Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
BREIÐAVÍK OKKAR TÍMA?
Á skömmum tíma hafa veriðsýndar tvær myndir um hiðsvonefnda Breiðavíkurmál.
Annars vegar kvikmynd Guðnýjar
Halldórsdóttur og hins vegar heimild-
armyndin Syndir feðranna. Báðar
myndirnar eru vel gerðar og lýsa með
átakanlegum hætti því, sem nú er
upplýst að gerðist í Breiðavík á sínum
tíma.
Nú er að koma út bók eftir einn
þeirra, sem dvöldust í Breiðavík á
þeim árum, sem til umræðu eru, Pál
Rúnar Elísson, sem lýsir sögu sinni í
heimildarmyndinni á þann veg, að
enginn verður ósnortinn af en ásamt
Páli skráir félagi hans, Bárður Ragn-
ar Jónsson, þessa frásögn.
Upp úr áramótum á að liggja fyrir
skýrsla nefndar, sem sett var á stofn
til þess að fjalla um þetta mál. Von-
andi skapast samstaða um það í kjöl-
far þeirrar skýrslu að gera það eina,
sem hægt er að gera, þegar hér er
komið sögu, að drengirnir frá Breiða-
vík verði beðnir formlega afsökunar
og að þeim verði greiddar bætur. Með
einum eða öðrum hætti hefur líf
þeirra og fjölskyldna þeirra verið
eyðilagt og við lifum bara einu sinni.
Þegar horft er á þær tvær kvik-
myndir, sem hér eru gerðar að um-
talsefni, vaknar aftur og aftur sú
spurning, hvort einhvers staðar sé að
finna Breiðavík í okkar samtíma. Það
er alla vega í einhverjum tilvikum
ljóst, að þeir, sem ábyrgð báru á þess-
um tíma, virðast ekki hafa áttað sig á
hvað þarna var að gerast, þótt þeir
sem mest komu við sögu hafi augljós-
lega vitað hvað þeir sjálfir voru að
gera.
Svo dæmi sé tekið má spyrja, hvort
þeir sem sátu í barnaverndarnefnd
Reykjavíkur á þeim árum, sem við
sögu koma, hafi gert sér grein fyrir
því hvað var að gerast í Breiðavík. Og
um leið má spyrja, hvort ábyrgð
þeirra var ekki sú að afla sér þeirrar
vitneskju.
Er eitthvað þessu líkt að gerast í
okkar samtíma? Eru einhvers staðar
opinberar nefndir og ráð, sem eiga að
fylgjast með því, sem gert er á þeirra
ábyrgð án þess að fylgjast með því?
Að hluta til eru það ríkjandi viðhorf
á þeim tíma, sem áttu þátt í því, sem
gerðist í Breiðavík.
Eru einhver ríkjandi viðhorf í okk-
ar samtíma, sem valda því að einhvers
staðar er til Breiðavík okkar tíma?
Þetta eru áleitnar spurningar og
við hljótum að spyrja okkur þeirra
aftur og aftur. Við getum ekki verið
alveg örugg um að atburðirnir í
Breiðavík endurtaki sig ekki.
Þeir sem staðið hafa að gerð þess-
ara tveggja mynda eiga miklar þakkir
skildar. Með gerð þeirra eru þeir að
taka þátt í mikilvægum þjóðfélagsum-
ræðum. Og í sumum tilvikum er auð-
veldara að koma því til skila til fólks,
sem þarna gerðist með myndmáli
heldur en í skrifuðum texta eða með
öðrum hætti.
Með þessum hætti leggja kvik-
myndagerðarmenn fram mikilvægan
skerf til þjóðfélagsumræðunnar.
VALDATAFL Í PEKING
Það var lítið um flugeldasýningar áþingi Kommúnistaflokksins í
Kína. Flokksþingin eru haldin á fimm
ára fresti og þingið nú var það 17. í
röðinni. Einhverjar hrókeringar urðu
í forustunni og Hu Jintao forseti þyk-
ir hafa styrkt stöðu sína. Til þess er
tekið að forustumennirnir níu í
stjórnmálaráðinu séu ekki lengur
bara verkfræðingar. Sérfræðingar
réðu í goggunarröðina með því að
skoða í hvaða röð forustumennirnir –
með rauðu bindin sín um hálsinn –
gengu fram á sviðið. Hins vegar voru
litlar sem engar breytingar boðaðar.
Hu sagði bæta ætti stöðu þeirra, sem
minnst hefðu á milli handanna, en
ekki orð um opna umræðu, aukið lýð-
ræði eða umbætur í flokknum.
Menn komast ekki til æðstu met-
orða í kommúnistaflokknum og þar
með kínversku stjórnkerfi til að
breyta flokknum heldur vegna þess
að þeir eru orðnir samdauna honum.
Flokksvélin er hönnuð til að fyrir-
byggja að til æðstu metorða geti
komist einstaklingur, sem gæti viljað
breyta flokknum. Martröð leiðtog-
anna er að til valda komist maður eins
og Míkhaíl Gorbatsjov, sem hrindi af
stað félagslegum umbótum, vegna
þess að þær gætu leitt til þess að for-
sendum tilvistar flokksins yrði kippt
undan honum – og hann missti völdin.
Miklar breytingar hafa orðið í Kína
á undanförnum árum. Efnahagslífið
hefur tekið stakkaskiptum og það
hefur breytt stöðu Kína á alþjóða-
vettvangi. Frelsi í efnahagslífinu hef-
ur hins vegar ekki þýtt frelsi á öðrum
vígstöðvum. Andófsmenn eiga enn á
hættu að lenda í fangelsi og þess eru
mörg dæmi. Dauðarefsingum er beitt
óspart. Aðstæður vinnandi fólks geta
verið skelfilegar.
Viðskiptahagsmunirnir eru svo
miklir að stjórnir lýðræðisríkja horfa
fram hjá því þótt þau grundvallar-
réttindi, sem þau halda í heiðri, séu
hundsuð í Kína. Með hvaða rökum
eru Ólympíuleikarnir haldnir í landi,
þar sem engin virðing er borin fyrir
ólympíuhugsjóninni, sem snýst um að
bera virðingu fyrir og viðhalda mann-
legri reisn?
Lífsskilyrði í Kína eru miklu betri
nú en á árum áður. Tugir milljóna
manna létu lífið í mulningsvél kín-
verskra kommúnista og enginn vill að
hún fari í gang á ný. Þar sem upp-
gangurinn er mestur getur fólk nú
leyft sér munað, sem fyrri kynslóðir
létu sig ekki dreyma um. Nú vill fólk
ekki rugga bátnum. Fólk vill ekki
fórna velsældinni fyrir gildi á borð
við frelsi og mannréttindi. Ekki enn.
Hu Jintao leiðir kommúnistaflokkinn
til 2012 og allt bendir til að hann verði
endurkjörinn forseti þegar þing kem-
ur saman í mars. Næstu fimm ár
munu arftakar Hus berjast bak við
tjöldin en óvíst er að mannabreyting-
um þá muni fylgja annars konar
breytingar og mikilvægari.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
Gestir á bókamessunni íFrankfurt voru nálægt300 þúsundum frá yfir100 löndum, en messan
fór fram 10.-14. október síðastliðinn.
„Þetta er langstærsta bókamessan
sem haldin er í heiminum ár hvert,
þarna koma allir sem máli skipta í
útgáfuheiminum – aðallega útgef-
endur og umboðsmenn, það er að
vísu ekki mikið um höfunda en þó
eitthvað.“ Hér mælir Egill Örn Jó-
hannsson, frá hinu nýstofnaða For-
lagi, um messuna sem hann sótti
sem og fulltrúar flestra íslenskra
bókaforlaga sem eitthvað kveður að,
auk ýmissa bóksala og annarra sem
eiga hagsmuna að gæta. Þar keppa
þeir sem fyrr segir við hundruð
landa og þúsundir bókaforlaga og
umboðsmanna um athygli hverra
annarra en eftir fjögur ár á Ísland
góða möguleika á að fá gott forskot í
þeim slag.
Frá Katalóníu til Íslands
(eða Finnlands)
Á hverri hátíð er sérstök gestaþjóð
og Íslendingar keppa við Finna um
tilnefninguna árið 2011. Á föstu-
dagsmorgun átti Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
fund með forsvarsmönnum bóka-
messunnar og „mér skilst að Þor-
gerði hafi gengið mjög vel á þessum
fundi og því er von til bjartsýni“,
segir Egill og bætir við að þýsku-
kunnátta ráðherrans, sem bjó lengi í
Þýskalandi, hafi ekki sakað. „Ég hef
tröllatrú á Þorgerði Katrínu í þessu
máli og okkur Íslendingum.“ Nið-
urstaðan verður ljós upp úr miðjum
nóvember en ef Íslendingar hljóta
hnossið mun það þýða mikla athygli
í Þýskalandi, ekki bara í kringum
messuna heldur næstu mánuðina á
undan og líkur eru á að þetta mundi
þýða að tugir höfunda og listamanna
færu utan að kynna sín verk árið
sem hátíðin verður haldin og vænt-
anlega yrðu tugir bóka þýddir á
þýsku árið sem við yrðum í brenni-
depli. „Í Þýskalandi öllu eru miklar
umfjallanir í ljósvakamiðlum, prent-
miðlum, bókabúðum og söfnum um
það land sem er í brennidepli.“
Egill bendir á að slík kynning
myndi ekki einskorðast við bækur
og íslensk tónlist sem og önnur ís-
lensk menning fengi væntanlega
sinn sess en hann varar hins vegar
við því að farið verði of langt frá list-
inni; íslensk fegurðardrottning að
gefa íslenskt fjallavatn og Svala
muni væntanlega ekki skora mörg
stig hjá þeim sem aðallega eru
komnir til þess að kynna sér listir og
menningu.
Margir töldu raunar Katalóna,
sem voru í sviðsljósinu í ár, hafa spil-
að mjög illa úr sínum spilum. „Kata-
lónarnir ákváðu að einskorða sig við
þá höfunda sína sem skrifa á kata-
lónsku og þannig útilokuðu þeir
marga sína stærstu höfunda,“ en
meðal þeirra sem þannig voru úti-
lokaðir var Barselónubúinn Carlos
Ruiz Zafón, sá sem hefur hlotið hvað
mesta athygli katalónskra höfunda
hérlendis á síðustu árum eftir að bók
hans Skuggi vindsins kom út. En
hann skrifar á spænsku og var því
ekki gjaldgengur. „Þetta vakti af-
skaplega litla hrifningu meðal Þjóð-
verja sem er ákaflega illa við alla
þjóðernishyggju og því hlutu Kata-
lónarnir slæma umfjöllun í Þýska-
landi og vopnin snerust svolítið í
höndunum á þeim.“
Erlendir útgefendur
í Erlendarboði
Þeir höfundar Forlagsins sem voru
hvað mest í sviðsljósinu í Frankfurt
að sögn Egils voru spennusagnahöf-
undarnir Arnaldur Indriðason og
Stefán Máni auk Kristínar Marju
Baldursdóttur.
„Arnaldur átti tíu ára höfund-
arafmæli og því var ákveðið að bjóða
öllum erlendum útgefendum Arn-
aldar til Erlendarboðs, afmæl-
isveislu í anda Erlendar, rannsókn-
arlögreglumanns og
aðalsögupersónu flestra bóka Arn-
alds. Þarna komu um 40 manns og
Arnaldur sjálfur var á staðnum. Það
var boðið upp á brennivín, sviðasultu
og harðfisk og mér þótti merkilegt
að sjá alla þessa útgefendur saman
komna, marga helstu útgefendur
heims og ritstjóra, sem allir eru að
gefa út Arnald Indriðason, sem nú
er orðið stórt nafn í útgáfuheim-
inum.“ Þá segist Egill einnig hafa
merkt mikinn áhuga á verkum
Kristínar Marju Baldursdóttur og
Stefáns Mána, en útlit er fyrir að
uppboð verði í nokkrum löndum um
réttinn á Skipinu sem Stefán Máni
gaf út um síðustu jól.
Egill segir íslenska útgefendur
hafa unnið heilmikið og öflugt kynn-
ingarstarf undanfarin ár sem muni
koma þeim til góða ef þeir verða í
brennidepli árið 2011. „Flestir Þjóð-
verjar sem lesa á annað borð eitt-
hvað að ráði vita þegar af tilvist ís-
lenskra höfunda og hafa margir lesið
eitthvað, þannig að það er ákveðinn
grunnur til staðar sem er enn til að
auka bjartsýni okkar á að þetta geti
orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska
menningu.“
„Bestu spennusögur
sem komið hafa út“
Þótt Frankfurt sé þekkt sem mikil
kaupstefna eru bækur þó sjaldnast
seldar þar. „Messan er ekki endilega
sá staður þar sem samningum er
lokað. Þetta er staðurinn þar sem
maður kynnir verkin fyrir erlendum
útgefendum – og svo verður vonandi
eitthvað úr því,“ segir Egill sem
sjálfur lærði á sinni fyrstu messu að
kaupa ekkert á staðnum. „Það er
ákaflega erilsamt að vera í Frank-
furt, maður er bókaður á hálf-
tímafresti á fundi frá 9-6 og yfirleitt
er ekki hádegismatur og maður er á
þönum allan daginn. Það er verið að
sýna manni metsölubækurnar, Dan
Brown þetta og Harry Potter hitt,
manni eru sýndar á hálftíma fresti
bestu spennusögur sem hafa komið
út og bestu barnabækur sem nokkur
hefur skrifað, þannig að nú reyni ég
að vera svolítið tregur á mínum
fundum og læt bara sýna mér það
allra áhugaverðasta,“ segir Egill
sem lærði það af reynslu fyrstu
tveggja áranna sem hann fór til
Frankfurt og fékk heilu stæðurnar
sendar heim af pappírum og bókum
sem hann hafði beðið um í öllu brjál-
æðinu.
Eftir sameiningu útgáfuhluta
gömlu Eddu-útgáfu og JPV
í Forlagið segir Egill þó að
furt hafi verið nánast eins o
arfrí á milli erilsams samein
arferlis og jólabókaflóðsins
er að skella á með fullum þu
Níu hallir og hlaupandi
útgefendur
Raunar segir Egill messuna
hafa verið óvenju litlausa. „
ekkert sérstakt sem fangað
útgefenda, venjulega er ein
bækur sem slá í gegn, seljas
eða vekja mesta eftirtekt –
var ekkert slíkt í ár og þetta
áberandi að það var nefnt s
staklega í fréttabréfi messu
Það var þó nóg um að vera e
hátíðin fram í 9 stórum höll
á 2-3 hæðum með tvö- til þr
gólfflöt Laugardalshallar. H
eru út um alla borg og fara
ýmist með strætó á milli eða
á hlaupum. Hótel borgarinn
mjólka þetta sem mest þau
eru oft með sexfalt verð á vi
legan taxta, hótelherbergi e
til að lækka úr 30 þúsundum
5 þúsund strax á mánudegi
inni lokinni, auk þess sem ið
aðeins hægt að panta herbe
alla messuna, hversu lengi s
menn ætla að vera. Ýmis ba
og bresk útgáfufyrirtæki ha
að mikið yfir kostnaðinum o
brugðist við með því að reyn
gera veg sambærilegrar há
London meiri. „Það mjakas
Bókamessur og
Nýliðnar bókastefnur í Frankfurt og Gauta
verið í brennidepli árið 2011 Haldið uppá tí
Lopapeysur Þau Laufey, Sigþrúður, Alexander, Valgerður og Ú
Vinsæll Arnaldur Indriða
um á meðan búlgarskur ko