Morgunblaðið - 24.10.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 24.10.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 2007 39 Stærsta kvikmyndahús landsins Syndir Feðranna kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Good Luck Chuck kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára The Kingdom kl. 5:40 Heima - Sigurrós kl. 6 - 10:20 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Sagan sem mátti ekki segja. eeee - B.B., PANAMA.IS Miðasala á HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEMER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGIN SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 16 ára FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGIN SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? “TOP 10 CONCEPT FILMS EVER” - OBSERVER eeeee - FBL eeeee - BLAÐIÐ eeeee “HEIMA ER BEST” - MBL eeeee “MEÐ GÆSAHÚÐ AF HRIFNINGU” - DV eeeee - Q eeee - EMPIRE eeeee - L.I.B, TOPP5.IS Sími 530 1919 www.haskolabio.is Mögnuð heimildarmynd, sem segir örlagasögu drengjanna, sem vistaðir voru á Breiðavík á árunum 1952-1973. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 12 ára www.laugarasbio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Toppmyndin á Íslandi í dag! Brjálæðislega fyndin mynd!! Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára eeee „Syndir feðranna dregur engan á tálar með tilfinningalegu klámi eða ofsafengnu fári fjölmiðlanna... Kröftug og átakanleg samfélagsádeila... ...vel unnin heimildar- mynd sem nýtur þess tíma sem hún fékk til að þroskast.“ - R. H. – FBL eeee „Nálgun leikstjóranna er afar fagleg og það sama má segja um myndina í heild.“ - DV eeee „Uppbygging myndarinnar er mjög snyrtileg. Allt frá kynningunni til endalokanna er passað upp á það að ofbjóða ekki áhorfendum“ - A. S. - MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG ALDREI grunaði mig að fyrsta plata Sprengjuhallarinnar yrði svona góð, eða öllu heldur frábær! Þetta er fersk plata sem inniheld- ur 12 lög sem eru hvert öðru betra og heyrnartólin límast við eyrun en byrjum á byrjuninni. Fyrst þegar ég heyrði hina hressu drengi Sprengjuhallarinnar leika á tónleikum þótti mér lítið til þeirra koma og var hreinlega ekki viss um hvað þeir væru eiginlega að spá. Nóg var greinilega af hug- myndum en mér fannst samt stefnuleysi vera helsta einkenni hljómsveitarinnar og leiddist þegar sveitin söng á ensku. Viðhorf mitt til þeirra drengja tók að mildast þegar ég heyrði þeirra fyrsta smell, „Tímarnir okkar“, í um það bil tutt- ugasta skipti. En smám saman fór Sprengjuhöllin að meika sens, syngja á íslensku og eftir gríðarlega margar hlustanir á þennan fyrsta súperslagara var ég orðinn sann- færður um að lagið væri gott, hljómsveitin ágæt og að ég vildi meira. Sá tími er runninn upp að meira er komið frá Sprengjuhöllinni og hljómsveitin er ekki bara ágæt heldur í fremstu röð. Því leynir breiðskífan Tímarnir okkar ekki og ég er hæstánægður því fáar íslensk- ar hljómsveitir hafa komið mér jafnmikið á óvart síðastliðin ár. Það sem gerir Sprengjuhöllina svona góða í dag er ferskur hljómur í takt við tímann en byggður á traustum grunni. Hljómsveitin er vissulega íslensk og er sátt við það. Sándið er töff, hlýtt, hressandi og á köflum ákaflega gamaldags. Nærtækasta samlíking úr íslenskri tónlistarsögu er Spilverk þjóðanna en ekki ein- ungis vegna þess að Sprengjuhöllin matreiðir frábært popp heldur vegna þess hvernig litið er á ís- lenskt samfélag og því gerð skil í skemmtilegum og grípandi textum. Síðan skein sól og Ný dönsk koma líka upp í hugann þegar leitað er að samlíkingum (enda frábær popp- bönd) sem og skoska nýrokkssveitin Belle and Sebastian. Ég vil þó taka það fram að Sprengjuhöllin er aldr- ei undir hæl þeirra listamanna kom- in sem hægt er tengja hana við, hún hefur fundið sinn hljóm. Óþarfi er að taka eitt lag fram yf- ir annað á þessari skífu þar sem þau eru öll góð og nokkur þegar búin að slá rækilega í gegn. Bergur Ebbi Benediktsson og Snorri Helgason eiga heiðurinn af þeim flestum fyrir utan lag Atla Bollasonar „Ham- ingja“, en út frá því er óhætt að óska fleiri laga úr þeim ranni í framtíðinni. Það sem einkennir hins vegar öll lögin eru sterkar laglínur, frábær söngur og raddanir sem minna á ekki ómerkari menn en Crosby, Stills, Nash og Young. Hljóðfæraleikur er allur góður en ég er tilneyddur að hrósa Sigurði Tómasi Guðmundssyni trommara sérstaklega þar sem hann fer á kostum, taktvís og smekklegur í alla staði. Platan Tímarnir okkar er út- pæld og skapar réttan blæ frá upp- hafi til enda, sér í lagi hvað allan hljóm varðar, og hún endurspeglar betur en mörg íslensk tónlist þá tíma sem við lifum á (á jákvæðan hátt). Hugarfar Sprengjuhall- arinnar tilheyrir deginum í dag. Þegar myrkur, spilling, rotin einka- vinavæðing og ennþá rotnara veður er stór hluti tilveru okkar er það happafengur að fá jafngóðan og ferskan grip og Tímana okkar upp í hendurnar. Keyrt yfir Ísland TÓNLIST Geisladiskur Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar  Jóhann Ágúst Jóhannsson Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Crosby, Stills, Nash og Young? „Tímarnir okkar er útpæld og skapar réttan blæ frá upphafi til enda, sér í lagi hvað allan hljóm varðar, og hún endurspeglar betur en mörg íslensk tónlist þá tíma sem við lifum á [...]. LEIKKONAN Jennifer Garner er undrandi á því að eiginmaður henn- ar, Ben Affleck, skuli fá lof fyrir að vera virk- ur í föðurhlutverkinu, en hún og Affleck eiga saman 22 mánaða dóttur, Violet. Garner seg- ir að á 21. öldinni eigi foreldrar að bera jafna ábyrgð á börnum sínum. „Það er fyndið að karlmanninum skuli vera klappað lof í lófa fyrir að sinna barninu sínu. Við erum ekki lengur á fimmta áratugnum.“ Alias-leikkonan sagði nýlega að Affleck væri uppáhaldsforeldri dóttur þeirra. „Violet tekur hann framyfir alla aðra. Hann er bangsinn hennar. Ekkert gleður mig meira en að sjá þau tvö saman.“ Hún kveður Ben vera draumamanninn því hann sé mikill fjöl- skyldumaður auk þess að hafa útlitið með sér. Klappað lof í lófa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.