Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2007, Blaðsíða 16
sýslum Kaliforníu og fyrirskipaði al- ríkisstofnunum að aðstoða við slökkvi- og björgunarstarfið. Alls hafa sautján stórir skógar- eldar geisað í sunnanverðri Kaliforn- íu frá því um helgina og þrír bættust Eftir Boga Þór Arason og Gísla Árnason HUNDRUÐ þúsunda manna hafa flúið heimili sín vegna skógarelda sem geisa í sunnanverðri Kaliforníu og um 1.300 hús hafa orðið eldunum að bráð. Um 56.000 önnur hús eru í hættu að því er CNN-sjónvarpið hafði eftir bandarískum embættis- mönnum í gærkvöldi. Yfirvöld sögðu að a.m.k. 513.000 manns hefði verið skipað að forða sér af hættusvæðinu í San Diego- sýslu einni og um þúsund hús hafa brunnið í sýslunni. San Diego-borg lömuð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í San Diego, segir að borgin sé algjörlega lömuð vegna eldanna. „Allir skólar hafa verið lokaðir í dag,“ sagði Steinunn Ólína í viðtali á vefvarpi mbl.is og bætti við að at- vinnulífið í San Diego væri lamað. „Fólki er ráðlagt að vera innandyra og vera ekki að keyra að óþörfu, til að halda götum opnum. Borgin er algerlega lömuð. Um 10.000 manns gistu í íþróttaleikvanginum Qual- comm Stadium og þar fór allt saman vel fram. Embættismenn segja að sjálfboðaliðarnir sem hafa boðið sig fram séu álíka margir og fólkið sem þarf á hjálp að halda.“ Steinunn Ólína býr í miðborg San Diego og hún sagði að heimili sitt væri ekki í bráðri hættu. „Eldarnir geisa á tveimur stöðum sitt hvorum megin við okkur, en þeir eru langt frá og við erum alveg róleg ennþá.“ Steinunn Ólína sagði í samtali við Morgunblaðið síðar í gærkvöldi að vindáttin hefði verið hagstæðari í gær og unnt hefði verið að nota flug- vélar við slökkvistarfið, en það hafði ekki verið hægt daginn áður. „Hérna er stór fuglagarður sem er að brenna og það er búið að fylla bíl- skúrinn okkar af fágætum fuglateg- undum þannig húsið okkar er að breytast í dýragarð. Ég held að hingað séu komnir um 40 fuglar.“ Steinunn Ólína bætti við að mikil reykjarlykt væri í borginni. „Víðs vegar er verið að tæma heilu hverfin út af reyk, því loftið er orðið svo óheilnæmt. Þótt miðborgin sé langt frá eldunum er reykjarlykt yfir öllu og mjög lítið skyggni. Þess vegna er fólki ráðlagt að halda börnum innan- dyra og vera sem minnst á ferli.“ George W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti yfir neyðarástandi í sjö við í gær. Eldarnir hafa breiðst mjög hratt út vegna hvassviðris, mikils hita og þurrks á þessum slóð- um. Alls hefur um 1.500 ferkílómetra svæði brunnið í sunnanverðri Kali- forníu og eldar geisa á fjórðungi strandar Kaliforníu, að sögn frétta- stofunnar AP. Eldarnir hafa breiðst svo hratt út að rýma hefur þurft nokkrar byggingar sem notaðar hafa verið sem neyðarskýli. Tveir hafa látið lífið af völdum eldanna og tugir manna fengið reyk- eitrun. Þrír stórir eldar hafa geisað í grennd við Los Angeles og CNN- sjónvarpið hafði eftir slökkviliði borgarinnar í gærkvöldi að óttast væri að þeir myndu sameinast í einn risastóran skógareld sem mjög erf- itt yrði að slökkva. Ekki í bráðri hættu Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sendiráð Íslands í Washington og ræðismannsskrifstofan í Los Angel- es fylgdust vandlega með því hvort Íslendingar kynnu að vera í hættu vegna eldanna. Talið væri að engir Íslendingar væru í hættu á Los Angeles-svæðinu og haft hefði verið samband við Íslendinga á San Diego-svæðinu og engin ástæða væri að ætla að Íslendingar væru í bráðri hættu þar. Hálfri milljón manna sagt að flýja heimili sín Um 1.300 hús hafa brunnið í skógareldum í Kaliforníu og um 56.000 hús í hættu                                     $%&'()*+,()  $-.-)/%(+01)2-     !   "!               !  "    #$ #     %&#  ! &      &  # & ##   !  ' ( ) * + , Morgunblaðið/Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skæðir eldar Skógareldar við útjaðar San Diego í Kaliforníu. Um 1.000 hús hafa brunnið í grennd við borgina. 16 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ingi bæði frá tyrkneskum stjórn- völdum og bandarískum – sem óttast slæm áhrif aðgerða PKK á samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands, enda líta Tyrkir svo á að Bandaríkjaher í Írak eigi að vera fær um að hafa hemil á PKK – að beita sér meira gegn PKK. Babacan lagði áherslu á að Tyrkir vildu friðsamlega úrlausn mála, en þeir hafa þó hótað því að fara með her sinn inn í Kúrdahéruðin í Norð- ur-Írak og ráða sjálfir niðurlögum PKK. Hann hafnaði jafnframt tilboði PKK um vopnahlé, sem sett var fram í fyrradag og fól í sér nokkur skilyrði af hálfu PKK. „Vopnahlé er eitthvað sem tvö ríki og tveir herir semja um, ekki eitthvað sem samið er um við hryðjuverkasamtök,“ sagði Babacan. Tyrkneski herinn er með mikinn viðbúnað á landamærunum að Írak Bagdad. AFP. | Nuri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks, fyrirskipaði í gær að öllum skrifstofum Verka- mannaflokks Kúrdistans (PKK) yrði lokað í Írak. Sagði hann að þessum „illu hryðjuverkasamtökum“, sem hann kallaði svo, yrði ekki lengur leyft að starfa í Írak. „Við leggjum alla áherslu á að uppræta hryðjuverkastarfsemi PKK en hún ógnar Írak og Tyrklandi,“ sagði al-Maliki eftir fund sem hann átti með Ali Babacan, utanríkisráð- herra Tyrklands, í Bagdad. Var hann þar að vísa til árása sem kúrdískir skæruliðar hafa gert á tyrkneska herinn, en liðsmenn PKK hafa síðan jafnan flúið yfir landamærin og inn í Norður-Írak. Al-Maliki hafði verið undir þrýst- en tólf hermenn féllu í árás PKK á sunnudag og þá segja talsmenn PKK að þeir hafi nokkra tyrkneska her- menn í haldi eftir aðgerðirnar. Maliki bannar starf- semi PKK í Írak Öllum skrifstofum kúrdísku skæruliðanna verður lokað Reuters Spenna Tyrkneskur hermaður á vegi við landamærin að Írak þar sem til átaka hefur komið milli tyrkneskra hersveita og kúrdískra skæruliða. AIGARS Kalvit- is, forsætisráð- herra Lettlands, stóð af sér van- trauststillögu í lettneska þinginu í gær en 56 greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnarandstöð- unnar en 38 með. Stjórnarandstaðan hafði gagnrýnt Kalvitis fyrir gerræðislega fram- göngu, í kjölfar þess að hann rak Aleksejs Loskutovs úr embætti, en hann hafði haft það hlutverk að rannsaka spillingu, vegna ásakana um fjármálamisferli á skrifstofu hans. Loskutovs neitar öllum ásök- unum og segist fórnarlamb í pólitísk- um hráskinnaleik. Stóð af sér vantraust Aigars Kalvitis OFFITA er vaxandi vandamál út um allan heim, að Suður- og Austur- Asíu hugsanlega undanskilinni, sam- kvæmt nýrri könnun sem náði til 63 landa. Um helmingur til tveir þriðju karla og kvenna í þessum löndum taldist of þungur eða of feitur. Sér- fræðingar sögðu niðurstöðuna mikið áhyggjuefni. Könnunin byggðist á því að heimilislæknar vigtuðu alls um 168.000 manns og reiknuðu út BMI-stuðul þeirra. Heimsfaraldur AP BENAZIR Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans, hefur ver- ið bannað að yfirgefa landið, að því er fulltrúar flokks hennar sögðu í gær. Bhutto sneri heim úr útlegð fyrir helgi en ráðist var á hana og fylgdarlið hennar við komuna, með þeim afleiðingum að 140 týndu lífi. Bhutto slapp hins vegar ómeidd. Fær ekki fara GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti segir að Evrópa þurfi bráð- nauðsynlega á eldflaugavarnakerfi að halda, hvað sem líði mótbárum Rússa, enda stafi vaxandi ógn af Ír- an. Sagði Bush að fyrir árið 2015 kynnu Íranar að verða búnir að koma sér upp vopnum sem næðu til Bandaríkjanna og Evrópu. Varnir Evrópu Steinunn Ólína: San Diego lömuð vegna skógareldanna VEFVARP mbl.is Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Fataska´par X E IN N IX 0 7 10 0 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.