mjög fallegt. Hér eru allir brosandi og það kann ég vel að meta,“ segir Sakay Sanchez. „Þetta hefur verið frábær ferð,“ segir Samantha Hernandez. „Flugferðirnar hafa verið mjög langar en það er svo sannarlega þess virði,“ segir María Arias. | 12 Morgunblaðið/RAX Brosað fyrir vélina FER þjóðarskútan fram eða aftur? Formenn stjórnmálaflokkanna höfðu mismunandi skoðanir í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að taka ekki á jafnvægisleysi í hagkerfinu. „Ofþan- ið stóriðjuhagkerfið á að fá stóraukið eldsneyti, […]. Og Seðlabankinn og ríkisstjórnin róa áfram sitt í hvora áttina,“ sagði Steingrímur og spurði jafnframt hvort ríkisstjórnin ætlaði að koma fram með stefnu varðandi mögulega upptöku evru eða hvort ráðherrarnir ætluðu að halda áfram að tala hver með sínu nefinu. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði mik- ilvægt að ríkisstjórnin stýrði þjóð- arskútunni fram hjá skerjum og ölduróti. „Ógnir dagsins liggja ekki síst í því að forsætisráðherra er værukær og telur að allt bjargist af sjálfu sér,“ sagði Guðni. Vilja menn borgríki? Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi niðurskurð þorskkvótans harðlega og sagði ekkert í mótvægisaðgerð- unum bæta fyrir þá röngu ákvörðun. Hann sagði hagkerfi höfuðborgar- svæðisins ekki vera það sama og landsbyggðarinnar, að frátöldu Mið- Austurlandi. „Vilja menn borgríki?“ spurði Guðjón Arnar ósáttur við að- gerðaleysi í málefnum landsbyggð- arinnar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja jafnvægi í efnahagslífinu og boðaði einnig endurreisn al- mannatrygginga í landinu. „Grund- völlurinn er að við greiðum eftir getu og þiggjum eftir þörfum,“ sagði Ingibjörg og sagði jafnframt að jafn- réttismálin yrðu sett í forgang. Fer skútan fram eða aftur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.