Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 26

Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hve miklar líkur eru á því að maður hljóti stærsta vinn- inginn í Víkingalot- tóinu? Einn á móti svo og svo mörg- um milljónum. Hve miklar líkur eru á því að maður kynnist manneskju eins og Kristínu? Sennilega líka einn á móti óteljandi. Ytri fegurð hennar var slík, að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. En hennar innri fegurð var jafnvel enn meiri og þeirri fegurð var ég svo heppin að kynnast. Foreldar Kristínar skildu þegar hún var örfárra ára. Hún ólst upp hjá einstæðri móður ásamt þremur albræðrum, móður sem átti bæði við líkamlega og þá sérstaklega andlega vanheilsu að stríða. Föð- urnum var ekki fyrir að fara, því móðirin lagði blátt bann við að börnin hittu hann, ástæðuna vissi enginn, ekki frekar en neinn vissi ástæðuna fyrir því að börnin fengu ekki að hitta móðurfólkið sitt. Kristín komst heil frá þessu sjúka heimili, sem er ekki bara ótrúlegt heldur kraftaverk. Þegar Kristín var níu ára gömul réði hún sig í fisk. Standandi uppá kassa, til að ná í hráefnið, gaf hún þeim eldri ekkert eftir allt sumarið og launaumslagið fékk mamma óopnað, eins og næstu ár. Kristín var mjög trúuð kona. Daginn sem hún fermdist sat hún og horfði á klukkuna, mjög stolt yfir krossinum sem hún bar um hálsinn, sem einhver vinkona hafði lánað henni. Þegar tími var kominn til að leggja af stað, gekk hún ein til kirkju, fermdist og kom svo heim þar sem engar biðu hennar gjaf- irnar eða veislan. Úr fékk hún svo í fermingargjöf frá móður sinni um sumarið, þegar hún hafði afhent umslagið með fyrstu útborguninni. Um 15 ára aldur fór Kristín að hitta föður sinn á laun. Þegar móðir hennar komst að því missti hún þá litlu stjórn sem hún hafði á sér og lagðist inn á geðdeild. Eftir þá raun fór Kristín aldrei heim til móður sinnar aftur, nema sem gestur. Kristín fór í húsmæðraskóla og kynntist þar stúlku frá Vestmanna- eyjum. Þegar skóla lauk fór hún með þessari kunningjakonu sinni til Eyja. Þegar hún barði Eyjarnar augum Kristín Eggertsdóttir ✝ Kristín Eggerts-dóttir fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1952. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 10. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 20. október. varð það ást við fyrstu sýn, hún var komin heim. Og það var hún svo sannarlega, því einum dansleik og örfáum dögum seinna var hún flutt inn til hans Steinars síns og hans fjölskyldu. Loksins var hjarta hennar stútfullt af hamingju. Þegar þeim Stein- ari fæddist frumburð- urinn, hún Steinunn, hafði Kristín loksins eignast sína fjölskyldu. Þegar Ósk- ar bættist svo í litla hópinn varð hamingja hennar fullkomin. Hún sá ekki sólina fyrir eiginmanninum sem hún virti mikils og það fór ekki framhjá neinum hversu stolt hún var af börnum sínum. Fyrir tveimur og hálfu ári fór Kristín að kenna sér meins í höfði. Við myndatöku kom í ljós að hún var komin með æxli, sem reyndist illkynja. Elsku besta Kristín mín er farin. Öllum þeim sem stóðu hjarta henn- ar nærri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og vona að Hann þerri tárin á vanga og græði hjar- tasárin. Minningin um einstaka konu, einstaka manneskju, mun lifa. Vertu sæl elskan mín, við hittumst í land- inu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar. (J.J.) Þín Hrefna. Meira: mbl.is/minningar Ég vil í fáum orðum fá að minn- ast Kristínar Eggertsdóttur. Þó svo að ég hafi ekki þekkt hana lengi þá er ég þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast Kristínu. Það var eftirtektarvert í fari hennar að hún talaði alltaf vel um alla sem hún tjáði sig um. Þó svo að hún hafi gengið í gegnum erfið veikindi þá var hún alltaf glöð og vonin hvarf aldrei úr hjarta hennar. Hún átti trú á Jesú Krist og það gaf henni von. Það eru forréttini að hafa kynnst manneskju eins og Kristínu. Í bréfi Páls til Rómverja segir: Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með með munninum játað til hjálpræðis. Kristín átti svo sannalega trú á Jesú og það sást í fari hennar. Ég votta Jósúa Steinari, Stein- unni, Óskari og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ykkar vinur Eiríkur Sveinn. Á LANDSPÍTALA, stærsta vinnustað landsins, eru störf og vinnuumhverfi mjög fjölbreytt. Á spítalanum starfa um 5.000 starfsmenn, þar af eru um 328 er- lendir starfsmenn frá um 46 mismunandi þjóðlöndum. Markmið og stefna spítalans til framtíðar er að starfsfólki verði skapaðar aðstæður til starfsþróunar svo að spítalinn verði leiðandi í þjón- ustu, menntun og vísindum. Enn- fremur að leitast við að skapa öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem góð líðan og velferð starfs- manna er tryggð. Síðastliðin ár og áratugi hafa miklar framfarir orðið á sviði tækni og vísinda, samskipti hafa orðið flóknari og samkeppni um sérhæft og sérmenntað heilbrigðisstarfsfólk aukist. Aukinn hraði einkennir heil- brigðisþjónustuna, legutími styttist, sérhæfing eykst og meiri áhersla er lögð á göngudeildarþjónustu. Störf innan LSH fela í sér krefj- andi sérfræðivinnu og mikil sam- skipti starfsmanna við skjólstæð- inga og aðstandendur þeirra. Þessi störf geta haft í för með sér andlegt jafnt sem líkamlegt álag. Rannsóknir hafa sýnt að streita er talin vera meðal algengustu or- saka atvinnutengdra sjúkdóma í dag. Álag í starfi og vaktavinna hef- ur leitt til þess að streita í starfi hef- ur aukist meðal heilbrigðisstétta. Líkamleg álagseinkenni tengd vinnu leiða einkum til óþæginda í baki, hálsi, herðum, öxlum og hand- leggjum. Algengast er að álagið tengist því að vinna lengi í sömu lík- amsstöðu, að sömu hreyfingar eru endurteknar oft eða byrðum lyft eða fluttar úr stað. Margar rannsóknir styðja ennfremur þá kenningu að kyrrseta í og við vinnu sé einn helsti áhættuþáttur álagseinkenna í hreyfi- og stoðkerfi. Frá sameiningu sjúkrahúsanna árið 2000 hefur markvisst verið unn- ið að uppbyggingu öryggis- og vinnuverndarmála innan spítalans. Skrifstofa starfsmannamála á Land- spítala hefur verið leiðandi í því starfi. Unnið er að gerð áhættumats starfa á öllum sviðum spítalans. Gerðar hafa verið samræmdar verk- lagsreglur og rafræn eyðublöð og hjálpargögn. Áhættumatið er unnið af starfsmönnum spítalans og er það talið grundvöllur þess að ná ár- angri í vinnuvernd innan sjúkra- hússins. Framtíðarsýn okkar er að með nýju sjúkrahúsi fái allir starfshópar bætta vinnuaðstöðu. Strax frá upp- hafi hönnunar þess hafa starfsmenn tekið þátt í þarfagreiningu til að há- marka góðan árangur hönnunar- innar. Mikilvægt er að tryggja að sú samvinna haldi áfram við hönnun og byggingu hins nýja sjúkrahúss. Of mikið álag eða of lítið álag get- ur valdið skaða en hæfilegt álag hef- ur jákvæð áhrif sbr. slagorð vinnu- verndarvikunnar, „Hæfilegt álag er heilsu best“. Léttum byrðarnar Berglind Helga- dóttir og Svava Þorkelsdóttir skrifa í tilefni af vinnu- verndarviku Berglind Helgadóttir » Framtíðarsýn okkarer að með nýju sjúkrahúsi fái allir starfshópar bætta vinnuaðstöðu. Berglind er starfsmannasjúkra- þjálfari á LSH. Svava er deildarstjóri heildbrigðis-, öryggis- og vinnuverndardeildar LSH. Svava Kr. Þorkelsdóttir Litli bróðir vinkonu minnar var öllum eftir- minnilegur sem honum kynntust á lífsleiðinni. Ljúfmennska hans, persónutöfrar, glettnin og brosið, sem náði alltaf til augnanna, voru einkenni hans alla tíð. Hann var ríkulega blessaður frá náttúrunnar hendi. Klár, greindur, skemmtilegur og myndarlegur strákur sem ólst upp í ástríkri fjölskyldu þar sem börnin nutu ómælds stuðnings og kærleiks frá foreldrunum. Guðjón Björgvin Guðmundsson ✝ Guðjón BjörgvinGuðmundsson fæddist 7. ágúst 1975. Hann lést í Kaupmannahöfn 23. september síðastlið- inn og var jarðsung- inn í kyrrþey. En ömurlegur heim- ur helvítis eitur- lyfjanna spyr ekki um hæfileika fólks, gæði þess, lífsvilja eða gáfur. Gagnvart þeim heimi getur hver sem er staðið vanmáttugur. Enginn er öruggur. Það höfum við öll verið minnt á sem þekktum Guðjón og fjölskyldu hans. Sorgin er mikil hjá öllum þeim sem fengu að kynnast Guðjóni, hann snart líf margra. Einstakur drengur hefur lagt af stað í ferðalag. Sporin sem elsku strákurinn skilur eftir sig hverfa aldrei. Guðjón lifir í hjörtum okkar allra að eilífu. Með vinsemd, kærleik og virðingu, Ragnhildur. SVO ótrúlegt sem það hljómar þá er margt líkt með þessum fjarlægu löndum, Djibouti og Íslandi. Bæði löndin liggja á mörkum hins byggi- lega heims, annað vegna kulda, hitt vegna hita. Á rannsóknarsvæði REI kemst sumarhiti í 50°C. Lönd- in eru bæði lítil og þjóðirnar til- tölulega fámennar. Utan jarðvarma eru auðlindir í jörð nánast engar, löndin eru erfið til landbúnaðar en sjáv- artekja góð. Þannig flytja bæði löndin út fisk en allur kornmat- ur er innfluttur sem og mest af grænfóðri til manneldis. Fyrir jarðfræðing eins og mig er Dji- bouti sama undra- landið og Ísland. Gróðurþekja er tak- mörkuð og hindrar ekki sýn og þarna blasa við Gjástykki, Þingvellir og Hengill; svo svipaðar eru jarðfræðilegar aðstöður í lönd- unum tveimur. Í reynd á þetta ekki að koma á óvart þar sem að sömu náttúrulögmálin móta báða staði. Það er því lítil ástæða til að bera kvíðboga fyrir því að jarð- hitaauðlindin sé ekki til staðar í Djibouti. Þar hefur verið sýnt fram með borunum nú þegar að hiti er nægur. Hæstur hefur hann mælst 360°C en ýmis tæknileg viðfangs- efni eru vissulega óleyst. Það sem hefur reynst Afríku örð- ugastur ljár í þúfu er það orðspor sem fer af pólitíska ástandinu. Það er þess vegna nauðsynlegt einmitt núna, þegar þetta þjóðþrifamál er að komast á legg, að pólitískt umrót nái ekki að spilla því, hvorki í Dji- bouti né á Íslandi. Nú er svo komið að mikil vakning er að verða í þeim löndum Afríku sem búa yfir jarðvarmaorku og sýnt er að á næstunni mun eft- irsóknin í jarðhitaþekkingu og virkjun jarðvarma stóraukast. Sex Afríkuríki – Tansanía, Kenýa, Úg- anda, Eþíópía, Djibouti og Eritrea – eru að hrinda af stað samvinnu- verkefni ásamt Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna til að laða að fjárfesta til virkjunar jarðhita í samvinnu við heimamenn. Á ensku er verkefnið kallað Af- rican Rift Geothermal Initiative (ARGeo) og hafa Íslendingar lagt þar gjörva hönd á plóginn, bæði Þróun- arsamvinnustofnun og Jarðhitaskóli Samein- uðu þjóðanna. Þá hafa flestar þess- ara þjóða sett lög til að auðvelda aðkomu fjár- festa að málinu í því augnamiði að laða að fjármagn og sér- fræðiþekkingu til að hraða uppbyggingu jarðhitavirkj- ana. Á efstu stigum stjórnsýsl- unnar hafa menn gert sér grein fyrir þeirri auðlind sem býr í jarð- hitanum, ekki síst vegna óþreyt- andi kynningar forseta Íslands á reynslu Íslendinga á nýtingu þess- arar innlendu orku. Hún er nefni- lega óháð þurrkum og annarri óár- an í veðurfari og er það Afríku þýðingarmikið. Þá er það höfuð- atriði að útlit er fyrir að raf- orkuverð lækki um u.þ.b. þriðjung í ríkjunum með tilkomu umhverf- isvænnar orku. Orkufyrirtæki á íslenskum mark- aði hafa yfirleitt á að skipa fá- mennu liði jarðvísindamanna. Flestir eru þeir hjá Orkuveitu Reykjavíkur, fjórir talsins. Í um- ræðunni hafa því komið fram vangaveltur, bæði innan fyrirtækj- anna sem og í blaðagreinum, hvort fyrirtækin búi yfir þeim mannauði sem til þurfi í útrásina. Hér þarf ekki nema með- algreindan mann til að finna lausn- ina, enda hefur hún verið nýtt ára- tugum saman hjá fyrirtækjunum. Hún er að fá vísindamenn og hönn- uði, sem bestir eru hverju sinni, í verktöku við rannsóknir og hönnun, allt undir yfirstjórn og umsjón verkkaupa. Víða er leitað fanga, í háskólunum, rannsóknarstofnunum og hjá ráðgjafarstofum. Með þessu móti hafa öll helstu orkufyrirtækin byggt jarðvarmavirkjanir á Íslandi sem er sómi af. Í útrásarverkefnum munu íslensk orkufyrirtæki beita sömu aðferðum, og ekki takmarka sig við íslenska sérfræðinga, enda hefur verið bent á að um allan heim sé að finna mannvit, ekki síður en á Íslandi. Eftir nokkra daga mun níu manna hópur vísindamanna á veg- um REI fara til Djibouti í Afríku til rannsókna. Ef allt fer á besta veg munu niðurstöður liggja fyrir um miðjan febrúar og síðan hefjast undirbúningur á rannsóknarbor- unum, umhverfismati og öðru því umstangi sem fylgir stórfram- kvæmdum. Ef stjórnmálaástandið leyfir. Áhættan í jarðhitaútrásinni Gestur Gíslason fjallar um jarðhitaútrásina »…margt er líkt meðþessum fjarlægu löndum, Djibouti og Ís- landi. Bæði löndin liggja á mörkum hins byggi- lega heims, annað vegna kulda, hitt vegna hita. Gestur Gíslason Höfundur er jarðfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.