Morgunblaðið - 26.11.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
-hágæðaheimilistæki
Miele CAT&DOG
Ryksuga fyrir kröfuharða
gæludýraeigendur
AFSLÁTTUR
20%
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Tilboðsverð:
Kr. 30.720
Miele CAT&DOG 5000
Ryksuga fyrir hunda og ketti.
2200W mótor
Kolafilter sem eyðir bakteríum
og óæskilegri lykt
Stór teppabankari sem nær hárum
úr teppum og mottum
Verð áður: kr. 38.400
Með innbyggðum kolafilter og stórum
teppabankara fjarlægir Miele CAT&DOG ryksugan
hár og lykt betur en áður hefur þekkst. Frábær ryksuga fyrir
gæludýraeigendur og barnafólk.
Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele ryksugur
í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins.
GENGI hlutabréfa í Rio Tinto og
öðrum helstu námafyrirtækjum
heimsins hækkaði töluvert á föstu-
dag eftir að greinendur Lehman
Brothers sögðu líklegt að BHP Billi-
ton gæti greitt allt að 71 pund á hlut í
Rio án þess að það myndi rýra verð-
mæti hluthafa BHP.
Frá þessu er greint í hálffimm-
fréttum Kaupþings en þar segir jafn-
framt að verðmatið sé 44% hærra en
sem nam lokagengi Rio á fimmtudag
og mun hærra en áður hafði verið
talað um. Fyrir rúmum tveimur vik-
um gerði BHP 8.300 milljarða króna
tilboð í Rio Tinto. Stjórn Rio hafnaði
tilboðinu og sagði það ekki taka mið
af raunverulegu verðmæti félagsins
og framtíðarmöguleikum þess.
Önnur ástæða hækkunar gengis
hlutabréfa í námafélögum er orð-
rómur þess efnis að Chinese State
Mining Co. hyggist gera tilboð í Ved-
anta upp á 2.700 pens á hlut.
Námafélög hækkuðu mikið
GENGISHRUN íslensku krónunnar
í nóvember er skýrt merki þess að er-
lendir fjárfestar hafa misst trúna á ís-
lensku efnahagslífi og áhrif hundada-
gakreppunnar á íslenska hagkerfið
munu smita frá sér inn í danskt efna-
hagslíf. Þetta segir Jan Størup Niel-
sen, hagfræðingur hjá Fionia Bank í
Danmörku, í samtali við netposten.dk.
Jafnframt segir hann Seðlabankann
gera rétt í að hækka stýrivexti en það
sé þó spurning hvort nóg sé gert.
„Verðbólga er mikil, greiðsluhall-
inn við útlönd er þrisvar sinnum
meiri, sem hlutfall af landsfram-
leiðslu, en í Bandaríkjunum og hag-
vöxtur fer lækkandi. Þetta er hinn
hrái veruleiki sem tígrishagkerfi N-
Atlantshafsins býr við. En vanda-
málið er þó ekki einangrað við Ísland
því dönsk fyrirtæki í eigu Íslendinga
eru einnig í hættu,“ segir í grein net-
posten.dk.
Haft er eftir Nielsen að hunda-
dagakreppan á lánsfjármörkuðum
gæti leikið íslenskt efnahagslíf grátt.
„Íslendingarnir fjárfesta fyrir lánsfé
og það gerir fjárfestingar þeirra við-
kvæmar þegar lánsfé verður dýrara.
Fari allt á versta veg gætu Íslending-
arnir þurft að selja eignir sínar, t.d. í
Danmörku,“ segir hann.
Hann segir að erfitt sé fyrir er-
lenda greinendur að fá skýra mynd af
ástandinu hér á landi sem skýri
hversu miklu munar oft á milli grein-
inga á íslensku efnahagslífi. „Það er
ljóst að vöxtur hagkerfisins getur
ekki haldið svona áfram. Spurningin
er hvort lendingin verður mjúk eða
hvort þetta springur í höndunum á
þeim.“
Hafa misst
trúna á Íslandi
Morgunblaðið/Steinþór
Kaupmannahöfn Danskur hagfræðingur segir neikvæða hagþróun hér
geta smitað af sér til Danmerkur í gegnum eign íslenskra fyrirtækja þar.
HAGVÖXTURINN í Þýskalandi á
þriðja ársfjórðungi mældist 0,7%
og hefur ekki mælst meiri frá því í
lok árs 2006. Flestir sérfræðingar
reikna með að hagvöxturinn á
árinu öllu í Þýskalandi verði í
kringum 2,6% en að heldur muni
draga úr honum á því næsta og
hann verði þá í kringum 2%. Í
fyrra var hagvöxturinn 2,9% og
hafði ekki verið meiri á þessari öld.
Um helming hagvaxtarins á þriðja
ársfjórðungi má rekja til aukinnar
einkaneyslu Þjóðverja, en hún
jókst um 0,5%, og aukinna umsvifa
í byggingariðnaði að því er segir í
frétt Das Handelsblatt.
Útflutningur jókst um 3,1% frá
öðrum árfjórðungi en innflutning-
urinn jókst enn meira eða um 3,9%.
Reiknað með 2,5%
hagvexti í Þýskalandi