Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 15 MENNING Amma Lóló og ég "Guðríður frænka hennar var kölluð Gurrý - og Lára bekkjarsystir ömmu Lólóar var kölluð Lallý. Svo voru aðrar stelpur í götunni þar sem amma Lóló bjó kallaðar Bettý, Gógó og Dídí. Amma Lóló sagði mér að í gamla daga þegar hún var barn hafi svo margar stelpur verið kallaðar svona nöfnum - og líka mömmur þeirra. Það var svo amerískt og fínt!" Upp með Vestfirði! Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is Vestfirska forlagið Fæst í bókaverslunum um land allt Verð: 1,900,-kr. Svo byrjuðum við að dansa færeyska dansinn sem Rodmundur kenndi okkur og við siluðumst áfram - úr einu herbergi yfir í annað. söng Rodmundur á færeyskunni sinni - og amma Lóló sem hélt að hann væri laglaus! Síðan kom viðlagið og við tókum öll undir og sungum: Árla var um morgunin sól tók fagurt at skína. Marita snúðist av hallini út við fylgismoyggjar sínar. Lat meg sova á tínum armi ríka jomfrúa." " EYJA glerfisksins er önnur bókin í ævintýraþríleik eftir Sigrúnu Eld- járn; sú fyrsta, Eyja gullormsins, kom út í fyrra. Þetta er annar þrí- leikurinn sem Sigrún skrifar fyrir stálpaða krakka á undanförnum ár- um, en hinn samanstendur af Týndu augunum (2003), Frostnu tánum (2004) og Steinhjartanu (2005). Bækur þessar eru sérstakar í útliti; umbrotið er minna en við eigum að venjast, letrið mjög læsilegt (og ekki alltaf eins) og skemmtilegar myndir á svo til annarri hverri opnu. Þetta er mjög vel heppnað í alla staði, sér- sniðið að þörfum barna. Það er þó ekki bara útlit bókanna sem er vel úr garði gert, frásögnin er líka skemmtileg, hröð og mátulega spennandi. Allt frá því að Sigrún Eldjárn sendi frá sér sínar fyrstu frumsömdu barnabækur hefur hún leikið sér með mörk raunveruleika og ímyndunar og á það einnig við um þessar bækur. Í Eyju gler- fisksins eru aðal- persónurnar fjórir krakkar; Ýmir og Gunna, sem bæði eru í 8. bekk, Sunna María, 5 ára systir Ýmis, og smábarnið Tumi. Per- sónur krakkanna eru dregnar hæfilega sterkum dráttum; Ým- ir er feiminn en afar góður teiknari (eins og sjá má af myndum bók- anna), Gunna er vísindalega þenkj- andi og reynir að finna raunhæfar skýringar á öllu sem gerist, Sunna María er uppátækjasamur prakkari og Tumi lítill kútur sem er að læra að tala og hætta á bleiu. Krakkarnir lenda í ýmsum ævintýrum þar sem ferðast er á milli heima og tíma og allt getur gerst. Í Eyju glerfisksins taka þau þátt í að sætta tvær stríð- andi þjóðir sem búa saman á fisklaga eyju: Hausþjóðin og Sporð- þjóðin berjast um yfir- ráðarétt yfir miðhluta eyjarinnar og hafa byggt múr á milli sín. Höfundur gefur full- orðnum lesendum færi á að lesa söguna sem táknsögu fyrir svipuð átök í mannheimum og skýra slíkt út fyrir börnum en víst er að börnin geta notið bók- arinnar án slíkra út- skýringa. Ekki verður skilið við bókina án þess að geta þess að málfarið er til fyrirmyndar. Það er gaman að lesa bækur með börnum þar sem ekki er slegið af kröfum um vandað málfar og þar sem fyrir koma orð sem eru sjaldséð í barnabókum og tilvalið að útskýra og útvíkka þar með málvit- und barnanna. Börn til bjargar Soffía Auður Birgisdóttir BÆKUR Barnabók Eftir Sigrúnu Eldjárn. Mál og menning 2007, 207 bls. Eyja glerfisksins Sigrún Eldjárn „DEATH of Science“, sem er samið og dansað af Andreas Constantinou, er flókið og hugmyndaríkt verk sem fjallar um mann sem er lokaður inni í „myrkvuðu herbergi“. Í upphafi er hann aðeins klæddur bol og grímu (með haus Alberts Einsteins) og hleypur Andreas um dagblöðum stráð gólf á meðan við hlustum á ýmsar ræður í útvarpi. Seinna er tónlistin notuð til þess að undirstrika nokkur þemu verksins, oft í bland við afkáralegan húmor. Dæmi þess eru atriði þar sem þessi Einsteinlega vera sker undan sér og dansar síðan við lagið „Das Model“ eftir Kraft- werk. Svo hefst eins konar end- urfæðing við „Also Sprach Zar- athustra“ eftir Richard Strauss. Líkt og í verki Andreasar „Monday“, sem sýnt var í danskeppni Borg- arleikhússins fyrr á þessu ári, kann Andreas að blanda saman ólíkum tegundum af tónlist á afar áhrifarík- an hátt. Heilt yfir er „Death of Science“ mjög áhrifamikið og djarft verk en mætti þó vera mun styttra. „What I’ve Been Doing“ eftir Jes- sicu Winograd er einnig sólóverk en þó allt öðruvísi en „Death of Science“. Frekar en að byrja með miklum látum er verkið eiginlega of lengi af stað og tónlistin skrítin og hálfpirrandi. Þegar Jessica nær sér á strik er dansinn mjög frumlegur, byggður á hraðahreyfingum sem mynda ýmsar sjónblekkingar. Loka- atriðið fannst mér of stutt og ekki virka sem endir á þessu hressilega verki. Jessica segir í leikskránni að verkið sé „tilraun til þess að skapa samfélag og tilfinningu fyrir sannri upplifun sem deilt er meðal ókunnugra“. Það má vel vera en hér var varla tækifæri til þess þar sem það var svo illa mætt. En verkið er enn í vinnslu og með stærri áhorf- endahóp vona ég að þeim gefist tækifæri til að rannsaka samband áhorfenda við verkið aðeins betur. Síðasta verkið heitir „Crazy in Love with MR. PERFECT“ og er eina dansverk kvöldsins með tali. Dansarar og höfundar, Steinunn og Brian, virðast vera að æfa verk sem felst í því að gera athugasemdir við hreyfingar hvort annars. Það er mik- ill húmor í þessu stykki. Dansararnir segja frá ástarsambandi á milli tveggja ólíkra einstaklinga, annars vegar samkynhneigðs karlmanns (sem hefur ekki náð að finna hinn rétta) og hins vegar konu sem er hrædd við karlmenn. Smám saman uppgötvum við að parið er að tala um sjálft sig. Þau skiptast á um að dansa og segja frá, sem er ágætis hugmynd en því míður eru of margar lægðir í þessu verki og sum atriði allt of löng. Sérstaklega mætti stytta kaflann þar sem Steinunn tekur kast og hristir sig á fullu á meðan Brian er að tala um fyrrverandi kærasta sína. Lokatriðið var frábrugðið þar sem „æfing“ er búin og þau dansa við Edith Piaf-lagið „Non, je ne regrette rien“. Á þessu stigi var ég næstum búinn að missa áhugann en þetta at- riði kemur verkinu aftur virkilega á flug og er góður endir á frekar frum- legu en þó ekki eftirminnilegu verki. Að UglyDuck Productions skyldi setja upp svona mikla sýningu án þess að hafa auglýst hana er alveg óskiljanlegt. Þegar ég kom í Hafn- arfjarðarleikhúsið rétt fyrir átta voru um það bil tíu manns í leikhús- inu fyrir utan afgreiðslufólkið. Ég hélt í fyrstu að ég væri mættur of snemma en áhorfendur urðu aldrei fleiri en tuttugu og fjórir, þar með taldir nokkrir sem unnu við sýn- inguna. Ef markmiðið er að auka áhuga Íslendinga á danssýningum þá væri betri aðferð að gefa fleiri boðsmiða til að fjölga þátttakendum og auka þar með umtal um sýn- inguna. Martin Regal DANS Hafnarfjarðarleikhúsið Þrjú dansverk í Hafnarfjarðarleikhúsinu síðastliðið laugardagskvöld. Eitt þeirra, „Crazy in Love with MR. PERFECT“, hef- ur verið sýnt áður. „Death of Science“ og „What I’ve Been Doing“ eru ný verk. UglyDuck Productions var stofnað í fyrra af Andreas Constantinou og Steinunni Ketilsdóttur. UglyDuck Productions Morgunblaðið/Eyþór UglyDuck Productions Andreas Constantinou og Steinunn Ketilsdóttir. KAMMERKÓRINN Schola Cantor- um gaf íslenskum áheyrendum tæki- færi sl. sunnudag á að hlýða á hluta af prógrammi sem þau fluttu nýlega í Þýskalandi, en þar tóku þau þátt í al- þjóðlegri a cappella-kórhátíð í Boch- um í Ruhrhéraði. Þessi kór hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem einn af fremstu kammerkórum Norðurlanda og hefur haft nóg á sinni könnu. Efnisskrá kvöldsins spannaði rúmlega 400 ára tímabil, allt frá lok- um 16. aldar og til dagsins í dag. Utan og innan um fjölbreyttu verkin voru fjórar sálmaútsetningar Þorkels Sig- urbjörnssonar, eins af okkar fremstu tónskáldum. Tónleikarnir hófust á út- setningu hans á Heyr himna smiður sem flutt var af miklu næmi. Duttl- ungafullum hljóðheimi Gesualdos og miklum textaflaumi í 6-radda mótettu Schütz voru svo gerð góð skil með skýrum innkomum og áferðarfögrum röddum, einkum í alt og bassa. Túlk- un hefði þó e.t.v. mátt vera þróttmeiri í síðarnefnda verkinu. Flutningur kórsins á 6-radda millifúgunni í War- um ist das Licht gegeben, op. 73, ásamt litadýrð og friðsæld Magnifi- catsins eftir Arvo Pärt, voru ærið nóg til að hefja hlustendur í æðra hugar- ástand. En hápunktur tónleikanna var sennilega flutningur á 8-radda mótettu Knuts Nystedts, O Crux, mikilfenglegri og sjaldheyrðri tónlist- arperlu þar sem fegurð og tærleiki draup af sérhverri hendingu. Áheyrn verksins var svo áhrifarík að það var líkt og eitthvað óútskýranlegt hefði gerst inni í kirkjuhvelfingunni. Mikil forréttindi voru að fá að hlýða á jafn áhugaverða efnisskrá, í jafn miklum gæðum, og bauðst þetta kvöld. Áhrifa- ríkur söngur TÓNLIST Hallgrímskirkja Schola cantorum söng verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Carlo Gesualdo, Hein- rich Scütz, Johannes Brahms, Kjell Mörk Karlsen, Knut Nystedt og Arvo Pärt, Hörður Áskelsson stjórnaði. Sunnudaginn 11. nóvember. Kórtónleikar  Alexandra Kjeld SJALDGÆFUR viðburður átti sér stað í Salnum í Kópavogi nú á dög- unum þegar nýsjálenski píanóleik- arinn, útvarpskonan og leikarinn Stephanie Wendt brá sér í hlutverk einnar stórbrotnustu konu tónlistar- sögunnar, Klöru Schumann. Verkið á sér stað að vori árið 1854, á tímapunkti í lífi Klöru þegar eig- inmaður hennar, Róbert, hefur ný- lega verið lagður inn á geðsjúkrahús og hún þarf ein að sjá fyrir sjálfri sér, búi og sjö börnum. Gestur Klöru í leikverkinu er enginn annar en Jó- hannes Brahms, ungur góðvinur þeirra hjóna, en hann varð Klöru stoð og stytta allt til dauðadags. Í leik- verkinu talar persóna Klöru um eigin tilfinningar og áhyggjur, á milli þess sem hún leikur tónlist fyrir gest sinn. Á meðal þess sem bar á góma voru kennsluaðferðir föður hennar og kynni Klöru af Róberti og viðbrögð föður hennar við ástarsambandi nem- anda síns og ástkærrar dóttur. Ekki má gleyma því að Klara bar mikla ábyrgð á að hafa kynnt verk eig- inmanns síns út um allan heim, en hún var heimsfrægur píanóleikari á þessum tíma og þénaði t.a.m. meira á einni tónleikaferð en eiginmaður hennar þénaði á tveimur árum sem hljómsveitarstjóri, nokkuð sem fáar sem engar konur gátu hreykt sér af á þessum tíma. Meðal verka sem voru leikin voru nokkur portrettanna úr Carnaval, op. 9, eftir Róbert, brot úr Sónötu nr. 3 í f-moll, op. 5, eftir gestinn, Jóhannes, og Noktúrnu, op. 6 nr. 2, eftir Klöru sjálfa. Þar sem áhorfendur fengu að skyggnast inn fyrir friðhelgi heimilis Klöru var flutningur verkanna vilj- andi eða óviljandi því til samræmis; ekki jafnhátíðlegur og á venjulegum tónleikum og heldur ekki óaðfinn- anlegur. Einleikurinn hafði umfram allt mikið fræðslugildi fyrir áhorf- endur og ljóst er að Stephanie Wendt hefur unnið mikla undirbúnings- vinnu. Til að mynda var það sagt um nöfn smáverka Róberts, að þau skiptu engu máli upp á skilning verk- anna, enda var Róbert svarinn óvinur prógrammtónlistar. Nöfnin komu á eftir tónlistinni, til þess eins að leitast við að vekja kenndir með áheyr- endum. Flutningur Stephanie Wendt var til sóma, en ögn ýktur og stöðugur gráttónn varð heldur þreytandi til lengdar. Slíkur ofleikur hentar vafa- laust betur stærri og ópersónulegri sölum en Salnum. Hvað sem því líður var gaman að sjá svona heildstætt listaverk sett á svið, blöndu af leik og tónlistarflutningi. Skemmtanagildið var gott eftir atvikum og fræðslugild- ið mikið. Skilið var við áhorfendur í djúpum hugleiðingum um einn mesta ástarþríhyrning tónlistarsögunnar. Kjökrandi Klara Alexandra Kjeld TÓNLIST Salurinn Höfundur og flytjandi: Stephanie Wendt. 2. nóvember kl. 17. Einleikur í tveimur þáttum, með verkum eftir Klöru og Róbert Schumann og Jóhannes Brahms  Úr ýmsum áttum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.