Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 30

Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Inge-borg Mogensen fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1940. Hún lést á heimili sínu að kvöldi 21. september sl. Foreldrar hennar voru Axel Henning Mogensen, fæddur á Seyðisfirði 27.2. 1913, d.13.6. 1968, og Ásdís María Mogensen, fædd á Akureyri 9.3. 1918, d. 6.9. 2003. Systir Guðrúnar er Karen Margrét Mo- gensen, f. 19.9. 1953, eiginmaður hennar er Þórleifur V. Friðriksson. Guðrún giftist Jóni Sigurðssyni, f. í Krossalandi í Lóni 24.7. 1923, þau slitu samvistir. Guðrún hóf síð- ar sambúð með Magnúsi J. Björg- vinssyni, f. að Klausturhólum í Grímsnesi 5.11. 1935, og bjuggu þau síðast að Sandavaði 3 í Reykja- vík. Magnús starfaði lengst af í slökkviliði Reykjavíkurflugvallar. Magnús á 4 uppkomin börn frá fyrra hjónabandi. Dætur Guðrúnar eru Ásdís María Jónsdóttir, f. 9.9. 1959, Þórey Jóns- dóttir, f. 30.8. 1963, Guðrún Jónsdóttir, f. 18.9. 1964, og óskírð Jónsdóttir, f. 26.10. 1967, d. 26.10. 1967. Barnabörnin eru Margrét Ósk, Pétur Þór, Jón Axel, Einar Örn, Elísa og Atli. Barnabarna- börnin eru Ásdís Linda, Bjarki Freyr, Þórður Andri og Gabríel Óðinn. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík en einnig bjuggu þau um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum og í Danmörku. Eftir hefðbundna barnaskóla- göngu fór Guðrún í Kvennaskól- ann. Eftir það starfaði hún við ýmis skrifstofustörf þar af lengst hjá Flugmálastjórn. Guðrún verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag kl. 11. Elsku Góa. Ég vil ekki trúa því að þú sért horf- in frá okkur. Þú sem í gegnum þín veikindi síð- ustu 10 mánuði hefur komið okkur á óvart hvað eftir annað. Í mínum huga varstu kraftaverka- kona. Alltaf þegar illa horfði þá barð- ist þú í gegnum erfiðleikana og sigr- aðir. En að lokum sigruðu veikindin þig þegar enginn átti von á. Þegar ég heyrði í þér deginum áð- ur en þú hvarfst á braut þá varstu svo kát og hress og hlakkaðir svo mikið til að komast heim á föstudeginum. Ég var stödd á Selfossi og þess vegna varð samtal okkur kannski frekar í styttra lagi. Ég hlakkaði til að heyra í þér um helgina og heyra ánægjuna í röddinni yfir að vera heima. Það var alltaf þitt markmið að komast heim og kannski má segja að það hafi ræst. Þó ekki hafi verið búið að útskrifa þig þá var það eitthvað sem átti að gerast á næstu dögum. Við vorum í raun báðar einbirni, vegna áranna á milli okkar. Þegar ég var smábarn háðir þú fyrstu barátt- una við erfið veikindi. Þrátt fyrir ald- ursmuninn þá held ég að það hafi verið einlægt traust á milli okkar. Ef eitthvað var að vissi ég að það hefði alltaf verið hægt að leita til þín. Þú varst kletturinn sem alltaf var til staðar þegar á reyndi. Þegar ég hugsa til þín verður mér hugsað til jólanna, alla mína ævi höf- um við verið saman á aðfangadag. Í fyrra varstu mikið veik og barðist fyrir lífi þínu á spítalanum, en nú sáum við fram á að geta enn einu sinni eytt jólunum saman. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Elsku Magnús, þú sem hefur verið Góu svo mikil stoð og stytta í gegnum öll veikindin, guð gefi þér styrk í gegnum erfiðleikana. Dísa, Þórey og Rúna, verið hvor annarri og öðrum í kringum ykkur styrkur á erfiðri stundu og gleði á góðri stundu. Karen systir. Elsku amma Góa. Eftir langa og erfiða baráttu hefur þú loks fengið hvíld. Það sem þú hef- ur gengið í gegnum get ég ekki einu sinni ímyndað mér, þú slóst hvert metið á fætur öðru og ætlaðir að láta þér batna. Við mig léstu aldrei á neinu bera, tókst alltaf á móti mér á spítalanum með brosi á vör og vildir vita allt um það hvernig gengi í vinnunni og skólanum. Í dag er ég þakklát fyrir þessar stundir og mun aldrei gleyma þeim. Ég er líka stolt af að hafa átt ömmu eins og þig. Það eru ekki margir á mínum aldri sem eiga ömmu sem er reglulega á MSN og veit allt um fólk- ið í „So you think you can dance“. Það er því með mikilli sorg í hjarta sem ég kveð þig nú í hinsta sinn. Elísa. Elskuleg móðursystir mín hefur kvatt okkur allt of snemma. Frá því að ég var lítið barn í pössun hjá henni og allt til dagsins í dag hefur Góa ver- ið mér einstaklega kær. Ég á eflaust eftir að minnast Góu sérstaklega á jólunum, gestrisni hennar og jóla- gleði er mér ofarlega í huga. Alveg frá því að ég man eftir mér hittust Góa og mamma með mökum og börn- um og að ógleymdri henni ömmu heitinni á aðfangadag og borðuðu saman ljúffengar rjúpur og eplaköku „a la Góa“ með rjóma í desert. Ég ætla rétt að vona að einhver eigi þá uppskrift. Ég var síðan komin á þrí- tugsaldur og búin að eignast mitt fyrsta barn sjálf þegar ég tók þá erf- iðu ákvörðun að hætta að koma til Góu á aðfangadag og fór að halda jól- in sjálf með fjölskyldunni minni, sem er jú yndislegt líka. Frænkuhittingurinn alræmdi verður öðruvísi en ég vona að við náum nú samt að halda áfram að skemmta okkur vel því þetta voru al- veg sérstaklega skemmtilegar stund- ir. Til dæmis á ég alveg óteljandi margar skemmtilegar minningar úr jólahlaðborðunum sem eru árlegur viðburður hjá okkur frænkunum. Efst í huga mér þessa stundina er jólahlaðborð í Perlunni þar sem ónefndur gestur skemmti okkur svo vel með spurningu sinni að við piss- uðum næstum allar í buxurnar og aftur í hvert skipti sem við rifjuðum það upp. Elsku Maggi, Dísa, Þórey og Rúna og mamma, ég bið Guð að varðveita ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Friðrika Þórleifsdóttir. Sólríkasta sumar sem við munum eftir er liðið. Haustið er komið með rokið, rign- inguna og myrkrið. Allt verður dapurt. Ástæða dapurleikans er vegna þess að önnur vinkona okkar í saumaklúbbnum er farin frá okkur fjórum sem eftir stöndum. Þær voru báðar tveimur árum yngri en við, sem sýnir okkur að það er ekki spurt um aldur þegar kallið kemur. Vinkona okkar Guðrún Ingeborg Mogensen, eða Góa eins og við köll- uðum hana alltaf var með okkur í Kvennaskólanum í Reykjavík, samt tveimur árum á eftir okkur. Vegna lömunarveiki (Akureyrar- veikin) sem hún fékk í miðju námi varð hún að hætta því og lá lengi á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir tápmikla handboltastelpu. Með ótrú- legu harðfylgi og baráttu við sjúk- dóminn tókst henni að komast á fæt- ur en því miður varð skólagangan ekki lengri. Ein okkar gat aðstoðað hana þá við að fá skrifstofuvinnu hjá Sælgætis- gerðinni Freyju þar sem hún vann um tíma. Síðar vann hún á lögfræðistofu en lengst af vann hún hjá Flugmála- stjórn þar til hún hætti að vinna fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir veikindin tókst henni að eignast þrjár frábærar dætur sem hafa gert hana að ömmu og lang- ömmu henni til mikillar gleði. Við stofnuðum saumaklúbb þar sem við saumuðum og prjónuðum, að ekki sé talað um meðlætið með kaffinu þar sem Góa hafði hugmyndaflugið í lagi. Svo voru barnaæfmælin hjá okkur og við létum það ekki aftra okkur að ferðast með strætó með skarann. Þá var bifreiðaeign okkar engin. Það gat orðið fjör hjá þeim í sykursjokki á hlaupum um vagninn. Þau hafa örugglega skemmt sér konunglega. Tíminn leið, börnin uxu upp frá okk- ur og umræðurnar breyttust. Flestar skiptu um húsnæði og þá var frekar talað um flísar og parket heldur en handavinnu. Seint á síðastliðnu ári fékk Góa skyndilega hjartastopp og lá lengi meðvitundarlaus á spítala. Við vorum ekki bjartsýnar á að hún myndi vakna aftur en með ótrúlegri seiglu tókst henni að ná sér upp, samt með nokkrum bakslögum en alltaf aftur upp. Hún var komin á Landakot í sjúkraþjálfun og fékk undanfarið að vera heima um helgar. Þegar við heimsóttum hana um daginn í Sand- avað vorum við alveg undrandi hvað hún var hress og átti í engum vand- ræðum með að tala við okkur. Þess vegna kom það okkur alveg í opna skjöldu þegar hún nýkomin heim í helgardvöl föstudaginn 21. septem- ber fékk annað hjartastopp og þá varð ekki við neitt ráðið. Magnús hefur staðið eins og klett- ur við hlið hennar allan tímann sem og dætur hennar. Kæri Magnús, við vottum þér, dætrum og fjölskyldum þeirra, Kar- en systur og öðrum sem eiga um sárt að binda okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Saumaklúbburinn. Elsku langamma, nú kveðjum við þig með söknuði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín barnabarnabörn, Ásdís, Bjarki, Gabríel og Þórður. Elsku amma okkar, erfitt er að kveðja en við kveðjum þig í dag með miklum söknuði. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Mortens) Barnabörnin Pétur, Jón og Einar. Elsku besta amma mín, erfitt er að kveðja þig í dag en mikill söknuður er í mínu hjarta. Þú hefur alltaf reynst mér alveg rosalega vel, alltaf verið til staðar ef ég hef þurft á því að halda og betri manneskju hefði ég ekki get- að fundið. Ég man fyrst eftir mér þegar þú bjóst í Hraunbænum og þar var ég mikið hjá þér. Alla daga var mikið leikið sér í portinu, síðan spil- uðum við mikið Ólsen ólsen en öll kvöld enduðu á því að liggja saman upp í sófanum og horfa á Tomma og Jenna. Þar sem ég var þá eina barnabarn- ið þitt þá var allt látið eftir mér, alltaf var farið í bakaríð og keypt það sem ég vildi, síðan þegar ég fékk að gista þá þurfti afi alltaf að fara fram í stofu því ég vildi meira pláss. Ég gæti haldið áfram endalaust en minning- arnar mínar eru margar frá þessum tíma og þær mun ég geyma í mínu hjarta um alla tíð. Einnig er ég alveg ótrúlega þakk- lát fyrir það að þú og Magnús leyfðuð mér að búa hjá ykkur á Sogavegin- um, meðan ég gekk í skóla. Tíminn á Sogaveginum var góður tími, við sát- um mikið og töluðum saman. Ekki fannst okkur leiðinlegt að horfa á góða mynd í sjónvarpinu og þú varst alveg ótrúlega dugleg að taka allt upp á vídeóspólur en ekki er hægt að segja að það hafi svo verið horft á myndirnar enda vantaði yfirleitt byrjunina eða endinn á flestar. Ekki geta margir sagt frá því að hafa fengið textaskilaboð í símann frá ömmu sinni eða hafa verið að tala við ömmu sína í gegnum tölvuna á MSN en það gerðum við mikið og þess mun ég sakna gífurlega. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, en þér mun ég aldrei gleyma. Elsku Magnús minn, ég sendi þér innilegar samúðarkveðjur og megi guð geyma þig. Margrét Ósk. Guðrún Ingeborg Mogensen Elsku Mína amma. Við erum búnar að kveðja hana smám saman í gegnum árin og seinustu mánuðina var hún alveg farin en þetta er samt svo sárt. Kalt kaffi í glerglasi, kaka með bleiku kremi og ísköld mjólk, hlát- urinn, ráma röddin, gráglettinn húm- Vilhelmína Hjaltalín ✝ VilhelmínaHansína Oddný Hjaltalín, eða Mína eins og hún var allt- af kölluð, fæddist á Akureyri 20. janúar 1928. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 31. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 7. sept- ember. orinn og sígarettulykt er það fyrsta sem kem- ur upp í huga okkar þegar við hugsum um ömmu. Við vorum svo montnar að eiga ömm- una með lengsta nafnið – Vilhelmína Hansína Oddný Hjaltalín. Hún kenndi okkur að meta krossgátur og kapla og að brjóta saman poka! Hún verður alltaf hluti af okkur og mun lifa með okkur í þeim minningum sem við eigum um hana. Núna vitum við að henni líður ekki illa og hún er laus úr viðjum sjúkdómsins sem var löngu búinn að taka frá henni lífið. Eydís, Guðrún María og Íris Ómarsdætur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku- legrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Svölutjörn 44, áður Smáratúni 29, Keflavík. Sérstakar þakkir til Sigurðar Björnssonar krabbameinslæknis, göngudeildar Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir frábæra umönnun og hjúkrun í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Jóhann R. Benediktsson, Benedikt Jóhannsson, María Hákonardóttir, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Jóhann Frímann Valgarðsson, Jóhanna A. Jóhannsdóttir, Andre Masumbuko og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför AUÐUNS HAFNFJÖRÐ JÓNSSONAR frá Gjögri, Seilugranda 8, Reykjavík. Guðrún Friðriksdóttir. ✝ Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, PÉTUR BERGMANN EYJÓLFSSON, Blómvangi 13, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 24. september, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 5. október kl. 13.00. Þorri Freyr Eyjólfsson, Garðar Rafn Eyjólfsson, Guðmunda Björk Matthíasdóttir, Þóra Dís Garðarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar og móður okkar, HELGU DAGBJARTSDÓTTUR, Syðstu- Mörk, undir Eyjafjöllum. Guðjón Ólafsson, Pétur Guðjónsson, Björgvin Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.