Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Herbert SædalSvavarsson fæddist í Keflavík 21. apríl 1937, en bjó í Njarðvík frá 7 ára aldri. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Georg Svavar Sig- finnsson, f. á Seyðis- firði 29.11. 1906, d. 29.9. 1992, og Sigur- björg Magnúsdóttir frá Hnjóti í Rauðasandshreppi, f. 5.4. 1907, d. 2.8. 1985. Systkini Herberts eru: 1) Erla, f. 16.6. 1931, 2) Sigríður Magna, f. 23.10. 1933, d. 23.5. 1934, 3) Einar Sædal, f. 10.10. 1935, 4) Unnur Aldís, f. 31.7. 1938, d. 15.9 2004, 5) Guðbjörg, f. 3.1. 1940, 6) Magnús Sædal, f. 11.3. 1946, og 7) Róbert Sædal, f. 19.10. Jóna var áður gift Guðbergi Guðnasyni, þau slitu samvistum. Dætur þeirra eru Ásta María, f. 18.3. 1983, sambýlismaður Brynj- ar Valgeir Steinarsson, f. 26.12. 1978, og Margrét Ósk, f. 20.5. 1985. 3) Sigmundur Már, f. 1.8. 1968, kvæntur Sigurbjörgu Eydísi Gunnarsdóttur, f. 3.6. 1970, synir þeirra eru Herbert Már, f. 20.6. 1992, og Gunnar Már, f. 10.9. 2001. Herbert lærði húsasmíði hjá Skúla H. Skúlasyni í Keflavík á ár- unum 1953-1957. Hann lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1957 og varð húsa- smíðameistari 1960. Hann vann við smíðar hjá Páli Lárussyni á Hvammstanga 1957-1958. Frá 1959 til 1976 starfaði Herbert í Tréiðjunni hf. í Njarðvík. Hann var verkstjóri í Ramma hf. um skeið og hóf svo störf í húsgagna- versluninni Bústoð árið 1977. Þar starfaði hann þar til hann lét af störfum vorið 2007. Herbert verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1947. Hálfsystkini Herberts samfeðra eru Regína Fjóla, f. 29.4 1929, og Garðar, f. 29.10. 1930. Hinn 31.12. 1958 kvæntist Herbert Margréti S. Karls- dóttur ljósmóður, f. í Reykjavík 27.9. 1931. Foreldrar hennar voru Karl Óskar Sig- mundsson, f. 25.3. 1910, d. 4.8. 1937, og Jóna Gíslína Sigurð- ardóttir, f. 2.9. 1910, d. 6.4. 1998. Margrét ólst upp hjá föðurforeldrum sínum, Sigmundi Rögnvaldssyni fisksala og Mar- gréti Jónsdóttur. Börn Herberts og Margrétar eru: 1) Svavar, f. 5.6. 1959. 2) Jóna Karlotta, f. 11.5. 1960, gift Guðbjarti Karli Ingi- bergssyni, f. 21.9. 1959, dóttir þeirra er Karen Ösp, f. 27.3. 1992. Elsku pabbi. Þegar ég sat í flugvélinni á leið til Spánar hinn 6. sept. í ferðinni sem þið mamma ætluðuð að koma með okkur í hugsaði ég til þín mestalla leiðina. Mér leið ekki vel að vera að fara til útlanda og þú á spítala. Það hvarflaði samt ekki að mér að þú ætt- ir aðeins eftir að lifa í 22 daga í viðbót og þar af 9 í súrefnis- og öndunarvél á gjörgæsludeild. En úr því að ónæmiskerfið þitt var hrunið og lungun ónýt verður maður að fara í Pollýönnuleik og segja að þetta hafi nú verið betra en að þú þyrftir að dvelja mánuðum saman á spítala. En pabbi minn, ég vil með örfáum orðum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Alltaf varstu tilbúinn að koma að hjálpa okkur helgi eftir helgi þegar Kalli var að byggja sumarbústaðina, taldir það sko ekki eftir þér þó að þú værir búinn að vinna fullar vinnuvik- ur í Bústoð. Þú varst mikil barnagæla og í miklu uppáhaldi hjá barnabörnunum þínum. Fyrir rúmum tveim mánuð- um þegar ég sagði þér að von væri á fyrsta langafabarni þínu í desember sagðir þú, en sniðugt, ég var einmitt að segja við mömmu þína fyrir tveim- ur dögum: Skyldum við lifa það að verða langafi og langamma? Ég kveð þig nú með sorg í hjarta en miklu þakklæti fyrir að hafa átt þig fyrir pabba því þú varst alltaf bestur. Megi allt hið góða vaka yfir elsku mömmu sem á um mjög sárt að binda þessa dagana og ekki skrýtið þar sem þið hefðuð átt 49 ára búðkaups- afmæli á gamlársdag. Hvíl í friði, pabbalingurinn minn. Þín dóttir, Jóna Karlotta. Það eru margar minningar sem fara í gegnum hugann núna þegar við erum að takast á við sorgina. Það er erfitt að horfast í augu við það að kveðja þann sem er manni kær og þurfa líka að útskýra fyrir litlum afa- strák af hverju afi sé ekki lengur hjá okkur. Því eru allar minningarnar sem við eigum um þig svo óskaplega dýrmætar. Það er ómetanlegt fyrir drengina okkar að hafa átt svona góðan afa sem bar mikla umhyggju fyrir þeim og var alltaf til staðar fyrir þá. Það eru margar góðar stundir sem við höfum öll átt saman í sumarbú- staðnum við Þingvallavatn og heima á Holtsgötunni. Við höfum mikið rætt það þessa dagana hversu mikill klettur þú varst í lífi okkar. Við gátum alltaf leitað til þín, þú varst svo traustur. Þegar við vorum að kaupa húsnæði, bíla, hús- gögn eða stóðum í einhverjum fram- kvæmdum þá fannst okkur gott að leita ráða og fá álit hjá þér. Við vor- um kannski ekki alltaf sammála en þú virtir þá ákvörðun sem við að end- ingu tókum. Þegar við stóðum í ein- hverjum framkvæmdum þá varst þú alltaf mættur til að hjálpa okkur. Við þurftum ekki að biðja þig um aðstoð, þú bara mættir til okkar með verk- færin. Það var aldrei verið að hangsa við verkið heldur unnið af mikilli vandvirkni þar til því var lokið. Nú er ekkert eins og áður, sárt er að hugsa til þess að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Við þurfum öll að standa saman og hlúa vel hvert að öðru. Sérstaklega munum við fjöl- skyldan hugsa vel um ömmu Maddý og hjálpa henni að takast á við lífið sem framundan er . Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, þú munt lifa áfram í hjörtum okkar. Sigmundur Már, Sigurbjörg, Herbert Már og Gunnar Már. Elsku afi minn. Ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín og elska þig mikið, elsku afi. Þú ert hetjan mín. Góðu stundirnar sem við eyddum saman voru ófáar. Þú varst alltaf svo hress og í miklu fjöri. Þú varst ávallt ungur í anda. Lékst þér við okkur barnabörnin tímunum saman og spilaðir við okkur. Fyrir rúmum þremur árum þegar ég frétti að þú værir orðinn veikur hágrét ég og hélt að ég væri að fara að missa afa minn sem allir elskuðu og dýrkuðu. En þú barðist og barðist í gegnum þessi veikindi. En þó þú værir veikur léstu samt aldrei á því bera og varst alltaf í góðu skapi. Þeg- ar þú fórst inná spítalann í lok ágúst trúði því enginn að þú kæmir ekki þaðan aftur. Þegar þú endaðir þetta líf leið mér eins og allur heimurinn hefði allt í einu stöðvast. Ég fann ekki fyrir neinu í líkama mínum, var föst við jörðina og vildi ekki trúa þessu. Að fá aldrei að faðma þig að mér aftur og segja þér hvað mér þætti vænt um þig. Það var bara ekki raunverulegt. Ef ég hefði vitað að síðasta skiptið með þér hefði verið það síðasta hefði ég aldrei farið frá þér. Þú skiptir mig einna mestu máli í lífi mínu og gerir enn. En því miður er lífið svo sannar- lega óréttlátt. En það sem ég held, afi minn, er að guð og englana hafi vantað einhvern yndislegan og góðan engil upp til sín og tekið þig frá okk- ur. En nú ertu kominn á fallegan stað þar sem þér líður vel, getur smíðað og gert það sem þig langar til án þess að kveljast og vera veikur. Minning þín mun lifa um ókomna tíð í hjörtum okkar allra. Þú varst yndislegasti maður sem ég hef nokkur tímann kynnst. Hugsaðir alltaf um hag ann- arra áður en þú hugsaðir um sjálfan þig og vildir allt fyrir alla gera. Vissi ekki að svona góðmennska eins og þú bjóst yfir væri til. Er svo ánægð að hafa átt þig sem afa og fengið að taka þátt í lífi þínu. „Tonight I’ve fallen and I can’t get up I need your loving hands to come and pick me up. And every night I miss you I can just look up and know the stars are holding you, holding you, holding you tonight.“ Þetta er texti úr laginu „Tonight“ einu af mínum uppáhaldslögum. Þeg- ar ég hlusta á það hugsa ég um þig og hlusta á það með mikilli merkingu. Nú ert þú á himnum þar sem stjörn- urnar halda þér. Ég sakna þín á hverju kvöldi og bið til guðs að passa þig því þú ert dýrmætasti engillinn sem hann á. Þú ert samt ekki alveg farinn, því þú lifir og munt alltaf lifa í hjarta mínu. Guð blessi þig og geymi þig, afi minn og biddu alla englana að vaka yfir ömmu og fjölskyldunni á þessari erfiðu stundu. Blessuð sé minning þín. Hvíldu í friði. Þín afastelpa, Karen Ösp. Elsku afi minn, Ég trúi því varla að þú sért farinn frá okkur. Í hvert skipti sem þú lent- ir á spítalanum hélt maður að nú fyndist hvað væri að og það væri hægt að gefa þér réttu lyfin en svo varð ekki, ekki fyrr en það var orðið of seint. Þrátt fyrir mikil og erfið veikindi þá varstu alltaf svo sterkur og lést ekki á miklu bera, það fékk mann til að trúa því að þú ættir mörg ár eftir. Lífið er ekki alltaf eins og maður vill hafa það en ég þakka svo sannarlega fyrir þann tíma sem þú varst hér hjá okkur. Þú varst ynd- islegur afi, yndislegur maður. Einar fyrstu minningarnar sem ég á um þig eru frá jólunum sem við átt- um heima hjá ykkur ömmu. Þú last alltaf á pakkana og útbýttir þeim og svo þurfti alltaf að pakka þínum pökkum inn í eitthvað allt annað þar sem þú varst svo góður að finna út hvað væri í þeim. Það var alltaf svo gaman að heim- sækja ykkur ömmu í Njarðvík og þegar við vorum litlar systurnar fannst okkur þetta rosalega löng leið og ég man eftir spenningnum þegar við keyrðum inn götuna ykkar, þá var keppst um að sjá hvort Bústoð- arbíllinn væri í hlaðinu því þá væri afi heima. Yfirleitt sastu svo í afastóln- um þegar við komum og það var allt- af svo gott að knúsa þig. Og þegar þú fékkst þér nýja stólinn, þú varst svo ánægður með hann. Það er svo skrýtið að sjá þig ekki í stólnum leng- ur. Það verður líka skrýtið að koma í sumarbústaðinn án þín, bústaðinn sem þú byggðir og þér þótti svo vænt um. Ég er svo fegin að hafa komið þangað um verslunarmannahelgina. Síðasta skiptið sem við höfðum það gott saman fjölskyldan. Aldrei hefði ég trúað því að þú ættir ekki eftir að vera hér með okkur tveimur mán- uðum seinna. Þú sýndir mér stoltur gestahúsið sem þú hafðir nýlega byggt en ég var ekki enn búin að sjá, samt varstu hógvær eins og alltaf, sagðir að þetta væri nú bara svona lítið, ekkert svo merkilegt, en það væri allavega hægt að gista þarna. Þú varst alltaf svo mikil dúlla, afi minn, sú mynd sem ég geymi í huga mér er af brosandi, fallegum manni. Ég man eiginlega bara eftir þér brosandi eða með svona hálfgert stríðnisglott, það gerði þig unglegan, mér fannst þú alltaf vera yngri en þú varst. Þegar þú kvaddir þennan heim, afi minn, þá fannst mér þú gera það með bros á vör og þegar við kvöddum þig í síðasta sinn þá sá ég enn þetta bros á vörum þér og þann- ig mun ég alltaf muna eftir þér. Takk fyrir allt, Ásta María. Elsku bróðir og mágur. Það er ekki létt verk fyrir okkur og fjölskyldu þína að þurfa að sætta sig við að missa þig og kveðja svona fljótt. Þú varst búinn að vinna hjá okkur í Bústoð í þrjátíu ár og betri starfskraft var ekki hægt að hugsa sér. Þú varst ekki tilbúinn að hætta að vinna þótt þú værir orðinn sjötíu ára og veikur síðustu tvö árin en fram að þeim tíma varstu nánast aldrei veikur. Þú varst hraustur og sterkur öll árin á bílnum og varst eins og unglamb að keyra út vörur. Öll þessi ár sem bílstjóri varstu far- sæll og lentir aldrei í óhappi. Þegar til okkar komu vörur og við vorum að tæma gáma fórstu alltaf í það erf- iðasta sem þurfti að gera. Þú hafðir alltaf ráð við öllum vandamálum og varst þúsundþjala- smiður. Gerðir við allt sem aflaga fór og bjargaðir verðmætum með ótrú- legri lagni. Öll þessi þrjátíu ár sem við vorum saman féll aldrei styggð- aryrði á milli okkar bræðranna. Þar var þinn áhrifamáttur meiri, blíða þín og gæði geisluðu alltaf frá þér. Þú varst hugljúfastur allra og vildir allt fyrir alla gera enda sást það vel á börnum. Öll hændust þau strax að þér og sögðu þegar þau komu í heim- sókn: „Hvar er Hebbi?“ Við viljum einnig minnast allra þeirra stunda sem við áttum við Þingvallavatn þar sem við áttum sumarhús hlið við hlið. Öll þessi ár voruð þið ómissandi og verður erfitt að geta ekki notið þín þar lengur með öllu góðu ráðin og hjálpina. Þegar við ákváðum að end- urbyggja bústaðinn okkar kom tíma- bil sem aldrei gleymist. Þú, smiður- inn, varst með allt á hreinu, stýrðir okkur af fagmennsku og kunnáttu. Þú fórst aldrei frá verki fyrr en þú vast búinn að gera þitt besta enda var útkoman glæsileg eftir því. Öll lærðum við mikið þessar vikur. Þó fékk sonur okkar Reynir, sem mest var með þér, þann besta skóla sem hann hefur fengið og hefur hann oft vitnað um það. Sama má segja um Reyni í vinnunni þar sem hann vann þér við hlið á annan áratug. Við vit- um að oftar leitaði hann til þín en föð- ur síns þegar hann vantaði góð ráð eða hjálp sem þú varst alltaf tilbúinn að veita. Þá fóru dætur okkar ekki heldur varhluta af hjálpsemi þinni. Sama getum við sjálf sagt því alltaf varstu eitthvað að gera fyrir okkur, elsku bróðir. Þú varst maður sem vildi hafa allt á hreinu og vildir ekki vera að taka óþarfa áhættu. Þú vildir eiga þitt og skulda engum neitt, þá leið þér best. Það mátti helst ekki gera þér greiða. Svo varstu skemmtilega vanafastur. Það er kannski því að þakka að þú varst hjá okkur í þrjátíu ár. Þú gast bara ekki hugsað þér að skipta um vinnu sem var heppni fyrir okkur. Sama kaffimálið notaðir þú í öll þessi ár, þó að krúsin væri orðin svolítið lú- in. Þín verður sárt saknað, Hebbi, af öllum sem þekktu til þín. Það verður erfitt að geta ekki leitað til þín. Við sögðum nú oftar en einu sinni að þeg- ar þú myndir hætta hjá okkur þá myndum við bara hætta líka. Elsku Maddý, Svavar, Jóna, Simmi og fjöl- skyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk. Róbert og Hafdís. Þótt ég eigi erfitt með skrif vegna fráfalls einstaks bróður vil ég samt minnast hans í örfáum orðum. Þar sem ég er elst okkar systkina, en við vorum sjö að tölu og Hebbi bróðir sex árum yngri en ég, þekkti ég hann afar vel, bæði sem barn og fullorðinn. Hann var sá okkar sem erfði góða skapið hennar mömmu okkar. Frá því hann var pínulítill var hann alltaf langþægastur okkar allra. Ég man þegar hann var lítill hvað hann og Einar, eldri bróðir hans, gátu leikið sér mikið saman við að keyra bíla og búa til vegi og brýr á milli þúfna. Þegar Hebbi eltist fóru smíðahæfileikar hans að koma í ljós og útskrifaðist hann sem húsasmíða- meistari um tvítugt. Skömmu síðar varð hann meistari okkar þriggja systkina sem voru að byggja sitt fyrsta hús. Sextán árum seinna smíð- aði hann einnig allar innréttingarnar í húsið mitt. Enginn hefði getað gert þá vinnu betur en hann, svo úrræða- góður, vandvirkur og laginn var hann. Hebbi var ekki bara afar fjölhæfur maður heldur var hann alltaf til taks, reiðubúinn, ekki bara fyrir mig og fjölskyldu mína, heldur líka fyrir systkini sín, börn og fjölskyldur þeirra. Traustari mann var vart hægt að finna. Ég gleymi því ekki þegar ég missti manninn minn og fór í frí til Bandaríkjanna ári seinna. Þá kom ekki annað til greina en þau Maddý og Hebbi hefðu ársgamlan drenginn. Hann veiktist heiftarlega á þessu tímabili en þeim datt aldrei í hug að biðja mig um að koma fyrr heim. Þess í stað sáu þau um öll mál, gengu um gólf með barnið á nóttunni og töldu það ekki eftir sér. Þau voru einstaklega ósérhlífin og verður vafalaust seint fullþakkað allt það sem þau hafa gert fyrir mig sem aðra. Hebbi og Maddý hafa alltaf verið mjög svo samrýnd og samband þeirra einlægt og gott. Það er því engin tilviljun að þegar leið okkar Jóns, nýja mannsins míns, lá frá Reykjavík til Njarðvíkur var heim- sókn á Holtsgötuna sjálfsögð. Þau voru ákaflega þægileg heim að sækja, alltaf svo hlý og notaleg og gestrisnin uppmáluð. Við Jón urðum þess aðnjótandi að fara með þeim í þeirra fyrstu langferð til útlanda. Við heimsóttum Þýskaland, Sviss, Ítalíu og Austurríki. Þau nutu svo sannar- lega þessa ferðalags út í ystu æsar, betri ferðafélaga hefðum við ekki heldur getað haft. Þarna eignuðumst við margar ógleymanlegar stundir saman sem oft hafa verið rifjaðar upp og fengið okkur til að hlæja dátt. Hebbi hafði á seinni árum yndi af því að vinna í sumarbústað þeirra hjóna, bæta við rými hans, setja ver- önd, byggja gestahús o.s.frv. Hann var ávallt maður mikilla fram- kvæmda, alltaf til í að láta gott af sér leiða, án þess að auðgast á því sjálfur. Hann var óvenju jákvæður, blíður og heilsteyptur maður. Elsku Maddý mín, börn og barna- börn. Það verður erfitt að fylla það skarð sem hefur myndast við fráfall þessa elskulega bróður, maka, föður, afa og frænda. Ég vil samt óska þess að framtíðin eigi eftir að vera ykkur öllum sem kærust því ég er viss um að það er það sem Hebbi hefði helst viljað sjá. Blessuð sé minning hans, hún mun aldrei gleymast. Systir þín, Erla. Þegar ég rifja upp gamlar minn- ingar um Herbert Svavarsson móð- urbróður minn, Hebba eins og hann var jafnan kallaður, kemur margt upp í hugann. Þegar ég er að alast upp í Njarðvíkum var bærinn lítill en samskipti fólksins mikil. Í minning- unni leið varla sá dagur að einhver af systkinum mömmu, amma eða afi, eða vinafólk kæmi ekki í heimsókn; liti inn eins það kallaðist. Hebbi var einn þeirra. Hann vann á trésmíða- verkstæði í nágrenninu og leit inn til að spjalla eða hjálpa til. Hann aðstoð- aði föður minn meðan hans naut við með ýmislegt en þó mest móður mína þegar hún var að basla við húsbygg- ingu, ekkja með fjögur börn. Ég skynjaði strax að móðir mín bar mikið traust til Hebba og var hún ekki ein um það. Það traust brást aldrei. Þegar ég var drengur sendu for- eldrar mínir mig í sveit eins og þá var venja. Ég fór á sama sveitabæ og Hebbi hafði verið á mörg sumur. Þessi sameiginlega reynsla bjó til streng milli okkar sem var einstakur. Þessi strengur styrktist enn frekar þegar ég sleit barnsskónum og fór að vinna launavinnu á trésmíðaverk- stæðinu þar sem Hebbi var verk- stjóri. Þar kenndi hann mér handtök við smíðar sem hafa dugað mér vel. Það er nefnilega ekki sama hvernig maður pússar, heflar, sagar eða negl- ir. Hebbi var sögumaður góður og hafði einstakt lag á að segja þannig Herbert S. Svavarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.