Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 8

Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÓRÐA Strandbergsmótið í skák, milli yngri og eldri skákmanna, verður haldið helgina 27.–28. októ- ber í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. „Æskan og Ellin“ reyna þá með sér á hvítum og svörtum skákreitum. Að mótinu standa, auk Hafnarfjarðarkirkju, Skákfélagið Hrókurinn og skák- félög í Hafnarfirði; Riddarinn, Skákdeild Hauka og Kátu biskup- arnir. Vegleg verðlaun verða í boði, m.a. peningaverðlaun og flugfar- seðlar til Færeyja með hóteldvöl. Þátttaka miðast við börn og ung- menni á grunnskólaaldri 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Á síðasta ári var 80 ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans. Strandbergsmótið hefst kl.13 á laugardag í Hásölum Strandbergs og stendur til kl. 17. Einar S. Ein- arsson er formaður mótsnefndar og Páll Sigurðsson skákstjóri. Ellý Erlingsdóttir forseti bæjarstjórnar setur mótið og leikur fyrsta leikinn. Á sunnudag fer fram skákmessa í Hásölum kl.11. Sr. Gunnþór Inga- son sóknarprestur messar, Bar- börukórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Fulltrú- ar yngri og eldri skákmanna lesa ritningarorð. Mótið endar á fjöltefli Helga Ólafssonar stórmeistara. Lesa má frekari upplýsingar um mótið á www. skak.is Æskan að tafli Frá stelpuskákmóti Olís og Hellis, sem nýlega var haldið. Æskan og ellin að tafli HAFLIÐI Skúlason sem stundaði nám í golfvallafræðum við Elm- wood College í Skotlandi síðasta vetur hlaut fyrr í þessum mánuði æðstu verðlaun (TORO Award) sem skólinn veitir fyrir námsárangur. Hafliði fékk fyrr á þessu ári hæsta styrk sem Royal & Ancient golf- klúbburinn í St. Andrews veitir ár- lega fyrir framúrskarandi náms- framvindu. Auk þess heiðurs að vera valinn nemandi ársins á hæsta námstigi í Elmwood College verður Hafliða boðið á stærstu golfsýningu heims sem haldin verður í Florída í janúar en þar mun hann sækja ýmsa fyrir- lestra og námskeið tengd faginu. Elmwood College er talinn einn fremsti skóli í Evrópu í golfvallar- fræðum og hann sækja nemendur allastaðar að úr heiminum, að því er fram kemur í tilkynningu. Golf Hafliði Skúlason hlaut styrk sem kenndur er við St. Andrews. Viðurkenning í golfvallafræðum UMHVERFISSTOFNUN hefur nú sérstakt eftirlit með innflutningi á möndlum og möndluafurðum frá Banda- ríkjunum. Myglueitur, aflatoxín, hefur mælst í banda- rískum möndlum. Innflutningur er einungis heimilaður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, samkvæmt auglýs- ingu. Innflytjendur verða að framvísa vottorði frá opinber- um aðila sem sýnir að aflatoxín séu undir leyfilegum mörkum samkvæmt reglugerð um gildistöku tiltekinna gerða Evrópusambandsins um aðskotaefni í matvælum. Vottorðið þarf að vera þannig útbúið að hægt sé að rekja það til viðkomandi sendingar. Einnig skal fylgja með heilsuvottorð fyrir innflutning vöru frá þriðju ríkjum inn í Evrópska efnahagssvæðið. Ef ofangreint skilyrði er ekki upp- fyllt þá er farið fram á sýnatöku og rannsókn á kostnað innflytjenda. Eftirlit með möndlum hert Möndlur Fylgst með innflutningi. FÆREYSKIR bændur hafa í mörg ár keypt hey frá Íslandi og Dan- mörku. Íslenska heyið er vel verkað og Færeyingar vilja það frekar en það danska þó dýrara sé, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Þeir feðgar Jón Blöndal í Lang- holti og Eiríkur Blöndal í Bæjar- sveit, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Vesturlands, hafa selt hey til Færeyja af og til í mörg ár. Í Langholti var rekið kúabú, en nú eru þar fáar skepnur og heyið af túnunum selt. Bændablaðið hefur eftir Eiríki að þeir selji um tíu gáma af heyi til Færeyja á ári. Eiríkur segir að fyrir rúmum 60 ár- um hafi tengsl Bæsveitunga við Færeyjar myndast með færeyskum vinnumönnum sem komu hingað til lands á þeim tíma. Vilja íslenskt hey SAMTÖKIN Vinir Perú voru ný- lega stofnuð og er hlutverk þeirra að stuðla að auknum samskiptum milli Íslands og Perú. Í byrjun standa samtökin fyrir fjáröflun til styrktar börnum í Perú, einkum í hálöndunum og eru Soroptimista- klúbbar aðilar að verkefninu. Fyrsta verkefnið er að styrkja barnaskóla í smáþorpinu Chosecani til kaupa á eldavél og bakarofni í eldhús skólans svo hægt sé að gefa börnunum heitan mat þegar þau koma í skólann, en hitastigið þarna getur farið niður undir frostmark á nóttunni. Formaður er Sigrún Klara Hannesdóttir, sigrun@hi.is Vinir PerúEftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Heiðmörk | Prýðileg samvinna hefur ríkt undanfarið milli Kópa- vogsbæjar, Skógræktar Reykja- víkur og verktaka við vatnslögn Kópavogsbæjar, eftir að gefið var út framkvæmdaleyfi þar sem kveð- ið var á um samráð, að sögn Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. „Frágangurinn hjá þeim er til fyrirmyndar og umgengni til prýði,“ sagði Helgi. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með Heiðmörk og vakti athygli á því fyrr á þessu ári að stór og stæðileg tré, m.a. úr svonefndum Þjóðhátíðarlundi, hefðu verið fjarlægð vegna fram- kvæmda við vatnslögn Kópavogs- bæjar. Helgi sagði ekki búið að ákveða endanlega hvernig gengið yrði frá lagfæringum í Þjóðhátíð- arlundinum. Vegna dráttar á fram- kvæmdum væri tómt mál að tala um að reyna endanlegan frágang á þessu ári. Fullt samráð verður milli aðila um hvernig að frágang- inum verður staðið. Við framkvæmdirnar myndaðist geil í skóg hárra trjáa í Þjóðhátíð- arlundi. Trén sem eftir standa varpa skugga sem taka verður til- lit til þegar nýjum trjám verður plantað. Helgi sagði ljóst að nýju trén yrðu miklu minni en þau sem fyrir væru enda ekki gerlegt að reisa 12 metra há tré í stórum stíl. Ekki er búið að ákveða hvernig trjám verður plantað í stað þeirra sem tekin voru en Helgi taldi lík- legt að helst yrði plantað lauf- trjám og runnum, en í lundinum eru nú aðallega barrtré. Ákvörðun verður að liggja fyrir snemma næsta vor svo hægt verði að hefj- ast handa um leið og frost er farið úr jörðu. Hleypt á um mánaðamótin Stefán Loftur Stefánsson, deild- arstjóri framkvæmdadeildar Kópa- vogsbæjar, sagði að framkvæmd- um við vatnsleiðslu Kópavogs- bæjar væri nú að verða lokið. Hann sagði að frágangur Þjóðhá- tíðarlundarins yrði unninn í sam- vinnu við Skógræktarfélag Reykjavíkur en að öðru leyti væri frágangur eftir framkvæmdirnar með hefðbundnum hætti. Stefán átti von á að vatni yrði hleypt á nýju vatnslögnina um næstu mánaðamót. Prýðileg samvinna um frágang í Heiðmörk Framkvæmdir við vatnslögn eru á lokastigi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sárið grætt Þjóðhátíðarlundur bíður þess að þar verði plantað nýjum trjám og runnum næsta vor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.