Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 39 Krossgáta Lárétt | 1 dyr, 8 endur- gjald, 9 svara, 10 óhljóð, 11 ástundunarsamur, 13 gremjast, 15 danskrar eyju, 18 dræsa, 21 auð, 22 óreglu, 23 skattur, 24 óvandvirka. Lóðrétt | 2 sparsemi, 3 húðin, 4 snaga, 5 ön- uglyndi, 6 mestur hluti, 7 biða, 12 eyktamark, 14 svifdýrs, 15 sjávardýr, 16 árnar, 17 klunnaleg, 18 jurt, 19 gróðabrall, 20 einkenni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrafn, 4 bogin, 7 fælin, 8 lalli, 9 dul, 11 rétt, 13 anda, 14 ísnál, 15 fork, 17 týnd, 20 smá, 22 kolan, 23 laufi, 24 norpa, 25 trana. Lóðrétt: 1 hæfir, 2 atlot, 3 nánd, 4 ball, 5 golan, 6 neita, 10 unnum, 12 tík, 13 alt, 15 fíkin, 16 rílar, 18 ýsuna, 19 deiga, 20 snúa, 21 álft. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hægðu á þér. Slakaðu á. Athugaðu hvað þú þarft að gera og gerðu einn hlut í einu. Þegar þú gerir þér hlutina auðveld- ari, koma aðrir til hjálpar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Reddanir og samningar ganga vel. Þú gerir þér grein fyrir að skipti á pen- ingum er bara skipti á orku. Tilfinningar þínar til þess skipta öllu máli. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hamingjuleyndarmálið þitt er að vinna hörðum höndum að góðum málum, og skilja annað eftir í stafla sem aldrei verður byrjað á. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ef þú hefur ekki stuðningslið í kringum þig, þá er núna tíminn til að fá sér eitt. Hvatning frá nokkrum vinum virkar eins og plástur á litla (eða stóra) sárið á sálartetrinu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú getur fyrirgefið slæma hegðun ef þú skilur góða ásetninginn á bakvið hana. Þó oft sé erfitt að trúa því, þá erum við oft- ast að gera okkar besta. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hvernig verður framlagi þínu tek- ið? Ertu á réttri leið eða á leið út í móa? Haltu áfram þótt þú sért óviss. Það er óþægilegt að vera óviss, en fáránlegt að vera viss. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú gætir ruglað saman minni og stærri forgangsmálum. Sérstaklega þegar einhver reynir á sjálfsálitið hjá þér. Eyddu því helmingi meiri tíma í það sem skiptir þig mestu máli. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þig dreymir dagdrauma þeg- ar þú getur, svo þú getur einbeitt þér þess á milli. Framkvæmdasemi er blanda af frelsi og skipulagningu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er fólk sem treystir á þig. Þrýstingurinn gæti reynst óþægilegur, en útkoman verður meiri háttar. Þú vinnur aldrei betur en þegar þú hefur áhorf- endur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Thoreau sagði: „Meirihluti fólks lifir leynilega örvæntingarfullu lífi.“ Hann þekkti s.s. ekki sama háværa, væl- andi fólkið og þú hittir í dag. Þú er þeim fremri. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er auðveldara að segja til um hvort eitthvað gerist eða ekki, en hve- nær það gerist. Undirbúðu þig undir atvik sem mun gerast í náinni framtíð. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Mr. Magoo var áhyggjulaus því hann var of sjónskertur til að sjá hætt- urnar framundan. Taktu þér hann til fyr- irmyndar, sjáðu í móðu það sem er í gangi. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a3 Rb8 13. Rg5 He7 14. Rdf3 exd4 15. Rxf7 Hxf7 16. Rg5 d5 17. Rxf7 Kxf7 18. e5 Re8 19. Df3+ Kg8 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir nokkru í Aix- les-Bains. Christian Bauer (2626) hafði hvítt gegn Oliver Renet (2498). 20. Bg5! Dxg5 21. Bxd5+ Bxd5 22. Dxd5+ Kh8 23. Dxa8 hvítur hefur nú skipta- mun yfir og léttunnið tafl. 23 … Dd8 24. Had1 c6 25. Hxd4 Dc8 26. Hed1 Be7 27. Da7 Rc7 28. Db7 Dd8 29. Ha1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Forrituð tilviljun. Norður ♠1097 ♥KD9432 ♦-- ♣9863 Vestur Austur ♠-- ♠K8432 ♥6 ♥G875 ♦DG10754 ♦63 ♣DG10754 ♣ÁK Suður ♠ÁDG65 ♥Á10 ♦ÁK982 ♣2 Suður spilar 6♠ doblaða. Gjafaforrit eiga að tryggja algert handahóf í deifingu spilanna. Kannski gera þau það en því er ekki að neita að stundum renna á leikmenn tvær grím- ur og önnur langleit. Á fyrstu árum tölvugjafar þóttu blankir kóngar furðu algengir en nú má sjá annars konar sérkennilegheit, samanber spil vesturs að ofan. Hversu sennilegt er að taka upp tvo sexliti sem líta nákvæmlega eins út? Jafn líklegt og hvað annað, segja vísindamennirnir en aðrir eru fullir efasemda. Í leik Ítala og Norðmanna á HM vakti Duboin í suður á spaða og Hel- ness sagði fjögur grönd á 6-6 skipt- inguna. Pass hjá Bocchi í norður og Helgemo stökk í sex lauf! Duboin sleikti út um og doblaði, en Bocchi sá fyrir sér ofurfitt og tók út. Duboin spil- aði sex spaða snilldarlega og fór BARA einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Ungur hljóðfæraleikari, Julia Fischer, hreppti hin eft-irsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður árs- ins. Á hvaða hljóðfæri leikur hún? 2 Hvað kallast einkasýning Ragnars Kjartanssonar íNýlistasafninu? 3 Íslendingur er efstur í einkunnargjöf Aftonbladet yfirleikmenn sænsku efstudeildarinnar. Hver er hann? 4 Samtök atvinnulífsins knýja á um aðgerðir ríkisvaldsog Seðlabanka fyrir næstu kjarasamninga. Hver er framkvæmdastjóri SA? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Kiwanis gekkst fyrir sölu á K-lyklinum svo- nefnda. Til styrktar hvaða málefni? Svar: Geðsjúkum og að- standendum þeirra. 2. Hvaða sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið upp skatt- lausar beingreiðslur til foreldra barna sem ekki hafa náð leik- skólaaldri eða bíða rýmis? Svar: Seltjarnarnes. 3. Bandarískt ör- yggisþjónustufyrirtæki í Írak hefur verið mjög til umræðu. Hvað heitir það? Svar: Blackwater USA. 4. Söngsveitin Fílharmonía flyt- ur gyðingatónlist með systkinunum Hauki og Ragnheiði Gröndal. Hvað kallast tónlistin? Svar: Klezmer. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Arnór dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ áformar að leggja fram frumvarp á næsta ári sem gerir ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi við útgáfu leyfa til leigubílaaksturs. Ragnhildur Hjalta- dóttir ráðuneytisstjóri segir ekki fyrirhugað að fella niður takmark- anir á fjölda leigubifreiða í þéttbýli, en markmið sé að einfalda reglu- verkið. Núverandi fyrirkomulag þykir óheppilegt. Samkeppniseftirlitið og Umboðs- maður Alþingis hafa sett fram kröf- ur um breytingar á lagaumhverfi leigubíla. „Markmiðið er að einfalda reglu- verkið sem taki mið af þörfum þjóð- félagsins til þessarar þjónustu, fag- mennsku og fyllsta öryggis. Áformað er að setja skýrar reglur um starf- semina í heild svo sem um skilyrði leyfisveitinga, undanþágur og eftir- lit. Lögð verður áhersla á að sátt geti tekist milli ólíkra hópa þannig að stéttin geti þróast í takt við kröfur sem neytendur gera til þjónustunn- ar,“ segir Ragnhildur. Í áætlun sem samgönguráðuneyt- ið hefur unnið um einfaldara Ísland, en öll ráðuneytin hafa lagt fram slíka áætlun, er fjallað um lög og reglur um leigubílaakstur. Þar segir að nú- verandi fyrirkomulag hafi leitt af sér flókið regluverk um skráningu akst- urstíma, undanþágur frá akstri eigin bifreiða o.fl. Þá hafi þetta leitt af sér mikla skriffinnsku. „Óheppilegt fyrirkomulag“ „Ennfremur skal bent á að að- gangur að starfsgreininni á tak- mörkunarsvæðum byggist almennt á persónulegum samböndum. Skýrist það af því að atvinnuleyfi eru veitt á grundvelli starfsreynslu. Starfs- reynsla afla menn sér með því að leysa leyfishafa af við akstur leigu- bifreiðar. Er leyfishafa í sjálfsvald sett að ákveða hver skuli leysa hann af, að uppfylltum almennum hæfis- skilyrðum. Þannig geta aðeins af- leysingabílstjórar, sem leyfishafar velja sjálfir, aflað sér starfsreynslu, sem aftur er grundvöllur atvinnu- leyfis á takmörkunarsvæðunum. Verður að telja þetta fyrirkomulag óheppilegt með tilliti til jafnréttis- sjónarmiða,“ segir í skýrslu ráðu- neytisins. Ráðuneytið telur koma til greina að breyta útgáfu atvinnuleyfa og opna fyrir möguleika á stöðvarleyf- um til viðbótar persónubundnum leyfum, sem nú eru eingöngu fyrir hendi. Ekki er þó fyrirhugað að af- nema núverandi fjöldatakamarkan- ir. Regluverki um leigubílaakstur verður breytt á næsta ári Takmörkun á fjölda leigubíla áfram í gildi Í HNOTSKURN »Ragnhildur var spurðhvort fyrirhugaðar breyt- ingar gætu leitt til þess að leyfum til leigubílareksturs á höfuðborgarsvæðinu mundi fjölga. Hún sagðist ekki treysta sér til að svara því á þessu stigi. »Stefnt er að því að tillögurum breytingarnar verði tilbúnar í byrjun næsta árs og að þær verði þá kynntar hags- munaaðilum. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.