Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.10.2007, Qupperneq 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Krabbamein er erfðaefnissjúkdómur,það eru alltaf breytingar á erfðaefni íæxlisvef, oftast bæði stökkbreytingar og breytingar á litningum. Langflestar þess- ara breytinga verða í líkamsvefjum eftir að við fæðumst og líkurnar aukast með aldri,“ segir Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur og pró- fessor við læknadeild Háskóla Íslands sem vinnur ásamt doktorsnemum að rannsóknum á brjóstakrabbameini. „Lítinn hluta krabbameina má rekja til arf- gengra galla í sk. krabbameinsgenum. Þá er talað um ættlægt krabbamein. Við erum öll með þessi gen, en þeir sem eru með þessi ætt- lægu krabbamein erfa gallað gen sem eykur líkur á krabbameinsmyndun. Það er þó aðeins í um 10% tilvika sem um arfgengar breytingar er að ræða. Í flestum tilfellum er um galla í eft- irlitskerfum frumunnar að ræða. Við eðlilegar aðstæður sjá eftirlitskerfi líkamans um að eyða gölluðum frumum. Í krabbameins- frumum virkar þetta eftirlit hins vegar ekki sem skyldi.“ Brjóstakrabbamein er flókið fyrirbæri og orsakast af erfðum og umhverfisþáttum, en ekkert eitt skýrir þennan sjúkdóm. „Batahorf- ur hafa klárlega batnað, en þó gengur enn illa að lækna hluta sjúklinga og það er mikilvægt að leita skýringa á því. Umhverfi og erfðir eru í víðasta samhengi aðaláhrifavaldar brjósta- krabbameins og það þarf engan sérfræð- ing til að greina að við erum mis við- kvæm fyrir sjúkdómum,“ segir Jórunn og ítrekar að mikilvægt sé að huga að hreyfingu og hollu mat- aræði. Meðferðarúrræði klæðskerasaumuð Sigríður Klara doktorsnemi Jórunnar rann- sakar í doktorsverkefni sínu orsök litninga- óstöðugleika í brjóstæxlum. Hún segir hann algengan og koma fram í auknum fjölda litn- inga og alvarlegum litningagöllum. „Rannsóknir lofa góðu. Við myndun brjósta- krabbameins er ljóst að um margar leiðir er að ræða og af því leiðir að sjúkdómurinn getur verið nokkuð margbreytilegur. Við sjáum fyrir okkur að í framtíðinni verði meðferðarúrræði klæðskerasniðin fyrir hvern og einn, út frá því hvað liggur til grundvallar sjúkdómnum.“ Rannsóknir á borð við þær sem stundaðar eru í Háskóla Íslands nýtast í alþjóðlegu vís- indasamfélagi og eru til framdráttar í barátt- unni gegn alvarlegum sjúkdómum. „Þangað sækjum við jafnframt þekkingu okkar. Grunn- rannsóknir sem við stundum eru mikilvægar til að öðlast betri skilning á sjúkdómnum og geta því varðað leiðina til bættrar meðferðar. Í umhverfi eins og við höfum í HÍ er frelsi til að rannsaka það sem okkur vísindamönnunum finnst mikilvægt. Innan líftæknifyrirtækjanna er hættara við að ýmsir hagsmunir rekist á og því er frelsi til rannsókna og birtingu niður- staðna oft takmarkað. Því er mikilvægt að aka- demískt umhverfi fái að njóta sín,“ segir Sig- ríður Klara. Batahorfur – horft til framtíðar „Með betri og sértækari lyfjum ásamt markvissri skimun fyrir krabbameinum verð- ur hægt að lækna mun fleiri krabbamein og einnig að draga úr aukaverknum. Það er orðið í minnihluta tilfella þar sem ekki tekst að ráða við sjúkdóminn,“ segir Ólafur Andri, doktors- nemi, en hann flokkar æxli í undirhópa með til- liti til sjúkdómshorfa. Að skilgreina ferla er mikilvægt til að ákveða hvaða meðhöndlun hentar best. Þegar búið er að greina þá verður hægt að skilgreina sjúkdóminn betur og þar með hvaða meðferð hentar. „Það þarf að vinna stöðugt í átt að einstaklingsmiðaðri meðferð,“ segir Jórunn. Hún bætir við framfarir í rannsóknum skipti miklu máli. „Við vinnum í átt að sértækari meðferð þar sem vonast er til að aukaverkanir verði minni. Við höfum safnað miklum upplýs- ingum um faraldsfræði krabbameina og einnig rannsakað frumuferla í krabbameinmyndun. Nú er verið að prófa áhrif lyfjasprota á frumu- línur, þ.e. nýja lyfjasprota sem síðar gætu orð- ið sértæk krabbameinslyf og við skuldum áhættuhópunum það að ná árangri. Þetta fólk hefur enda lagt til rannsóknanna mikinn efni- við.“ Hún bætir við að vel gangi og að niðurstöður rannsóknanna hafi fengist birtar í alþjóðlegum vísindaritum og víða sé vitnað í þær. Þar sé líka samstarfið við Krabbameinsskrá mikil- vægt, sem og við Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og lækna á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Unnið að ein- staklingsmiðuð- um úrræðum Morgunblaðið/Frikki Prófessorinn og nemarnir Frá vinstri Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Hólmfríður Hilm- arsdóttir, Jórunn Erla Eyfjörð, Ólafur Andri Stefánsson, Linda Viðarsdóttir og Jenný Björk Þorsteinsdóttir (meistaranemi hjá Helgu Ögmundsdóttur). Á myndina vantar Björk Jónsdóttur, sem vinnur að rannsóknum í Hollandi. Klæðskerasniðnar krabbameinsmeðferðir kunna að vera raunhæfur möguleiki í framtíðinni. Soffía Guðrún Jóhanns- dóttir fræddist um rannsóknir á brjóstakrabbameini, sem miða að sífellt einstaklingsmiðaðri meðferð. árveknisátak um brjóstakrabbamein í október Ef kona stendur á tímamót-um, vill vinna í sjálfri sérog að breytingum í sínulífi þá getur námskeið sem þetta hjálpað henni. Nám- skeiðið okkar, sem við köllum Skap- anornir í Svarfaðardal speglar ýmsa þætti í lífi kvenna og hvetur þær áfram og styrkir,“ segja þær Anna Dóra Hermannsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir – Freyja, Brynhildur, Kráka og Melkorka eru allt konur úr sagna- arfinum sem koma við sögu á nám- skeiðinu – hvaða erindi eiga þær við nútímakonuna? Eða þá skapanorn- irnar, álfkonan, tröllkonan og fleiri magnaðar gyðjur? Hvernig geta þær leiðbeint eða speglað nútímakonur? „Fyrir nokkrum árum kom út bókin „Women who run with the Wolves,“ eftir sagnakonuna og sál- fræðinginn Clarissu Pinkola Estes. Þar nýtir hún ævintýri og þjóðsögur sem spegla fyrir konur sem vilja finna og rækta villtu konuna í sjálfri sér. Konur um allan heim tóku bók- inni fagnandi og enn eru starfandi, m.a. hér á landi, ótal leshringir þar sem konur skoða sögurnar saman. Á þessu námskeiði nýtum við svipaðar aðferðir en með okkar eigin sögum af kvenhetjum, álfkonum, tröll- konum, gyðjum og örlaganornum. Við rýnum í sögurnar, ræktum draumana, njótum þess að næra lík- ama og sál í stórbrotinni náttúru, með hreyfingu, góðum mat, gleði og tengslum við tilfinningarnar. “ Áhrif á örlög okkar sjálfra Þær stöllur virðast í fljótu bragði hafa ólíkan bakgrunn. Anna Dóra jógakennari frá Kripalu Center for Yoga and Health auk þess að vera landvörður og leiðsögukona. Val- gerður félagsráðgjafi með fram- haldsnám í draumafræðum, kvenna- fræðum og trúarheimspeki. – Hvað eiga goð- og þjóðsögur sameiginlegt með hugleiðslu og jóga? „Við höfum báðar haldið ótal mörg námskeið hvor í sínu lagi, annars vegar heilsutengd með áherslu á jóga, hugleiðslu og tengsl við náttúr- una og hins vegar þar sem byggt er á menningararfi kvenna, trúarsögu og sjálfsstyrkingu og tengslum við gyðjuna hið innra. Nú leggjum við kraftana saman og tengjum alla þessa þætti í eina magnaða heild.“ Þær Anna Dóra og Valgerður eru hluti af hópi kvenna sem kallar sig Mardöll, félag um menningararf kvenna. Í lögum félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að grafa eft- ir, finna, safna, spinna, rýna í, hlúa að, rækta, dreyma, magna, vefa og miðla menningararfi og auði kvenna frá fornöld til framtíðar. Sérstök áhersla er lögð á þann arf og auð sem býr í rótum íslenskra kvenna, norrænum og keltneskum, en heim- urinn allur er þó vettvangur Mar- dallar.“ Þessi fjölþætti bakgrunnur er styrkur samstarfsins. Við leggjum til ólíka þætti sem þó eiga sér sömu rætur og sama markmið. Markmiðið er að gefa konum vettvang til að rýna dýpra í sjálfar sig og finna styrk sinn í gegnum ræturnar, tengslin við hver aðra og náttúruna. Flest nútímafólk hefur ekki tæki- færi til að ná þessari tengingu dags daglega en hún er okkur nauðsyn- leg.“ – En eru norðankonur tengdari þessum skapanornum en aðrar ís- lenskar konur? „Líklega ekki meðvitað, ekkert meira en fólk eða konur annars stað- ar á landinu. En sú menning sem við erum sprottin úr hefur óhjákvæmi- lega áhrif á líf okkar. Konur þyrstir í að vinna með sig sjálfar, ekki bara á yfirborðinu, heldur að leyfa sér að kafa dýpra og njóta samverunnar við aðrar konur og náttúruna. Í goð- sagnaarfinum búa Skapanornirnar, Urður, Verðandi og Skuld. Þær sitja við Urðarbrunn, spinna, vefa og skera út örlög goða og manna og vökva lífsins tré. Með því að skoða þessar myndir og sögur meðvitað, þá náum við betri tengslum við ræt- urnar og þannig getum við betur orðið okkar eigin skapanornir, þ.e. haft bein áhrif á örlög okkar sjálfra.“ uhj@mbl.is Sérhver kona er eigin skapanorn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skapanornirnar Þær Anna Dóra Hermannsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir ætla að hjálpa konum að finna að finna skaparnornirnar í sjálfum sér núna um helgina í Svarfaðardal. Hver kona er sín skapa- norn. Í stórbrotnum fjallasal Svarfaðardals ætla þær Anna Dóra Hermannsdóttir og Val- gerður H. Bjarnadóttir um helgina að leyfa þeim að spegla sig í for- mæðrum sínum, goð- kynja verum og hver annarri. Unnur H. Jó- hannsdóttir heyrði hvernig ævintýrin ger- ast og örlögin spinnast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.