Morgunblaðið - 03.10.2007, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
• Einfaldari skilmálar
• Hærri bætur
• Lægri eigin áhætta
VÍÐTÆKASTA
FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, átti fund með Hu Jintao,
forseta Kína, í gær. Fundurinn fór
fram í gestabústað forsetans í
Sjanghæ og sátu hann jafnframt
háttsettir ráðherrar og embætt-
ismenn frá Kína ásamt Gunnari
Snorra Gunnarssyni, sendiherra Ís-
lands í Kína, Örnólfi Thorssyni for-
setaritara og Magnúsi Bjarnasyni,
formanni Íslensk-kínverska við-
skiptaráðsins.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
setaembættinu fagnaði forseti Kína
á fundinum þeim mikla árangri sem
orðið hefði í samvinnu landanna frá
því forseti Íslands kom í opinbera
heimsókn til Kína fyrir tveimur ár-
um. Kínverjar teldu samvinnu við
Ísland vera fyrirmynd í alþjóðlegum
samskiptum, um það hvernig Kín-
verjar myndu starfa með öðrum
þjóðum á nýrri öld.
Kínverjar styðja framboð Ís-
lands til Öryggisráðs SÞ
Á fundinum rakti forseti Kína fjöl-
mörg dæmi um árangursríka sam-
vinnu við Íslendinga á sviði við-
skipta, tækni, vísinda, menningar og
mennta. Jafnframt lýsti hann yfir
eindregnum og ótvíræðum stuðningi
við framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Hjá forsetaembættinu fengust
einnig þær upplýsingar að sameig-
inlegar hitaveituframkvæmdir í
borginni Xian Yang, sem Orkuveita
Reykjavíkur og Glitnir standa að
ásamt kínverska orkufyrirtækinu
Sinopec, hefðu borið ótvíræðan ár-
angur. Forsetarnir ræddu um mögu-
leika á stóraukinni samvinnu Íslend-
inga og Kínverja í byggingu
hitaveitna í fjölmörgum stórborgum
Kína. Slíkar framkvæmdir væru
ekki eingöngu mikilvægt skref til að
auka hlutdeild hreinnar orku í land-
inu heldur drægju þær einnig úr
mengun í borgum og stuðluðu að
auknu heilbrigði og lífsgæðum íbú-
anna.
Mikilvægt væri að ræða á næst-
unni nýja áfanga í þessum efnum.
Forseti Kína hvatti íslensk fyrirtæki
til að láta að sér kveða í Kína og
bauð þau sérstaklega velkomin.
Hann nefndi í þessu sambandi m.a.
lyfjaframleiðslu, flutningastarfsemi,
matvælaframleiðslu, líftækni, bygg-
ingaiðnað og hugbúnað.
Reuters
Fagnaðarfundir Hluti íslenska hópsins ásamt kínverskum gestgjöfum sínum. Alls eru 32 þátttakendur frá Íslandi
staddir í Shanghai í Kína til að taka þátt í heimsleikunum, sá yngsti er tólf ára og sá elsti um fimmtugt.
Árangursríkur fundur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Hu
Jintao, forseti Kína, voru viðstaddir setningu heimsleikanna í Sjanghæ.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fundar með Hu Jintao, forseta Kína
Árangursríku samstarfi fagnað
Reuters
Gleði Opnunarhátíð Special
Olympics þótti sérlega glæsileg.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ÞAÐ kemur fáum á óvart, sem
veitt hafa áhuga kínverskra ráða-
manna á Íslandi og auknu samstarfi
ríkjanna eftirtekt undanfarin ár, að
það skuli staðfest að Kína styðji
framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna starfsárin
2009-2010. Hitt er fátíðara að eitt
fastaríkjanna fimm í öryggisráðinu
skuli opinberlega lýsa yfir jafn „ein-
dregnum og ótvíræðum“ stuðningi
við framboð tiltekins ríkis og Hu
Jintao, forseti Kína, hefur gert.
Jintao hitti Ólaf Ragnar Gríms-
son, forseta Íslands, í Shanghai í gær
og lýsti kínverski forsetinn yfir
stuðningi við framboð Íslands til ör-
yggisráðsins á þeim fundi, ef marka
má fréttatilkynningu frá forseta-
embættinu íslenska.
Hvaða máli skiptir stuðningur
Kínverja við framboð Íslands? Auð-
vitað er ekki hægt að slá neinu föstu
um niðurstöðuna á kjördag – en Ís-
land keppir við Tyrkland og Aust-
urríki um tvö laus sæti í ráðinu – en
hitt vita auðvitað allir að Kína er
mikill áhrifavaldur í Asíu og raunar
víðar því að umsvif þeirra og áhrif í
Afríku hafa verið að aukast til muna
hin síðari misseri. Beiti þeir sér fyrir
kosningu Íslands á þeim vettvangi –
meðal þróunarríkja í Afríku – gæti
það vegið þungt.
Aðeins Frakkar á móti
Fastaríkin fimm í öryggisráðinu –
Bandaríkin, Bretland, Kína, Rúss-
land og Frakkland – gefa sjaldnast
upp hvaða ríki þau styðji til setu í ör-
yggisráðinu, en almennt er litið svo á
að slíkt sé óheppilegt þar sem þau
þurfi ávallt að geta unnið með þeim
sem inn í ráðið koma.
Sitthvað er þó hvíslað. Rússar eru
sagðir styðja framboð Íslands, en að
þeim verði að halda við efnið fram til
síðasta dags, ella geti þeir gengið úr
skaftinu. Ýmislegt þykir benda til að
Bretar séu í hópi stuðningsríkja ís-
lenska framboðsins, þó að engu verði
hér slegið föstu. Frakkar hafa hins
vegar ekki fengist til að lýsa yfir
stuðningi við Ísland og eru eina
fastaríkið í öryggisráðinu sem er
sannarlega ekki meðal stuðnings-
manna okkar (a.m.k. að svo stöddu).
Um Bandaríkjamenn er sagt að þeir
muni aldrei nokkurn tímann segja
okkur hvort þeir styðji framboð okk-
ar, hvorki nú né eftir að kosningin er
afstaðin. Lengra ganga þeir ekki en
segja að þeir fagni því að traust lýð-
ræðisríki á borð við Ísland bjóði sig
fram til setu í ráðinu, en einmitt
þannig komst Nicholas Burns að-
stoðarutanríkisráðherra að orði er
hann heimsótti Ísland í júní.
Stuðningur Kínverja
gæti vegið þungt
BORGARSTJÓRN samþykkti í gær
einróma tillögu meirihlutans um að
borgin og Skáksamband Íslands
kanni í sameiningu möguleikann á
því að heimsmeistaraeinvígi
Vishwanathans Anands, nýbakaðs
heimsmeistara í skák og Vladímírs
Kramniks, fyrrum heimsmeistara,
verði haldið hér á landi að ári.
Í tillögunni sem Björn Ingi
Hrafnsson bar fram segir að einvíg-
ið verði einhver mesti skák-
viðburður allra tíma og að mörg
rök mæli með því að Íslendingar
bjóðist til að taka einvígið að sér.
Björn Ingi sagði að samþykkt hefði
verið að Reykjavík yrði sérstök
skákborg. Hugmyndin um einvígið
hefði síðan kviknað í samtölum
nokkurra borgarfulltrúa og for-
svarsmanna Skáksambandsins.
Vilja að einvíg-
ið verði haldið
í Reykjavík
GUÐJÓN Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, hefði mátt
vekja meiri athygli á því að þótt
enginn af þeim 25 fastráðnu flug-
mönnum sem félagið sagði upp í lok
ágúst myndi missa vinnuna í des-
ember, myndu 15 þeirra missa
vinnuna 1. janúar. Þetta er a.m.k.
álit Jóhannesar Bjarna Guðmunds-
sonar, formanns Félags íslenskra
atvinnuflugmanna.
„Mér finnst þetta hafa verið mál-
að fegurra en það er,“ sagði Jó-
hannes Bjarni í samtali við Morg-
unblaðið. Staðan væri sú að
samningar við 15 fastráðna flug-
menn hefðu aðeins verið fram-
lengdir um einn mánuð og þótt þeir
myndu ekki missa vinnuna strax í
desember væri stutt í það. Þá hefði
verið óþarfi hjá Guðjóni að halda
því fram að óþarfar aðgerðir flug-
manna í byrjun september hefðu
valdið fyrirtækinu tjóni. Áhrifin
sem urðu af hinum meintu aðgerð-
um hefðu verið sök félagsins.
Jóhannes Bjarni sagði að FÍA
hefði lengi gagnrýnt þá stefnu Ice-
landair að segja upp starfsmönnum
ef einhver möguleiki væri á að ekki
væru til verkefni fyrir flugvélar.
Starfsmenn sem hefðu sýnt félag-
inu trúnað í gegnum árin fengju
ekki að njóta nokkurs vafa. Ice-
landair hefði þannig farið offari í
uppsögnum.
Missa vinnuna,
bara seinna
MIKIÐ var um dýrðir í Sjanghæ í Kína þegar heims-
leikar Special Olympics voru settir í gær. Um er að
ræða stærstu íþróttahátíð sem haldin er í heiminum í ár
en þar eru 7.300 þátttakendur frá 165 þjóðum, þar á
meðal 32 þátttakendur frá Íslandi.
„Þetta var sérlega glæsilega setningarathöfn og vel
skipulögð,“ sagði Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi, í samtali við
Morgunblaðið að athöfn lokinni. Segir hún íslensku
þátttakendurna varla hafa átt nógu sterk orð til að lýsa
hrifningu sinni og margir tekið andköf af aðdáun. Alls
voru 80 þúsund áhorfendur við athöfnina.
Að sögn Önnu vakti það mikla athygli að forseta-
hjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff,
sátu í heiðursstúkunni með forseta Kína. „Það gerði
stemninguna enn meiri en ella að hafa forsetann við-
staddan,“ sagði Anna. Fyrsti keppnisdagurinn leikanna
er í dag.
Sérlega glæsileg setningarathöfn