Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 33 komu þau Einar á hverju sumri og stoppuðu a.m.k. viku. Mér er sér- staklega minnisstætt þegar setið var í pínulitlu stofunni þar, oft ótrú- lega margir sem ég skil ekki vel hvar sátu vegna plássins, að Dísa datt niður í einhverja bók og þó all- ir töluðu gat hún útilokað sig svo að hún hrökk upp ef einhver talaði til hennar sérstaklega. Ég hálföfund- aði hana oft af þessum eiginleika því sjálf var og er ég illa skert af einbeitingu. Sama var hvar fundum okkar bar saman þá settumst við niður í eld- húsi eða stofu, gjarnan með glas af víni sem Einar færði okkur og smá- vindla, við notuðum þá í þá daga. Svo var skrafað, oft fram á nótt og mörg mál tekin fyrir, tvær konur með sterkar skoðanir á flestu, en ég held að satt sé að aldrei varð okkur sundurorða í þungum pælingum um lífið og tilveruna. Það var mjög gott að sitja með Dísu fram á nóttina hún hafði svo góða nærveru. Þetta voru góðar stundir sem mér þykir vænt um og ég geymi í minning- unni. Leiðir okkar Eiríks skildu og þá skildu okkar leiðir líka sem var auð- vitað algerlega ónauðsynlegt en það gerðist bara. Samt hittumst við nokkrum sinnum og það var sama Dísan sem ég hafði þekkt og átt svo góðar stundir með. Við töluðum lengi saman í síma fyrir tæpu ári og hún bauð mér endilega að koma og gista ef ég ætti leið suður, sem ekki varð af því miður. Við ætlum svo oft að gera eitthvað, alveg endilega, bara seinna sem kemur svo kannski ALDREI, því það varð OF SEINT. Árin líða svo hratt. Missir Einars og hennar nánustu er mikill því þau voru hennar aðal- heimur og hún þeirra. Mér finnst að Einar og Dísa sé eitt orð og það er vegna þess að þau voru alltaf í sama orðinu hjá okkur í fjölskyldunni, þau kynntust mjög ung og gengu saman leið, sérstaklega samhent og trú og trygg hvort öðru fannst öll- um sem til þekktu. Mínum kæra fyrrverandi mági svo og börnunum, tengdabörnum og ömmubörnum sendi ég mínar hjartans samúðarkveðjur og bið Guð og alla englana að styrkja þau í sorginni og söknuðinum eftir Dísu. Henni þakka ég fyrir allt sem við áttum saman og hún kenndi mér. Með kærri kveðju, ykkar vinkona Sólveig Adamsdóttir. Í dag kveðjum við hinstu kveðju skólasystur okkar Hreindísi Guð- mundsdóttur. Hópurinn okkar í Hjúkrunarskólanum var fámennur, við vorum aðeins 13 sem útskrif- uðumst í mars 1962, og ein úr hópn- um var Hreindís. Kannski kynnt- umst við betur af því við vorum svona fá, og af því að við bjuggum á heimavist og deildum kjörum, súru og sætu. Þó Hreindís væri með þeim yngstu í hópnum tókum við fljótt eftir að hún virtist hafa mun meiri andlegan þroska heldur en aldurinn sagði til um. Hún hafði fæðst með líkamsgalla sem gerði henni erfitt fyrir og hún hafði farið í aðgerð eft- ir aðgerð til að lagfæra þetta, og alltaf sýndi hún sama æðruleysið og jákvæðnina. Hún hafði einstakan hæfileika til að hughreysta fólk og benda á það jákvæða. En á þessum skólatíma minnumst við margra góðra gleðistunda. Hópurinn var uppátækjasamur og ekki lét Hrein- dís sig vanta ef hrekkir og ærsl voru í uppsiglingu. En svo útskrif- aðist hópurinn og leiðir skildust og fólk dreifðist um allt land. Hreindís vann stærsta hlutann af sinni starfsævi innan geðheilbrigð- iskerfisins og þar hafa hennar góðu hæfileikar áreiðanlega nýst vel. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Hreindísi og þökkum fyrir samfylgdina sem var sumum löng og öðrum stutt. Við sendum okkar dýpstu samúðar kveðjur til hennar góðu fjölskyldu. Blessuð sé minning Hreindísar Guðmundsdótt- ur. Útskriftarhópur úr Hjúkrunarskóla í mars 1962. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KAREN ELISABETH BRYDE, Lindarhvammi 8, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 9. október kl. 13.00. Fyrir okkar hönd, barnabarna, langömmubarna og langalangömmubarns, Bent K. Bryde, Margrét Eðvalds, Leif K. Bryde, Amalía Stefánsdóttir, Inga Anna Lisa Bryde, Sveinn Halldórsson, Axel K. Bryde, Elsa Þorsteinsdóttir. Það er skrítið að hugsa til þess að afi sé farinn frá okkur. Hann var svo ótrúlega sprækur og hress miðað við aldur, að maður bjóst alls ekki við að hann myndi yfirgefa okkur nærri því strax. Afi hefur einhvern veginn allt- af verið til staðar og það liggur við að manni hafi farið að finnast hann vera eilífur. Svo var þó auðvitað ekki, hann fékk að fara eins og hann hafði helst óskað sér, í friði á heimili sínu til 50 ára, og nú er komið að kveðju- stund. Afi Þorsteinn var einstaklega góð- ur og blíður afi. Hann sýndi öllu sem við tókum okkur fyrir hendur mikinn áhuga og var alltaf fyrstur til að óska manni til hamingju með alla áfanga, hvort sem það var útskrift úr skóla, íbúðakaup, afmæli og bara hvað sem er. Alltaf hringdi hann og sendi okk- ur glaðning. Fyrir rúmum þremur árum giftum við Eysteinn okkur í garðinum heima hjá honum og mikið var hann rogginn og ánægður með það. Það er gaman að hugsa til baka til þessa dags og rifja upp hvað hann var glaður. Hann og Eysteinn náðu alveg ein- staklega vel saman og þeir hringdust á oft í viku til að spjalla um allt á milli himins og jarðar. Eysteinn mun sakna þessara samtala mikið. Eftir að amma Auður lést var afi alltaf hjá okkur í Hæðarselinu á jól- um og öðrum hátíðum. Það verður mjög tómlegt næstu jól án hans. Hann og Tómas bróðir hans dottuðu oft saman í stofunni eftir að hafa gert kræsingunum skil og höfðum við alltaf gaman af því að fylgjast með þeim bræðrum. Við erum svo þakklát fyrir að hann hafi lifað það að dóttir okkar, hún Katla, fæddist. Sama kvöldið hringdi hann einmitt í okkur og sagði að hann væri svo ánægður að hafa lifað fæðingu hennar. Þau náðu svo að hittast einu sinni, fimm dögum fyrir andlátið, og fékk hann að halda á henni. Hann var ákaflega stoltur af því og myndina sem var tekin af þeim saman munum við geyma vel og segja Kötlu sögur af langafa sín- um þegar hún verður stærri. Við minnumst afa með mikilli hlýju og gleði í hjarta og erum þakk- lát fyrir að hafa átt svona góðan afa. Megi afi Þorsteinn hvíla í friði. Þórey, Eysteinn og Katla. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur. Ég á ótal fallegar minningar um þig sem ég mun aldrei gleyma. Þú barst alltaf hag okkar systkinanna fyrir brjósti, t.d. varst þú alltaf tilbú- inn til að gera allt fyrir okkur og fylgdist vel með öllum áföngum í lífi okkar. Það er ótrúlega sárt að kveðja þig, en með þessum örfáu orðum vil ég minnast þín, afi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég kveð ég þig, elsku afi minn, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Hvíl í friði. Þinn Þorsteinn Ari. Þorsteinn Bernharðsson ✝ Þorsteinn GísliBernharðsson fæddist 1. febrúar 1915 á Vöðlum í Mosvallahreppi í Önundarfirði í Vest- ur-Ísafjarðarsýslu. Hann lést á heimili sínu að Selvogs- grunni 25 í Reykja- vík aðfaranótt 20. september sl. Útför Þorsteins fór fram í kyrrþey hinn 27. september frá Fossvogskap- ellu. Afi í Selvogsgrunni er látinn. Það er skrít- ið að ímynda sér að hann verði ekki með okkur á næstu tíma- mótum, hvort sem það verður afmæli, jól eða annað. Alltaf mætti hann prúðbúinn í öll barnaafmæli og lét sig sko ekki vanta þegar kom að fjölskyldumót- um. Þótt gamall væri orðinn að árum hafði hann allt sitt á hreinu og fylgdist vel með okkur af áhuga. Einkennandi fyrir hann var hversu metnaðargjarn hann var fyr- ir hönd okkar barnabarnanna og sýndi mikinn áhuga á menntun okk- ar, störfum og fjölskyldum. Ekki minnkaði áhuginn við hvert barna- barnabarnið sem bættist í hópinn, alltaf var hann svo stoltur af okkur. Afi Þorsteinn var einstaklega mik- ið prúðmenni og frábær afi og langafi og þannig mun ég minnast hans. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og við sjáumst síðar. Þín Auður. Mig langar í fáum orðum að minn- ast vinar míns, Þorsteins Bernharðs- sonar, sem andaðist þann 20. sept- ember síðastliðinn. Þorsteini kynntist ég fyrir all- mörgum árum þegar við dótturdóttir hans fórum að stinga saman nefjum. Mér þótti gaman að tala við Þorstein og umgangast hann strax frá fyrstu kynnum. Þótt aldursmunurinn á okkur væri rúmlega 60 ár áttum við margt sam- eiginlegt. Fyrst og fremst áttum við það sameiginlegt að vera sammála og samstiga í skoðunum þegar kom að blessaðri pólitíkinni. Báðir skil- greindum við okkur sem frjáls- hyggjumenn þar sem frelsi einstak- lingsins væri hverju þjóðfélagi fyrir bestu. Deildum við þeirri skoðun að gott efnahagsumhverfi og sú stað- reynd að hvergi er betra að búa en á Íslandi væri árangur þessarar stefnu sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Einkavæðing, einstaklingurinn, frelsi í viðskiptalífinu og önnur kjör- orð Sjálfstæðisflokksins voru okkur báðum hugleikin og gerðu okkur samstiga í pólitík – þrátt fyrir veru- legan aldursmun. Þorsteinn var röggsamur fram- kvæmda- og verkstjóri allt sitt líf. Þegar það gerðist fyrir nokkru síðan að ég ákvað að fara út í eigin atvinnu- rekstur og vinna fyrir sjálfan mig hvatti hann mig eindregið áfram og sá ég að innst inni samgladdist hann mér – enda búinn að fara sömu leið á sinni löngu starfsævi. Hann gaf mér góð ráð sem munu eflaust nýtast mér á þeirri braut sem ég er nú kom- inn á. Áhugi okkar beggja á viðskiptalíf- inu varð til þess að aldrei skorti um- ræðuefni þegar við Þorsteinn hitt- umst. Þorsteinn mátti ekki missa úr fréttatíma, hvort sem um ræðir fréttatíma í útvarpi eða sjónvarpi. Að hringja – eða „síma“ eins og Þor- steinn kallaði slíkan gjörning – í hann milli 18.00 og 19.30 á kvöldin var ávísun á stutt símtal því þá hafði hann ekki tíma fyrir spjall og pæl- ingar. Þá voru fréttir og þá vildi hann ekki verða fyrir áreiti. Þetta þykir mér góð regla og eitt af því sem hægt er að læra af lífsreyndum manni. Fólk á að fá frið á matmáls- tímum, til þess að borða með fólkinu sínu – og líka til að hlusta á fréttir og þjóðfélagsmál, málefni sem koma okkur öllum við. Ég kveð Þorstein með söknuði því þarna fór góður maður sem gaman var að hitta og vera innan um. Jón Viðar Stefánsson. Það er óhjákvæmilegt að setjast niður og láta hugann reika við andlát ættingja og vina. Minningarnar úr Selvogsgrunni leita á hugann er við kveðjum Þorstein Gísla Bernharðs- son. Frá því vorum litlar stelpur átt- um við skjól á heimili hans og Auðar Kristínar, en Halla dóttir þeirra er okkar góðvinkona. Heimilið á Selvogsgrunni 25 var afar hlýlegt og vandað enda Auður einstaklega smekkleg kona. Þar bjuggu þau hjón ásamt Höllu og ömmum hennar tveimur sem báðar hétu Kristín og voru þær aðgreindar með því að kalla þær amma uppi og amma niðri. Fjölskyldan hugsaði einstaklega vel um gömlu konurnar. Tómas, yngri bróðir Þorsteins, var einnig undir verndarvæng þeirra hjóna, en hann vann hjá Þorsteini allar götur frá því hann fluttist suð- ur. Þegar Halla kynnist Þorgeiri má segja að þau hjónin Auður og Þor- steinn eignist son, því svo náið og gott var þeirra samband. Eftir fráfall Auðar reyndust Halla og Þorgeir Þorsteini afar vel og voru barnabörnin hans fimm, þau Auður Kristín, Þórey Vilborg, Þorsteinn Ari, Hjördís Erna og Valdís Helga, augasteinar afa sins. Fylgdist hann vel með lífi þeirra og starfi. Enginn var jafnstoltur af þeirra námsár- angri og afi. Það hefur verið afar ánægjulegt fyrir okkur vinkonur Höllu að fá að fylgjast með hversu upptekinn hann var af öllu því sem gerðist í lífi barnabarnanna. Hvort sem um var að ræða námsárangur, utanlandsferðir eða hvað það annað sem þau höfðu fyrir stafni. Sérstak- lega langar okkur að nefna að Þor- steinn vonaðist til að fá að lifa það að sjá nýjasta langafabarnið koma í heiminn, en Katla litla fæddist þrett- án dögum fyrir andlát hans. Samviskusemi og vanafesta voru einkennandi fyrir persónu Þor- steins. Fáir voru þeir dagar sem hann ekki mætti í vinnu. Og teljandi eru á fingrum annarrar handar þau skipti sem hann tók sér reglulegt sumarfrí. Hugur hans leitaði oft til æsku- slóðanna í Önundarfirði þar sem hann dvaldist sín bernskuár. En þótt vinnan gegndi stóru hlutverki í lífi Þorsteins þá var fjölskyldan og húsið í Selvogsgrunni alltaf efst í huga hans. Þar vildi hann helst fá að dvelja til hinsta dags. Það hlýtur því að vera fjölskyldu Þorsteins þakk- arefni að hann fékk sína hinstu ósk uppfyllta. Við viljum senda vinum okkar Höllu, Hodda, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur. Helga og Auður. ella og kynntist þér vel. Þá voru drukknir ófáir kaffibollarnir og ansi oft vannstu mig í spilum. Þú hafðir einstaklega mikla hlýju að gefa og betri ömmu var ekki hægt að hugsa sér. Takk fyrir tímann sem við áttum saman, minningarnar um þig geymi ég alltaf. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri að hvert tár ykkar snertir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahil Gibran) Guð geymi þig. Sandra Rún. Elskuleg amma mín, Guðrún Fjóla, er látin 94 ára að aldri. Eftir standa minningarnar um ömmu frá uppvaxtarárum mínum í Búðardal. Til Ömmu Guðrúnar var alltaf ánægjulegt að koma fyrir ungan dreng. Hún umvafði mig hlýju og umhyggju. Það var séð til þess að ég væri nú ekki svangur, lesnar sögur, nuddaður hiti í kalda litlar fætur, stoppað í sokka o.m.fl. Amma átti líka leikföng í kassa sem gaman var að grípa í. Einnig man ég eftir því að ef ég lá veikur heima sendi amma mér fullan disk af lummum með rús- ínum í. Skál með sykri fylgdi svo auðvitað með til að hafa út á. Á tíma- bili gisti ég hjá ömmu og Hannesi einn dag í viku. Morgunverðurinn sem borinn var á borð á morgnana var heldur ekki af verri endanum, kjarngóður og hollur. Hjá ömmu Guðrúnu lærði ég að meta hræring og súrt slátur. Amma hafði alltaf frá mörgu að segja þegar ég kom til hennar í heimsókn. Hún sagði sögur frá æsku sinni og uppvexti á Lundi í Fljótum. Það var gaman að hlusta á ömmu segja frá æsku sinni en í sögum hennar endurspeglaðist munurinn á þægindum nútímans og nægjusemi þeirrar kynslóðar sem amma var af. Þetta voru sögur að miklum snjó og hörðum vetrum í Fljótunum, engin fjarskipti og vegagerð af skornum skammti. Heyskapur sem fram- kvæmdur var með handverkfærum og hestum. Einnig talaði amma mik- ið um árin sem hún var ráðskona á Hvanneyri og vann við umönnunar- störf á Kristneshæli í Eyjafirði. Ömmu var margt til lista lagt m.a. bakaði hún rjómatertur sem eftir var tekið, orti vísur og spáði í bolla. Gest- ir fengu yfirleitt spáð í bollann sinn ef vildu og einnig kom það fyrir að fólk bankaði upp á til þess að láta spá fyrir sér. Orðin „Þetta er ákaflega bjartur og fallegur bolli hjá þér“ eru í fersku minni. Amma spáði eitt sinn fyrir mér á unglingsárum og sagði mér að ég myndi eignast rauðhærða eiginkonu og fyrsta barnið yrði drengur. Það stóð heima eiginkona mín er rauð- hærð og við eigum einn dreng, Jökul Loga. Amma var ákaflega stolt og mikill persónuleiki með bein í nefinu og stóð jafnan fast á sínu. Þegar heilsu hennar fór að hraka þótti henni til- hugsunin um heimilishjálp þungbær enda hafði hún séð um sig og sína alla tíð. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi amma á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal og naut þar góðrar umönn- unar. Því miður náði amma ekki að kynnast langömmubarni sínu mikið. Í einni heimsókninni til ömmu á Silf- urtún hafði amma bolta hjá sér og lék við Jökul Loga í boltaleik. Amma var þá 92 ára og Jökull á fyrsta ári, þau virtust ná vel saman. Þessi stund yljaði mér mikið um hjarta rætur en amma hafði lengi beðið eftir lang- ömmubarninu. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við amma áttum saman og veit að nú er amma á betri stað hjá himnakonunni eins og Jökull Logi orðar það. Þar sem okkur öllum er ætlað að enda. Gunnlaugur Már.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.