Morgunblaðið - 03.10.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 33
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Opin vinnustofa kl. 9-
16.30. Leikfimi kl. 8.30. Postulínsmálun
kl. 9 og kl. 13. Gönguhópur kl. 11.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30 og
heilsugæsla kl. 10-11.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun,
almenn handavinna, morgunkaffi/
dagblöð, glerlist/opin vinnustofa, fóta-
aðgerð, matur, spiladagur, kaffi. KB
banki opinn í dag. Uppl. í s. 535-2760.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga
og miðvikudaga kl. 10-11.30. S. 554-
1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á
miðvikudögum kl. 15-16. S. 554-3438.
Félagsvist er í Gullsmára á mánudögum
kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikud-
ögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Skráning er hafin í félagsmið-
stöðvunum í haustlitaferð 4. október
nk. Brottför frá Gullsmára kl. 13.15 og
Gjábakka kl. 13.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-
Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4,
kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður
Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB
æfing kl. 17.
Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl.
9.30. Glerlist kl. 9.30 og 13. Handavinna
kl. 10, leiðbeinandi verður við til kl. 17.
Félagsvist kl. 13. Söngur kl. 15.15, Guð-
rún Lilja mætir með gítarinn. Viðtalstími
FEBK kl. 15-16. Bobb kl. 16.30. Línudans
kl. 18. Samkvæmisdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 9.05
myndlist, kl. 10 ganga, KB banki hefur
opið kl. 10-11. Kl. 11.40 matur, kl. 13
postulínsmálun og kl. 13 kvennabrids.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Kvennaleikfimi í Kirkjuhvoli kl. 9, 9.45
og 10.30. Brids í Garðabergi kl. 13. Búta-
saumshópur (sjálfstæður) í Kirkjuhvoli
kl. 13, flytur í Jónshús. Garðaberg opið
kl. 12.30-16, heitt á könnunni.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. handavinna. Kl.
10 dansæfing í samstarfi við FÁÍA (Félag
áhugafólks um íþróttir aldraðra), umsj.
Guðrún Nielsen. Frá hádegi er spilasalur
opinn. Á morgun kl. 12.30 myndlist.
Bókband hefst föstud. 5. okt. Stræt-
isvagnar 4, 12 og 17 stansa við Gerðu-
berg.
Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnar kl. 9,
línudans kl. 11, saumar kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl.
9-16 hjá Sigrúnu, jólasokkar, taumálun,
glermálun o.fl. Samverustund kl. 10.30,
lestur og spjall. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla.
Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl.
11.30. Hársnyrting s. 517-3005. Blöðin
liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Daglegar gönguferð-
ir, Mullersæfingar, magadans, almenn
leikfimi, Thai Chi og styrktarhópurinn í
samvinnu einkaþjálfara hjá World Class í
Laugum. Selma Jónsdóttir leiðbeinandi
er komin til starfa. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á Korpúlfs-
stöðum á morgun kl. 10.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
fimmtudag, er Listasmiðjan opin á
Korpúlfsstöðum kl. 13-16.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnu-
stofan í handmennt opin. Félagsvist kl.
14.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla,
fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðst. v/böðun. Kl
9.15-16 handavinna. Kl. 10-12 sund. Kl.
11.45-12.45 matur. Kl. 12.15-14 versl-
unarferð í Bónus. Kl. 13-16 tréskurður.
Kl. 14.30-15.45 kaffi.
Þórðarsveigur 3 | Opin handavinnu-
stofa kl. 9-14. Gönguferð kl. 14. Boccia
kl. 15.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Starf með 10-12 ára
börnum kl. 14-15. Starf með 9-12 ára
börnum kl. 15-16.
Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 11 í umsjá
djákna Áskirkju. Safnaðarfélag Ás-
prestakalls verður með félagsvist í safn-
aðarheimili kirkjunnar kl. 20 í kvöld.
Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í
Holtakoti kl. 10-12. Gestur, Heiða Davíðs-
dóttir hj.fr. Starf eldri borgara í Litlakoti
kl. 13-16. Spilað, telft og spjallað. Kaffi
og meðlæti á staðnum. Bæna/kyrrðar-
stund verður í húsnæði Bessastaða-
sóknar í leikskólanum Holtakoti á Álfta-
nesi kl. 20 í kvöld.
Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12,
tónlist, hugvekja og fyrirbænir. Léttur
málsverður í safnaðarsal eftir stundina.
Starf fyrir eldri borgara kl. 13.30, ferða-
saga í myndum. Kirkjuprakkarar 7-9 ára
kl. 16. TTT 10-12 ára kl. 17. Æskulýðs-
félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara í
kirkjunni í dag kl. 13-16.30. Spilað, föndr-
að og handavinna. Gestur kemur í heim-
sókn.
Digraneskirkja | Safnaðarfræðsla: Sr.
Magnús Björn Björnsson kynnir verkefni
sem hann vinnur að við Háskóla Íslands
í safnaðaruppbyggingu kl. 20.
Dómkirkjan | Hádegisbænir í dag kl.
12.10-12.30. Hádegisverður á kirkjuloft-
inu á eftir. Bænarefnum má koma á
framfæri í síma 520-9700 eða með
tölvupósti til domkirkjan@domkirkjan.-
is.
Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12,
altarisganga og fyrirbænir. Boðið upp á
hádegisverð að lokinni stundinni. Prest-
ar safnaðarins annast stundina. Organ-
isti: Hörður Bragason. TTT fyrir börn 10-
12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla. TTT fyrir
börn 10-12 ára kl. 17-18 í Korpuskóla.
Hjallakirkja | Kynningarfundur um tólf
spora námskeið í kvöld kl. 20.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kristi-
legur kvennafundur kl. 20, hjálparflokk-
ur. Nánari uppl. í s. 462-4406/896-
6891.
Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bæna-
stund kl. 12, máltíð í lok stundarinnar.
Hveragerðiskirkja | Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10, T T T-starf á fimmtu-
dögum kl. 18-19 unglingastarf KFUM/
KFUK á fimmtudögum kl. 20-21.30.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut
58-60. Söngsamkoma verður í kvöld kl.
20. Vitnisburðir og frásögur um uppá-
haldssöngva. Kaffi eftir samkomuna.
Allir velkomnir.
Laugarneskirkja | Kl. 10 foreldramorg-
unn. Kl. 10.30 gönguhópurinn Sólar-
megin. Öllum velkomið að slást í för. Kl.
14.30 Kirkjuprakkarar (1.-4. bekkur) Um-
sjón hafa prestar og kirkjuvörður safn-
aðarins. Fermingarfræðslutímar falla
inn í ferðalag í Vatnaskóg. Heimkoma
við Laugalækjarskóla í kvöld kl. 21.
Vídalínskirkja Garðasókn | Fræðsla kl.
10.30 á foreldramorgnum, sr. Jóna
Hrönn ræðir um ,,uppeldi barna“ og
áhrif umhverfissins. Kaffiveitingar á
staðnum.
dagbók
Í dag er miðvikudagur 3. október, 276. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Daníel sagði: "Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn." (Daníel 2, 20.)
Kiwanis á Íslandi efnir tillandssöfnunar dagana 4. til7. október, undir yfirskrift-inni Lykill að lífi.
Bernhard Jóhannesson er formaður
K-dagsnefndar: „Allt frá árinu 1974
hefur Kiwanis reglulega staðið fyrir
söfnun á landsvísu til aðstoðar við ein-
staklinga með geðraskanir,“ segir
Bernhard, en ágóði af söfnuninni að
þessu sinni rennur til Geðhjálpar,
BUGL og Forma.
Tökum vel á móti sjálfboðaliðum
Sjálfboðaliðar Kiwanis munu ganga í
hús og fyrirtæki um allt land, og verða
einnig við verslanir og samkomustaði:
„Við seljum barmnælur á 1.000 kr. og
renna öll framlög óskipt til málefnisins.
Einnig hefur Kiwanis leitað til fyr-
irtækja um stuðning við söfnunarátak-
ið, og er gaman að nefna að Sparisjóð-
irnir á Íslandi, Toyota-umboðið, Bónus
og Olís eru sérstakir bakhjarlar söfn-
unarinnar. Stærsti bakhjarlinn er þó
þjóðin, sem með örlæti sínu gerir okk-
ur kleift að styðja það góða starf sem
unnið er í geðverndarmálum.“
Söfnunarfénu vel varið
Geðhjálp mun m.a. nýta það fé sem
safnast til að byggja upp starfsemi
stuðningshópa um allt land. Við Barna-
og unglingageðdeild verður fjármunum
varið til að bæta aðstöðu til hollrar
hreyfingar og uppbyggilegrar tóm-
stundaiðju.
Forma eru samtök átröskunar-
sjúklinga, og mun það fé sem til þeirra
rennur nýtast til ráðgjafarstarfs um
land allt, og forvarnarfræðslu í 8. bekk
grunnskóla og fyrsta bekk framhalds-
skóla til að sporna við fjölgun átrösk-
unarsjúklinga.
Vekja til vitundar
„Um leið og við efnum til söfnunar-
innar viljum við minna á þann mikla
vanda sem geðraskanir eru, og mik-
ilvægi þess að búa vel að æsku landsins
í þessum málaflokki, með vönduðum og
snemmtækum meðferðarúrræðum og
forvarnarstarfi,“ segir Bernhard að
lokum.
Finna má nánari upplýsingar á
heimasíðu Kiwanis á slóðinni www.kiw-
anis.is
Góðgerðarstarf | Kiwanis safnar fyrir góðu málefni dagana 4. til 7. október
Lykill að lífi – landssöfnun
Bernhard Jó-
hannesson fæddist í
Borgarfirði 1951.
Hann lauk gagn-
fræðanámi frá
Núpi í Dýrafirði.
Bernhard starfaði
sem garð-
yrkjubóndi um
þriggja áratuga
skeið. Hann var jafnframt slökkviliðs-
stjóri og einnig fréttaritari fyrir Morg-
unblaðið. Hann hefur undanfarin 10 ár
verið eftirlitsmaður Brunamálastofn-
unar. Eiginkona Bernhards er Hugrún
Björk Hauksdóttir leiðbeinandi og eiga
þau þrjá syni og sex barnabörn.
Tónlist
DOMO Bar | Heiðursgestur
söngvaskáldakvölds er Dr. Gunni
sem flytur ný og eldri lög. Fyrst
flytja 5 önnur söngvaskáld tvö
lög hvert með Hrynsveit Eyþórs
Gunnarssonar. Kvöldinu lýkur
með Jam Session tónlistar-
mannanna. Dagskráin hefst kl.
20 í beinni útsendingu Kasat-
ljóss en aðgangseyri er kr. 500.
Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur á
jazzkvöldi Múlans kl. 22. Tríóið
leikur eigin tónsmíðar sem
höfða til fleiri en bara jazzunn-
enda. Meðlimir eru Sunna Gunn-
laugs á píanó, Þorgrímur Jóns-
son á bassa og Scott McLemore
á trommur. Aðgangseyrir er
1.000 kr.
Ísafjarðarsókn | Franski fiðlu-
snillingurinn Gilles Apap leikur
ásamt Hjörleifi Valssyni, Bar-
dukha og Íslensku Kammersveit-
inni í Ísafjarðarkirkju. Apap er
heimskunnur fyrir sérstæðan og
fjölbreyttan stíl og á það til að
bregða sér í allra kvikinda líki.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Salurinn, Kópavogi | Tónleikar
Þjóðlagahljómsveitar Söng-
leikja- og dansstofnunar Wuhan-
borgar í Salnum, kl. 20.
Uppákomur
Safnahús Kópavogs | Kennsla í
flugdrekasmíði undir leiðsögn
kínverska flugdrekagerðarmeist-
arans Kong Lingmin í Kórnum,
fundarsal Safnahússins, kl. 14.
Fyrirlestrar og fundir
Krabbameinsfélagið | Skóg-
arhlíð 8. Góðir hálsar, stuðnings-
hópur um krabbamein í blöðru-
hálskirtli, verða með rabbfund í
dag kl. 17. Gestur fundarins er
Jón Eyjólfur Jónsson öldrunar-
læknir og ræðir m.a. um notkun
svefnlyfja.
Safnahús Kópavogs | Jarðhiti í
Kína og á Íslandi. Dr. Ingvar
Birgir Friðleifsson, forstöðu-
maður Jarðhitaskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna, flytur er-
indi í Kórnum, fundarsal Safna-
hússins, kl. 17.15.
Fréttir og tilkynningar
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn
verður á Snæfellsnesi í dag, 3.
okt. Stykkishólmur við Íþrótta-
miðstöðina kl. 8.30-12.30. Ólafs-
vík við Söluskálannn ÓK kl. 14-
17.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur | Matar-og fataúthlutun á
miðvikudögum kl. 14-17 í Hátúni
12b. Tekið við hreinum fatnaði
og öðrum varningi á þriðjudög-
um kl. 10-15. Sími 551-4349,
netfang maedur@simnet.is
Frístundir og námskeið
Hótel Saga | Vinahópur (áður
Vinahjálp) brids á Hótel Sögu í
dag kl. 13. Allir velkomnir.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á
höfuðborgarsvæðinu | Félags-
vist í kvöld í félagsheimilinu, Há-
túni 12. Allir velkomnir.
ÞETTA var heldur óvenjuleg tískusýning hjá franska hönnuðinum Stanislassia Klein. Fór
hún fram í safninu Musee de l’Orangerie og þar sýndu fyrirætur sumarlínuna 2008.
Tíska
Sitjandi fyrirsætur
Reuters
FRÉTTIR
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ
Landsbjörg og Landspítali hafa
gert með sér samning um þátt-
töku lækna LSH í starfi Ís-
lensku alþjóðasveitarinnar.
Í fréttatilkynningu segir að
samkvæmt samstarfssamn-
ingum sjái Slysavarnafélagið
Landsbjörg m.a. um stjórn,
skipulag og kostnað vegna út-
kalla sveitarinnar. Í því felist
m.a. að standa undir kostnaði
vegna alls búnaðar, dagpen-
inga, bólusetninga og fleira.
Eins muni félagið standa fyrir
æfingum og gefa út handbók
með nauðsynlegum upplýs-
ingum fyrir þátttakendur í
starfi sveitarinnar.
Landspítali muni tryggja að
allaf sé a.m.k. einn læknir til
taks í útkallsliði Íslensku al-
þjóðasveitarinnar. Læknar
LSH í sveitinni komi til með að
taka þátt í fræðslu og æfingum
sem skipulagðar séu og spít-
alinn muni einnig útvega og
geyma læknisbúnað og lyf sem
sveitin þurfi á að halda hverju
sinni en Íslenska alþjóðasveitin
greiði allan kostnað.
Styrkir alþjóðasveitina
Samningsaðilar telja samning-
inn styrkja starf Íslensku al-
þjóðasveitarinnar þar sem að-
gengi að læknum og sérhæfðri
þekkingu innan Landspítala
verður í fastari skorðum í fram-
tíðinni.
SL og LSH gera með
sér samstarfssamning
SAMTÖKIN Björgum Íslandi
(e. Saving Iceland) stóðu fyrir
mótmælum í London í gær.
Mótmælendur gengu frá Slo-
an Square að sendiráði Ís-
lands með mótmælaborða og
slagorð gegn ofsóknum ís-
lenska ríkisins á hendur að-
gerðarsinnum samtakanna.
Mótmælendurnir afhentu
Sverri Hauki Gunnlaugssyni,
sendiherra Íslands í Englandi,
bréf sem fordæmir tilraun Ís-
lands til að vísa Miriam Rose,
breskum ríkisborgara, úr
landi.
Á vefsíðu samtakanna segir
að Ísland sé að reyna að losa
sig við alla erlenda aktívista
eða aðgerðarsinna sem mót-
mæla þungaiðnaði á Íslandi
og sérstaklega vilja þeir mót-
mæla aðgerðum ríkisins gegn
Miriam Rose sem er breskur
ríkisborgari sem hefur áfrýj-
að brottvísun frá Íslandi, sem
hún hlaut vegna aðgerða
sinna gegn stóriðju á Íslandi.
Íslenskum stjórnvöld-
um mótmælt í London
DR. Maria Eduarda Duarte, pró-
fessor við Háskólann í Lissabon,
flytur fyrirlestur föstudaginn 5.
október kl. 16 í stofu 101 í Odda,
Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn
fjallar um hvað stjórnar starfs-
ferli fólks á fullorðinsárum og er
í boði félagsfræðiskorar og sál-
fræðiskorar í félagsvísindadeild
Háskóla Íslands.
Titill lestrarins er: Career ma-
nagement in adulthood: From hi-
storical perspective to the need
of anticipating the future. Í fyrir-
lestrinum verður fjallað um
hvernig kenningar í hagnýtri sál-
fræði geta skýrt það hvernig
starfsferill fólks mótast á fullorð-
insárum og hvað stjórnar slíkum
ferlum. Ágæti kenninganna
verður metið í þessu tilliti, eink-
um með hliðsjón af gagnsemi
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Einnig verður fjallað um
hugtakanotkun og þróun rann-
sókna í faginu.
Aðgangur er ókeypis og allir
eru velkomnir.
Fyrirlestur um hvað
stjórni starfsferli fólks