Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 25 ð sjá fyrir hendingu s í Reyð- ð Lands- yrstu af- 100 MW apríl sl. „Það dugði viðskiptavini okkar fram á mitt sumar í það sem hann var að gera. Við komum inn núna seint á haustmánuðum og því er það þessi milliafhending í sumar sem hefur dregist. Við verðum komnir með virkjunina í fullan rekstur um ára- mót í staðinn fyrir október og lítum þannig á að ekki skeiki mjög miklu miðað við hversu langt og flókið verkið er.“ Hann minnir jafnframt á að í samhengi við orkusölusamning til fjörutíu ára séu tveir til þrír mán- uðir ekki langur tími. Þá séu ákvæði í raforkusamningi milli Landsvirkj- unar og Alcoa sem nái yfir þessi mál. Landsvirkjun og Alcoa Fjarða- ál séu ekki að ræða kostnað heldur að vinna sameiginlega að því að koma mannvirkjunum í gang. „Menn munu einfaldlega fara yfir málin þegar heildarstaðan liggur fyrir. Aðilarnir eru í samstarfi um uppkeyrslu beggja mannvirkja, sem tekur tíma að gangsetja hvort um sig, með það að markmiði að koma þessu í fullan rekstur eins hratt og hægt er. Að koma öllum vélum í gang um áramót í staðinn fyrir októ- ber teljum við ekki að sé mikið mið- að við fimm ára verktíma“ segir Sig- urður Arnalds. ur uppi um skaða- afa á orkuafhendingu ðar við Kárahnjúkavirkjun nánast uppurnir vegna örðugleika í borverki og stíflustyrkingar Morgunblaðið/RAX ð hleypa vatni úr Hálslóni í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar til stöðvarhúss í Fljótsdal eftir hálfan mánuð. Horft yfir Hálslón, allar þrjár stíflurnar sjást. k að- u og afal og véla- ngu á rslu vegar á bráðabirgðabrú vegna framkvæmda við inntak svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir Landsvirkjun lét RARIK einnig lækka klapparhaft ofan flóðgáttanna í Lagarfljóti og rýmka flóðfarveg neðan þeirra. Það er hluti mótvægisaðgerða vegna Kárahnjúkavirkjunar. Kostnaður við stækkun Lag- arfossvirkjunar nemur um 3,4 milljörðum króna. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. og Raf- teikning hf. voru hönnuðir og ráðgjafar RARIK varðandi und- irbúning og framkvæmdir. Eldri hluti virkjunarinnar var hannaður af VST á sínum tíma. Boðið var til móttöku í Vala- skjálf á Egilsstöðum eftir að vígsluathöfninni lauk við Lag- arfoss á laugardag og var hún einnig í tilefni 60 ára afmælis RARIK á þessu ári. Aukið rennsli Í vígsluathöfn á laugardaginn var stækkun virkjunar- innar fagnað en hún er nú rúm 28 MW í stað 8 MW. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir gsett í vígslu stækkaðrar Lagarfossvirkjunar. Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformað- rrisdóttir og Ólöf Nordal alþingismenn gangsettu vélina í iðrum Lagarfossstöðvar. BYGGINGU álvers Alcoa Fjarða- áls á Reyðarfirði verður brátt lokið og fara síðustu starfsmenn Bechtel, sem byggir álverið, úr landi fyrir jól. Framkvæmdir standast tímaáætlun Bechtel og þrátt fyrir nokkra seinkun á fram- kvæmdum við Kárahnjúkavirkjun hefur fyrirtækið haldið sínu striki í álversbyggingunni en Alcoa tekið verksmiðjuna nokkru hægar í notkun en ráð var fyrir gert. Að- eins er eftir að ráða tæplega 30 manns til starfa í álverinu. Undirbúningur og hönnun ál- versins hófst í júlí 2003, byggingar- framkvæmdir hófust vorið 2005 og þeim lýkur senn. Verið er að klára framkvæmdir í kerskálum álvers- ins, byggingu allra 336 keranna er lokið og búið að skila Alcoa um það bil helmingi af steypuskála. Þannig er nánast aðeins frágangur eftir og samkvæmt upplýsingum frá Bechtel telst nú um 97% heildar- framkvæmdarinnar lokið. Seint í vetur verða starfs- mannabúðir Bechtel rifnar og flutt- ar úr landi með vori og næsta sum- ar á að ganga frá lóðinni umhverfis álverið. Um eitt þúsund manns starfa nú hjá Bectel við álversbygginguna en voru 2.200 talsins í vor þegar mest lét. Reiknað er með að rúmlega hundrað starfsmenn fari utan á viku næstu vikurnar og verði allir farnir fyrir jól. Flestir starfsmanna Bechtel hafa verið frá Póllandi. Byggingarkostnaður við álverið nemur um 1.295 milljörðum Banda- ríkjadala og segir Bechtel um þriðjung hans falla til á Íslandi. Helmingur starfsmanna býr á Reyðarfirði og Egilsstöðum Aðeins er eftir að manna tæplega 30 störf í álverinu á Reyðarfirði og verður ráðið í þau mjög fljótlega. Störfin eru alls um 400 talsins. Um 29% starfsmanna búa á Reyð- arfirði, 21% á Egilsstöðum, 16% á Norðfirði, 14% á Eskifirði, innan við 10% á Fáskrúðsfirði og rösk- lega 5% starfsmanna búa á Stöðv- arfirði. Erna Indriðadóttir, upplýsinga- fulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segir að allir sem ráðnir hafa verið í störf hjá fyrirtækinu séu íslenskumæl- andi og næstum allir Íslendingar. „Við höfum ekki neitað fólki um störf hér, sem hefur búið á Íslandi árum saman og er íslenskumæl- andi, en það eru fáir. Konur eru 32% þeirra sem búið er að ráða og 46% starfsmanna okkar hafa flutt inn á svæðið. 54% starfsmanna eru af Austurlandi. Upphaflega var því spáð að um helmingur starfsmanna yrði heimamenn, en hinn helming- urinn kæmi annars staðar frá af landinu. Þetta virðist ætla að verða mjög nálægt því sem búist var við,“ segir Erna. Fleiri koma að gangsetningu Verktakafyrirtæki sem sjá um við- hald og varahlutamál fyrir Alcoa Fjarðaál eru með talsvert af er- lendu fólki á sínum snærum við vinnu innan álversins. Þeir munu útvega aukamannskap frá Póllandi, allt að 100 manns, meðan á gang- setningu álversins stendur, en hún krefst meira vinnuafls en verður að jafnaði. Þá eru um sjötíu sérfræð- ingar Alcoa frá Kanada á svæðinu vegna gangsetningarinnar. „Þeir eru okkur til aðstoðar, þar sem fæstir starfsmanna okkar hafa áð- ur unnið í álveri,“ segir Erna. Þetta sé hins vegar tímabundið og reiknað með að fólkið fari aftur til síns heima þegar álverið er komið í fullan gang og starfsmenn Fjarða- áls orðnir fullþjálfaðir í sínum störfum. Starfsmenn Bechtel hverfa úr landi fyrir jól Aðeins eftir að ráða í 30 störf hjá Alcoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.