Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Björn Jóhann Björnsson í Qingdao bjb@mbl.is MAREL Food Systems opnaði með formlegum hætti um helgina skrifstofu sína í Qingdao í tilefni af heimsókn Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, til Kína og opnun frystigeymslu Eimskips, þar sem fulltrúar fjölmargra ís- lenskra og kínverskra fyrirtækja voru viðstaddir. Að sögn Sigurjóns Elíassonar, svæðisstjóra Marels í Asíu, markar opnunin í Qingdao upphaf að aukinni sókn fyrirtæk- isins inn á Asíumarkað en fyrir er Marel Food Systems með dóttur- félög eða útibú í Taílandi, Víetnam, Singapúr, Bangladesh og Indlandi. Borgarstjóri Qingdao-borgar var einnig viðstaddur opnunina og lýsti yfir mikilli ánægju með að ís- lenskt tæknifyrirtæki á borð við Marel hefði ákveðið að hasla sér völl í borginni. Borgaryfirvöld myndu leggja sig fram af fremsta megni til að styðja Marel, sem og önnur íslensk fyrirtæki. Komnir í fremstu röð Grundvöllur að þeirri starfsemi er samstarfssamningur sem Marel náði fyrr á árinu við Pacific Andes, eitt stærsta sjávarafurðafyrirtækið í Kína. Mun skrifstofan í Qingdao einbeita sér að því að þjóna þessu kínverska fyrirtæki, auk þess að skapa sambönd og viðskipti við önnur fyrirtæki á sviði matvæla- framleiðslu. Sigurjón sagði við Morgunblaðið að gríðarlegur vöxtur væri fyr- irsjáanlegur í matvælaiðnaði í Kína og þörfin að aukast fyrir því að fá mest út úr því hráefni sem unnið væri með. Þróaður tæknibúnaður Marels ætti þar mikil tækifæri, hvort sem um væri að ræða fisk- afurðir, kjöt eða kjúklinga og ann- að hvítt kjöt. Ólafur Ragnar flutti ávarp við opnunina. Hann sagði Marel eiga sér merkilega sögu, íslenskt tækni- og hugbúnaðarfyrirtæki sem hefði á sínum tíma byrjað smátt en á tiltölulega skömmum tíma náð að skipa sér í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Búnaður fyrirtækisins hefði í raun aðeins eitt markmið, að hámarka verð- mæti matvælaframleiðslunnar og á því sviði væru verkefnin ærin og möguleikarnir óendanlegir fyrir jafn gríðarstóran markað og Kína væri. Ólafur Ragnar sagði opnun skrifstofu Marels í Qingdao enn einn stóra áfangann sem náðst hefði á stuttum tíma í auknum samskiptum Íslendinga og Kín- verja. Opnunin í Qingdao markar upphafið á sókn í Asíu Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Stór áfangi Sigurjón Elíasson frá Marel, Ólafur Ragnar Grímsson og borgarstjórinn í Qingdao klippa á borða við formlega opnun skrifstofu Marel Food Systems í borginni. Skrifstofan mun þjóna Pacific Andes fyrst um sinn.  Samningur við eitt stærsta sjávarafurðafyrirtæki Kína grunnur að opnun nýrr- ar skrifstofu í Qingdao  Gríðarlegur vöxtur framundan í matvælaiðnaði í Kína STÓRU fjárfestingarbankarnir á Wall Street og í Evrópu hafa á síð- ustu dögum tilkynnt um uppsagnir mörg þúsund starfsmanna, einkum á þeim sviðum sem tengjast fast- eignum. Í Hálffimm fréttum grein- ingardeildar Kaupþings segir að frá áramótum hafi um 40% banka- starfa á veðlánasviðum í stóru bönkunum verið lögð niður vegna verðfalls á fasteignatengdum skuldabréfum. Í frétt Financial Times segir að bankarnir á Wall Street gætu þurft að fækka störfum samtals um allt að 10% til að bregðast við tekju- samdrætti. Bear Stearns tilkynnti í vikunni um að 310 starfsmönnum tengdum fasteignaútlánum verði sagt upp til viðbótar við þau 230 samskonar störf sem þegar hafði verið búið að leggja niður. Í hagræðingarskyni hafa tvær fasteignatengdar eining- ar verið í sameinaðar í eina. Í Hálffimm fréttum kemur fram að Morgan Stanley ætlar að fækka starfsmönnum um 600 og Credit Suisse í Sviss um 320. Lehman Brothers hefur boðað uppsagnir um 2.500 starfsmanna. Svissneski bankinn UBS ætlar svo að fækka störfum um 1.500 á fjárfestingar- bankasviði fyrir árslok en sú end- urskipulagning kemur í kjölfar mikils taps bankans á verðbréfum tengdum bandarískum fasteigna- lánum. Fjöldauppsagnir á Wall Street Reuters ATHAFNALÁN eru ný lán sem veitt eru vegna rekstrar þar sem konur eru í lykilhlutverki. Lánin bjóðast fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum og veitir SPRON lánin í sam- vinnu við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbank- ann. „Samkvæmt gögnum Hagstof- unnar eru konur framkvæmda- stjórar eða sitja í stjórnum hjá einungis um fimmtungi fyrir- tækja en það er þó misjafnt eftir atvinnugreinum. Lánin eiga að efla nýsköpun í fyrirtækjum þar sem konur eru í lykilhlutverki auk þess að auðvelda konum í rekstri aðgang að fjármagni. Við erum stolt af því að eiga sam- starf við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbank- ann um þessi lán,“ segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri SPRON, í fréttatilkynningu. Þar kemur og fram að lánin séu í samræmi við samfélags- stefnu og þá jafnréttishugsun sem ríki í SPRON en SPRON var fyrst fjármálafyrirtækja til að hljóta Jafnréttisverðlaun Jafn- réttisráðs. Lánin eigi að auðvelda konum að hefja rekstur en þau eru einnig veitt starfandi fyrir- tækum sem uppfylla áðurnefnd skilyrði og vilja efla starfsemina eða takast á við ný verkefni. SPRON með athafnalán til kvenna Morgunblaðið/Brynjar Gauti ♦♦♦ SJÓÐURINN Brú II Venture Capital hefur fjárfest fyrir sjö milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 449 millj- ónum króna, í sprotafyrirtæk- inu FS-10 ehf. sem er útgerðar- fyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. FS-10 var stofn- að í þeim til- gangi að nýta ís- lenska sérfræði- þekkingu við útgerð stórra fiskiskipa á hafinu undan Máritaníu en framkvæmda- stjóri félagsins er Sigurbjörn Svavarsson, sem áður starfaði m.a. hjá Brimi og Granda. Í tilkynningu frá Brú kemur fram að sjóðurinn sé eini aðilinn sem hafi fjárfest í FS-10 en þetta var fyrsta hlutafjárútboð fyrirtæk- isins. Jafnframt er þetta fyrsta fjárfesting Brúar á sviði sjávar- útvegs. Umræddur sjóður hefur það að markmiði að fjárfesta í óskráðum og ört vaxandi fyrir- tækjum. Fjárfestar sjóðsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins, Gildi lífeyrissjóður, Stafir líf- eyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóð- urinn, Stapi lífeyrissjóður, Straumur-Burðarás, Trygginga- miðstöðin, Saxhóll og Nýsköpunar- sjóður. Brú fjárfest- ir í útgerð- arfyrirtæki Sigurbjörn Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.