Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Björn Ingi Hrafnsson, borgar-fulltrúi Framsóknarflokks, sagði í samtali við Ríkisútvarpið sl. föstudag að verðmæti Reykjavík Energy Invest mundi tvö- til þre- faldast á næsta tveimur og hálfu ári og 16 milljarða hlutur Orkuveit- unnar verða 40 milljarðar.     Þar sem borg-arfulltrúinn á sæti í stjórn Reykjavík Energy Invest er auðvitað tekið eftir þessum orð- um.     Á hverju bygg-ist svona mat? Eru til útreikn- ingar og gögn sem geta verið rök- stuðningur fyrir þessu mati borgarfulltrúans?     Þegar kjörinn fulltrúi fólksins íReykjavík viðhefur ummæli af þessu tagi er eðlilegt að spurt sé hvað liggi að baki þessum orðum.     Er það ekki rétt skilið að hið sam-einaða útrásarfyrirtæki ætli á hlutabréfamarkað að fáum árum liðnum?     Er strax byrjað að tala verð hluta-bréfanna upp? Er borgar- fulltrúinn að taka þátt í því? Á þessari stundu er fyrst og fremst um áform að ræða en ekki veruleika. Núverandi starfsemi þessara tveggja fyrirtækja stendur ekki undir tölum af þessu tagi.     Sú var tíðin að fyrirtæki voruverðmetin á grundvelli svo- nefndra væntinga. Varð ekki eitt- hvað lítið úr þeirri reikningsaðferð þegar ákveðin bóla sprakk?     Vonandi gengur orkuútrásin velen hún má ekki einkennast af andrúmsloftinu meðal gullgrafara fyrir meira en heilli öld! STAKSTEINAR Björn Ingi Hrafnsson Tími gullgrafaranna? FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )                 *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  ! "           #        :  *$;< $$                      !      "  "    #  $  %&    *! $$ ; *! % & ' $  $& $    ( =2 =! =2 =! =2 %' # $) #* +$, #-   !-         =   '  ( )*%$ +(    , " -       "    (   . ,   /  0    '  %&*%0 +(      " 2    (                #  6 2  '       )*%$ +     "   1     !       1     (   " 1    (       "   3    %  %&  ./ $ $00  # $ $1  $) #* 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 3 3 !2 2   !2! 2  2 2  !2 2 2 2! 2 2 2 2 2   3 3 3 3 3 3 3! 3 3 3 3 3 3 3            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Edda Jóhannsdóttir | 7. október 2007 … útförin mín var sorgleg Við fórum svo Gríms- nesið heim og landið skartaði sínu fegursta. Ég varð hálfmeyr í feg- urðinni allri og þegar ég var búin að keyra mömmu heim var spil- að lag í útvarpinu sem mér fannst allt í einu að myndi passa svo vel í útförina mína. Ég fékk kökk í háls- inn við tilhugsunina og svo var ég skyndilega stödd í kistunni á leið út úr kirkjunni … Meira: madamhex.blog.is Ómar Ragnarsson | 7. október 2007 Hve langt nær bloggfrelsið? Ragnar Axelsson ljós- myndari hefur orðið fyrir miklu ónæði og legið undir ámæli á marga lund fyrir bloggfærslur sem birst hafa undir nafninu Raxi þótt bloggarinn heiti alls ekki nafni sem tengist þessu bloggnafni hans. Með slíku „gríni“ er skapaður misskilningur, leiðindi og vandræði í nafni frelsisins … Meira: omarragnarsson.blog.is Birkir Jón Jónsson | 7. október 2007 Eftirminnilegt afmæli Í dag var haldið upp á 50 ára afmæli Félags ungra framsókn- armanna í Keflavík. Það var ekki amalegt að eyða deginum í þeim félagsskap! 80-90 manns voru í veislunni, þar af þó- nokkur hluti af þeim sem stofnuðu til félagsins á sínum tíma. Margar merkar ræður voru fluttar á þessum merku tímamótum, margar mjög eftirminnilegar. … Takk fyrir mig. Meira: birkir.blog.is Andrés Magnússon | 7. október 2007 Er dauðasynd að ræða um stóra Orkuveitumálið? Sigurður Viktor Úlf- arsson gerði at- hugasemd við síðustu færslu hjá mér, sem kallaði á svör af minni hálfu. Þau eru hins vegar þannig vaxin, að mér fannst ástæða til þess að svara þeim í færslu, fremur en í at- hugasemdunum einum. … Fyrri færsla mín byggðist ekki á dauða- syndinni öfund enda er auðsæld mín og örlæti legíó. … Grundvallaratriði málsins snúast hins vegar um tvennt: hlutverk fyr- irtækisins og eignarhald. … Meginvandi Orkuveitunnar er sá að eigendurnir eru alltof fjarlægir eign sinni. Stjórnendur og starfs- menn OR virðast líta á fyrirtækið sem góss, en eigendurna í besta falli sem greiðendur. Pólitískir stjórn- endur, sem eiga að vera fulltrúar eigendanna, hafa svo smitast af þessu viðhorfi, eins og best sést á því hvernig Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri einangraði sig (og vin sinn Hauk Leósson) í stjórn OR frá öðrum borgarfulltrúum. Þó þeir Haukur sætu í þeirra friði í stjórn OR fannst honum hann ekki þurfa að ræða málefni fyrirtækisins við þá. Það býður hættunni heim. Því fannst mér það sjálfsögð og eðlileg tillaga að nefna þennan kost, að gefa eigendum OR kost á for- kaupsrétti í REI fyrir skráningu … Kaupréttarumræðan finnst mér út- úrdúr en hugsanlegur kaupréttur eigendanna er nátengdur aðal- atriðum þess. … Mikilvægast og brýnast er að fjalla um grundvallarmálin: hlutverk og eignarhald fyrirtækja á vegum hins opinbera, ekki síst einok- unarfyrirtækis eins og Orkuveit- unnar, sem er rekið í skjóli útsvars- greiðenda en virðist ekki þurfa að standa þeim nein reikningsskil, lýtur sérstökum lögmálum um framboð og eftirspurn, en er undanþegið al- mennum reglum stjórnsýsluréttar, bæði hvað varðar reglur um máls- meðferð og launa- og starfskjör. Það er nú vandinn í hnotskurn, að þar vantar ábyrgð í samræmi við völd, auð og athafnafrelsi. Úr því verður að bæta. Meira: andres.blog.is BLOG.IS FJÖLBREYTT skemmtidagskrá var í Perlunni í gær- dag í tilefni af alþjóðageðheilbrigðisdeginum sem er nk. miðvikudag. Raunar hófst dagskráin í Nauthólsvík í gærmorgun þegar hið árlega geðhlaup fór fram. Með- al þess sem var á dagskrá í Perlunni má nefna Regn- bogakórinn og djasstríóið Tríóto. Morgunblaðið/Sverrir Geðheilbrigði í fyrirrúmi MALBIKSSLIT orsakar meirihluta svifryksmengunar í Reykjavík, en fjórðungur hennar á uppruna sinn í jarðvegi. Að sögn Þorsteins Jóhanns- sonar, sem flutti fyrirlestur til meist- araprófs í umhverfisfræði við Há- skóla Íslands sl. föstudag, gætu markvissar aðgerðir dregið úr þess- ari mengun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, sem styrkti framkvæmd rannsóknarinnar. Færri nagladekk, betri niður- föll, dekkjaþvottur og úðun Að mati Þorsteins myndi fækkun nagladekkja hafa ótvíræð áhrif. Fræðileg hámarksminnkun á meng- un, við helmingsfækkun nagladekkja, sé um 30% en líklega yrði hún þó í raun og veru minni. Langar niður- fallsristar við akbrautir gætu einnig skipt máli, til að auðvelda hreinsun gatna þar sem ryk safnast fyrir við kantsteina. Þorsteinn sýndi fram á í rannsókn sinni að meginhluti svifryks úr jarðvegi kemur af byggingasvæð- um, niðurrifi bygginga, órykbundn- um vegaslóðum og ýmiss konar fram- kvæmdum, fremur en úr jarðvegs- eyðingu á hálendinu. Til að stemma stigu við því mætti efla dekkjaþvott á jarðvegsflutningabílum og vatnsúð- um við niðurrif húsa. Einnig talaði Þorsteinn um forvarnir gegn svif- ryksmengun, sem helst geta falist í eflingu almenningssamgangna, göngu- og hjólreiðastíga og fyrir- byggjandi aðgerðum eins og úðun gatna með magnesíumklóríðblöndu snemma á hugsanlegum mengunar- dögum, þegar þurrt er og kalt í veðri. Markvissar aðgerðir geta dregið úr svifryki Morgunblaðið/Brynjar Gauti FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.