Morgunblaðið - 03.10.2007, Blaðsíða 20
|miðvikudagur|3. 10. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Samhjálp kvenna er hópur sjálf-
boðaliða sem styður konur sem
greinast með brjóstakrabba-
mein. » 24
heilsa
„Hættu að rugga þér á stóln-
um“, er oft sagt við börn en
ekkert er þeim samt eðlilegra
eins og raunar fullorðnum. » 25
daglegt
Við höldum að það sé afar fátítt að gertsé afmælisrit um ketti, hvað þá aðtvisvar hafi verið haldið upp á tíu áraafmæli þeirra. En við þurftum að
halda tvisvar upp á það í þetta sinn, vegna þess
að það komust ekki allir á afmælisdaginn. Það
var mikil gleði báða dagana, góðir gestir, spilað
og sungið og heiðurskötturinn Þorkell Ágúst
Högnason alveg alsæll með þetta allt saman,“
segja þeir Bjarni Valtýr Guðjónsson og Helgi
Ásgeirsson um köttinn sem heitir þessu virðu-
lega nafni en er yfirleitt kallaður Keli. Ekki er
hann alls óvanur þessu afmælisumstangi því ár
hvert er haldið veglega upp á afmælið hans og
fyrri eigandi hans las ævinlega upp á þeim degi
kvæðið Á afmæli kattarins eftir Jón Helgason.
Þoldi ekki miðbæjarsollinn
„Keli er miðbæjarköttur og býr hérna hjá mér
á Njálsgötunni en hann flutti alfarið til mín fyrir
tveimur árum eftir að eigandi hans og vinkona
mín á efri hæðinni, hún Jóhanna Þráinsdóttir,
féll frá. Hann var eiginlega orðinn sameign okk-
ar og vappaði hér á milli hæða. Yfirleitt var
hann hjá Jóhönnu á daginn en trítlaði niður til
mín á kvöldin og svaf þar,“ segir Helgi og bætir
við að þegar Keli bjó á báðum hæðum og þurfti
að fara um stigaganginn, þá var hann vanur að
teygja sig upp í póstlúguna og kíkja út til að
leita frétta af heiminum fyrir utan. „Keli er al-
farið inniköttur enda er hann með lítið hjarta og
alls ekki hugaður. Hann þoldi ekki miðbæjarsoll-
inn sem hann kynntist lítillega í byrjun ævi sinn-
ar, hann var í villu í Vesturbænum en heldur sig
innandyra núna til að forðast útihættur. Við för-
um þó reglulega með hann í búri niður á Skóla-
vörðustíg til Guðbjargar dýralæknis svo hann
geti fengið sínar lögbundnu heilbrigðissprautur
og annað slíkt.“
Mikið ort af ljóðum til Kela
Síðustu fjögur árin hefur að staðaldri verið ort
um mektarköttinn Kela, enda er Kelabók full af
lausavísum og ljóðmálum sem honum er til-
einkað og flest er það eftir Bjarna Valtý og
Helga. „Þegar ég kom í fyrsta sinn í afmæli Kela
fyrir fjórum árum þá færði ég honum mikinn
bálk sem ég orti til hans og heitir Kelabragur og
er fimm erindi. Flest sem til hans hefur verið
ort er gert við þekkt sönglög svo hægt sé að
syngja herlegheitin fyrir köttinn,“ segir Bjarni
Valtýr sem er hagmæltur mjög og söngglaður
enda er hann kirkjuspilari vestur á Mýrum. Þeir
vinirnir Helgi og Bjarn Valtýr settu saman
ljóðabálkinn Á Þorkelsdegi í tilefni af átta ára
afmmæli kattarins og þar er þetta erindi:
Gleðjast skulum glöggt með Kela,
gleði megum aldrei fela.
Nú skal fagra hátíð halda,
hefja ljóð og söng til valda.
„Kela nefni ég kíkil í sumum vísunum en kíkill
er gæluorð yfir kött sem ég lærði í bernsku,“ og
í þeim töluðu orðum varpar Bjarni Valtýr fram
hringhendu:
Aldrei heykist, eflir frið,
oft sig hreykinn strýkur.
Kæra leiki kannast við
kíkill Reykjavíkur.
Keli hefur fengið mörg póstkort
Í Kelabók er að finna ýmsan fróðleik um
þennan ofdekraða heillakött, bæði einkenni og
feril. Þar er meðal annars langfeðgatal og eigna-
skrá hans. „Hann á gott safn leikfanga og má
þar nefna músina Langrófu og Kroppinbak sem
er íbjúgur bangsi. Keli á líka myndamöppu sem
er stútfull af ljósmyndum af honum og eins á
hann veglegt kortasafn, en honum hafa borist
fjölmörg póstkort um ævina.“ Orðspor Kela hef-
ur farið víða og til dæmis hefur hans verið getið
í fimm minningargreinum og geri aðrir kettir
betur.
Fastakúnnar á Tíu dropum
Keli er stór og þungur og feldurinn hans ein-
staklega mjúkur enda er hann lystugur og nýtur
góðrar umsjónar vinanna Helga og Bjarna Val-
týs. „Ég bý í Borgarnesi en í hvert skipti sem ég
kem til Reykjavíkur þá held ég til hér á Njáls-
götunni. Ég kynntist Helga og Kela fyrir fáum
árum í gegnum sameiginlegan vin og nú er ég
orðinn eins og hver annar heimagangur hér á
Njálsgötunni,“ segir Bjarni Valtýr en hann og
Helgi hafa það fyrir sið þegar báðir eru í bæn-
um að fara saman á kaffihúsið Tíu dropa á
Laugaveginum og þar hitta þeir ævinlega Ketil
Larsen. Í hvert sinn búa þeir til vísu handa hon-
um sem þeir fara með fyrir hann yfir kaffibolla
og er Ketill því fremri fornkonungum sem höfðu
aðeins eitt hirðskáld en ekki tvö.
khk@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinir Keli kann vel við sig heima á Njálsgötunni með þeim Bjarna Valtý og Helga og hann sækir í að liggja undir græna flísteppinu.
Gestabók Á afmælisdag Kela var sérstaklega
vandað til gestabókarskrifa.
Vel haldinn Keli er mikill að vexti enda ofdekr-
aður í mat sem öðru.
Kíkill Reykjavíkur
Vinirnir Bjarni Valtýr og Helgi
héldu í tvígang upp á tíu ára af-
mæli aðalkattarins á miðborg-
arbrúninni. Kristín Heiða Krist-
insdóttir heimsótti þessa
heiðursmenn sem gáfu út Kela-
bók í tilefni afmælisins.
UM helmingur fólks kíkir á skjá
sessunautarins í vinnunni, nú eða
þá hjá þeim sem situr við hlið þeirra
á flugvellinum. Það hafa flestir
gerst sekir um slíkar skjágægjur
hvort sem þeir ætla sér það eða
ekki, því þegar gengið er framhjá
tölvuskjá er einfaldlega eins og at-
hyglin beinist ósjálfrátt að því sem
þar er að gerast. Í nýlegri banda-
rískri könnun, meðal starfsmanna í
viðskiptalífinu, viðurkenndu um
45% að hafa kíkt á skjá nágrannans
og enn fleiri könnuðust við að kíkt
hefði verið á þeirra skjá.
Nú er hins vegar búið að hanna
sérstaka skjáfilmu sem kemur í veg
fyrir slíkt. Um er að ræða þunnan
skjáfilter sem tölvutöskuframleið-
andinn Targurs hefur sett á mark-
að, en filterinn hindrar að það sjáist
á skjáinn frá hlið. Eru það litlar lóð-
réttar þynnur sem koma í veg fyrir
að aðrir en sá sem situr beint fram-
an við skjáinn geti lesið á hann. Sé
skjástaðan meira en 45° til hægri
eða vinstri við tölvuna þá er hann
einfaldlega svartur ásýndar. Það er
svo bónus fyrir þá sem vilja hindra
gægjur á skjá sínum að filterinn
kemur einnig í veg fyrir endurvarp
á skjánum og gefur þar með skýrari
mynd.
Skjágægj-
urnar
búið spil
Aðdráttarafl Tölvuskjárinn hefur
mikið aðdráttarafl fyrir augu
þeirra sem framhjá ganga.
Morgunblaðið/Kristinn