Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 11

Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 11 FRÉTTIR - kemur þér við Skulda landspítala 370 milljónir Hvalfjarðargöng og heimsendaspár Karlremba leggur öll spilin á borðið Mugison blóðugur og limlestur fyrir vestan Magni vill vini sína austur fyrir fjall Íslenskir auðmenn vilja lúxusgemsa Hvað ætlar þú að lesa í dag? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing: „Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarna daga um starfslok mín hjá Ratsjárstofnun vil ég árétta að fréttir um að ég hafi sem forstjóri Ratsjárstofnunar gengið á dyr án þess að upplýsa ráðuneytið eru al- gerlega rangar. Hið sanna er að ut- anríkisráðherra hefur ákveðið að nýr forstjóri verði ráðinn til þess að taka við stofnuninni í breyttri mynd og hafa forystu um þær breytingar sem nú standa yfir. Mér var kynnt þessi ákvörðun utanríkisráðherra í upp- hafi þessa mánaðar og á fundi okkar föstudaginn 12. október óskaði ráð- herra eftir því að ég léti af störfum um þá komandi helgi. Ég varð við því og kom síðan á mánudags- morgni (15. októ- ber) til þess að kveðja starfsfólk- ið og sendi jafn- framt ráðherra og ráðuneytis- stjóra tölvupóst um að ég hefði látið af störfum eins og óskað hefði verið eftir. Ráðuneytinu var því ekki aðeins kunnugt um starfslok mín heldur voru þau ákvörðun ráð- herrans og á þeim tíma sem ráð- herrann óskaði og tilkynnt bæði hon- um og ráðuneytisstjóra skriflega með tölvupósti. Bæði utanríkisráðherra og ráðu- neytisstjóri tóku sérstaklega fram á fundum sínum að ánægja ríkti með störf mín hjá Ratsjárstofnun, sér- staklega með þann árangur sem ég ásamt frábæru starfsliði hefði náð í hagræðingu í rekstri stofnunarinn- ar, eins og fram kom í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins. Ég óska starfsmönnum og nýjum forystumönnum Ratsjárstofnunar velfarnaðar í áframhaldandi upp- byggingu stofnunarinnar og þakka gott samstarf. Virðingarfyllst, Ólafur Örn Haraldsson.“ Starfslok hjá Ratsjárstofnun Ólafur Örn Haraldsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MÉR finnst þetta ótrúleg lýsing. Þetta lýsir því hvað þessi leyfisfrumskógur er orðinn ógegnsær og erfiður yf- irferðar fyrir fyrirtækin,“ segir Pétur Reimarsson, for- stöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins, um frétt í Morgunblaðinu í gær þess efnis að ferðaþjónustufyrirtækið Hvíldarklettur þurfi tæplega 400 leyfi og vottorð til að fá að starfa. Aðspurður segir Pétur þessar fréttir í raun ekki koma sér á óvart, en forsvarsmenn SA hafa um nokkurra ára skeið talað fyrir því að leyfisveitingar væru einfaldaðar. Vorið 2004 kom m.a. út skýrsla á vegum SA sem nefnist „Eftirlit með atvinnustarfsemi – tillögur til úrbóta“. Lítið gerst síðan tillögurnar voru lagðar fram „Við höfum verið að gera kröfu til ráðuneytanna um að fækka leyfum, einfalda leyfisveitingar og eftirlitskerfið. Þannig að menn gætu í raun á einum stað fengið öll þau leyfi sem þyrfti til reksturs eins og þessa,“ segir Pétur og segist vilja sjá að komið væri upp faggiltum skoð- unarskrifstofum á markaði sem hefðu eftirlit með fyr- irtækjum og sæju um öll samskipti milli fyrirtækja og ráðuneytanna og eftirlitsaðila á þeirra vegum. Aðspurður segir Pétur fyrrgreinda skýrslu hafa verið kynnta ráðuneytunum á sínum tíma, en fæstar af þeim hugmyndum sem í skýrslunni voru hafi komist í fram- kvæmd. „Viðtökurnar eru þannig að það er hlustað á okkur með kurteisi, en svo gerist mjög lítið.“ Að sögn Péturs virðist vera mjög erfitt að fá hið op- inbera til að leggja af eftirlit sem einu sinni er búið að koma á. „Það tengist því að mönnum finnst fyrirtækj- unum ekki treystandi til þess að standa almennilega að hlutunum og að það þurfi opinbera eftirlitsmenn til að fara á svæðið og tryggja það að allt sé í lagi, sem er í raun og veru algjör misskilningur á því hvernig öryggi verður best tryggt. Það verður best tryggt með því að fyrirtækjunum sé falin sem mest ábyrgð á þessu sjálfum. Og gera á kröfu um það að fyrirtækin reki gæðakerfi sem hið opinbera getur haft aðgang að og fylgst með að gerðar séu þær athuganir sem eðlilegt er að reksturinn geri. En öll þessi leyfi og allt þetta eftirlit er í mörgum tilfellum meira eða minna drifið af hagsmunum eftirlits- ins, en ekki hagsmunum almennings eða fyrirtækjanna.“ „Leyfisfrumskógurinn erfiður yfirferðar“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Stórlúða Þessi stórlúða veiddist á sjóstangaveiðimóti sem Hvíldarklettur ehf. á Suðureyri stóð fyrir í sumar. Í HNOTSKURN »Að mati forsvarsmanna SA ætti að lágmarka um-fang opinbers eftirlits, einfalda það og tryggja samræmda framkvæmd. » Í skýrslu SA frá 2004 er lagt til að veiting skyldraleyfa sé samræmd og færð á færri hendur. Leyfi séu gefin út til lengri tíma og eftirlitsskoðanir á veg- um hinna ýmsu eftirlitsaðila verði sameinaðar. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær þrjá karlmenn af ákæru um tilraun til kynferðisbrots en þeir höfðu allir farið til móts við tálbeitu fréttaskýringaþáttarins Kompáss sem hafði sagst vera 13 ára stúlka. Það var mat dómsins að net- samskiptin við tálbeituna gætu ekki talist sönnun fyrir því að þeir hefðu haft ásetning til að fremja kynferð- isbrot gegn 13 ára stúlku. Einn mannanna var hins vegar dæmdur fyrir að hafa í vörslu sinni barnaklám, 91 ljósmynd og 11 hreyfimyndir. Sektin fyrir brotið nemur 200.000 krónum. Umfjöllun Kompáss byggðist á auglýsingu sem fréttamenn þáttar- ins settu inn á vefsíðuna einkamál.is og hljóðaði svo: „Hæ ég er sæt og vel vaxin stelpa, langar að kynnast eldri strák. Ég er samt mjög fullorðinsleg, ég er eigilega bara 13. Sendu mail á addapink93@hotmail.com ekkert rugl samt.“ Mennirnir játuðu allir að hafa átt í netsamskiptum við tálbeituna en sögðust jafnframt hafa gert sér grein fyrir að þeir væru að ræða við mun eldri einstakling. Einn þeirra sagði að fólk fengi útrás fyrir draum- óra sína á vefnum og hann hefði eins átt von á því að vera að ræða við karl- mann í netsamskiptum eins og kven- mann. Þegar hann hringdi í tálbeit- una hefði hann þar að auki gert sér grein fyrir að um fullorðna konu væri að ræða. Fyrir dómnum kom fram að tálbeitan var tæplega þrítug kona en hún kom ekki fyrir réttinn. Í leiðbeiningum ríkissaksóknara um notkun tálbeitna kemur fram að ekki megi nota tálbeitu til að kalla fram refsiverða háttsemi sem ella hefði ekki verið framin. Af þessu væri ljóst að lögreglu hefði ekki ver- ið heimilt að beita aðferðum Komp- áss við lögreglurannsókn. Því léki verulegur vafi á því hvort lögreglu hefði verið heimilt að nota gögn frá Kompási sem grundvöll lögreglu- rannsóknar. Sönnunargildi gagn- anna væri því takmarkað, ef nokkuð. Þar að auki hefðu mennirnir ekki getað fullframið brotið enda tálbeit- an tæplega þrítug. Netsamskiptin gætu ekki verið grundvöllur sakfell- ingar og ekki væri hægt að hafna því að þeir hefðu í samtölum um síma gert sér grein fyrir að þeir væru að ræða við fullorðinn einstakling en ekki 13 ára stúlku. Guðjón St. Mart- einsson kvað upp dómana. Tálbeita Kompáss var ekki tæk fyrir dómi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.