Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 23

Morgunblaðið - 24.10.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 23 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Ávinningur bænda af því aðskipta um kúakyn á Ís-landi gæti verið 800-1250milljónir á ári. Þetta er niðurstaða starfshóps sem skilað hefur skýrslu um arðsemi íslenskra kúabúa af því að skipta um kúakyn. Skýrslan er nú rædd á fundum sem Landssamband kúabænda stendur fyrir um allt land þessa dagana. Landssamband kúabænda tók að sér á sínum tíma að safna upplýs- ingum um önnur kúakyn og fól landssambandið Landbúnaðarhá- skóla Íslands að gera rannsókn á ávinningi á af innflutningi erfðaefnis til kynbóta á íslenska kúastofninum og áhrifum innflutnings á arðsemi einstakra kúabúa. Rannsóknin var unnin af starfs- hópi sem í sátu Daði Már Kristófers- son, Emma Eyþórsdóttir, Grétar H. Harðarson og Magnús B. Jónsson. Fyrir lágu tillögur um fjögur kúa- kyn sem til greina kæmi að flytja inn. Þessi kyn eru NRF (Norskar rauðar), SRB (Sænskar rauðar og hvítar), SLB (Sænskar af láglands- kyni), NZF (Nýsjálenskt kyn). Meiri vinna við íslensku kýrnar Við samanburð á kúakynjunum stóð starfshópurinn frammi fyrir þeirri staðreynd að framleiðsluað- stæður hér á landi og erlendis eru ólíkar. Sú leið var valin að byggja sam- anburðinn annars vegar á upplýs- ingum úr skýrsluhaldsgögnum og upplýsingum frá ræktunarfélögum viðkomandi kynja og hins vegar á tilraunaniðurstöðum þar sem fram- leiðsluaðstæður líkjast íslenskum aðstæðum. Í nokkrum tilvikum var stuðst við handbókarupplýsingar s.s. um mjaltaafköst erlendu kynjanna. Það kom í ljós að upplýs- ingar eru misítarlegar og t.d. eru heilsufarsupplýsingar mun fátæk- legri um íslenska kúakynið en hin erlendu. Starfshópurinn bjó til líkan sem byggist á svipuðum forsendum og núverandi verðlagsgrunnur kúabús, en stuðst hefur verið við þennan verðlagsgrunn við útreikning á verði mjólkur í mörg ár. Þó var stuðst við mun ítarlegri gögn varðandi t.d. heilsufar. Könnun á vinnuþörf við mjaltir var framkvæmd í tengslum við verkefnið vegna ábendinga um að umtalsverður munur væri á vinnuþörf vegna íslenskra og er- lendra kúa. Niðurstöður könnunar- innar benda til að mjaltir hér á landi séu umtalsvert vinnufrekari en er- lendis en samkvæmt þeim má gera ráð fyrir að við bestu aðstæður séu afköst í mjaltabás hér á landi um 3,60 mínútur/grip/dag meðan sam- bærilegar tölur fyrir erlend kyn eru 3,05 mínútur/grip/dag. Mjaltir með mjaltaþjónum eru jafnframt nokkuð vinnufrekari hér á landi en gerist er- lendis. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eyða íslenskir bænd- ur að meðaltali 1,5 klst. á þjón á dag í mjaltir og annað sem því við kemur miðað við 51 kú á hvern þjón. Sam- svarandi erlendar niðurstöður voru 0,5 klst. á þjón á dag, og með 54 kýr á hvern þjón. Meiri tekjur og minni kostnaður Í skýrslu starfshópsins er byggt á því að í líkaninu sé íslensku kúnum skipt út fyrir erlent kyn. Óverulegar breytingar þurfi að gera á fjósunum, en miðað er við að mjaltaþjónn sé fullnýttur. Miðað er við óbreytta vinnuþörf enda sé vinnuafl oft takmarkandi þáttur til sveita og sá framleiðslu- þáttur sem setji bústærð skorður til lengri tíma litið. Þá er miðað við óbreyttan fer- metrafjölda. Erlendar viðmiðunar- tölur gera ráð fyrir að NRF, SRB og NZF kúakynin þurfi um 5% meira rými á hvern grip en íslenskir gripir á meðan SLB þurfi um 10% meira rými. Þá er í rannsókninni byggt á því að framleiðslumagn mjólkur sé óbreytt. Bent er á að ólíklegt sé að bændur láti framleiðslu liðina ára ráða framtíðarumsvifum sínum, en jafnframt hljóti umsvif bóndans að ráðast af því að hann eigi fram- leiðslurétt fyrir allri framleiðslu sinni. „Niðurstöður líkansins benda ein- dregið til þess að verulegur ávinn- ingur sé af því að skipta um kúakyn. Aukin nyt, meiri kjötframleiðsla, lægri tíðni sjúkdóma og minni vinna við mjaltir hjálpast allt að við að hækka tekjur og lækka kostnað á hverja framleidda einingu. Niður- stöðurnar gefa einnig til kynna að mesta árangurs sé að vænta af því að velja SRB. Það kyn gefur bestu niðurstöðuna jafnt yfir, óháð for- sendum,“ segir í skýrslunni. Samanburður á íslenska og sænska SRB-kyninu leiðir í ljós að miðað við óbreyttan fjölda kúa (60 kýr) myndi framleiðslan verða 11% meiri með SRB-kyninu. Sænsku kýrnar þyrftu hins vegar meira fóð- ur en vinna bóndans yrði minni. M.ö.o. myndi framleiðslugeta aukast verulega við að skipta um kúakyn, óháð þeim þáttum sem kunna að takmarka framleiðsluna. „Það er því ljóst að slík breyting mundi leiða til betri nýtingar fjár- festinga á búunum. Jafnframt dreg- ur verulega úr vinnuaflsþörf.“ Jafnframt kemur fram í skýrsl- unni að minni framleiðslu þurfi til að ná sama innleggi fyrir sænsku kýrn- ar samanborið við íslenskar kýr vegna þess að hærra hlutfall mjólk- ur er söluhæft. Ástæðan er sú að sænsku kýrnar eru heilbrigðari og minna eru um að hella þurfi niður mjólk vegna júgurbólgu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að tekjur búanna myndu hækka með því að nota sænskt kúakyn og jafnframt yrði kostnaður við fram- leiðsluna minni. „Tekjurnar eru að jafnaði um 4,81 kr/lítra hærri fyrir SRB en íslenskar kýr og breytilegur kostnaður milli 1,15 og 1,31 kr lægri.“ Mikill ávinningur „Miðað við niðurstöður líkansins og núverandi heildarumfang mjólk- urframleiðslunnar má gera ráð fyrir að hagnaðaraukningin fyrir starf- andi bændur af innflutningi gæti legið á bilinu 800 til 1250 milljónir króna á ári. Þessi breyting yrði til frambúðar þannig að þessi upphæð mundi skila sér á hverju ári. Núvirði breytingarinnar um alla framtíð miðað við 5% raunávöxtun er því á bilinu 16 til 25 milljarðar,“ segir í skýrslunni. Tekið er fram að þarna sé um há- marksávinning að ræða ef niður- stöður líkansins séu réttar. Ekki sé tekið tillit til þess kostnaðar sem fylgi sjálfum innflutningnum. Ekki er heldur tekið tillit til kostnaðar vegna stofnverndar íslenska kúa- stofnsins eða áhrifa á verð og eft- irspurn eftir afurðum. Landssamband kúabænda mun ekki sjálft hafa frumkvæði að því að flytja inn nýtt kúakyn. Ef það skref yrði stigið yrði það væntanlega fé- lagsskapur bænda, sem vildi gera þessa tilraun, sem myndi byrja á því að sækja um leyfi fyrir innflutningi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kúakyn Það er óumdeilt að íslenskar kýr eru fallegar, en ný rannsókn Landbúnaðarháskólans staðfestir að þær mjólka ekki eins mikið og erlendar kýr, kostnaður við þær er meiri og vinna við umhirðu þeirra er meiri. Telja ávinning af nýju kúakyni vera milljarð Í HNOTSKURN »Árið 2001 var tillaga umað gera tilraun með að flytja inn nýtt kúakyn felld í atkvæðagreiðslu meðal bænda. 75% sögðu nei, en 25% já. Atkvæðagreiðslan fór fram á svipuðum tíma og um- ræða um kúariðu stóð sem hæst í Bretlandi. »Á síðustu árum hefurkúabændum fækkað um næstum einn á viku, en jafn- framt hafa búin stækkað mjög mikið. V Forlags Frank- og sum- ning- sem nú unga. a í ár Það var ði athygli n eða tvær st mest en það a var svo ér- unnar.“ enda fer um, hver refaldan Hallirnar menn a jafnvel nar geta og ið venju- eiga það m niður í að hátíð- ðulega er ergi fyrir sem andarísk afa kvart- og hafa na að átíðar í st og há- tíðin í London er ásamt Frankfurt sú sem við reynum alltaf að fara á, en Frankfurt er enn sú stærsta og því erum öllum nauðsynlegt að vera sjáanlegir þar.“ Það að hátíðin sé haldin í Þýskalandi skiptir raunar ekki svo miklu máli í þessu al- þjóðlega umhverfi fyrr en á lokadög- um hátíðarinnar, en þá eru sér- stakar hallir opnaðar almenningi og hundrað þúsund manns streyma að. Höfundahátíð í Gautaborg Á Norðurlöndunum er það hins veg- ar hátíðin í Gautaborg sem skiptir mestu máli. Hún var sett á laggirnar árið 1985 og Anna Einarsdóttir hef- ur verið í forsvari fyrir okkur Ís- lendinga frá því við tókum fyrst þátt árið 1989. Sú hátíð er þó töluvert ólík Frankfurtarmessunni og að sögn Önnu miklu meiri höfundahátíð: „Það eru yfir 2.000 fyrirlestrar og upplestrar með höfundum.“ Frá Ís- landi komu í ár þau Andri Snær Magnason, Brynhildur Þórarins- dóttir (sem hlaut Norrænu barna- bókaverðlaunin nú í sumar), Kristín Steinsdóttir (en bók hennar, Engill í Vesturbænum, er nýkomin út á sænsku) og Auður Jónsdóttir, en auk þess var Þórarinn Leifsson, eig- inmaður Auðar, með í för þótt ekki væri hann formlegur gestur, en hann hefur nýgefið út barnabókina Leyndarmálið hans pabba. Bókastefnan í Gautaborg var upp- haflega stofnuð af bókasöfnum á Norðurlöndunum og fjöldi bóka- safna sankar enn að sér upplýs- ingum um bækur á bókastefnunni og kaupa svo inn í kjölfarið, en fljót- lega blönduðu forlögin sér einnig í slaginn. Áhrif ráðstefnunnar segir Anna koma skýrast fram í því að fyrsta áratuginn sem Íslendingar tóku þátt hafi verið þýddar meira en fimmtíu íslenskar bækur á sænsku, meira en næstu fimmtíu ár á undan því. Rétt eins og í Frankfurt er oft eitt sérstakt þemaland og hefur Ís- land tvívegis verið í brennidepli, þjóðhátíðarárið 1994 og svo aftur ár- ið 1999. Núna hefur löndunum hins vegar fjölgað og auk Norður- landanna hafa nú bókmenntir Eystrasaltslandanna verið í brenni- depli, nú síðast Lettland. Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, hefur haldið við þeirri hefð að hafa sér- staka móttöku í básnum á hverri bókastefnu. Það fer heldur ekki fram hjá neinum í Gautaborg að það sé bókahátíð, enginn viðburður í Sví- þjóð dregur að sér fleiri blaðamenn (yfir þúsund talsins) og þegar hátíð- in er opnuð almenningi, eftir hádegi á föstudögum, er hasarinn mikill. „Það er eins og síldarsöltun,“ segir Anna um það þegar fólk ryðst inn. „Fólk er að kaupa reiðinnar býsn og margir fara út með þunga poka og fólk getur oft gert góð kaup.“ Anna segir mikla vinnu vera í kringum há- tíðina en sú vinna sé skemmtilegt – „annars hefði ég ekki staðið í þessu öll þessi ár.“ g síldarsöltun aborg voru fjölsóttar  Ísland gæti íu ára höfundarafmæli Arnaldar Úa, starfsmenn Forlagsins, klæddu sig upp að hætti Erlends. Ljósmynd /Valgerður Benediktsdóttir ason er hér kysstur af ísraelskum útgefenda sín- ollegi hennar horfir á. Í HNOTSKURN »Bókamessan í Frankfurt erstærsta bókastefna ver- aldar en aðrar helstu hátíðir heims eru bókastefnan í Lond- on og hátíðin í Bologna þar sem einungis eru sýndar barnabækur. » Íslendingar keppa viðFinna um að vera útnefndir gestaþjóð messunnar 2011, ákvörðun verður tekin seinni hluta nóvember. »Þótt útgefendur, umboðs-menn og bóksalar séu mest áberandi á messunni í Frank- furt koma þangað líka höf- undar, þýðendur og teiknarar þótt í minna mæli sé. »Bókastefnan í Gautaborg ersú langstærsta sinnar teg- undar á Norðurlöndunum og hefur stækkað mikið und- anfarin ár, nú taka til að mynda Eystrasaltslöndin virk- an þátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.