Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 18
UNG börn, sem horfa of mikið á sjónvarp, eru líkleg til að þróa með sér hegðunarvandamál, en góðu fréttirnar eru þær að þró- uninni má snúa við með minnk- andi áhorfi, að sögn sérfræðinga við John Hopkins háskólann. Þeir komust að því að börn undir fimm ára aldri sem horfðu að jafnaði á imbakassann í meira en tvo tíma á dag voru í meiri hættu en önnur börn. En þau börn, sem minnkuðu sjónvarps- glápið til muna við fimm ára ald- ur, minnkuðu þessa áhættu til muna, að því er vefmiðill BBC greindi frá fyrir skömmu. Skað- inn væri þó mjög einstaklings- bundinn. Eldheitar umræður eiga sér nú stað um áhrif sjónvarpsgláps á ung börn og eru vaxandi vísbend- ingar um að talsvert mikið sjón- varpsáhorf geti komið niður á hegðun barna. Bandarískir barnalæknar hafa til dæmis mælt með því að foreldrar barna undir tveggja ára aldri forði þeim frá sjónvarpi og sjónvarpsgláp eldri barna fari alls ekki umfram tvo tíma á dag. Engin viðtæki í barnaherbergi Ekki er mælt með sjónvarps- viðtækjum í barnaherbergjum því það geti kallað á enn meiri hegðunarvanda, lélega félagslega færni og ónógan svefn, enda séu mörg börn ákaflega viðkvæm fyr- ir áhrifamætti sjónvarpsins. Rannsóknin leiddi hinsvegar í ljós að þau tveggja ára börn, sem horfðu á sjónvarp að jafnaði í tvo tíma á dag, en höfðu dregið mjög úr sjónvarpsáhorfinu við fimm ára aldur, sýndu engin aukin merki um skaðsemi sjónvarps- glápsins þó enn séu auðvitað um þetta skiptar skoðanir. Sjónvarpsskaðinn er læknanlegur Morgunblaðið/Arnaldur Sjónvarpsáhorf Sérfræðingar mæla með að sjónvarpsáhorf eldri barna fari alls ekki yfir tvo klukkutíma á degi hverjum. |mánudagur|8. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Hvað er til ráða er nýja drauma- húsið breytist allt í einu í hrip- lekt hreysi á meðan haustlægð- in mjakast yfir? »20 fjármál Miðbæjarrottan Guðmundur var ekki aldeilis á því að flytja búferlaflutningum upp í Graf- arvog. »20 gæludýr Barnshafandi konur sem eru með mjög lágt kólesteról kunna að vera í meiri hættu á að eign- ast fyrirbura. »21 heilsa Katrín Friðriks Stund milli stríða hjá listakonunni. Katrín hefur alið allan sinnaldur í útlöndum og ekkisýnt á Íslandi. Á því verð-ur þó brátt breyting því fyrir tilstilli Guðrúnar Bjarnadóttur, sem búsett er við suðurströnd Frakklands og vinnur að því að kynna Katrínu og verk hennar á Ís- landi og í Bretlandi, verður verk eft- ir hana í miðdepli á Sequence-lista- hátíðinni sem hefst í Reykjavík nú í vikulok. Verkið verður blandaðrar tækni og sett upp í kassa í Hafnarstræti þar sem gestir og gangandi geta virt dýrðina fyrir sér utan frá. Um er að ræða þrívíddarinnsetningu sem byggir á ljósmyndum, málverkum og myndbandstækni. Undirtónninn er Pigalle-hverfið í París og er verk- ið lýsing á breytingareðli samfélags- ins. Í samtali við Morgunblaðið segist Katrín ekki við eina fjölina felld í listinni. Málverkið sé undirstaðan en hún njóti sín best er hún glími við alls konar listform og aðferðir. Hún kveðst grípa þau tækifæri sem gef- ast til að vinna með öðrum og blanda saman mismunandi listformum og tækni. Hún segist og heilluð af hvers kyns nýrri tækni og ófeimin að fást við hana. „Er það ekki eðli Íslend- ingsins, að glíma alltaf við eitthvað nýtt og óþekkt?“ spyr Katrín. Á þetta reyndi er myndverk eftir hana var múrað á vegg í nýrri sundlaug- armiðstöð, þeirri stærstu í Frakk- landi, sem senn verður vígð í borg- inni Nimes í Suður-Frakklandi að viðstöddum Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy. Verkið vann hún að beiðni arkitekts sundlaugarinnar og franska ríkisins og er það 80 fer- metrar. Aðeins Erró hefur selt stærra verk í Frakklandi, en þeim Katrínu er vel til vina. „Verkið kalla ég „Rauða hafið“ en í því felst pínulítil pólitísk afstaða. Það er litríkt en ekki mjög hlut- bundið og því viss rólegheit yfir því,“ segir Katrín. Rautt og grænt er áberandi í verkinu enda meginlitir skjaldarmerki Nimes. Erró hvetur hana til dáða Þó Katrín hafi, þar til nú, ekki sýnt verk sín á Íslandi er engu að síður að finna verk eftir hana í Lista- safni Reykjavíkur. Verk sem Erró gaf safninu. „Ég fór á sýningu hjá honum og gaf honum þrískipta mynd eftir mig, Hetjuþrumuna. Hann tók sig til og gaf safninu hana. Það uppátæki hans fannst mér ægilegur heiður. Fallegri virðingarvott er vart hægt að ímynda sér af hendi annars lista- manns. Við Erró erum góðir vinir, hann kíkir stundum til mín í vinnustofuna og á sýningar. Hann kom á fyrstu sýninguna mína, þegar ég var 18 ára, eða fyrir 15 árum. Og hann hef- ur verið iðinn við að hvetja mig til dáða, sem mér þykir vænt um,“ seg- ir Katrín. Þegar blaðamaður ræddi við Katrínu var hún í óðaönn að und- irbúa ferðalag til Sjanghæ í Kína til að kynna sér aðstæður en þar hefur henni verið boðið að fremja innsetn- ingu á einni hlið skýjakljúfs, á 3.500 fermetra myndfleti. Sá gjörningur fer fram á næsta ári, en árið 2009 hefur og Katrínu verið boðið að sýna verk sín á Sjanghæ-tvíæringnum, einni helstu listasamkundu Asíu. „Ég hef voðalega gaman af að ferðast og kynnast nýjum viðhorfum og nýjum viðfangsefnum. Og þótt ég hafi flutt frá Íslandi sem kornabarn og alist upp í Lúxemborg og Þýska- landi er ég mikill Íslendingur í mér og sæki þangað innblástur. Sú kalda og sú heita orka sem þar kraumar og sýnir sig með ýmsum hætti, eins og í hraungosum, er mér hugleikin. Og fólk segist sjá þennan kraft í mál- verkum mínum þegar ég útskýri fyr- ir þeim íslenska náttúru.“ Hún hefur haft í nógu að snúast á árinu, sýndi t.d. bæði í Hamborg og Lúxemborg og var auk þess boðið að sýna verk sín í listasafninu í Bene- dictine-höllinni í Fecamp í Norm- andí. Eigendur safnsins eru fram- leiðendur Benedictine-líkjörsins og nota þeir árlega myndverk eins listamanns á hólk undir flöskurnar og hlotnaðist Katrínu sá heiður að myndskreyta hólkana í ár. Kraftmikið Blessunarbænin, litríkt málverk eftir Katrínu Friðriks í upprunalegri útgáfu og svo hér til hliðar sem hólkur um líkjörsflöskur Benedictine. Nýtur vaxandi vinsælda í Frakklandi Katrín Friðriks er ung ís- lensk listakona sem vakið hefur athygli víða erlendis fyrir verk sín, sérstaklega í Frakklandi, en þar hefur hún verið búsett sl. ár og stjarna hennar risið hratt. Verk hennar hafa farið víða og nýlega bauðst henni að fremja mynd- verk á 3.500 fermetra hlið skýjakljúfs í Sjanghæ í Kína. Ágúst Ásgeirsson ræddi við hana. Katrín Friðriks er með eigin heimasíðu á Netinu, www.katabox- .com en þar má sjá sýnishorn af verkum hennar. Við Erró erum góðir vinir, hann kíkir stundum til mín í vinnustofuna og á sýningar. Hann kom á fyrstu sýninguna mína, þegar ég var 18 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.