Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 03.10.2007, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á NO RESERVATIONS kl. 6:10 - 8:20 - 10:30 LEYFÐ DIGITAL MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 5:40 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 LEYFÐ THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP SUPERBAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 10:10 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART. CATHERINE ZETA JONES AARON ECKHART SÝND Í ÁLFABAKKA Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up eeee JIS, FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSISÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. SÝND Í KEFLAVÍK eee T.V. Kvikmyndir.is Vinsælasta kvikmyndin á íslandi í dag “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV „Sprenghlægileg...“ Jóhannes Árnason, Monitor. 90 af 100 - J.I.S., FILM.IS HLJÓÐ OG MYND AFTER Dark er um margt óvenjuleg þeg- ar litið er til bóka Murakamis, meðal ann- ars fyrir sjónarhornið; nú erum það „við“ sem erum á ferðinni, svífum inn yfir borg- ina í upphafslínunum og lækkum síðan flug- ið þar til komið er inn á skyndibitastað. After Dark segir frá stúlkunni Mari Asai, sem situr einmitt á skyndibitastaðnum í upphafi bókarinnar og ætlar ekki heim, hyggst sitja það alla nóttina, vill vera á hliðarlínunni í líf- inu um stund. Inn á stað- inn kemur Tetsuya Takahashi og tekur hana tali, kannast við hana frá því er hann steig næstum í væng- inn við systur hennar, Eri. Inn í söguna blandast síðan hótelstjóri vændishótels, Kaoru, kínversk vændiskona sem varð fyrir barðinu á óþokka, skúringakonan Korogi sem er á flótta undan óþokkanum Shira- kawa og útsendarar kínversku mafíunnar. Atburðarásin er á mörkum draums og veruleika – til að mynda eru þeir hlutar bókarinnar sem segja frá Eri líkastir þrúg- andi martröð og eins er það sem hendir Maru er óraunverulegt á köflum fyrir okk- ur áhorfendurna. Á stundum er eins og Murakami sé að lýsa bíómynd, noir-mynd, kannski mynd eftir Jean Luc Godard, hryllingsmynd þar sem hið hversdagslega er ógnandi, skugg- arnir milli húsanna sem við göngum framhjá oft á dag taka á sig torkennilegar myndir, hversdagsleg hljóð vekja ótta; gleymum því ekki að hótelið í bókinni heitir Alphaville. Eins og getið er má kalla After Dark handrit að hryllingsmynd, en líkt og Mura- kami er lagið er lesandinn vongóður við lok bókarinnar, vongóður um það að þó að við kjósum að yfirgefa mannlegt samfélag sé einhver tiltækur til að kippa okkur inn í heiminn aftur. Á flugi í rökkrinu After Dark, skáldsaga eftir Haruki Murakami. Harvill Secker gefur út. 201 síða innb. Árni Matthíasson BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. You’ve Been Warned - James Patterson og Howard Roughan 2. A Thousand Splendid Suns - Kha- led Hosseini 3. Dead Heat - Dick Francis og Fel- ix Francis. 4. Making Money - Terry Pratchett 5. Pontoon - Garrison Keillor 6. The Wheel Of Darkness - Dou- glas Preston og Lincoln Child 7. Jonathan’s Story- Julia London og Alina Adams 8. The Wednesday Letters - Jason F. Wright 9. Bones To Ashes - Kathy Reichs New York Times 1. Atonement – Ian McEwan 2. Playing for Pizza – John Gris- ham 3. One Good Turn – Kate Atkinson 4. A Spot of Bother – Mark Haddon 5. On Chesil Beach – Ian McEwan 6. The Uncommon Reader – Alan Bennett 7. The Mission Song – John Le Carre 8. This Year it Will be Different – Maeve Binchy 9. Travels in the Scriptorium – Paul Auster Waterstones Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MEÐAL bóka sem líklegar eru taldar til að hljóta Booker- verðlaunin bresku er harla óvenjuleg skáldsaga eftir nýsjá- lenska rithöfundinn Lloyd Jones, Mister Pip. Sagan gerist á eynni Bougain- ville, sem er hluti af Salómonseyj- aklasanum. Bókin hefst þar sem sett er hafnbann á eyjuna vegna þess að eyjarskeggjar sætta sig ekki lengur við koparnámu Rio Tinto sem skilar þeim takmörk- uðum arði en eitrar umhverfi sitt. Matilda segir frá Í litlu þorpi við ströndina býr Matilda, þrettán ára gömul, með móður sinni, en faðir hennar flutt- ist til Ástralíu, „til að verða hvít- ur“, eins og móðir Matildu segir gjarnan við hana. Hafnbannið hefur að vonum slæm áhrif á íbúa þorpsins, enda verða þeir að leggja af innflutt þægindi og snúa aftur til fyrri lífs- hátta. Eitt af því sem setur líf Ma- tildu, og annarra barna, úr skorð- um er að skólanum er lokað þar sem kennarinn flúði með öðrum opinberum starfsmönnum. Í þorpinu býr einn hvítur mað- ur, hr. Watts, sem allir kalla Pop Eye, og er giftur konu úr þorpinu. Honum bregður fyrst fyrir í sög- unni þar sem hann teymir eig- inkonuna í kerru og er með trúð- snef. Þegar kennara vantar í skólann kemur það því mörgum á óvart að hann gefur sig fram, býðst til að kenna börnunum. Sú kennsla er sérkennileg svo ekki sé meira sagt, því eina kennslubókin er lúið eintak af Glæstum vonum, Great Expecta- tions, eftir Charles Dickens, og kennslan hvern dag byggist á því að hr. Watts les upp úr bókinni. Framan af eiga börnin erfitt með að skilja hann, enda margt sér- kennilegt í bókinni fyrir íbúa á Suðurhafseyju. Smám saman komast þau þó inn í söguna og sagan af Philip Pirrip, sem nafnið Pip festist við, heillar þau, enda er sá heimur sem hún lýsir, eins framandlegur og hann annars er, rökréttari og traustari en það líf sem þau lifa þar sem óvissan og ógnin liggur í loftinu. Eftir því sem börnin hrífast meira af sögu Dickens fara for- eldrar þeirra að ókyrrast. Mest mótstaða er hjá móður Matildu sem kann illa að meta trúleysi hr. Watts, en andóf hennar gegn hon- um og Dickens á eftir að hafa hörmulegar afleiðingar. Söguna af Herra Pip má lesa sem hyllingu bókmenntanna, hvernig þær geta hjálpað okkur að komast af í grimmum heimi en það má líka lesa hana sem varn- aðarorð; heimur bókmenntanna og raunveruleikinn eiga það til að rekast harkalega á. Það kemur líka í ljós að ekki er allt sem sýnist þegar Matilda fer að grennslast fyrir um uppruna hr. Watts í lok bókarinnar – maður þarf ekki að vita allt og oft gott að vita sem minnst. Forvitnilegar bækur: Glæstar vonir í Bougainville Hylling sögunnar Mister Pip Nýsjálenski rithöfundurinn LLoyd Jones. 1. Cross – James Patterson 2. The Secret – Rhonda Byrne 3. Exit Music: Rebus XX – Ian Rankin 4. Anybody Out There? – Marian Keyes 5. The Naming of the Dead – Ian Rankin 6. Harry Potter & the Deathly Hallows – J.K. Rowling 7. Play Dirty – Sandra Brown 8. The Water’s Lovely – Ruth Ren- dell 9. Like the Flowing River – Paulo Coelho 10. Darkly Dreaming Dexter – Jeff Lindsay Eymundson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.