Morgunblaðið - 24.10.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 24.10.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 17 MENNING LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Neskirkju í kvöld í tilefni af 85 ára afmæli sveitarinnar. Með hljómsveit- inni koma fram þeir Egill Ólafsson söngvari og Jóel Páls- son saxófónleikari. Stjórnandi er Lárus Halldór Grímsson. Á efnisskránni eru nokkur af þekktustu tónverkum í sögu blásarasveitatónlistar og tón- list eftir Sting, Astor Piazzolla, Jan Magne Förde, Richard Rodgers og Oscar Hammerstein II, en það er sá hluti tónleikanna sem þeir Egill og Jóel taka þátt í. Tónleikarnir hefjast kl. 20, ókeypis aðgangur. Afmælishátíð Lúðrasveit Reykja- víkur í Neskirkju Egill Ólafsson Á TÓNLEIKUM Jazzklúbbs- ins Múlans í kvöld verður flutt ný tónlist saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðs- sonar. Flytjendur eru, auk Sig- urðar, söngvararnir Egill Ólafsson og Ragnheiður Grön- dal, hljómborðsleikarinn Kjartan Valdemarsson og slag- verksleikarinn Matthías Hem- stock. Tónleikar Múlans fara fram á Domo bar, Þingholtsstræti 5 og hefjast kl. 21. Múlinn er samstarfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Djass Sigurður Flosason á Múlanum Sigurður Flosason GÍTARTRÍÓIÐ Mímósa held- ur tónleika á Næstabar, Ing- ólfstræti 1A í kvöld. Hljóm- sveitin leikur létta swing- sveiflu og tónlist í anda frönsku sígaunajazzhljómsveitanna. Mímósa tríó var sett á lagg- irnar sumarið 2005 og hefur verið starfandi hljómsveit síð- an. Hljómsveitina skipa þeir Gunnar Hilmarsson á gítar, Hjörtur Steinarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa og eru þeir allir nemendur við tónlistarskóla FÍH. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er selt inn við inn- ganginn. Aðgangseyrir er 500 kr. Tónleikar Mímósa leikur létta swing-sveiflu Tveir meðlimir Mímósa. ÓRÆÐ svipbrigði Monu Lisu hafa verið mönnum ráðgáta um langa hríð og margir hafa talið sig geta fundið svör við ýmsum spurningum um listamanninn Leonardo da Vinci og fyrirsætu hans með því að rýna nógu nákvæmlega í þau. Ef marka má rannsóknir franska verkfræð- ingsins Pascal Cotte er sú vinna unnin fyrir gýg, því málverkið, eins og það birtist gestum Louvre- safnsins í dag, er allt öðruvísi en það var þegar listamaðurinn tók það ný- málað af trönunum. Cotte ólst upp í París á sjöunda áratugnum og varð hugfanginn af málverkinu sem barn. Þegar hann fullorðnaðist sérhæfði hann sig í ljóstækni og nýtti þá kunnáttu til þess að smíða mjög fullkomna staf- ræna myndavél. Með henni getur hann séð ýmislegt sem bert augað greinir ekki, meðal annars segir hann bros Monu Lisu hafi upp- runalega verið mun breiðara og greinilegra. Niðurstöður hans benda líka til þess að da Vinci hafi gert ýmsar breytingar á málverkinu á meðan hann vann að því. Hann hafi til dæm- is breytt stöðu tveggja fingra. Áður hefur verið sýnt fram á að hár Mónu Lisu var í fyrstu gerð málverksins tekið upp í hnút og þar var hún líka klædd í óléttukjól. Í núverandi mynd er græn slikja yfir litunum í málverkinu, en það segir Cotte vera áhrif tímans, mis- heppnaðra viðgerða og skemmdir frá lakki sem þekur myndina. Upp- runalega hafi verið tærir, hvítir og bláir fletir á striganum. Mona Lisa Svona þekkja hana flestir, en er þetta rétta myndin? Einu sinni brosti Mona Lisa breitt Ný rannsókn á fyrstu gerð málverksins RITHÖFUNDURINN Doris Less- ing, sem fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrir skömmu, segir að árásirnar hinn 11. september á tvíburaturnana í New York séu ekki svo hræðilegar samanborið við hryðjuverkastarfsemi IRA. „Sumum Ameríkönum finnst ég eflaust klikkuð að segja þetta en árásin var hvorki eins hræðileg né eins einstök og þeir halda fram,“ sagði Lessing í viðtali við spænska dagblaðið El Pais. Lessing hefur ekki mikið álit á forseta Bandaríkjanna, George W. Bush, og sagði hann vera heims- ógæfu. „Það eru allir þreyttir á manninum. Annaðhvort er hann mjög heimskur eða mjög klár, en það má ekki gleymast að hann kem- ur úr stétt sem hefur hagnast af stríði,“ sagði Lessing og bætti við að hún hefði einnig hatað Tony Blair frá upphafi. Hataði Blair frá upphafi Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ÞAÐ skilur enginn hvað persón- urnar í Ræðismannsskrifstofunni segja, því orðin sem koma upp úr þeim eiga ekki heima í neinum orða- bókum. Merkinguna er hins vegar að finna í látbragði, orðrómi og augnaráði leikaranna. Leikritið verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu annað kvöld. Í þessu verki er enginn texti, en samtöl per- sónanna fara fram á bullmáli sem líkist svolítið rússnesku áheyrnar. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Jo Strömgren hóf feril sinn sem dansari og danshöfundur og hefur ferðast til yfir 40 landa með þetta nýstárlega sviðstungumál. Á auðvelt með að bulla Sögusviðið er rússnesk ræðis- mannsskrifstofa í ónefndu landi þar sem mórallinn er ekki upp á marga fiska. Halldóra Geirharðsdóttir leik- ur Olgu sem hefur unnið á skrifstof- unni í átta ár. „Hversdagurinn hennar er mjög grár. Hún sér um skipulagið á skrif- stofunni og starfsmannahaldið og líður svolítið eins og hún sé með þessa skrifstofu alveg ein á herð- unum. Hún er ekki mjög hamingju- söm. En hamingjan er oft bara í garðinum heima hjá þér, kannski ekki endilega í garði nágrannans,“ segir Halldóra. Hún segist hafa kviðið því að tak- ast á við þetta óvenjulega verkefni. „Ég á mjög erfitt með að læra ís- lenskan texta og er mjög lengi að því, þannig að ég kveið því mikið að fara að læra bulltexta. Ég á mjög auðvelt með að bulla en það eru ákveðnir hlutir sem við verðum að læra, hinir verða að vita hvenær ég er búin að segja það sem ég ætla að segja. En þetta gengur miklu betur en ég bjóst við.“ Halldóra hefur reynslu af því að hafa ekki orð til að styðjast við í sínu starfi því hún hefur oft komið fram sem látbragðstrúðurinn Barbara. Sú reynsla nýtist henni að vissu marki í þessari sýningu. „Það nýtist að því leyti að þetta er dansleikhús. Leik- stjórinn er dansari og hann býr til sýningu út frá þeim forsendum. Bar- bara fúnkerar þannig líka, það er þessi hreinleiki í trúðnum.“ Þó að það séu engin orð í textan- um í leikritinu er hver leikari með- vitaður um hvað hann er að segja á bullmáli í hvert skipti og smám sam- an urðu til á æfingatímanum útlínur af texta sem leikararnir fara með. Halldóra segir mikilvægt að tala ekki of mikið. „Maður byrjaði stund- um með ofsalega langa setningu og stytti hana niður í kannski þrjú orð þannig að áhorfandinn færi ekki að hlusta of mikið og reyna að skilja tungumálið. Að hann héldi áfram að lesa hreyfinguna og líkamsbeit- inguna á sviðinu og tóninn á bak við orðin.“ Rokkað leikhús Bergur Þór Ingólfsson leikur Andre, þjakaðan skrifstofumann sem er fastur í þrúgandi umhverfi á ræðismannsskrifstofunni. Hann saknar þess ekki að hafa texta til að styðjast við. „Þetta er geðveikt! Þetta er mikið rokk, eins og leikhúsútgáfa af Nick Cave eða Quentin Tarantino.“ Hann segir verkið fjalla um mann- inn sem dýr, hvernig viðbrögð hans eru þegar þrengt er að honum. „Leikritið lýsir því sem gerist hjá fólki sem er lengi í einangruðum og úrkynjuðum aðstæðum. Þetta er eiginlega mannfræðileg stúdía.“ Þegar nýtt fólk kemur inn í þetta umhverfi verður titringur meðal þeirra sem fyrir voru. „En það endar náttúrlega bara illa fyrir Andre,“ segir Bergur. Leikritið Ræðismannsskrifstofan frumsýnt annað kvöld Bullmál í Borgarleikhúsinu Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Ræðismannsskrifstofan Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson í hlutverkum sínum. Hljómar líkt og rússneska ♦♦♦ Leikfélag Reykjavíkur í samstarfi við Jo Strömgren Kompani. Jo Strömgren er handritshöfundur, leikstjóri og danshöfundur auk þess sem hann hannar leikmynd og bún- inga. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Ljós: Magnús Arnar Sigurðarson. Leikgervi: Svanhvít Valgeirsdóttir. Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Helga Braga Jóns- dóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ilm- ur Kristjánsdóttir og Þór Tulinius. Ræðismanns- skrifstofan Kynning SAF á lykilmörkuðum NORÐURLÖND Svíþjóð - Noregur - Danmörk - Finnland Samtök ferðaþjónustunnar halda fund 26. októ- ber 2007 kl. 9-12 á Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur A) og er markmið fundarins að ræða norræna markaðinn og hvernig ferðamenn þaðan hegða sér nú og í framtíðinni. Dagskrá Setning fundarins Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Scandinavian Travel Trends Eftirspurn - hvaða breytingar eru framundan? Greining á markaðnum. Sagt frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar „Scandinavian Travel Trend Survey“ þar sem lögð verður áhersla á markaðshlut og möguleika Íslands á hinum 4 Norðurlöndunum. Johanna Danielsson, framkvæmdastjóri „Travel & Tourism“ hjá KAIROS FUTURE INTERNATIONAL AB. Að selja Ísland á hinum Norðurlöndunum - hvar liggja tækifærin? Hvar stendur Ísland miðað við önnur markaðssvæði? Kröfur og væntingar skandinavískra ferðamanna. Birkir Hólm Guðnason, svæðisstjóri Icelandair í Skandinavíu. Hagtölur um ferðir Norðurlandabúa á Íslandi Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF. Þátttökugjald: kr. 6.000 fyrir félagsmenn SAF (kr. 3.000 fyrir umfram einn frá hverju fyrirtæki) kr. 8.500 fyrir fyrirtæki utan SAF Þátttaka tilkynnist í síma 511-8000 eða með tölvupósti info@saf.is Fundinn styrkja: Samgönguráðuneytið, Icelandair og Grand Hótel Reykjavík. S A F

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.