Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT RÚMLEGA milljón Kínverjar yfir- gáfu heimili sín í gær áður en mann- skæði fellibylurinn Krosa nálgaðist suðausturströnd landsins. Krosa fór yfir Taívan á laugardag og olli miklu tjóni. Að minnsta kosti fimm manns týndu lífi, yfir 50 manns slösuðust og eignatjón var mikið. Vindhraðinn var allt að 185 km á klukkustund á laugardag og úrkom- an mældist meira en metri á sumum stöðum. Fellibylurinn reif rúmlega 200 tré upp með rótum í Taipei, höf- uðborg Taívans, rafmagnslaust varð og samgöngur fóru úr skorðum. Þegar Krosa kom upp að Fujian- og Zhejianghéraði í Kína var vind- hraðinn 126 km á klukkustund. Flugvöllum var lokað á svæðinu og ákveðið að leggja niður skólahald í dag. Áhöfnum skipa var gert að koma sér til lands í tíma. Vinsælir ferðamannastaðir voru eins og draugaborgir og fólki var ráðlagt að forðast strandsvæðin. Mikið mannfall í Víetnam Að minnsta kosti 40 manns fórust í Víetnam fyrir helgi þegar fellibyl- urinn Lekima fór yfir miðhluta landsins og í gær var meira en 20 manns saknað. Um 35.000 hektarar akra eyðilögðust og var fjárhags- legt tjón alls metið á um 41 milljón dollara. Þótt drægi úr fellibylnum og hann væri skilgreindur sem stormur varð hann síðan að minnsta kosti níu manns að bana á Filipps- eyjum. Reuters Björgun Lögregla kemur íbúum í Wenling í Zhejiang-héraði í Kína til hjálpar áður en mannskæði fellibylurinn Krosa nær til þeirra. Milljón Kínverjar á flótta Í GÆR var greint frá því að þorpið Haskanita í Darfur-héraði í Súdan hefði verið jafnað við jörðu á laug- ardag. Haskanita var í heimsfréttunum fyrir viku þegar uppreisnarmenn réðust á friðargæsluliða Afríku- sambandsins í nágrenninu með þeim afleiðingum að 10 týndu lífi. Þá fordæmdi Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, árásina, en þegar hún var gerð flúðu íbúar þorpsins til nær- liggjandi bæja. Eftirlitsmenn á vegum Samein- uðu þjóðanna sögðu að bærinn hefði nánast verið lagður í rúst en nokkrar byggingar stæðu þó uppi. Á markaðssvæðinu hefði öllu verið stolið og til þess var tekið að nokkr- ir íbúar hefðu snúið aftur í leit að mat og vatni. Í yfirlýsingu eftirlitsmannanna var ekki greint frá því hverjir stóðu að eyðileggingu bæjarins og stjórn- völd í Súdan, sem stjórnuðu honum, hafa ekki tjáð sig um atburðinn. Reuters Söknuður Margir eiga um sárt að binda í Darfur vegna átaka. Þorp jafnað við jörðu FIMMTÍU og átta ára breskur karlmaður hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir grófa fölsun. Þegar hann var gripinn við iðju sína fundust í fórum hans seðlar að andvirði tæplega 90 milljónir króna en mað- urinn og sveit hans höfðu getu til þess að „framleiða“ um tvær milljónir punda á degi hverjum. Hefði nokk- urra vikna skammtur komist í umferð hefði það getað valdið miklum skaða í breska hagkerfinu. Einnig fund- ust í fórum hans ýmiss konar vegabréf, ökuskírteini og frímerki. Maðurinn var einnig ákærður fyrir iðju sína í fyrra en slapp vegna tæknigalla í réttarhöldunum. Athygli vekur að maðurinn, sem hefði getað orðið stórauðugur á að falsa fé og selja t.d. eiturlyfjabarónum, virðist engan áhuga hafa á að verða auðugur, hann virðist frekar hafa verið drifinn áfram af því að handbragðið væri fallegt. Hefði getað skaðað hagkerfið HÓPUR fólks braust inn í Orsey- safnið í París í fyrrinótt og skemmdi málverkið „Le pont d’Argentueil“ eftir franska im- pressjónistann Claude Monet. Spellvirki AÐ minnsta kosti 28 manns týndu lífi og meira en 70 slösuðust í árekstri lestar og langferða- bifreiðar á Kúbu í gær. Þetta er mesta slys á Kúbu um árabil. 28 týndu lífi GERT er ráð fyrir að málverkið „Te Poipoi“ eftir franska listmál- arann Paul Gauguin fari á 40 til 60 milljónir dollara á uppboði Sothe- bys í New York í nóvember. Gaugu- in seldi verkið upphaflega 1895 til að fjármagna ferð til Tahítí og þar var hann til æviloka. Hátt mat UM 6,2 milljónir gesta tóku þátt í stærstu bjórhátíð heims, október- fest í München í Þýskalandi, en henni lauk í gær. Þetta eru um 300 þúsund færri gestir en í fyrra en bjórneyslan jókst um 10% á milli ára og fór í 6,7 milljón lítra. Um 7.400 manns þurftu á lækn- ishjálp að halda, margir vegna of mikillar drykkju, en tæplega 8.000 manns voru í sömu stöðu á hátíðinni 2006. Pylsur runnu niður í ómældu magni og slátra þurfti 104 nautum til að seðja hungur gestanna. Um 15% gesta á 16 daga hátíð- inni, sem fór nú fram í 174. sinn, koma erlendis frá. Ítalir eru þar fremstir í flokki en síðan Banda- ríkjamenn, Bretar, Kanadamenn, Ástralar og Austur-Evrópubúar. Aukin bjórneysla Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn sleppti í gær um 435 manns sem handteknir voru á laugardag í tengslum við kröfu um nýtt ung- dómshús í borginni. Aldrei hafa fleiri verið handteknir í einni aðgerð í Kaupmannahöfn og búast má við ákærum í kjölfarið. Félagsskapur sem kallar sig G13 stóð fyrir mótmælunum á laugardag. Félagsmenn hafa leitað að æskulýðs- húsi í stað þess sem rifið var við Jagtvej 69 á Norðurbrú, án árang- urs, og með aðgerðunum kröfðust þeir þess að fá inni í Grøndalsvænge 11 í norðvesturhluta borgarinnar. Skipuleggjendur höfðu gefið fyrir- mæli um að mótmælin færu friðsam- lega fram en hlutirnir fóru úr bönd- unum og þurfti lögreglan að beita táragasi til að ná stjórn á mann- skapnum, sem lét öllum illum látum. Að mati lögreglunnar tóku 1.000 til 2.000 manns þátt í mótmælunum en talsmenn G13 segja að þeir hafi verið um 4.000. Aldursforsetinn 69 ára Talsmaður lögreglunnar sagði að um alþjóðlega samvinnu mótmæl- enda hefði verið að ræða. Í hópi hinna handteknu voru 62 útlending- ar, meðal annars frá Spáni, Frakk- landi, Finnlandi, Englandi, Ítalíu, Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð, Hol- landi, Póllandi, Þýskalandi og Tyrk- landi. Þjóðverjar voru fjölmennastir í þessum hópi eða 21, en einnig voru í honum18 Svíar, átta Finnar og sjö Norðmenn auk annarra. Aldursforsetinn í hópi hinna hand- teknu var rúmlega 69 ára. 100 voru undir 18 ára, 225 milli 18 og 24 ára og um 100 milli 25 og 35 ára. Skiptingin milli karla og kvenna var nokkuð jöfn. Ritt Bjerregaard, yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, segir á heimasíðu sinni að hún geri ráð fyrir að hitta talsmenn G13 í vikunni, þrátt fyrir að mótmælin hafi ekki farið friðsam- lega fram. Hún segist gera ráð fyrir að þeir hafi hug á friðsamlegum við- ræðum. Mótmælendurnir hafi ekki farið að lögum og því hafi lögreglan orðið að taka til sinna ráða. Mótmælendum sleppt í Kaupmannahöfn Aldrei eins margir handteknir í einni aðgerð í Danmörku Reuters Átök Lögreglan í Kaupmannahöfn bregst við ólátum mótmælenda. Í HNOTSKURN » Byggingin sem hýsti ung-dómshúsið við Jagtvej 69 á Norðurbrú í Kaupmannahöfn var seld árið 2000 og eftir að eigendur höfðu ákveðið að rífa hana var lokað 1. mars í ár. » Miklar óeirðir brutust út ívor og boðuðu talsmenn mótmælenda átökin um helgina þegar í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.