Morgunblaðið - 24.10.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 24.10.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 19 SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Ég stefndi alltaf að því að læra meira og spila meira sjálf en aðstæður leyfðu það ekki. Mér fannst ekki skemmtilegt að kenna í fyrstu en það varð alltaf skemmti- legra og skemmtilegra og í dag finnst mér það fjarska skemmtilegt,“ sagði Ragnheiður Skúla- dóttir, píanókennari í Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar, í samtali við Morgunblaðið en hún hefur verið viðloðandi skólann í þá hálfu öld sem hann hefur verið starfandi, fyrst sem nemandi en síðar kennari. Skólinn hét upphaflega Tónlistarskóli Kefla- víkur en varð eftir sameiningu við Tónlistar- skóla Njarðvíkur að Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar árið 1999. Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá því að tónlistarkennsla hófst í Reykjanesbæ. Tónlist- arfélag Keflavíkur var stofnað 24. október 1957 að frumkvæði Guðmundar Norðdahl, Her- manns Hjartarsonar og Kristins Reyrs en hlut- verk þess var að standa fyrir tónleikahaldi í sveitarfélaginu og starfrækja tónlistarskóla. Tónlistarskóli Keflavíkur var settur í fyrsta sinn 17. nóvember sama ár undir stjórn Ragn- ars Björnssonar. Mikilvægt að foreldrar hlusti Ragnheiður Skúladóttir píanóleikari og deildarstjóri hljómborðsdeildar við Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar hóf píanónám í skól- anum 14 ára gömul og hafði þá sótt einkatíma í 4 ár. Tveimur árum síðar var hún orðin undir- leikari hjá Karlakór Keflavíkur og um tvítugt var hún orðin kennari við skólann. Hún hefur upplifað að flytja með tónlistarskólanum hús úr húsi og langar að upplifa að kenna í nýjum húsakynnum við Stapa, svokallaðri Hljómahöll sem áætlað er að taka í notkun 2009. Blaðamað- ur settist niður með Ragnheiði einn eftirmiðdag til að rifja upp gamla tíma. Ragnheiður var 10 ára gömul þegar hún hóf að sækja einkatíma til frú Vigdísar Jak- obsdóttur bæjarfógetafrúar. Kennsla fór fram á heimili Vigdísar og Ragnheiður sagði að hjá Vigdísi hefði hún fengið að spila bara það sem hún vildi. Áhugi Ragnheiðar á píanónámi kvikn- aði heimafyrir. „Mamma hafði mikinn áhuga á tónlist eins og allt hennar fólk af Birt- ingaholtsætt í Hreppum. Hún keypti píanó og Helgi heitinn bróðir minn byrjaði að læra á pí- anó og hann var alveg frábær píanóleikari. Það var reyndar alveg sama hvað hann Helgi tók sér fyrir hendur, hvort hann málaði, spilaði eða lék, hann var listamaður af guðs náð,“ sagði Ragnheiður og bætt við að auk þess hefði móð- uramma hennar spilað á harmonikku og móð- urbræður sungið mikið, þannig að heimilislífið var gegnsýrt tónlist. Ragnheiður talaði sérstaklega um hvað henni þótti vænt um þegar mamma hennar settist nið- ur og bað hana að spila fyrir sig. Þann sið hefur Ragnheiður reynt að nota í píanókennslu sinni, þar sem hún segir mjög mikilvægt að foreldrar sýni námi barna sinna áhuga. „Mér þykir alltaf gott að heyra þegar nemendur mínir segja mér að þetta og þetta lag sé uppáhaldslag mömmu. Þá veit ég að foreldrarnir eru að hlusta.“ Frá heimili frú Vigdísar lá leiðin í nýstofn- aðan Tónlistarskóla Keflavíkur og það fannst Ragnheiði afskaplega spennandi. „Þetta var mjög skemmtilegur tími þó aðstæður hafi verið frumstæðar. Skólinn byrjaði uppi á lofti í gamla Ungó og þar var svo kalt að kennari minn, Ragnar Björnsson, sat í úlpu og var með vett- linga á höndunum. Við píanónemendurnir gát- um auðvitað ekki haft vettlinga.“ Fyrstu árin flutti tónlistarskólinn hús úr húsi og frá Ungó lá leiðin í kjallarann undir Nýja bíó, þaðan í bílskúr við Tjarnargötu en að lokum í húsnæði við Austurgötu 13, þar sem tónlist- arskólinn er enn til húsa. Það húsnæði er löngu sprungið og í raun mjög óhentugt í tónlistar- kennslu og sagði Ragnheiður að tónlistar- kennsla yngstu nemendanna í grunnskólum bæjarins bjargaði málunum. „Þetta hefst líka með mikilli þolinmæði og aðlögunarhæfni kenn- ara. Einangrun í skólanum er léleg og stundum er lúðrasveitaæfing á sama tíma og hljóðfæra- kennsla fer fram. Það hentar illa með lág- stemmdum hljóðfærum.“ Börnin erfðu tónlistaráhugann Líkt og á æskuheimili Ragnheiðar hefur tón- list verið í hávegum höfð á heimili hennar og eiginmanns, Sævars Helgasonar, leikara, mál- arameistara og handverksmanns. Hann söng lengi vel með Karlakór Keflavíkur, lék og leik- stýrði mörgum leikritum. Það liggur beinast við að spyrja hvort þau hafi kynnst í karlakórnum eftir að hún gerðist undirleikari kórsins aðeins 16 ára gömul. „Nei, hann var ekki byrjaður að syngja með þeim þá. Ég kynntist honum þegar ég var að færa Helga bróður mat frá mömmu á æfingar hjá Leikfélagi Njarðvíkur.“ Þrjú börn þeirra Ragnheiðar og Sævars hafa öll fetað tónlistarbrautina „og ekki aðeins börn“, sagði Ragnheiður, „heldur tengdabörn og barnabörn líka.“ Synirnir Sigurður og Jó- hann Smári lærðu báðir að syngja eftir hljóð- færanám og við þá iðju er Jóhann Smári enn en Sigurður hefur snúið sér meira að tónsmíðum og er auk þess skólastjóri Nýja tónlistarskól- ans. Dóttirin Sigrún var eina barnið sem lærði á píanó en fór síðar til náms í Guildhall school of music and drama og kennir nú tónlistarmiðlun við skólann. Þegar blaðamaður spurði í lokin um tónlist- artengslin milli hennar og barnanna, sagðist Ragnheiður hafa komist að því eftir einn píanó- tíma að það hentaði ekki að kenna sínu eigin barni. „Ég spilaði reyndar oft undir hjá strák- unum meðan þeir voru í söngnámi, eins og ég geri enn hjá söngnemum skólans og á einstaka tónleikum, en hef ekki alltaf verið hrifin af því og jafnvel neitað.“ Viðloðandi tónlistarkennslu frá upphafi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Heima Ragnheiður Skúladóttir við píanóið heima í stofu. Hún hefur lengi kennt tónlist í sínum heimabæ og er nú deildarstjóri hljómborðdeildar við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Í HNOTSKURN »Fimmtíu ár eru liðin frá því tónlist-arkennsla hófst í sveitarfélögunum sem nú mynda Reykjanesbæ. Tónlistar- félag Keflavíkur stóð fyrir kennslunni og stofnaði til þess Tónlistarskólann í Keflavík. Árið 1976 var Tónlistarskóli Njarðvíkur stofnaður. »Tónlistarskóli Reykjanesbæjar tókvið starfsemi beggja skólanna 1. september 1999. Ragnheiður Skúladótt- ir ætlaði að leika meira en ílentist í kennslu Kópasker | Því var fagnað á Kópa- skeri um helgina að þorpið er komið í „góðvegasamband“. Bundið slitlag er nú komið á veginn milli Kópa- skers og Húsavíkur. Þar með er hægt að aka á góðum vegi frá Reykjavík – nú eða alla leiðina frá Höfn í Hornafirði með því að fara vesturleiðina. Síðasti kaflinn er á milli Prest- hóla og Brekku sem er skammt frá Kópaskeri. Er þetta liðlega 5 kíló- metra kafli sem komið er bundið slitlag á þótt Árni Helgason verk- taki sé enn að vinna við frágang. Kópaskersbúar hafa lengi beðið eftir þessum tímamótum og stóð Sveitarfélagið Norðurþing fyrir há- tíð af þessu tilefni sl. laugardag. Samkoman hófst á Brekkuhamri þar sem slitlagið kom saman en þar skammt frá kemur einnig ný teng- ing við Þistilfjörð um Hólaheiði, svonefnd Hófaskarðsleið en byrjað er á þeirri framkvæmd austan frá. Síðan var íbúum og starfsmönn- um verktaka boðið í kaffi í Pakkhús- inu. Á annað hundrað manns mætti. Fagna góðu vegasambandi Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Vegahátíð Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri ávarpar gesti. Eftir Kára Jónsson Laugarvatn | Bláskógabyggð hefur gert samning við Byggingafélag Laugarvatns um uppbyggingu nýs íbúðahverfis á Laugarvatni. Gert er ráð fyrir sextíu íbúðum. Hverfið er staðsett neðan Mennta- skólans, á hægri hönd þegar komið er að þorpinu úr suðri. Nýja hverfið er hannað fyrir 60 íbúðir en fyrsti áfangi framkvæmda gerir ráð fyrir 25 einbýlis- og parhúsalóðum með 35 íbúðum. Hver lóð er um eitt þúsund fermetrar og áætlaður kostnaður húsbyggjenda á bilinu 2,5 til 3,5 milljónir á hverri lóð í gatnagerðar- gjöld. Byggingafélag Laugarvatns tekur að sér að leggja götur og gangstíga og skilar þeim af sér fullbúnum með bundnu slitlagi og heimtaugateng- ingum tilbúnum fyrir hverja lóð, en sveitarfélagið úthlutar lóðunum. Hestar og tún Fyrra skipulag íbúðabyggðar á Laugarvatni gerði ráð fyrir upp- byggingu norðan þorpsins frá Hrís- holti út undir Stóragil að landa- merkjum við Snorrastaði. Fljótlega komu í ljós vandkvæði við byggingr- landið vegna bleytu og var því fallið frá frekari uppbyggingu í þá átt og hafist handa við nýtt skipulag. Með makaskiptasamningum við ríkið fékkst byggingarland sunnan og vestan við þorpið í kringum Mennta- skólann. Hluti þess lands er nú tek- inn til uppbyggingar. Nú er í fyrsta skipti heilt hverfi auglýst til byggingar. Þrjár götur verða byggðar upp með 35 lóðum og hefst úthlutun 1. nóvember nk. Götu- heiti í nýja hverfinu bera hestanöfn og endinguna tún sem vísar til hrossaræktar á Laugarvatni, þar má nefna Guststún, Traustatún og Herutún. Stefnt er að því að bygg- ingarframkvæmdir geti hafist eftir áramót og gatnagerð við þessar 25 lóðir verði lokið 1. október 2008. Strákarnir úr sveitinni Byggingarfélag Laugarvatns er félag metnaðarfullra einstaklinga sem aldir eru upp á Laugarvatni. Stjórnendur og eigendur fyrirtækis- ins eru þeir Sölvi Arnarson og Eirík- ur Steinsson. Þeir hafa fengið Rúnar Gunnars- son sem rekur grafíska teiknistofu, Þríbrot, til að hanna og teikna útlit hverfisins. Eyþór Sigurðsson og Börkur Benediktsson vinna að verk- fræðiteikningum hjá Verkfræðistofu Suðurlands. Þessir athafnasömu ungu menn kalla sig „strákana úr sveitinni“ og hafa sett upp vefsíðuna www.laug- arvatn.net til að kynna þessi áform öll. Skipulagt sextíu íbúða hverfi á Laugarvatni Morgunblaðið/Kári Jónsson Ungt athafnafólk Eigendur Byggingafélags Laugarvatns ehf. við kynn- ingu skipulagsins, fv. Eiríkur Steinsson, Margrét Gunnarsdóttir, Kristín Ingunn Haraldsdóttir með Ingvar Jökul Sölvason og Sölvi Arnarson. LANDIÐ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.