Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Uss, ég bjalla bara á „sveitina“, Sigga mín, þessi er enga stund að þefa uppi fulla körfu af
þessu verðkönnunar stöffi.
VEÐUR
Guðni Th. Jóhannesson sagn-fræðingur var mjög alvöru-
þrunginn yfir því í fréttum RÚV
sl. laugardagskvöld, að Guðni
Ágústsson, formaður Framsókn-
arflokksins, skýrði frá samtali,
sem hann hafði átt við forseta Ís-
lands um fjölmiðlalögin vorið 2004,
í nýrri bók. Taldi sagnfræðing-
urinn að leynd hvíldi yfirleitt yfir
slíkum fundum áratugum saman.
Það hvíldi núekki meiri
leynd en svo yfir
þessum fundi, að
hann var á allra
vitorði á sínum
tíma, skömmu
eftir að hann fór
fram, alla vega
þeirra, sem
fylgjast grannt
með stjórn-
málum.
Gerðist eitthvað á þessum fundi,
sem kallaði á að leynd hvíldi yfir
honum áratugum saman?!
Ekki verður það séð af frásögnGuðna Ágústssonar af því, sem
fram fór. Þetta var ósköp venju-
legt samtal á milli stjórnmála-
manns og forseta og ekkert merki-
legt, sem fram kom í því.
Auðvitað geta samtöl forseta ogstjórnmálamanna verið með
þeim hætti, að mikilvægt sé að frá
þeim sé ekki skýrt fyrr en löngu
síðar.
En það á ekki við um hvert orð,sem fellur af vörum forseta á
slíkum fundum.
Það er mikilvægt að stjórn-málamennirnir sjálfir falli ekki
í þá freistni að gefa slíkum sam-
tölum meira vægi en tilefni er til.
Og það á ekki síður við um sagn-fræðingana, sem hafa tekið að
sér að skrá söguna.
STAKSTEINAR
Guðni Th.
Jóhannesson
Leynifundur?!
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
!
"#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
#$
#$
#$
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
! !
&
&
&
!
!
! ! ! ! !
! !
! &
&
&
&
&
&
&
&
&
&
& &
*$BC
!! "
# $ % &
*!
$$B *!
' ( ) $
( $
*$
+,*
<2
<! <2
<! <2
'$)
-
.
/0#*%
CD! -
<7
' ' # ( )
8
* + % ( % ,
#
-
62
)( ./-0
01
#
( ) 12 *33
*$+ 4 *
#+*-
.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir | 24.
nóvember 2007
Að klára málið
… studdi Samfylk-
ingin, með öflugum
stuðningi iðn-
aðarráðherra, þennan
sama samruna.
Stærsta spurningin er
því hvers vegna það
hefur breyst og hvers vegna flokkar
sem nú eru báðir við völd í Reykja-
vík, þ.e. Samfylking og Framsókn-
arflokkur, eru ekki að klára samrun-
ann nú þegar þeir hafa til þess
tækifæri?
Meira: thorbjorghelga.blog.is
Stella R. Helgadóttir | 25. nóvember
Að klára
jólabaksturinn
… ná að klára jóla-
baksturinn þessa
helgina, einhvern veg-
inn finnst mér ég aldrei
geta hlakkað almenni-
lega til jóla fyrr en
baksturinn er búinn.
Einnig er ég búin að setja upp jó-
laóróana mína í stofuna en svo verð-
ur skreytt seinna, annaðhvort næstu
helgi eða í vikunni á eftir, a.m.k.
reyni ég alltaf að skreyta fyrstu vik-
una í desember.
Meira: grima.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 25. nóvember
Guðni
Guðni lýsir þessum
fundi, ummælum for-
seta og yfirbragði.
Guðni er nefnilega að
gefa út bók – eins gott
að hafa eitthvað bita-
stætt fram að færa
þegar maður stendur í bóksölu.
Ég vona að ég sé ekki ein um það
að finnast þetta óviðeigandi: Að upp-
lýsa alþjóð um það sem fram fer á
óformlegum, tveggja manna fundi –
trúnaðarfundi – leynifundi. Mér
finnst að Guðni hafi þarna stigið yfir
ósýnileg siðferðismörk. Og það sem
verra er - hann hlýtur að vita að
hann er einn til frásagnar. Forsetinn
getur ekki tjáð sig um þetta mál -
embættis síns og virðingar vegna.
Það sér hver heilvita maður. Forset-
inn hlýtur að telja sig bundinn af
hinum óskráðu lögum um þag-
mælsku þegar tveir talast við og
engum öðrum vitnum verður við
komið.
Meira: olinathorv.blog.is
Jenný Anna Baldursdóttir | 24.
nóvember 2007
Gamall hippi á
trippi og klofinn
persónuleiki
Ég er gamall hippi, í
hugsun en ekki í útliti.
Ég er of skveruð fyrir
mussur og klossa. Mið-
að við reynslu og fyrri
störf ætti ég að hoppa
hæð mína yfir „Ekki
kaupa-deginum“, blogga hvatning-
arblogg um að kaupa ekki örðu í dag
og vekja athygli á neyslubrjálæðinu,
sem ég reyndar geri oft.
En ég get það ekki að þessu sinni,
því í dag ætla ég að sjoppa eins og ég
hef orku til. Ég er klofinn persónu-
leiki, ég sver það. Ég myndi t.d.
aldrei hengja mig í krana í mót-
mælaskyni eða leggjast á götuna til
að leggja áherslu á gott málefni.
Ástæðan er einföld, ég tæki mig
ekki nógu vel út hangandi í krana.
Væri hrædd um að gallabuxurnar
myndu krullast upp á kálfa, eða að
dragtarpilsið myndi hífast upp um of
nálægt júnóvott.
Enginn stíll yfir því og ég vil alltaf
koma vel fyrir.
Líka í mótmælaaðgerðum. Þess
vegna mótmæli ég af alefli heima í
stofu (stofukommi?).
Klofningur huga míns kemur
fram í ótal myndum. Ég elska t.d.
lömbin, litlu og sætu, ofurheitt.
Á myndum eru þau dúllur dauð-
ans, en á mínum matardisk eru þau
jafnvel enn fallegri og ég fæ næring-
arlega fullnægingu þegar ég sting í
þau hníf og gaffli.
En í dag mun ég vaða um eins og
hippi á trippi um musteri Mammons.
Ég var einmitt að hugsa um að það
væri ógeðslega flott ef flestallir
myndu nota daginn til að kaupa ekki
örðu, því meira pláss fyrir mig og
mitt fólk.
Meira: jenfo.blog.is
BLOG.IS
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
Týpa: PV70
VERÐLAUNAÐ
SJÓNVARP
189.900-
Glæsilegt tæki af nýjustu kynslóðinni sem
fékk nýlega hin eftirsóttu EISA verðlaun.
HDTV Ready / Upplausn1024x768 / Skerpa: 10.000:1
42” plasma
Stefán Friðrik Stefánsson | 25.
nóvember 2007
Gleymd hljómsveit
Ég hélt satt best að
segja að Take That
væri búin að geispa gol-
unni, hún er ein þeirra
hljómsveita sem ég hef
lítinn áhuga á. Þessir
strákasöngflokkar eru
orðnir ansi þreyttir, hverjir muna
annars ekki eftir böndum á borð við
Westlife (horror!) eða Boyzone og
hvað þetta heitir annars allt. Skelfi-
leg tónlist, segi ég og skrifa.
Er annars ekki sammála Howard
Donald um kannabis-efni. Þau á ekki
að lögleiða. Það eru fyndnustu rök
Donalds annars að með því væri
heimurinn betri, allir í vímu …
Meira: stebbifr.blog.is