Morgunblaðið - 26.11.2007, Page 21

Morgunblaðið - 26.11.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 21 Bæjarstjórinn í Bolungar-vík og sveitarstjórinn áSkagaströnd skrifa greinsem birtist hér í Morgun- blaðinu 15. nóvember sl. með yf- irskriftinni „Jöfnunarsjóður á villi- götum?“ Í greininni er vikið að mismunandi fjárhagsstöðu sveitar- félaganna í landinu og aðstöðumun þeirra til að sinna lögbundnum og venjubundnum verkefnum af þeim sökum. Einnig er þar fjallað um út- hlutun sérstaks aukaframlags úr jöfnunarsjóði á árinu 2007, reglur um úthlutunina og hvernig staðið hafi verið að setningu þeirra. Þá er spurst fyrir um hvort Samband ís- lenskra sveitarfélaga hafi markað þá stefnu að jöfnunarsjóði skuli beitt sérstaklega í þágu sameinaðra sveitarfélaga og síðan látið að því liggja að allar ákvarð- anir stjórnar sam- bandsins miðist við sveitarfélög með íbúa- tölu á bilinu 1.000 til 5.000 íbúa. Misjöfn fjárhagsstaða Samband íslenskra sveitarfélaga hefur með margvíslegum hætti leitt í ljós og vakið athygli á fjár- hagslegum að- stöðumun sveitarfé- laganna í landinu, auk þröngrar fjárhags- legrar stöðu þeirra langflestra, og beitt sér fyrir nauðsyn- legum leiðréttingum. Í stað þess að taka á þeim vanda með var- anlegum hætti hefur ríkisvaldið viðurkennt aðstöðumuninn að nokkru leyti með því að greiða sérstakt tímabundið auka- framlag inn í jöfn- unarsjóð á árunum 2006, 2007 og 2008. Starfsmenn jöfnunarsjóðs, félags- málaráðuneytisins og sambandsins hafa unnið að útreikningum og greiningu á stöðu sveitarfélaganna fyrir ráðgjafarnefnd jöfnunarsjóðs og á grundvelli þess hefur félags- málaráðherra sett reglur um út- hlutun framlaganna að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar og stjórnar sambandsins. Reglur um úthlutun 2006 Við úthlutun 700 m.kr. auka- framlags á árinu 2006 voru settar almennar reglur um að íbúafækkun og þróun útsvarsstofns á árunum 2000-2005 væru þau atriði sem lægju til grundvallar því hvort og hversu há framlög sveitarfélögin fengu. Það eru utanaðkomandi að- stæður sem sveitarfélögin hafa ekki vald á, en hafa áhrif á fjárhag þeirra. Ekki var lögð til grundvall- ar niðurstaða rekstrar eða efna- hags sveitarfélaganna. Eflaust voru skiptar skoðanir um þessa að- ferðafræði þótt það kæmi ekki fram opinberlega og um hana var bæri- leg sátt meðal sveitarstjórn- armanna. Reglur um úthlutun 2007 Nákvæmlega sömu reglum var beitt við úthlutun 700 m.kr. fram- lags á árinu 2007 að öðru leyti en því að viðmiðunarárin voru önnur, þ.e. árin 2001-2006. Það leiddi til þess að fjárhæðin skiptist með öðr- um hætti milli sveitarfélaganna, ný sveitarfélög bættust við og önnur duttu út. Við tvöföldun framlagsins á árinu 2007 var í útreikningum fljótt leitt í ljós að mikill ójöfnuður fælist í dreifingu þeirra fjármuna milli sveitarfélaga með því að ráðstafa þeim öllum með sama hætti og gert var á árinu 2006. Eitt einstakt sveitarfélag hefði þá t.d. fengið tæpar 240 m.kr. eða um 17% fram- lagsins. Því miður glíma ýmis fleiri sveitarfélög við fjárhagslegan vanda en þau sem féllu innan þeirra reglna sem þá voru settar. Þeim viðbótarfjármunum, 700 m.kr., sem fengust á árinu 2007, var því skipt með þeim hætti að 350 m.kr. var deilt eftir íbúafjölda til þeirra sveit- arfélaga þar sem íbúafjölgun var hlutfallslega minni en í Reykjavík á árunum 2001-2006 og 350 m.kr. runnu til sameinaðra sveitarfé- laga. Í báðum þessum tilvikum urðu sveit- arfélögin að falla und- ir regluna um íbúaþróun og þróun útsvarsstofns á ár- unum 2001-2006. Einnig var skilyrði að sveitarfélag legði á hámarksútsvar. Einstökum sveitarfélögum ekki hyglað Hingað til hafa þeir einstaklingar sem kjörnir eru í ráðgjaf- arnefnd jöfnunarsjóðs eða stjórn sambands- ins ekki verið vændir um að hygla ein- stökum sveit- arfélögum eða sveit- arfélögum með tiltekinn íbúafjölda né beita sér gegn öðrum, þótt skiptar skoðanir hafi verið á þeim ákvörðunum sem þeir hafa orðið að taka. Fullyrða má að þeir sem kosnir hafa verið til þeirra starfa hafi leit- ast við að setja sig inn í ólíkar að- stæður sveitarfélaganna og gætt hagsmuna þeirra almennt án tillits til íbúafjölda í þeim sveitarfélögum sem þeir starfa fyrir. Af 41 sveitarfélagi sem fá fram- lög á árunum 2006 og 2007 eru 19 sem ekki hafa sameinast öðrum sveitarfélögum og 29 sem eru með færri en 1.000 íbúa. Þótt sameinuð sveitarfélög hafi nú á þessu ári fengið hluta framlaganna sér- staklega í sinn hlut hafa þau sveit- arfélög sem ekki hafa sameinast og sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa ekki verið skilin eftir. Framlög á íbúa í átta sveitarfélögum Í áður tilvitnaðri grein er vikið að úthlutun þessara aukaframlaga á árinu 2007 til átta tilgreindra sveit- arfélaga og að settar reglur á því ári hafi lítið með jöfnun að gera. Fullyrt er að reglurnar jafni ekki aðstöðumun þeirra sveitarfélaga sem verst standa, án þess að nánar sé skilgreint hvort þar sé átt við rekstur eða efnahag. Ekki var held- ur tekið tillit til reksturs og efna- hags við setningu reglnanna 2006 og tæpast hægt að halda því fram að þær reglur hafi leitt til meiri jöfnunar en reglurnar 2007. Sé út- hlutun aukaframlaganna 2006 og 2007 til þessara átta tilgreindu sveitarfélaga greind niður á íbúa, sem er viðtekin venja í samanburði milli sveitarfélaga, kemur eftirfar- andi í ljós (sjá töflu): Stefna sambandsins í sameiningarmálum Sambandið hefur lengi haft þá stefnu, sem mörkuð hefur verið á landsþingum þess og fulltrúaráðs- fundum, að rétt væri að efla sveit- arstjórnarstigið með því að sam- eina sveitarfélög. Sambandið hefur tekið þátt í sérstökum átaksverk- efnum með ríkisvaldinu til að vinna þeirri stefnu framgang. Jafnframt hefur stefnan verið sú að meirihluti íbúa í hverju einstöku sveitarfélagi taki um það ákvörðun í atkvæða- greiðslu hvort þeirra sveitarfélag verði sameinað öðru sveitarfélagi eða ekki. Sambandið hefur ávallt lagt áherslu á að vilji íbúanna réði og virt niðurstöðuna. Stefna þess hefur ekki komið niður á sam- skiptum sambandsins við þau sveit- arfélög sem ekki hafa sameinast. Sveitarfélögunum hefur fækkað úr 204 á árinu 1990 í 79 á árinu 2007 og umræða um frekari sameiningu fer nú fram á nokkrum svæðum án frumkvæðis sambandsins. Stuðningur jöfnunarsjóðs við sameiningu sveitarfélaga Sameining sveitarfélaga hefur verið studd með sérstökum fjár- framlögum úr ríkissjóði sem runnið hafa í gegnum jöfnunarsjóð. Sam- bandið hefur beitt sér fyrir því að fjármunir verði áfram til staðar til að þau sveitarfélög sem sameinast í framtíðinni njóti hliðstæðrar fyr- irgreiðslu og þau sem sameinast hafa á undanförnum árum. Jafn- framt hafa lög og reglur jöfn- unarsjóðs lengi kveðið á um sérstök framlög vegna sameiningar sveitar- félaga af ráðstöfunarfé sjóðsins. Lög þar um hafa verið sett á Al- þingi og félagsmálaráðherra sett reglurnar að höfðu samráði við ráð- gjafarnefnd jöfnunarsjóðs og stjórn sambandsins, sem tekið hefur af- stöðu til þeirra í ljósi markaðrar stefnu þess í sameiningarmálum. Lengi hefur verið gagnrýnt að þeir fjármunir sem sérstaklega eru eyrnamerktir sameinuðum sveit- arfélögum af ráðstöfunarfé sjóðsins séu mjög takmarkaðir. Komið er til móts við það sjónarmið með því að úthluta fjórðungi aukaframlagsins 2007 til sameinaðra sveitarfélaga, sem búa við samdrátt. Að lokum Fjárhagslegar aðstæður sveitar- félaganna eru miklu fremur ólíkar eftir því hvort þar er vöxtur, stöðn- un eða samdráttur en því hvort þar eru fleiri eða færri íbúar. Ítrekað hefur sambandið vakið athygli á þeim aðstöðumun. Tímabundið aukaframlag jöfnunarsjóðs í þrjú ár er viðleitni til að koma til móts við vanda þeirra sveitarfélaga sem búa við samdrátt. Almennar reglur, settar með tilliti til þess að- stöðumunar, hafa leitt til þess að framlagið rennur til hlutaðeigandi sveitarfélaga og kemur þeim afar vel. Í raun er um að ræða stærstu byggðaaðgerð sem ríkisvaldið hef- ur gripið til á síðustu árum. Reglur um úthlutun þessara tímabundnu framlaga á árinu 2008 hafa ekki verið settar. Sé það al- menn skoðun sveitarstjórn- armanna að jöfnunarsjóður hafi verið á villigötum við setningu reglna um úthlutun aukaframlaga á árunum 2006 og 2007, og að aðrar aðferðir séu sanngjarnari og leiði til eðlilegri jöfnunar milli hlutaðeig- andi sveitarfélaga en þær almennu reglur sem beitt hefur verið, hlýtur það að verða skoðað við úthlutun framlaganna á árinu 2008. Tillögur um aðra aðferðafræði eru vel þegnar. Er jöfnunarsjóður á villigötum? Eftir Þórð Skúlason Þórður Skúlason » Aðstæðursveitarfélag- anna eru miklu fremur ólíkar eftir því hvort þar er vöxtur, stöðnun eða samdráttur en því, hvort þar eru fleiri eða færri íbúar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. nsson lét bekkina til f Kreppu- sadals og 30 metra ndur aka og grjóti í gróðurinn jurta rinu 1995 túrulegan ann allan ðri aðstoð nn er með áplantna, glingsvið, og greni- uk hinnar s tegund- lóm, risa- r. ð afskap- lega þotið m daginn r tuttugu furur frá væðið hjá fgirt enda m leið um yrir þeim. reitinn um g verð að að strax í 0 plöntur í í garðin- um, mest setja nið- vera hinn m því þær iður í rót. „Þegar við byggðum fyrst í Grá- gæsadal fyrir fjörutíu árum (1967) voru hvannir með öllum lækjum og meðfram vatninu. Svo var þetta allt bitið af rollunum, en loksins núna er orðin hvönn alveg eins og var fyrir fjörutíu árum vegna þess að fátt er orðið um fé þarna nema kannski á haustin. Það er gaman að því að þegar Sig- urður Blöndal var inn frá síðast í skemmtiferð hjá mér með sitt fólk fundum við gulvíði í dalnum, en hann er sem sagt hvergi að finna þar sem rollur eru. Hjörleifur Gutt- ormsson fann hann t.d. ekki þegar hann hljóp út með vatni og fann 58 tegundir af háplöntum meðan við Kristín kona hans hituðum kaffi, lík- lega 1976. Ég tók svolítið af víði- plöntunum og við Kjartan frændi fjölguðum honum um 20 á hverju ári og hann dafnar vel. Þessi gulvíðir skríður eftir jörðinni, er búinn að gera sig jarðlægan enda kannski bú- inn að vera þarna í þrjú þúsund ár. Ég er líka með gulvíði inn frá sem stendur upp í loftið og er kominn úr Egilsstaðaklettum og norðan frá Laxá í Aðaldal.“ Völundur ræktar víðar en garðinn sinn á Egilsstöðum og í Grágæsadal. Um 5 km frá Grágæsadal og á leið út í Möðrudal, þar sem er hraun, er hann farinn að stinga niður plöntum. „Ef rollur finna þetta ekki getur þarna orðið óskaplega falleg- ur reitur þegar plönturnar fara að skjóta sér upp á milli steinanna og sandsins milli þeirra.“ Völundur segir að eftir að reglu- gerð var sett um fjölbreytileika teg- undanna (Lög um náttúruvernd 1999, um innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera) megi ekki setja útlendar plöntur niður á Ís- landi fyrir ofan 500 metra hæð, nema með leyfi til tilraunastarfsemi frá umhverfisráðuneytinu. „Þegar ég fór að lesa skilmálana stóð þar m.a. að einhverjir vísindamenn yrðu að bera ábyrgð á slíkri tilraun og taka þyrfti fram hvaða tegundir þetta væru og hvað þær yrðu lengi. Svo ég hugsaði með mér að ég ætl- aði þá bara að bíða eftir að ráðu- neytið sem leyfði Kárahnjúkavirkj- un myndi kæra mig fyrir garðræktina mína í Grágæsadal.“ Í dalinn hefur komið allskonar fólk í heimsókn. Alþýðufólk og póli- tíkusar og vísindamenn svo eitthvað sé nefnt. „Til dæmis kom Össur Skarphéðinsson með þjóðgarðs- nefndina 2003 og með honum voru m.a. Steingrímur Sigfússon, Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverf- isráðherra, og Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri sem ég hafði áður farið með á fjöll. Þau voru á yfirreið vegna Vatnajökulsþjóðgarðs. Höfðu náttúrlega öll komið inn í Snæfell áður og ég sagði bílstjóranum þeirra að vera ekkert að fara þangað held- ur koma inn í Grágæsadal. Þau ætl- uðu svo að gista í Kverkfjöllum. Það varð úr að þau fóru eiginlega ekkert inn í Snæfell, eða hvort þau slepptu Eyjabökkunum sem voru þá sloppn- ir fyrir horn og komu í Grágæsadal og höfðu þar matinn.“ Flugvöllurinn hans Ómars Völundur hefur verið Ómari Ragnarssyni innan handar á ferða- lögum hans um norðausturöræfin og sigldi t.d. með Ómari í Örkinni þegar byrjað var að fylla í Hálslón. „Árið 1938 flugu Agnar Kofoed Hansen og Bergur Gíslason, for- maður Flugmálafélags Íslands, á flugvél sem nefndist Klemminn (þýsk Klemm KL-25), þeirri sem þýskir svifflugumenn sem voru hér á Íslandi skildu eftir og Agnar gerði upp og flaug. Þeir Bergur merktu flugvöll það ár með nokkrum stein- um við Sauðá. Í gamla daga þegar við vorum að keyra um sagði Hall- dór Sigvarðsson á Brú að við ættum að fara yfir Sauðá hjá flugvellinum því þar væri best að fara og minnst sandbleytan. Þetta er flugvöllurinn sem Ómar Ragnarsson heldur núna til á, við Sauðá, 1.400 metra langur. Hann er búinn að merkja þverbraut og er þar með tvo bíla núna. Ég var þarna um daginn þegar Ómar flaug í rokinu mikla og var að mynda stíflu- lekann.“ Svo segist Völundi sem á ógrynni sagna í fórum sínum og hefur leið- beint og frætt Íslendinga og útlend- inga, leika og lærða, um perlur ís- lenskra öræfa í áraraðir. Hann er sannkallaður vörslumaður hálendis- ins og djúp virðing hans fyrir landi og lífríki lætur engan ósnortinn. steinunn@mbl.is                                sadal er reitur með plöntun æði Hálslóns til varðveislu. Ljósmynd/Völundur Jóhannesson r í 640 metra hæð á vestanverðum Brúaröræfum norðan Vatnajökuls og þar þrífast í annessonar yfir 200 aðfluttar tegundir. Úr dalnum er fögur sýn til Kverkfjalla. ilsárrana, Kringilsá og yfir í Kárahnjúka. ir u.þ.b. miðri mynd en er horfinn í lónið. Bænhús Í jurtagarðinum í Grágæsadal stendur þetta litla hús og þar inni er krossmark, kerti og setbekkir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.