Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞÚ boðar miklar framkvæmdir í vegamálum hér á landi og ég trúi þér til að fylgja því vel eftir hvar sem er á landinu. Það er boðað að end- urbyggja skuli Suður- landsveg frá Reykjavík til Selfoss og um það skrifaði ég greinarkorn skömmu eftir síðustu áramót og lýsti mig eindregið fylgjandi því að lausnin 2+1 yrði frekar valin en lausnin 2+2. Nú hefur þú tekið við embætti sam- gönguráðherra og ég vil bæta um betur og skora á þig að fyrirhuguð end- urbygging á Suðurlandsvegi verði endurskoðuð. Það er þó líklega borin von að skipa sér ekki í þann múgsefj- unarkór sem hljómað hefur svo sterkt hér á Suðurlandi, það er alltaf erfitt og vísast vonlítið að ein rödd, sem gengur gegn öflugum meiri- hluta, hafi mikinn slagkraft. Mér finnst með ólíkindum að það skuli eiga að fara í rándýrar vega- framkvæmdir á Hellisheiði og byggja þar 2+2 veg í því veðravíti og halda áfram að tosast upp Kambana. Hvarvetna á landinu er krafan sú að fjallvegum verði útrýmt með jarð- göngum, enginn ætti að vita það bet- ur en þú, Kristján, sem með mikilli atorku barðir það í gegn ásamt fleir- um að borað er undir tvo fjallgarða til að koma Siglufirði í raunverulegt samband við vegakerfi landsins. Í ræðu þinni við um- ræðu um stefnuræðu forsætisráðherra nefndir þú enn ein áætluð jarðgöng, undir Vaðlaheiði við Eyja- fjörð. Skaftfellingar hafa barist fyrir jarð- göngum undir Reyn- isfjall til að losna við heiðina að baki fjallinu sem er þó enginn far- artálmi í líkingu við Hellisheiði. Ef það tekst er nánast búið að útrýma öllum illvígum fjallvegum frá Reykja- vík til Egilsstaða nema Hellisheið- inni. Ég hef lengi undrast af hverju enginn hreyfir því að gerð skuli jarð- göng undir Hellisheiði, frá rótum Kambanna að Hellisheiðarvirkjun. Ég hef áður bent á þessa stórkost- legu endurbót í samgöngumálum í blaðagreinum. Þetta er ekki aðeins endurbót fyrir Sunnlendinga heldur einnig fyrir alla Austfirðinga, allt austur á Egilsstaði. Ég segi það enn og aftur að mér finnst það skelfileg sóun að ætla að endurbyggja Suður- landsveginn yfir Hellisheiði. Það vita allir sem þann veg nota að vetrarlagi hve varasamur hann getur verið, veðurfar breytist ekki né batnar þar þótt vegurinn sé endurbyggður. Í stuttu máli eru mínar hug- myndir þær að gerður verði 2+1 vegur frá Reykjavík um Þrengslin að gatnamótum Eyrarbakkavegar. Einnig 2+1 vegur frá Hveragerði að Hvolsvelli. Hvað sem hver segir er það víst að 2+2 vegur er helmingi dýrari en 2+1 vegur og það mundi taka helmingi lengri tíma að leggja slíkan veg. Förum ekki að fleygja peningum í veg yfir Hellisheiði, lát- um Orkuveitu Reykjavíkur sjá um að halda þeim vegum við sem þar verða nauðsynlegir. Og umfram allt; borum göng und- ir Hellisheiði. Svo vona ég að Sunnlendingar fari að mynda sér alvöruskoðun á þess- um vegamálum en láti ekki at- kvæðasjúka sveitarstjórnarmenn leiða sig hugsunarlaust áfram í múg- sefjun eins og gerðist á sl. vori. Að svo mæltu óska ég þér, Krist- ján, velfarnaðar í þínu þýðing- armikla ráðherraembætti og bið þig að hugleiða alvarlega þau sjónarmið sem ég hef hér sett fram. Sendibréf til Kristjáns Möller samgönguráðherra Sigurður Grétar Guðmundsson vill göng umdir Hellisheiði » Ákorun til ráðherraum göng undir Hellisheiði í stað 2+2 vegar yfir það veðra- víti. Sigurður Grétar Guðmundsson Höfundur er pípulagningameistari. Á UNDANFÖRNUM áratugum hefur áhugi á skógrækt farið ört vax- andi á Íslandi, enda er landið eitt hið skógsnauðasta í Evrópu og þótt víð- ar væri leitað. Nú mun vera plantað um 6 milljónum trjáplantna hér á ári, en þær þyrftu raunar að vera margfalt fleiri. Um þessar mundir er verið að fjármagna og hrinda í framkvæmd tveimur nýjum, stórum skógræktarverkefnum, en þau eru ,,Heklu- skógar“ sem m.a. er ætlað að sporna við af- leiðingum Heklugosa, og ,,Kolviður“ sem á að vera þáttur í framlagi okkar Íslendinga til að binda einhvern hluta þess skaðlega koltví- sýrings sem við sendum út í and- rúmsloftið. Ekki er vitað til annars en að bæði þessi verkefni njóti al- menns stuðnings þjóðarinnar. Stórfyrirsögn á forsíðu Morg- unblaðsins 26. september sl. ,,Skóg- areyðing í uppsiglingu“ kom hins vegar eins og þruma úr heiðskíru lofti og var algerlega ósamhljóma ofangreindum áformum og þeirri trú manna að verið væri að auka skóg- lendi landsins. Við lestur grein- arinnar kom reyndar í ljós að hér er ekki um að ræða eyðingu skóglendis vegna náttúruhamfara, skóg- arhöggs, bruna, hrísrifs, beitar eða annarra aðgerða sem urðu hinum fornu íslensku skógum að fjörtjóni og skildu landið eftir í tötrum. Hér er um að ræða afleiðingar þeirra áætlana að reisa íbúðabyggð í kjölfar nýs deiliskipulags sem nær yfir skógræktarsvæði í Reynisvatnsási ofan við Grafarholt í Reykjavík. Svæðið mun vera um 2,5 hektarar að stærð og þar standa nú samtals um 5.750 tré af birki, greni og furu, sem Reykjavíkurborg lét planta fyrir um 15 árum og eru nú flest 2,5-3 m á hæð. Nú – á tímum hinna gífurlegu fjár- upphæða – finnst eflaust einhverjum að hér sé ekki um stórfrétt eða mikið mál að ræða; aðeins nokkur tré sem eru lítill hluti þess sem árlega er plantað í landinu, og lítil peningaleg verðmæti eru fólgin í, miðað við þær 106 íbúðir sem áætlað er að byggja í Reynisvatnsási. Minni hagsmunir verða að víkja fyrir meiri, trjágróður fyrir steinsteypu og malbiki. Ein- hvers staðar verða landsmenn að búa. Alvaran er hins veg- ar sú að hér ekki um eitt einstakt tilvik skógeyðingar af þessu tagi að ræða, heldur að- eins eitt af mörgum sem orðið hafa í áranna rás á höfuðborg- arsvæðinu og víðar um land. Þess eru ótal- mörg dæmi að farið hefur verið af stað með skógrækt á stórum og smáum svæðum sem ekki höfðu verið skipu- lögð, en voru síðar tekin undir byggð eða önnur mannvirki. Þegar öll slík tilvik eru dregin saman er orðið um stórmál að ræða; fjárhagslegt, gróð- urfarslegt og tilfinningalegt. Trjárækt er langtímaverkefni því að trjám er yfirleitt plantað til langr- ar framtíðar. Hér á norðurslóð vaxa trjáplöntur hægt og eftir að þeim er plantað getur tekið þau hálfan til heilan áratug að aðlagast íslenskum vaxtarskilyrðum og verða tré. Sem dæmi um ranglega valin, stór skógræktarsvæði í Reykjavík má nefna holtin þar sem núverandi Hraunbæjarbyggð var síðar skipu- lögð og reist, og Grafarholt þar sem plantað var trjám á níunda áratugn- um en sem nú er fullbyggt, tveimur áratugum síðar. Í þessi svæði var sennilega plantað einhverjum hundruðum þúsunda trjáplantna sem döfnuðu vel. Nú er röðin komin að skógræktarsvæðinu í Reyn- isvatnsási, en þar með er sagan ekki öll því að skammt þar fyrir austan er Hólmsheiði þar sem að sögn hefur verið plantað allt að einni milljón trjáplantna í um 400 hektara lands. Allar líkur eru á því að bygginga- framkvæmdir verði hafnar í heiðinni innan nokkurra ára eða áratuga, og þá verður trjánum þar ekki hlíft, frekar en annars staðar. Stundum er talað um að hægt sé að laga skipulag þéttbýlis á slíkum svæðum að þeim trjágróðri sem ræktaður hefur verið, þannig að hann verði íbúunum til skjóls og ynd- isauka. Einhvers staðar kann þetta að hafa verið gert, en oftast hefur trjágróðurinn verið borinn ofurliði og rústaður meðan á framkvæmdum hefur staðið. Eftir stendur það bjargráð að flytja trén burt áður en fram- kvæmdir hefjast og koma þeim fyrir á öðrum svæðum þar sem þau fá að vaxa í friði. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að þeim mikla kostnaði og þeirri elju sem lögð var í að planta trjánum í upphafi sé kastað á glæ, og skógrækt er dýr aðgerð. Ég hef grun um að slíkum björgunar- aðgerðum hafi lítið verið beitt, en þær ættu að vera skylda við slíkar aðstæður. Þessar hugleiðingar eru ekki sett- ar fram í þeim tilgangi að álasa ein- um eða neinum. Fjölmargir aðilar koma að skógrækt hér á landi; op- inberar stofnanir og félagasamtök og þúsundir skólabarna sem hafa unnið við plöntun á sumrin í þeirri trú að þau væru að fegra land sitt og bæta. En eins og dæmin sanna er stundum farið fram af meira kappi en forsjá og ekki hugsað nægilega vel til framtíðar þegar verið er að velja land til skógræktar og annarra nytja. Meginástæðan fyrir slíkum mis- tökum er sú að enn hefur ekki verið unnið skipulag fyrir landið í heild sem tekur mið af landkostum og landþörf. Eftir slíku landsskipulagi hefur lengi verið beðið, og meðan ekki bólar á því verða mistök áfram gerð. Skógeyðing í uppsiglingu Ingvi Þorsteinsson skrifar um skógrækt á Reykjavík- ursvæðinu » Sem dæmi um rang-lega valin, stór skóg- ræktarsvæði í Reykja- vík má nefna Hraunbæjarbyggð og Grafarholt. Ingvi Þorsteinsson Höfundur er náttúrufræðingur. MEIRIHLUTI Samfylkingar í Hafnarfirði hefur enn einu sinni sýnt fjármunum bæjarbúa virðingarleysi. Núna snýst það um uppbyggingu á íþróttasvæði FH við Kaplakrika. Þar stendur til að byggja við og skapa nýja stór- glæsilega aðstöðu fyr- ir æsku bæjarins. Verkinu var skipt í fjóra áfanga og er sá fyrsti þegar komin til framkvæmda. 100 milljónir um- fram áætlun Annar áfangi var boðinn út í sumar og var lægsta boð rúm- lega hundrað millj- ónum króna yfir kostnaðaráætlun. Eins og gefur að skilja leist hvorki kjörnum fulltrúum né embætt- ismönnum bæjarins neitt sérstaklega vel á þá tölu. Því var farið í viðræður við lægst- bjóðanda um breytta hönnun og ódýrari lausnir og að þeir fengju að taka að sér þriðja áfanga einnig gegn því að veita af- slátt af verði í öðrum áfanga. Ófær leið Eftir umhugsun var ákveðið að fá lögfræðiálit á lögmæti þess að af- henda þriðja áfanga til viðkomandi bjóðanda án útboðs. Álitið var skýrt á þá leið að þessi aðferð væri ófær. Þegar svo var komið komu fram tvær tillögur varðandi framhaldið. Annarsvegar að bjóða út áfanga tvö og þrjú í einu lagi og freista þess að ná fram því hagræði sem augljóslega virðist fólgið í því fyrir verktaka að taka að sér svo stórt verk í einu lagi. Hinsvegar kom fram tillaga um að taka títtnefndu lægsta tilboði sem var um 18% yfir kostnaðaráætlun. Þessum tveimur tillögum var vísað til framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar sem hefur á sinni könnu að sjá um verklegar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins. Formaður fram- kvæmdaráðs er einnig formaður starfshóps um framkvæmdir í Kaplakrika og að hans tillögu var sett fram tillaga um að vísa málinu beint úr framkvæmdaráði í bæjarstjórn til efnislegrar af- greiðslu. Þessu vorum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ósammála og lögðum til að tillaga um nýtt útboð á áfanga 2 og 3 færi fram og yrði samþykkt af fram- kvæmdaráði. Meirihlut- inn vildi það ekki og samþykkti dag- skrártillögu um, að vísa málinu beint til bæj- arstjórnar gegn at- kvæðum sjálfstæð- ismanna. Meirihlutinn beitir aflsmunum Á síðasta bæj- arstjórnarfundi kom þetta mál svo til loka- afgreiðslu og þar ákvað Samfylkingin að halda sýnu striki og ganga til samninga við lægst- bjóðanda á verði sem augljóslega eru afar hátt og koma þar með í veg fyrir væntanlega samlegð sem náðst hefði með því að fara þá leið sem Sjálfstæð- isflokkurinn vildi, að bjóða áfanga 2 og 3 út saman. Skattfé skiptir þá litlu Þarna sýndu vinstrimennirnir í Samfylkingunni í verki hvað þeim finnst um fjármuni þá sem þeir ráð- stafa fyrir hönd okkar bæjarbúa. Sjálfstæðisflokkurinn benti á hag- kvæma leið til þess að fá sem mest fyrir fjármuni bæjarbúa en Sam- fylkingunni er slétt sama og keyrir áfram án skeytingar. Við sjálfstæð- ismenn munum áfram gera okkar besta til að gæta hagsmuna skatt- greiðenda en við ofurefli er að etja og því mun fylkingin fara sínu fram allt til næstu kosninga. Það er ým- islegt hægt að gera fyrir 100 millj- ónir króna og safnast þegar saman kemur, það vita bæjarbúar. Virðingarleysi Samfylkingar við skattfé Skarphéðinn Orri Björnsson fjallar hér um uppbyggingu á íþróttasvæði FH við Kaplakrika Skarphéðinn Orri Björnsson » Þarna sýnduvinstri- mennirnir í Samfylkingunni í verki hvað þeim finnst um fjármuni þá sem þeir ráðstafa fyrir hönd okk- ar bæjarbúa. Höfundur er fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í framkvæmdaráði Hafnarfjarðar. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttave- fjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamleg- ast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttökukerfi aðsendra greina Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.