Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 48
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Lífshættuleg líkamsárás  Karlmaður liggur lífshættulega særður á gjörgæslu eftir líkamsárás. Lögregla hefur handtekið mann vegna málsins. » Forsíða Sjálfstæðismenn funda  Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokksins hyggst ná samstöðu í málefnum Orkuveitunnar og REI á fundi í Ráðhúsinu á hádegi. Líkleg niðurstaða er sú að OR eigi að draga sig út úr rekstri REI. » Forsíða Samið við Kínverja  ORF Líftækni skrifaði í gær undir samkomulag við kínverska lyfjafyr- irtækið Sinopharm um samstarf á sviði líftæknilyfja. Sinopharm er stærsta samsteypa lyfjafyrirtækja í Kína. » 2 400 munkar látnir lausir  Opinberir fjölmiðlar í Búrma hafa greint frá því að yfir 1.000 manns, þar af 400 munkar, hafi verið látnir lausir. » 15 SKOÐANIR» Staksteinar: Tími gullgrafaranna? Forystugreinar: Mikilvægur fundur | Hernám Íraks Ljósvakinn: Messan á sunnudögum UMRÆÐAN» Skottulæknir í sjónvarpi Virðingarleysi Samfylkingar … Skógeyðing í uppsiglingu Af ormétinni æru Íburður á Seltjarnarnesi Ber allt árið Brennheit fjárfesting í Panama Enn meira um efnafræðilegt sull FASTEIGNIR» Heitast 10 °C | Kaldast 3 °C  Hægviðri, víða létt- skýjað. Hægt vaxandi A-átt og þykknar smám saman upp. Dálítil slydduél við N-ströndina. » 10 Í neðansjávarborg- inni í tölvuleiknum Bioshock eru óvætt- ir, undraefnið Adam og furðulegar litlar stúlkur. » 44 TÖLVULEIKIR» Óvættir í skuggunum TÓNLIST» Íslenskar hljómsveitir verða í Manchester. » 44 Helgi Snær veltir fyrir sér hvað fólk hengir upp á vegg og hvort hann sjálf- ur sé smekklaus og skilningslaus. » 42 AF LISTUM» Blóm og bólstrarar KVIKMYNDIR» David Ondrieck lærði hjá pabba sínum. » 43 TÓNLIST» Ólöf Arnalds er á ferð og flugi. »41 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Yfirlýsing frá Ragnari Axelssyni 2. Segja danska krónprinsinn … 3. Alonso reiddist stjórunum … 4. Sonurinn slammar Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA kallar á ítarlega rannsókn lögreglu, það held ég að sé ekki spurning,“ segir Marteinn Másson, lögmaður Nordic construction line (NCL), um alvarlegar ásakanir AFLs starfsgreinafélags sem settar voru fram í gær. AFL heldur því fram að starfsmönnum GT verktaka – NCL er þjónustuaðili þeirra – hafi verið hótað auk þess sem reynt hafi verið að bera á þá fé og áfengi. Mar- teinn segir þetta af og frá. „Ef einhver einstaklingur hefur verið með hótanir var það ekki á veg- um þessara fyrirtækja. En ég held nú reyndar að þetta sé uppspuni og það verður væntanlega brugðist við því með einhverjum hætti,“ segir Marteinn. Forsvarsmenn fyrirtækj- anna munu funda um málið í dag. Búnir að vera undir miklu álagi Í tilkynningu frá AFLi segir að átta starfsmenn NCL hafi látið und- an þrýstingi og hafi farið til Reykja- víkur í umsjón GT verktaka. Mar- teinn segir rangt að fyrirtækið hafi fylgt starfsmönnunum til Reykjavík- ur. „Mönnum hreinlega ofbýður ósannindin. Starfsmenn AFLs mein- uðu þessum mönnum að yfirgefa Eg- ilsstaði á fimmtudag. Þeir hafa verið undir miklu álagi í yfirheyrslum og samkvæmt mínum upplýsingum áttu þeir enga ósk heitari en að komast þaðan burtu. Þeir áttu rétt á því og nýttu hann.“ Mennirnir fóru frá Reykjavík til Keflavíkur og munu vera á leið til Lettlands. Fimm starfsmenn ætla að standa við kærur sínar og í gær bættust tíu til viðbótar við. „Frásagnir mann- anna eru allar á eina lund – þeir voru þvingaðir með hótunum um brott- rekstur til að kvitta fyrir móttöku mun hærri launa en þeir fengu greidd,“ segir í tilkynningu frá AFLi. „Mönnum hreinlega ofbýður ósannindin“ Alvarlegar ásakanir AFLs á hendur GT verktökum og NCL ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá þeim Benedikt, Karólínu, Hrefnu Maríu, Hrafnhildi og Önnu Láru, þegar þau fóru í fjöruferð um helgina. „Við fórum að leita að kröbbum og skeljum en ég sá eitt- hvað glitra í fjörunni, þá var það eldgamall peningur. Svo fann ég annan og svo heila hrúgu og aðra hrúgu,“ segir hin ellefu ára Hrefna María, en krakkarnir tíndu fulla fötu af peningum í flæðarmálinu. „Við sögðum bara jibbí, jibbí, við erum rík!“ segir Hrefna María, en allir í fjölskyldunni eiga nú sinn eigin happapening. Benedikt frændi hennar hefur sína kenningu um uppruna sjóðsins; að sjóræn- ingjaskip hafi sprungið úti fyrir ströndinni og sú skýring verður hreinlega að teljast ansi góð. Morgunblaðið/Sverrir Urðu rík í fjöruferð á Ægisíðu Mamma hafði sagt þeim að ævintýri gerðust alltaf í fjöruferð MARÍA Kristjánsdóttir, gagnrýn- andi Morgunblaðsins, segir samstarf mæðgnanna Guðrúnar Ásmunds- dóttur og Sigrún- ar Eddu Björns- dóttur hafa heppnast vel í verkinu Ævintýri í Iðnó. María segir sambandið við áhorfendur vera sterkt og um leik Guðrúnar að hún bregði sér „áreynslulaust og fallega milli samtals, upplestrar, eft- irhermu, ljóðaflutnings og söngva“. Sýningin er haldin í tilefni 110 ára afmælis Iðnó. „Til hamingju, Iðnó. Til hamingju, Guðrún Ásmunds- dóttir,“ skrifar hún. | 45 Sterkt samband Guðrún Ásmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.