Morgunblaðið - 03.10.2007, Page 36

Morgunblaðið - 03.10.2007, Page 36
Þetta er saga um hræðilega hluti sem fólk vill í raun og veru ekki heyra sögur um… 43 » reykjavíkreykjavík KVIKMYNDIN Mýrin verður framlag Íslands til forvals Ósk- arsverðlaunanna í flokknum besta erlenda myndin. Það voru meðlimir Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) sem völdu myndina með rafrænni kosningu. Rafrænn kjör- seðill var sendur á alla meðlimi aka- demíunnar sem í eru rúmlega sjö- hundruð manns. Þátttaka í kosningunni var um 40% að sögn Önnu Maríu Karlsdóttur formanns ÍKSA Reglur Bandarísku kvikmynda- akademíunnar um forval í þennan flokk Óskarsverðlaunanna kveða á um að þær myndir komi til greina sem hafa verið frumsýndar í heima- landinu á tímabilinu 1. október 2006 – 30. september 2007. Myndirnar þurfa að hafa verið sýndar gegn gjaldi í kvikmyndahúsi í 7 daga samfleytt og verða að hafa verið sýndar af 35mm eða 70mm filmu, eða viðurkenndu stafrænu formati. Aðaltungumál það sem talað er í myndinni má ekki vera enska auk þess sem listrænt forræði yfir myndinni þarf að vera á hendi ein- staklinga frá því landi sem myndin er fulltrúi fyrir. Tilnefningar til Óskarsverð- launanna verða kynntar í Los Ang- eles þann 22. janúar 2008. Afhend- ing Óskarsverðlaunanna fer fram í sömu borg þann 24. febrúar 2008. Mýrin hefur notið mikillar vel- gengni á erlendum kvikmyndahátíð- um það sem af er árinu og því kem- ur þetta val akademíunnar ekki á óvart. Einnig má búast við því að Mýrin verði sigursæl á Eddunni, Ís- lensku kvikmynda- og sjónvarps- þáttaverðlaununum, sem verða af- hent í níunda sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica sunnudag- inn 11. nóvember 2007. Tilnefningar til Eddunnar verða kunngjörðar miðvikudaginn 24. október. Mýrin í forval til Óskarsverðlaunanna Óskar? Íslenskur veruleiki Mýrarinnar á vonandi eftir að falla í kramið.  Það verður lík- lega mikið um dýrðir á DOMO í kvöld þegar þar fer fram hið mán- aðarlega Söngva- skáldakvöld. Í september var heiðursgestur kvöldsins Magnús Kjartansson. Nú í kvöld verður ekki minni maður en Dr. Gunni heiðursgesturinn og mun hann flytja bæði ný og eldri lög úr eigin smiðju. Áður en hann stígur á svið munu fimm önnur söngvaskáld flytja eitt til tvö lög hvert en Hryn- sveit Eyþórs Gunnarssonar annast undirleik. Kvöldinu lýkur með Jam Session þar sem tónlistarmenn leika af fingrum fram. Dagskráin hefst kl. 20 í beinni út- sendingu Kasatljóss en aðgangs- eyrir er 500 kr. Dr. Gunni á DOMO  Hljómsveitin Hjaltalín mun hita upp fyrir hljómsveitina Danielson á tónleikum í Fríkirkjunni á föstu- daginn kemur. Hjaltalín er stór hljómsveit – níu manna – og hefur verið nefnd hin „íslenska Arcade Fire.“ Upptökur á fyrstu breiðskífu sveitarinnar standa nú yfir og er útgáfa hennar fyrirhuguð fyrir jól. Danielson hefur náð umtals- verðum vinsældum í indírokki og árið 2006 þótti hún ná hápunkti fer- ils síns með útgáfu plötunnar Ships. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á tónleikana, en miðasala er í fullum gangi á www.midi.is og í verslunum Skíf- unnar og BT á landsbyggðinni. Miðaverð er aðeins 2500 krónur. Hjaltalín hitar upp fyrir Danielson í Fríkirkjunni  Glitnir og Reykjavík Films und- irrituðu á dögunum samning um stuðning bankans við framleiðslu íslensku glæpaseríunnar Manna- veiða. Stuðningur Glitnis skipti sköpum við fjármögnun þáttanna sem væntanlega marka upphafið að óslitinni röð leikins íslensks efnis í Sjónvarpinu. Glitnir og Mannaveiðar Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „VIÐ höfum nærst eingöngu á sveppatengdu fæði í mánuð,“ fullyrða vel nærðir Baggalút- arnir. „Við erum búnir að þróa ýmsa svepparétti og höfum boðið hver öðrum í mat undanfarið.“ Allt þetta sveppaát er andlegur og líkamlegur undirbúningur Baggalútanna fyrir Sveppahátíð- ina í Aberfoyle, 65 manna bæ í Skotlandi sem heldur árlega hátíð helgaða sveppum og hefst hátíðin í ár hinn 18. október. Á hverju ári er eitt land í forgrunni og núna munu íslenskir matreiðslumenn framreiða svepparétti að hætti landsins og íslensk fyr- irtæki kynna vörur sínar á meðan Baggalútarnir munu sjá um gleðina og spila tvisvar á dag þá þrjá daga sem hátíðin fer fram. Þeir munu að- allega flytja efni af fyrstu tveim plötunum en segja að það sé aldrei að vita nema þeir prufuk- eyri eitthvert efni fyrir gesti hátíðarinnar. Það er þónokkur tími í næstu plötu en þeir eru þó að gera ýmsar tilraunir. Þetta verður þó ekki jóðlplata þótt spurst hafi út um daður þeirra við týrólska jóðlara sem heimsóttu Ísland í sumar. „Við eigum mjög góð lög sem jóðlararnir frá Austurríki sungu með okkur. En þetta er líklega betra í smærri skömmtum. Ísland er bara ekki tilbúið fyrir jóðlið.“ Númi Fannsker gegn heiminum Aberfoyle er sem áður segir afar fámennur bær en væntanlega fjölgar íbúum margfalt í hvert skipti sem hátíðin stendur yfir. „Það munu vafalítið þúsundir manna streyma að miðað við áhugann á sveppum og sveppamenningu,“ full- yrða lútarnir. Bærinn er þó líklega þekktastur fyrir að vera fyrirmynd sjálfrar Sveppaborgar sem bókmenntaunnendur kannast vitaskuld allir við úr hinum epíska sagnabálki um Sval og Val. „Það er kastali þarna sem er fyrirmynd Sveppa- setursins,“ segir einn lúturinn með blik í auga. Þó virðist vera nokkur rígur milli þeirra og ákveðinna skáldsagnapersóna. Hliðarsjálfin Númi Fannsker, Enter, Spesi og Myglar reka vefsetrið Baggalút og urðu frægir löngu á undan hljómsveitinni en hafa horfið lítillega í skuggann undanfarið „Númi Fannsker er náttúrlega geð- sjúklingur. Það er kergja á milli Núma og alls heimsins,“ segja þeir en bæta þó við að rígurinn sé ekki svo alvarlegur þótt vissulega skarist stundum hagsmunir. „Þeim finnst náttúrlega líka leiðinlegt að vera ekki til í alvörunni eins og við hinir.“ Innrás snúið í útrás Á meðan þeir félagar dvelja í Sveppaborginni verður haldin tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hér heima. „Við spiluðum á Airwaves í fyrra og það var mjög skemmtilegt en við erum bara farnir að hugsa aðeins stærra,“ fullyrða lútarnir en bæta við að þeir óski Airwaves-hátíðinni alls hins besta í fjarveru þeirra. „En það verður nátt- úrlega einhver að sinna útrásinni. Á meðan allir eru að flytja bönd inn til Íslands ætlum við að láta flytja okkur út til Skotlands.“ Svaðilför til Sveppaborgar Baggalútar halda í tónleikaför og sveppaát til Aberfoyle í Skotlandi Morgunblaðið/Kristinn Baggalútar og gítarar Bragi Valdimar Skúlason, Karl Sigurðsson, Guðmundur Pétursson og Kristinn Jónsson melta sveppina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.