Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 15
ERLENT
SENDIMAÐUR
Sameinuðu þjóð-
anna, Ibrahim
Gambari, ræddi í
gær við leiðtoga
herforingja-
stjórnarinnar í
Búrma, Than
Shwe, til að
reyna að binda
enda á blóðuga
herferð hennar gegn andófs-
mönnum. Gambari átti síðan stutt-
an fund með Aung San Suu Kyi,
leiðtoga lýðræðissinna í Búrma.
Mannréttindaráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í gær ályktun
þar sem það fordæmdi blóðugar
árásir öryggissveita herforingja-
stjórnarinnar til að brjóta fjölda-
mótmæli búddamunka á bak aftur.
Rætt við leið-
toga Búrma
Aung San Suu Kyi
FJÖLDI þingmanna í Pakistan hef-
ur sagt af sér til að mótmæla fyr-
irhuguðu forsetakjöri á laugardag.
Þá er talið víst að Pervez Mushar-
raf verði endurkjörinn forseti en
þingmennirnir telja kjörið ólöglegt.
Mótmæla kjöri
GONÇALO Amaral, portúgalskur
lögreglumaður sem hefur stýrt
rannsókn á hvarfi ensku stúlkunnar
Madelene McCann, hefur verið
leystur frá störfum sem yfirmaður
lögreglunnar í Portimao.
Rekinn
GORDON Brown, forsætisráðherra
Bretlands, er nú í heimsókn í Írak
og lýsti því yfir í gærmorgun að
1.000 breskir hermenn yrðu kall-
aðir frá landinu fyrir árslok. Um
5.000 Bretar eru nú í landinu.
Reuters
Innlit Gordon Brown ávarpar
breska hermenn í Írak.
Brown í Írak
BANDALAG Víktors Jústsénkós
forseta og Júlíu Tímósénkó, sem
vilja auka samstarf við vestræn
ríki, var í gær enn með afar nauma
forystu í Úkraínu er búið var að
telja um 98% atkvæða í kosning-
unum á sunnudag. Bandalag Vík-
tors Janúkóvítsj forsætisráðherra,
sem er hlynnt Rússum, var með ör-
lítið minna fylgi. Liðsmenn hinna
fyrrnefndu saka Janúkóvítsj og
menn hans um kosningasvik.
Reuters
Fagnað Janúkóvítsj með vinum.
Enn nær jafnt
VITNI við réttarhöld yfir meintum
hryðjuverkamönnum í Danmörku
segir að þeir hafi ætlað að beita
fjarstýrðri sprengju til að myrða
ritstjóra Jyllands-Posten vegna
teikninga af Múhameð spámanni.
Ráðgerðu morð
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
KIM Jong-Il, forseti Norður-Kóreu,
tók óvænt á móti Roh Moo-Hyun, for-
seta Suður-Kóreu, þegar hann kom í
heimsókn til Pyongyang í gær en
áætlanir höfðu gert ráð fyrir því að
næstráðandi Kims, Kim Yong-Nam,
tæki á móti Roh. Bjartsýnismenn
sögðu þetta góðs vita og auka líkur á
því að efnt verði til formlegra samn-
ingaviðræðna um hvernig binda megi
enda á formlegt stríðsástand sem enn
er í gildi milli ríkjanna tveggja. Eftir
því var þó tekið í gær að Kim virtist
heldur áhugalaus um gestinn og
stökk vart bros meðan á móttöku-
athöfn stóð.
Þetta er aðeins í annað skipti sem
forsetar ríkjanna tveggja hittast á
fundi, en í tæknilegum skilningi eiga
löndin tvö enn í stríði þó að Kóreu-
stríðinu hafi í reynd lokið með gerð
vopnahlés 1953.
Kim Jong-Il hitti forvera Roh, Kim
Dae-Jung, á sögulegum leiðtogafundi
2000 og vonuðust menn til að það
markaði nýtt upphaf í samskiptum
ríkjanna. Af því hefur þó ekki orðið
og heimsókn Rohs til Norður-Kóreu
hefur verið gagnrýnd á þeirri for-
sendu að forsetinn hafi ekki í raun
neinar raunhæfar hugmyndir um
hvernig eigi að brúa það bil sem enn
er milli ríkjanna tveggja. Tilgangur
heimsóknarinnar sé fyrst og fremst
að skapa jákvæða mynd af Roh sem
lætur af embætti á næsta ári.
Kim áhugalaus á svip
er hann tók á móti Roh
Aðeins í annað skipti sem forsetar Suður- og Norður-Kóreu hittast á sextíu árum
AP
Góðir gestir? Suður-kóreski forsetinn Roh Moo-hyun (t.v.) ásamt konu sinni, Kwon Yang-sook, heilsar Kim Yong
Nam, næstráðanda Kims Jong-Il, í Pyongyang í gær. Kim Jong-Il, forseti N-Kóreu, fylgist með.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
SÚ ÁKVÖRÐUN Vladímírs Pútíns að taka efsta
sæti á landslista stærsta flokks landsins í komandi
þingkosningum og verða ef til forsætisráðherra er
liður í því að tryggja að hann sitji við stjórn-
artaumana eftir að hann lætur af embætti Rúss-
landsforseta á næsta ári. Stjórnmálaskýrendur
telja að ákvörðunin geti orðið til þess að þingið og
ríkisstjórnin eflist á kostnað forsetaembættisins
og hugsanlegt er að hún leiði til grundvallarbreyt-
inga á stjórnkerfi landsins.
Pútín sagði í fyrradag að það væri „algerlega
raunhæft“ að hann yrði forsætisráðherra eftir
þingkosningarnar 2. desember. Pútín þarf að láta
af embætti forseta í mars þar sem stjórnarskrá
landsins kveður á um að enginn megi gegna því
lengur en í tvö kjörtímabil í röð. Pútín getur á
hinn bóginn verið forsætisráðherra og sóst síðar
eftir forsetaembættinu í tvö kjörtímabil til við-
bótar.
Fetað í fótspor de Gaulle?
Fjölmiðlar í Evrópu sögðu áform Pútíns fléttu í
valdatafli sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyr-
ir lýðræðið í Rússlandi. „Hefur Vladímír Pútín
tekið lýðræðið úr sambandi?“ spurði blaðamað-
urinn Michael Binyon í grein í breska dagblaðinu
The Times. Hann sagði áform forsetans staðfesta
að lýðræðinu í Rússlandi hefði alltaf stafað mest
hætta af „öflugum keisara“.
The Daily Telegraph tók í sama streng í for-
ystugrein, sagði að Pútín hygðist „vafalaust til-
nefna strengjabrúðu í forsetaembættið og halda
þeim völdum sem hann hefur núna“. „Pútín er
hættulegur maður sem uppburðarlítið alþjóða-
samfélagið hefur alltof lengi stjanað við.“
Nokkur þýsku blaðanna sögðu að ekkert virtist
því til fyrirstöðu að Pútín yrði mjög lengi við völd.
„Því fer fjarri að tímabili Pútíns sé að ljúka. Þvert
á móti er það rétt að byrja,“ sagði Frankfurter
Allgemeine Zeitung.
„Við völd að eilífu“ var fyrirsögn ítalska dag-
blaðsins La Repubblica. Il Corriere della Sera
sagði að til að Pútín gæti tekið við embætti for-
sætisráðherra þyrfti hann finna eftirmann í for-
setaembættið sem hefði „ekki valdametnað og
sýnir forsætisráðherranum mikla hollustu“.
Austurríska blaðið Kurier sagði að Pútín hefði
„hitt nokkur skotmörk með einum steini. Hann
tryggir flokki sínum enn stærri sigur, velur í raun
sjálfur forseta sem hann starfar með næstu fjögur
árin og getur boðið sig fram til forseta 2012“.
Tékkneska dagblaðið Lidove Noviny sagði að
Pútín hygðist endurmóta rússneska stjórnkerfið
eftir eigin höfði. „Fyrir rúmri öld breytti Charles
de Gaulle Frakklandi úr lýðveldi undir forystu
forsætisráðherra í forsetalýðveldi. Pútín fetar í
fótspor hans en í öfuga átt: breytir Rússlandi úr
forsetalýðveldi í lýðveldi undir forystu forsætis-
ráðherra.“
„Byltingarkennt skref“
Þótt evrópsku blöðin hafi verið gagnrýnin á
áform Pútíns voru flest rússnesku dagblaðanna
hlynnt þeim eða hlutlaus. Þau ganga út frá því
sem óhjákvæmilegri staðreynd að Pútín verði
áfram mjög áhrifamikill eftir að hann lætur af for-
setaembættinu.
„Það er ekki mikilvægt hver verður forseti ef
þingið og ríkisstjórnin verða undir forystu núver-
andi leiðtoga landsins,“ sagði blaðið Vremja No-
vostej.
Önnur blöð veltu því fyrir sér hvernig staðið
yrði að breytingunni. Eitt þeirra, Kommersant,
spáði því að næsti forseti Rússlands segði af sér
áður en kjörtímabilinu lyki vegna veikinda eða af
öðrum ástæðum til að hægt yrði að kjósa Pútín
aftur í forsetaembættið.
Rússneski stjórnmálaskýrandinn Vladímír
Príbylovskí, sem hefur oft gagnrýnt forsetann,
spáði því að Pútín og bandamenn hans sæju til
þess að „þægur“ eftirmaður hans yrði kjörinn
með rétt rúmum 50% atkvæða, þannig að hann
yrði ekki með skýrt umboð kjósenda eins og Pútín
sem nýtur nú stuðnings 80% Rússa, ef marka má
skoðanakannanir.
Nokkrir stjórnmálaskýrendur sögðust telja að
þegar fram liðu stundir gætu áform Pútíns stuðl-
að að auknu fjölræði í Rússlandi og aukið völd
þingsins og ríkisstjórnarinnar á kostnað forseta-
embættisins.
„Þetta er byltingarkennt skref,“ sagði stjórn-
málaskýrandinn Gleb Pavlovskí, sem tengist
ráðamönnunum í Kreml. „Þetta er í fyrsta skipti
frá 1991 sem þungamiðja valdanna færist frá
Kreml. Þetta er stórt skref í átt að raunverulegu
fjölræði í landi okkar.“
Aðrir stjórnmálaskýrendur töldu að grundvall-
arbreytingar á rússneska stjórnkerfinu kynnu að
vera á döfinni. Nokkrir þeirra vöruðu þó við því að
aukin völd þingsins gætu leitt til eins flokks kerfis
líkt og í Sovétríkjunum, þ.e. að aðeins einn flokkur
yrði fær um að mynda ríkisstjórn.
„Pútín við völd að eilífu“
AP
Stólaskipti? Vladímír Pútín forseti hlustar á
Viktor Zúbkov forsætisráðherra í Kreml í gær.
Í HNOTSKURN
» Litlar líkur eru nú taldar á því að Pútínlýsi yfir stuðningi við forsetaframboð
Sergejs Ívanovs eða Dmítrís Medvedevs,
tveggja aðstoðarforsætisráðherra.
» Líklegt er að Pútín styðji Viktor Zúbk-ov sem hann tilnefndi forsætisráðherra
í liðnum mánuði.
» Zúbkov er 66 ára gamall og líklegt erað Kremlverjar telji hann tilvalinn í for-
setaembættið vegna aldurs hans og holl-
ustu hans við Pútín. Færi svo að Zúbkov léti
af embætti vegna veikinda væri hægt að
kjósa Pútín aftur forseta.