Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 27 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÁTTÚRUSPJÖLL á hafsbotni eru enn alvarlegri en náttúruspjöll á landi, því allt lífríkið undir yfirborði sjávar byggist fremur öllu öðru á skjóli og öruggu afdrepi til að geta dafnað. Þetta ættu allir ráðamenn landsins að vita, svo og allir útgerð- armenn og skipstjórar. Sérstaklega síðastliðin 30–40 ár hafa verið fram- in ódæðisverk gegn móður náttúru á hafsbotni. Þessi verk eru beinlínis landráð. Kvótakerfið í heild er því land- ráðastarfsemi vegna þess að allar fiskveiðar nema línu- og færaveiðar byggjast á notkun trolla og dragnóta og allir vita að fiskverndunarsjón- armið lágu ekki að baki kvótakerf- inu, því ef svo hefði verið þá hefðu einungis verið notuð kyrrstæð veið- arfæri. Þá fyrst hefði gjörningurinn verið trúverðugur. Auk allrar þess- arar notkunar á trollum og dragnót hefir verið farið hamförum með veiði á uppsjávarfiski, loðnu, síld og kol- munna. Þessi uppsjávarfiskur er fæða lífríkisins, sér í lagi loðnan, fyr- ir bæði þorsk og ýsu sem er hrææta. Því er það höfuðskilyrði að loðnan fái frið til að ganga hringinn kring um landið. Fiskifræðingar hjá Hafró bera ekki nafn með rentu nema Ólaf- ur Ástþórsson sem ætti í raun að vera æðsti maður stofnunarinnar. Lífríkið er ekki bara þorskur og ýsa, því lífkeðjan samanstendur af hundruðum smádýra og smáfiska svo sem sandsíli sem dragnótin er nærri búin að útrýma þeim allra nauðsynlegasta fæðuhlekk, sérlega fyrir þorskinn og ýsuna svo og allar hvalategundir. Drög að þingsályktunartillögu Drög þessi sem ég nefni hér liggja inni í hverju einasta bréfahólfi allra þingmanna, þ.e. 63 talsins. Verði skynsemin ofan á við stjórnvölinn á komandi þingi þá verða allar þessar ábendingar sem þessi grein fjallar um leystar á þann veg sem er allri þjóð vorri til góðs á allan máta. Fiskimiðin taka fjörkipp og verða aftur sá atvinnuvegur sem áður fyrr. Rányrkja verður aflögð endanlega og í kjölfarið verður frelsi tryggt til fiskveiða fyrir þá sem á sjómennsku hafa áhuga því fiskimiðin verða brátt svo auðug að ekki þarf að nefna hafið takmarkaða auðlind upp frá því. Að lokum þetta. Þessi grein verð- ur þýdd og send úr landi til þeirra 22 náttúruverndarsamtaka sem Fram- tíð Íslands er í sambandi við vítt um heiminn, þess efnis að á Íslandi ríki lýðræðið. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, framkvæmdastjóri Framtíðar Íslands. Náttúra Íslands Frá Garðari H. Björgvinssyni ÆFINGAR rússneska flughersins á Norður-Atlantshafi að undanförnu hafa vakið ugg í brjósti sumra. Það er þó engin ástæða til að óttast Rússa í þessum efnum. Þeir eru ekki að æfa árás á okkur heldur bara að minna okkur á að þeir eru ekki dauðir úr öll- um æðum ennþá og geta svarað fyrir sig ef þeim er ógnað. Það er auðvitað engin ástæða fyrir Vesturlönd (NATO) að ógna Rússum t.d. með því að áforma að koma upp eld- flaugastöðum í Austur-Evrópu, sem allt eins gætu verið í Rússlandi, og þeir hafa boðið, ef tilgangurinn er sá að verja Evrópu fyrir árásum frá As- íu. Það er líka óþarfi að sýna þeim lít- ilsvirðingu og gera því skóna að þeir séu einskis megnugir. Rússland er stórveldi og máttugt sem slíkt. Það væri nær fyrir Vesturlönd að reyna að nálgast Rússa og ná varanlegu samkomulagi við þá í varnar- og ör- yggismálum. Það vill svo til að NATO-þjóðinni Íslandi hefur boðist sérstakt tækifæri í þessum efnum til þess að taka forystu í þeim málum, sem er boð Rússa um samstarf í ör- yggis- og björgunarmálum á N- Atlantshafi. Nú er tækifæri fyrir rík- isstjórn Íslands, sem stefnir að sæti í öryggisráði SÞ, til að sýna fram á sjálfstæði sitt í alþjóðamálum með því að taka þessu boði Rússa og hefja samstarf við þá. Rússneskir dipló- matar hafa lýst yfir efasemdum um að Íslendingar hafi sjálfstæða utan- ríkisstefnu og að í öryggisráðinu yrðu þeir aðeins leppar BNA. Kveðum þennan ótta Rússa niður. Látum að okkur kveða. HERMANN ÞÓRÐARSON, flugumferðarstjóri. Rússagrýlan Frá Hermanni Þórðarsyni PÉTUR Tyrfingsson sálfræð- ingur ritar áhugaverða grein í Morgunblaðið sunnudaginn 30. sept. þar sem hann gagnrýnir svo- kallaða „höfuðbeina- og spjald- hryggsjöfnun“ (HS-jöfnun) sem hann segir réttilega vera skottulækningar. Það er því miður sjaldgæft að mennt- aðir heilbrigðisstarfs- menn gagnrýni „óhefðbundnar lækn- ingar“ og því fagna ég framtaki Péturs. Sérstaklega í ljósi þess að fjölmiðlar leyfa sér nánast aldr- ei að fjalla gagnrýnið um óhefðbundnar meðferðir. Margir virðast vera þeirrar skoðunar að það sé rangt að gagnrýna óhefð- bundnar lækningar. Fólk eigi að hafa val og það sé vont að svipta fólk voninni. Í grein um HS- jöfnun á doktor.is má til að mynda lesa: „Verum því fordómalaus og opin og vinnum ávallt í kærleikanum. Tökum aldrei vonina frá fólki því að margar leiðir eru í boði til að bæta heilsubrest okkar. Kynnum okkur vel það sem í boði er og verum óhrædd að vísa hvert á annað og síðast en ekki síst, höf- um hugfast að ,,Gjöful hendi er fögur, hvaðan sem hún kemur“.“ Rökum sem þessum hafna ég al- farið. Það er þvert á móti rangt að fullyrða að ákveðin meðferð skili árangri þegar fáar eða jafnvel engar rannsóknir benda til þess. Þeir sem lofa upp í ermina á sér með þessum hætti eru að misnota sér aðstöðu sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Vekja falskar vonir og verða jafnvel til þess að sjúk- lingar leiti sér ekki sannreyndrar meðferðar. Töframeðferðir sem lækna nánast allt Það sem einkennir oft skottu- lækningar eru órökstuddar full- yrðingar um að ákveðin meðferð eða einstök lyf lækni aragrúa af kvillum. Töframeðferð læknar næstum því allt. Þannig kemur fram í grein skrifaðri af Margréti Árnadótt- ur hjúkrunarfræðingi að HS-jöfnun geti „komið að gagni við nánast hvaða að- stæður sem er“. Eft- irfarandi kvilla má víst bæta með HS- jöfnun: „Höfuðverkur, mí- gren, tíðaverkir, asthma, sinusitis, bronchitis, blöðru- bólga, frosin öxl, liðagigt, ischias, langvinn tognun á ökkla, vanda- mál í liðum, RSI, meltingarvanda- mál, whiplash-skaðar, hrygg- skekkjur, bakverkir, hálsverkir, viðvarandi sársauki hvar sem er í líkamanum, spenna, kvíði, svefn- leysi, sjóntruflanir, þrekleysi, vandamál á meðgöngu og eftir meðgöngu, þunglyndi, fylgikvillar skurðaðgerðar, samgróningar, ungbarnakveisa, pyloric stenosis, vandamál tengd fæðugjöf ung- barna, miðeyrabólgur, vökvi í eyr- um, tonsillitis, ENT-vandamál, samþjöppun á höfuðkúpu vegna erfiðrar fæðingar ásamt öllum þeim truflunum sem því getur fylgt, námserfiðleikar, lesblinda, rangeygi, augnleti, ofvirkni, ein- hverfa, flogaveiki, cerebral palsy, hegðunarvandamál, bræðisköst, þráhyggjuhegðun, tannvandamál og TMJ-vandamál, höfuðskaðar og hin hárfínu áhrif þeirra á persónu- leika og andlegt ástand, heila- himnubólga og langvinnir fylgi- kvillar hennar, post viral syndrome, ME, glandular fever, síþreyta, fylgikvillar hvaða lang- vinnra veikinda eða veiklandi sjúkdóms sem er.“ Það munar ekki um það. Töfra- meðferðin læknar þunglyndi, vökva í eyrum, námserfiðleika, rangeygi, ofvirkni og jafnvel ein- hverfu! Gott ef satt væri. Stað- reyndin er sú að rannsóknir styðja ekki þessar fullyrðingar. Þannig kemur fram í ítarlegri samantekt líffræðingsins Steve E. Hartman og lífeðlisfræðingsins James M. Norton um gildi HS-jöfnunar að vísindarannsóknir bendi eindregið til þess að HS-jöfnun hafi enga virkni. Í stuttu máli eru ekki til neinar vísindalegar rannsóknir sem styðja fullyrðingar um lækn- ingamátt HS-jöfnunar. Kannski hafa vísindamenn rangt fyrir sér. Ef til vill er HS-jöfnun sú töframeðferð sem HS-jafnarar halda fram. En þar til vel hann- aðar vísindalegar rannsóknir sýna fram á gildi meðferðarinnar hvet ég þá sem málið varðar að leita til læknis eða annarra heilbrigð- isstarfsmanna sem beita sann- reyndum aðferðum . Vörumst skottulækningar Sigurður Hólm Gunnarsson gagnrýnir þær fullyrðingar að „höfuðbeina- og spjaldhryggs- jöfnun“ geti læknað ýmsa sjúk- dóma » Það sem einkennirskottulækningar eru órökstuddar fullyrð- ingar um að ákveðin meðferð lækni aragrúa af kvillum. Töframeð- ferð læknar næstum því allt. Sigurður Hólm Gunnarsson Höfundur er varaformaður Siðmenntar og nemandi í iðjuþjálfun. HINN málglaði þáttarstjórn- andi Egill Helgason fór að mati undirritaðs offari í seinasta Silfri. Það var rætt um málefni Orkuveitunnar og tveggja orku- fyrirtækja sem hafa innsiglað umdeilt samstarf um útrás. Hinn málglaði Egill komst m.a. í þætt- inum þannig að orði um útrás- arvíkingana Hannes Smárason og Jón Ásgeir að þar færu „gaurar“. Allir vita að orðið „gaur“ er hlaðið neikvæðri merk- ingu. Hvernig dettur þátt- arstjórnanda í hug að hafa þann- ig ummæli um fjarstadda menn? Slík lítilsvirðing við fjarstadda einstaklinga af hálfu opinbers þáttarstjórnanda, er starfar hjá sjónvarpsstöð sem nær til allra landsmanna, hlýtur að teljast einsdæmi. Það skiptir í raun ekki máli við hvern Egill átti er hann notaði þessi lítilsvirðandi ummæli. Vissulega hefði hann átt rétt á að nota slík ummæli um alþjóðlega viðurkennda „gaura“ á borð við Saddam Hussein eða Pinocet. En hér er hann að tala um ósköp venjulega Íslendinga sem hafa hafist í krafti áræðni og dugn- aðar og veita nú tugum þúsunda manna vinnu. Já og gott ef annar þeirra stuðlar ekki jafnvel frekar en Byggðastofnun að því að byggð haldist í hinum dreifðu byggðum með því að bjóða sama verð í öllum Bónusbúðum. Svona smá innskot sem skiptir ekki höfuðmáli því kjarninn er sú lítilsvirðing sem fólst í orðum hins málglaða stjórnanda. Það er svolítið áhyggjuefni að slíkur þáttarstjórnandi skuli stýra hér spjallþætti á besta útsending- artíma á sjónvarpsstöð sem á að vera hlutlaus og fagleg. Ólafur M. Jóhannesson „Gaurarnir“ hans Egils Höfundur er framkvæmdastjóri. HÉR er ekki ætlunin að tala um réttmæti reykingabannsins sem slíks. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst út frá því sjón- arhorni hver ávinning- urinn af því er fyrir mig sem íþróttakonu og heilbrigða mann- eskju. Reykingabannið hefur mikið gildi fyrir mig og fyrir fólk sem vill lifa heilbrigðu lífi. Ég, sem einstaklingur og íþróttamaður, vel heilbrigði ofar öllu og lifi samkvæmt því. Fyrir nokkrum ár- um hefði mig ekki grunað að þessi áfangi næðist. Ég hef alltaf reynt að forðast hvers kyns tóbak og tóbaksreyk frá öðrum. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú þekking sem ég hef á skaðsemi reykinga. Ég ólst upp við hreint og ferskt loft inni á mínu heimili. Á unga aldri gerði ég mér grein fyrir því að áfengi, reykingar og óhollur lífsstíll myndu hafa slæm áhrif á heilsu mína. Ég vildi lifa heil- brigðu lífi, vera í góðu formi og að mér líði vel, líkt og í dag. Ég byrjaði snemma í íþróttum og þátttaka mín í þeim íþróttum sem ég stundaði var ekki aðeins vegna félagsskaparins og skemmtanagildisins heldur var einnig markmiðið að bæta mig með hverri æfingunni. Þar sem ég vissi að tóbaksreykur væri óhollur heilsu minni forðaðist ég hann; ef reykt var í einu herbergi þá fór ég í annað og ef ég sat í bíl og var spurð hvort mér væri sama þótt viðkomandi reykti þá sagði ég nei. Það voru hins vegar margir sem virtu ekki mitt álit, þó færri í dag en áður. Í dag veit fólk um skaðsemi reyk- inga. Þrátt fyrir það halda sumir þessum ósið áfram. Fyrir reyk- ingabannið þurfti reyk- laust fólk að anda að sér reyk á flestum veit- inga- og skemmtistöð- um, þrátt fyrir að hafa valið að vera á reyk- lausu svæði. Ég valdi auðvitað alltaf reyk- laust svæði, en það var hins vegar aldrei alveg reyklaust. Það var allt- af einhver reykur sem barst yfir á reyklausa svæðið og það fann maður t.d. á lyktinni þegar maður kom út af staðnum. Eftir kvöldverð eða skemmtun á veitinga- eða skemmti- stað angaði maður af reykingafýlu. Þetta finnst flestum viðurstyggð og þar á meðal mörgum reykinga- mönnum. Ég hef aldrei skilið það að reykja. Ég tel reykingar eitt af því fáránleg- asta sem hægt er að gera sjálfum sér. Oft er þetta vani hjá fólki, en þessi vani er heilsuspillandi á hæsta stigi. Þegar fólk hafði ekki þekkingu á skaðsemi reykinga þótti þetta flott og aðeins á valdi þeirra ríkustu og fínustu. Þetta fólk vissi ekki betur. En í dag er skaðsemi reykinga vel þekkt. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á óhugnanlegar staðreyndir og oft sér maður á einstaklingi hvort hann reykir eða reykir ekki. Þau eru mörg atriðin sem skera reykinga- menn út úr og reykingar hafa ekki aðlaðandi áhrif á ytra útlit fólks né innviði. Ég gleðst mikið yfir því að nú hef- ur þetta breyst. Við hættum að verða fyrir óbeinum reykingum á veitinga- og skemmtistöðum, sem hafa áhrif á heilsu okkar. Það er frá- bært að geta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggjur af reyknum frá öðrum. Sem íþróttamaður er ég himinlifandi og sem heilbrigð manneskja enn fegnari. Ég vona að reykingabannið hafi jákvæð áhrif í för með sér. Reykingar eru skaðlegar heilsunni, það er engin afsökun að segjast ekki geta hætt, tóbak er ávanabindandi, en margir stórreykingamenn hafa náð þeim áfanga að hætta. Það er mikill misskilningur að það þyki flott að reykja í dag. Það er miklu flottara að vera sá sem gerir sér grein fyrir því sem er hollt og óhollt fyrir lík- ama sinn, sá sem virðir sjálfan sig, og eitrar ekki fyrir sjálfan sig og lík- ama sinn. Það er skref í rétta átt að geta andað að sér hreinu lofti á veit- inga- og skemmtistöðum. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið markmið lag- anna þá vona ég að þau hafi í för með sér að fleiri hætti að reykja og velji þannig sér og sínum heilbrigðari lífstíl. Reykleysi á veitinga- og skemmtistöðum Ragna Ingólfsdóttir skrifar um reykingabann » Það er frábært aðgeta farið út að borða og skemmta sér án þess að hafa áhyggj- ur af reyknum frá öðr- um. Ragna Ingólfsdóttir Höfundur er afrekskona í badminton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.