Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 21
hollráð um heilsuna|lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 21 Það þarf ekki alltaf merkilegttilefni í stöku eins og Jón Arnljótsson sýnir fram á: Eina vísu um ekki neitt, ætla ég að gera, sem ei verður síðar breytt. Svona á hún að vera. Hörður Björgvinsson orti í slagviðrinu á mánudag: Ég bið þess á mánudagsmorgni að vatnsósa veröldin þorni. Ég vil óveðurskerfi úr Árbæjarhverfi. Ég vil sólskin í hverju horni. Hann brást vel við því að vísan yrði birt í Vísnahorninu og orti: Full er þörf á að færa í letur fáránleik máttarvaldanna. Víst máttu birta, vinur minn Pétur, vítur á föður aldanna. Vísan er frumvarp til föður og sonar, fljótandi ofar veðrinu, frá þeim sem í bleytunni bíður og vonar í blautu og köldu leðrinu. Styrkir þó jafnan stuðlanna glíma er staulast ég inn úr svaðinu. Ég vona að feðgarnir finni sér tíma, og fletti þá Morgunblaðinu. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af stöku og slagviðri Áfengis er neytt við fjölmörgtækifæri, í mismiklu magniog við misjafnar aðstæður. Sé þess neytt í hófi eru minni líkur á alvarlegum afleiðingum, hvort sem er andlegum, félagslegum eða líkamlegum. En eins og flestir vita getur áfengi valdið skaða, bæði neytandanum og fólki í umhverfinu. Rannsóknir hafa sýnt að óhófleg neysla áfengis er áhættuþáttur í fjölmörgum sjúkdómum og mörgum þeirra mjög alvarlegum, t.a.m. mörgum tegundum krabbameins. Áfengisneysla á Íslandi hefur verið að aukast undanfarin ár og sam- kvæmt íslenskri könnun sem gerð var 2004 hafa konur á aldrinum 18- 34 ára aukið áfengisneysluna um 28% á tímabilinu 2001–2004. Þar kom fram að með aukinni menntun eykst áfengisneysla meðal kvenna en minnkar hjá körlum. Október- mánuður er tileinkaður brjósta- krabbameini og því er viðeigandi að fjalla m.a. um möguleg áhrif áfengisneyslu á brjóstakrabbamein. Áfengi í líkamanum Áfengi hefur mismunandi áhrif á kynin og það þykir nægilega sannað að áfengi hefur meiri áhrif á konur en karla. Þær þola u.þ.b. 30% minna af áfengi heldur en karlar, þ.e.a.s. þurfa minna magn til að verða drukknar. Ástæðurnar eru nokkrar – og stundum persónulegar eða félags- legar – en mestu skiptir þó að kon- ur eru yfirleitt minni og léttari en karlar og efnaskiptin eru ekki eins og hjá körlunum. Þá hafa konur minna vatn í líkamanum en karlar en vatnið í líkamanum þynnir út áfengið. Konur hafa einnig minna af þeim efnahvötum sem brjóta niður áfengi. Auk þess að hafa áhrif á myndun brjóstakrabbameins hefur áfengi áhrif á myndun krabbameins í meltingarvegi, allt frá munnholi niður í þarma. Brjóstakrabbamein Á Íslandi greinast árlega á annað hundrað konur með brjóstakrabba- mein. Lífshorfur þeirra hafa batnað mikið en fjöldi nýrra tilfella hefur að sama skapi aukist og samkvæmt útreikningum Krabbameinsskráar- innar getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein. Áfeng- isneysla getur haft áhrif á myndun brjóstakrabbameins hjá konum og líkurnar aukast í hlutfalli við magn áfengis sem neytt er. Óhófleg neysla á áfengi, þ.e.a.s. meira en tveir drykkir á dag, auka líkurnar á myndun brjóstakrabbameins um 30%. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða bjór, vín eða sterkt áfengi (einn drykkur = einfaldur sterkur drykkur, eitt vínglas eða 33cl af bjór). Áfengi getur einnig haft óbein áhrif á myndun krabbameins því talið er að áfengi hafi áhrif á estró- genmagn hjá konum fyrir breyt- ingaskeiðið sem á sinn hátt getur aukið líkur á myndun brjósta- krabbameins. Meðganga Það þykir allvel sannað að áfengisneysla á meðgöngu geti haft alvarleg skaðleg áhrif á líkama og heila fósturs. Alvarlegar afleiðingar eru sjaldgæfar en mun algengara er að börn fái væg einkenni, eins og námserfiðleika og hegðunar- vandamál. Blóðkerfi barns og móð- ur er samtengt og áfengi á því auð- velda leið í gegnum fylgju og naflastreng. Þegar áfengis er neytt á meðgöngu verður fóstrið fyrir meiri áhrifum en móðirin vegna þess að líffæri þess eru ekki nægi- lega þroskuð til að brjóta áfengið niður. Áfengi Neysla áfengra drykkja hefur mismunandi áhrif á kynin. Konur og áfengi Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjórar hjá Lýðheilsustöð Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Erlendur Eiríksson málarameistari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Lyktarlaus KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A S IA .I S M A L 3 97 08 1 0. 2 0 0 7 Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan, Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.