Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 28

Morgunblaðið - 24.10.2007, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurlaug Jóns-dóttir fæddist í Húsagarði í Land- sveit 21. júlí 1912. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 16. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hannesson frá Haukadal á Rang- árvöllum, f. 1874, d. 1937, og Steinunn Gunnlaugsdóttir frá Læk í Holtum, f. 1873, d. 1954. Systkini Sig- urlaugar voru Guðmundur, f. 1900, d. 1961, Sigurbjörg, f. 1903, d. 1997, og Bjarnrún, f. 1905, d. 1939. Fósturbræður Sigurlaugar voru Gunnlaugur Sveinn Sveins- Gunnar, f. 1945, kvæntur Hönnu Larsen. Börn þeirra eru Pétur Steinar, Sveinn Ottó, Sigurlaug Dögg og Astrid. 5) Steingerður, f. 1948, gift Þórði St. Guðmunds- syni. Börn þeirra eru Guðni Þór, Úlfar og Steinunn Tinna. 6) Ás- laug, f. 1950, gift Svani Halldórs- syni. Börn þeirra eru Hildur Fjóla, Steinunn, Gunnar Ingi og Ásdís Eva. Barnabarnabörnin eru 15. Sigurlaug ólst upp í foreldra- húsum og stundaði þaðan grunn- nám. Á þrítugsaldri fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar tíma- bundið ýmis störf þar til hún hóf nám við Kvennaskólann á Hvera- bökkum, sem var henni ógleym- anlegur tími. Árið 1947 reistu Ágúst og Sigurlaug sér hús að Nökkvavogi 23 og bjuggu þar all- an sinn búskap. Útför Sigurlaugar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. son, f. 1916, d. 1983, og Ingólfur Böðv- arsson, f. 1926, d. 1993. Sigurlaug giftist 30. nóvember 1940 Ágústi Péturssyni húsgagnasmíða- meistara frá Skammbeinsstöðum í Holtum, f. 11. ágúst 1911, d. 8. ágúst 1997. Börn þeirra eru: 1) Jón Garðar, f. 1941, kvæntur Ingi- mundu Loftsdóttur. Börn þeirra eru Anna Fríða og Ágúst. 2) Sigrún, f. 1942, gift Bessa Aðalsteinssyni. 3) Svava, f. 1943, gift Kristni Gunnarssyni. Börn þeirra eru Áslaug, Gunnar Haukur og Kristín Rut. 4) Hörður Mig langar að minnast tengda- móður minnar Sigurlaugar Jóns- dóttur sem lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli að morgni 16. október sl., þá orðin 95 ára. Sigurlaug hafði það lífsstarf að ala upp 6 börn og annast aldraða móður sína, Steinunni Gunnlaugsdóttur. Þau Sigurlaug og Ágúst munu hafa byggt sjálf upp glæsilegt hús sitt frá grunni að Nökkvavogi 23 í Reykjavík sem var í nýju hverfi í uppbyggingu og allt fullt af hættum eins og vatns- fullum ógirtum húsgrunnum, nóg til að hafa áhyggjur af börnum sínum í leik og starfi. Í veikindum Ágústs á sjötta áratugnum kom til kasta út- sjónarsemi hennar að bæta afkomu heimilisins meðal annars með prjónaskap og bakstri sem hún seldi í verslanir. Matjurtagarðurinn var líka mikilvæg viðbót. Það ku oft hafa verið fjör við kvöldverðarborðið þegar stórfjöl- skyldan var saman komin og spjall- aði um atburði dagsins. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég hefði ekki getað fengið betri tengdamóður, hún sýndi mér ætíð mikla vinsemd og var alltaf boðin og búin að aðstoða ef á þurfti að halda. Hún var þeirri gæfu gædd að vilja gefa en ekki þiggja. Í millibilsástandi vegna húsbyggingar okkar Garðars veittu þau Ágúst og Sigurlaug okkur húsaskjól einn vetur með börnin okkar tvö. Sigurlaug var mjög minnug á alla hluti og hafði gaman af að segja frá þeim. Hún skipti aldrei skapi og tók allt- af brosandi á móti gestum. Hún ann- aðist Ágúst síðustu æviár hans af al- úð og umhyggju en við fráfall hans var eins og lífslöngun hennar dvín- aði. Síðustu æviárin dvaldi Sigurlaug á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Að lok- um vil ég þakka Sigurlaugu sam- fylgdina. Hvíl í friði. Ingimunda Loftsdóttir. Hún elsku tengdamamma mín, Sigurlaug Jónsdóttir, er látin. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Þau eru ógleymanleg öll skiptin sem tekið var á móti okkur með kjöt- súpu, kaffi og kleinum þegar við komum frá Lúxemborg. Alltaf fylgdist hún vel með hvað barnabörnin voru að gera og var til- hlökkun mikil hjá þeim að koma til ömmu og afa á Íslandi. Ég þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú hefur fært okkur. Ég kveð þig með söknuði. Hanna. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Nú hefur elsku amma Lauga feng- ið sína hinstu hvíld. Alltaf kveið mig fyrir þessum degi, þó svo að ég vissi innst inni síðustu mánuði að hann var í nánd, enda amma orðin mjög öldruð og veikburða og eflaust hvíld- inni fegin. Margar góðar minningar streyma í hugann er ég minnist ömmu. Góðvild og hlýleiki tróna þó efst enda hugsaði amma fyrst og fremst um aðra í kringum sig fremur en sig sjálfa. Alltaf man ég eftir gönguferðunum sem ég fór með mömmu og systkinum mínum frá Kópavoginum yfir í Nökkvavoginn í heimsókn til ömmu og afa. Kleinu- baksturinn var þá í miklu uppáhaldi hjá mér, enda ömmukleinur þær bestu. Ekki var heldur leiðinlegt að fá að taka upp rabbabara úr garð- inum eða taka til í fallega beðinu með ömmu. Amma var alltaf svo dugleg að prjóna og fékk ég oft að hjálpa henni að vefja upp í dokkur. Eflaust hef ég fengið eitthvað af hennar handavinnukunnáttu eða áhuga í vöggugjöf, þar sem þetta er mín uppáhalds iðja í dag sem og vinna. Eftir að ég fæddi eldri strákinn minn, Eið Snæ, rúmlega tvítug að aldri, bjó ég í kjallaranum hjá ömmu og afa í Nökkvavogi 23 í alls fimm ár. Þessi tími er mér mjög mikilvægur þar sem ég náði að kynnast ömmu enn betur en áður og hún mér. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði og þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Steinunn Svansdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Mín yndislega amma Sigurlaug Jónsdóttir hefur yfirgefið þessa jarðvist. Það sem einkenndi ömmu mína var, að hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að allir sem henni tengdust hefðu það sem best. Hún átti því miður til að gleyma að hugsa um sjálfa sig, lét alltaf aðra í fjölskyldunni ganga fyrir. Sjálfselska var ekki til í hennar huga og kímni hennar var góðlátleg. Hún bjó bæði yfir innri og ytri feg- urð, og það er ekki öllum gefið. Allar myndir sem til eru af henni lýsa þessu mjög vel, hún var svo tignar- leg. Ég bjó með fjölskyldu minni á heimili hennar og Ágústs afa í Nökkvavogi 23 í eitt ár þegar ég var 6 ára. Ég man ennþá eftir því að þeg- ar ég átti erfitt með svefn gaf amma mér alltaf rúgbrauð með heimalag- aðri kæfu sem var best í heimi í mín- um huga. Ég mun heldur aldrei gleyma ilminum á heimilinu þegar hún steikti kleinurnar og ástarpung- ana eða bjó til klattana og flatkök- urnar á hellunni sinni í kjallaranum en það gerði hún ósjaldan. Allt húsið ilmaði og maður var alltaf velkomin enda var mjög gestkvæmt hjá þeim. Hún amma var líka ótrúlega hand- lagin en hún prjónaði bæði vettlinga og ullarsokka sem hún síðan seldi til að auka við tekjur heimilisins. Ég er nokkuð viss um að frá henni kviknaði áhugi minn á handavinnu. Hún amma mín var einfaldlega sterkur persónuleiki sem ég kem til með að sakna mjög mikið. Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði í hjarta og þakka þér fyrir alla þá hlýju sem þú sýndir mér. Anna Fríða Garðarsdóttir. Í dag kveðjum við elsku ömmu og langömmu. Elsku amma, nú ertu farin og við vitum að þú ert komin til afa og þér líður vel. Það var alltaf gott að koma til ykk- ar í Nökkvavoginn því það var alltaf tekið svo vel á móti manni með kræs- ingum, kæfunni og flatkökunum sem þú bjóst til. Alltaf var stutt í gleði og húmorinn hjá þér, elsku amma mín, við áttum okkar húmor saman sem við tvö skildum og hlógum mikið að. Um sumarið 1995 gerðum við upp kjallarann hjá ykkur og mikið var hann hlýlegur og yndislegt að búa þar. Það var alltaf gott að fá þig nið- ur til okkar í heimsókn. Ingibjörgu Sif þótti alltaf gott að koma upp til langömmu því að þið voruð góðar saman og henni þótti voða vænt um þig. Oft laumaðir þú til hennar mola og þá hlóguð þið mikið því við máttum ekki vita af því. Þú varst svo góð, amma mín, þú ljómaðir alltaf af gleði og kátínu og vildir alltaf öllum vel. Hvíl í friði, elsku amma. Ágúst, Anna og dætur. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs- ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran) Hún amma Lauga í Nökkvavog- inum er nú farin frá okkur, 95 ára gömul. Minningarnar um hana ömmu Laugu eru margar og sterkar, og á ég eftir að minnast hennar alla ævi. Fallega húsið þeirra Ágústs afa og ömmu í Nökkvavoginum var reglu- legur viðkomustaður heimsókna okkar um helgar og alltaf þótti mér gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa. Þegar komið var inn var amma iðulega í stóra svarta síman- um sínum við fallega símaborðið sem afi smíðaði í holinu eða inní eldhús- inu í hornkróknum sínum. Stóra og spennandi eldhússkúffan var dregin út til að róta í og leika sér með þegar ég var yngri, en þegar maður fór að eldast kviknaði áhuginn á leyndar- dómum háaloftsins og kjallarans. Á meðan mamma og amma hölluðu hurðinni aftur í eldhúsinu til að leyna spjalli og öðru fyrir okkur börnunum fékk maður tækifæri á að læðast um og skoða allt gamla dótið sem að þar leyndist. Alltaf voru kleinurnar hennar ömmu á boðstólum, þær bestu sem að ég hef smakkað, ástarpungarnir, flatkökurnar og heimalagaða kæfan hennar. Já, það er margs að minnast. Amma Lauga er nú komin til afa Ágústar og minning þeirra lifir áfram. Elsku amma Lauga, hugur okkar fjölskyldunnar er með þér í dag frá Álaborg Danmörku. Hildur Fjóla Svansdóttir. Sigurlaug Jónsdóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR frá Langabotni, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 20. október. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 31. október kl. 13.00 Sæmundur Valdimarsson, Valdimar Sæmundsson, Auður Björnsdóttir, Hildur Sæmundsdóttir, Sigurjón Halldórsson, Magnús Sæmundsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Gunnar Sæmundsson, Lára Björnsdóttir, og ömmubörn. ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, BJARKI STRÖM, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. október. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 25. október kl. 13.00. Gunnar Arnbjörn Ström, Kolbrún Jónsdóttir, Jón Þór Ström, Atli Ström, Sindri Ström. ✝ Okkar elskulegi faðir og tengdafaðir, HEKTOR SIGURÐSSON, Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1c, Kópavogi, lést að morgni mánudagsins 22. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir sérstaklega góða umönnun. Fyrir hönd barnabarna, barnabarnabarna og annarra aðstandenda, Hrefna Hektorsdóttir, Sigurður Örn Hektorsson, Björg Rúnarsdóttir, Jóhann Már Hektorsson, Hafdís Sverrisdóttir. ✝ Okkar ástkæri MAGNÚS JÓNSSON, sem lést af slysförum hinn 15. október, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 25. október kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á styrkt- arsjóð Thorvaldsensfélagsins fyrir sykursjúk börn. Sími 551 3509/898 5584. Guðrún Dagný Pétursdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Tryggvason, Auður Jónsdóttir, Víðir Pálsson, Petra Jónsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Tryggvi Jónsson, Svala Arnardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.