Morgunblaðið - 26.11.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 29
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið
Brimalda
"Fæddir sjómenn, sem veitt
hafa fisk kannski mann
fram af manni í langa tíð,
þurfa nú að sækja rétt sinn
til veiða til kvótamangara -
og greiða dýru verði fyrir
það sem þeir héldu að væri
þjónusta við samfélagið,
ærlegt lifibrauð! Og þeir
sem selja þurfa ekki lengur
að standa í útgerð, kontór-
inn, síminn, netið, sam-
skipti við banka sem nú er
orðinn alþjóðlegur og gerir
þeim kleift að stunda við-
skipti á alþjóðamörkuðum -
blóð, sviti og tár íslenskra
sjómanna er orðinn gjald-
miðill í hásölum heimsauð-
valdsins.
Er hætt að kenna sögu almennilega í skólum? Uppvakningurinn minnir á
dönsku einokunina, dönsku kaupmennirnir sátu út í Kaupmannahöfn á
vetrin og létu sér líða vel af ágóða Íslandsverslunarinnar sem þeir sátu
einir að. Bretar skiptu Írlandi á milli breskra aðalsmanna sem sátu í
London og nutu lífsins, komu ekki nálægt Írlandi, það voru fulltrúar þeirra
sem söfnuðu arðinum, jarðrentunni og skiluðu henni til herra sinna. Sjá
menn ekki mynstrið?"
Verð: 1,900,-kr.
Fæst í bókaverslunum um land allt
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl.
9-16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl.
14. Viðtalstími hjúkrunarfræðings
kl. 9-11.
Árskógar 4 | Bað kl. 9-16, handa-
vinna kl. 8-16, smíði/útskurður kl.
9-16.30, félagsvist kl. 13.30 og
myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaað-
gerðir, hádegisverður, bútasaumur,
kaffi. Aðventuskemmtun 7. des. kl.
17. Söngur og gamanmál, jólasaga
og hátíðarsöngvar. Jólahlaðborð frá
Lárusi Loftssyni. Miðaverð 3.500
kr. Skráning í s. 535 2760 f. miðvi-
kud. 5. des.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í
handmennt kl. 9-12, leikfimi kl. 10,
Guðný, myndlistarnámskeið kl. 13-
16, leiðb. Hafdís, brids kl. 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist í Gullsmára á mánudögum
kl. 20.30, í Gjábakka á mið-
vikudögum kl. 13 og föstudögum kl.
20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línu-
danskennsla kl. 18, samkvæmisdans
byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20.
Aðventuhátíð föstudag 30. nóv-
ember kl. 20, hugvekju flytur Karl
Sigurbjörnsson biskup, kór FEB
syngur jólasálma, leikþáttur, get-
raun o.fl., kaffiveitingar.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinna kl. 9, leiðbeinandi verður við
til hádegis, bossía kl. 9.30, gler- og
postulínsmálun kl. 9.30 og 13, lom-
ber kl. 13, canasta kl. 13.15, kóræf-
ing kl. 17.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10,
hádegisverður kl. 11.40, handavinna
og bridds kl. félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garða-
bæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvenna-
leikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, málun
kl. 10 og 13, gler og leir kl. 13.
Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 11,
bridsnámskeið fyrir byrjendur kl. 13,
skráning í jólagleði FEBG í Jónshúsi
og Kirkjuhvoli. Miðasala hefst á
morgun í Jónshúsi.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Aðgöngumiðasala á jóla-
skemmtunina í Hlégarði 29. nóv-
ember stendur yfir á skrifstofu
félagsstarfsins á Hlaðhömrum kl.
13-16 virka daga.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu-
stofur opnar kl. 9-16.30, sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl.
9.50, postulínsnámskeið kl. 10,
kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Frá
hádegi er spilasalur opinn, kóræfing
kl. 14. Strætisvagnar S4, 12 og 17
stansa við Gerðuberg. Létt ganga
um nágrennið kl. 10 á morgun. S.
575 7720.
Hraunbær 105 | Handavinna og út-
skurður kl. 9, bænastund kl. 10, há-
degismatur kl. 12, myndlist kl. 13,
kaffi kl. 15. Hárgreiðslustofan Blær
er opin alla daga, sími 894 6856.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu-
stofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, skreyting
á kerti, handstúkuprjón o.fl. Jóga kl.
9-11, Sóley Erla. Frjáls spilamennska
kl. 13-16, hádegisverður kl. 11.30.
Hæðargarður 31 | Jólapakka-
skreytingar 27. nóv. og 4. des. kl.
16. Föstudag 30. nóv.: Jónas Hall-
grímsson: Sveinn Einarsson og
skáldin í Skapandi skrifum frá Gjá-
bakka. Sama dag er opnuð mál-
verkasýning Stefáns Bjarnasonar.
Ósóttir miðar á Vínarhl. 5. jan. til
sölu. Uppl. 568 3132.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport-
húsinu kl. 9.30-11.30. Uppl. í síma
554 2780.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun
er sundleikfimi í Grafarvogs-
sundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund
kl. 10.30, handverks- og bókastofa
kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30, söng-
og samverustund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-
16, vinnustofa í handm. kl. 9-16,
boccia kl. 10.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Brids kl. 19 í fé-
lagsheimili Sjálfsbjargar á höf-
uðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Slysavarnadeildin Hraunprýði |
Jólahlaðborðið í Skútunni 27. nóv.
kl. 19.30. Hörður Torfason syngur
og Vigdís Grímsdóttir les úr bók
sinni „Bíbí“, jólahappdrætti
og hugvekja. Aðgöngumiðar eru
seldir í Dalakofanum í Firði og Kakí,
Strandgötu 9-11.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16,
handavinna kl. 9.15-15.30, boccia kl.
9, leikfimi kl. 11, hádegisverður kl.
11.45, kóræfing kl. 13 og kaffi kl.
14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja
kl. 8.30, bókband kl. 9, opin handa-
vinnustofa kl. 9-16.30, morg-
unstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upp-
lestur framhaldssögu kl. 12.30.
Söngur við flygilinn með Sigríði kl.
13.30, glerbræðsla kl. 13, frjáls
spilamennska kl. 13-16.30. Uppl. í
síma. 411 9450.
Þórðarsveigur 3 | Félagsráðgjafi kl.
10, kl 13 opinn salurinn, leikfimi kl.
13.15 og boccia kl. 14.45.
Kirkjustarf
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður
með bænastund/morgunsöng á
Dalbraut 27 kl. 9.30.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10-12
ára kl. 17-18 í Grafarvogskirkju og
Húsaskóla. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga í 8.-10. bekk kl. 20 í Graf-
arvogskirkju.
Hallgrímskirkja | Bænastund kl.
12.15.
Hjálpræðisherinn á Akureyri |
Heimilasambandsfundur kl. 15. Nán-
ari uppl. í s. 896 6891.
dagbók
Í dag er mánudagur 26. nóvember, 330. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh.. 20.)
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Túngötu 7. Sjálfshjálparhópur
þeirra sem þjást af kvíða er starfræktur í
húsi Geðhjálpar alla mánudaga kl. 19.30-21.
Hópurinn er öllum opinn sem eiga við ofan-
greindan vanda að stríða.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895 1050.
Dans Kim Yu-Na frá Suður-Kóreu sýnir listir sínar í keppni í listdansi á skautum sem fram fór í Moskvu í gær.
Reuters
Á hálum ís
FRÉTTIR
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
mbl.is
smáauglýsingar
HÁSKÓLI Íslands (HÍ) hefur
veitt 15 starfsmönnum Landspít-
ala (LSH) og tveimur starfs-
mönnum frá Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins og Krabba-
meinsfélagi Íslands akademíska
nafnbót.
Athöfnin fór fram í hátíðarsal
háskólans þriðjudaginn 20. nóv-
ember. Það var Kristín Ingólfs-
dóttir rektor sem afhenti skír-
teini sem staðfesta nafnbótina.
Samkvæmt samningi LSH og
HÍ geta starfsmenn LSH sótt um
akademíska nafnbót frá HÍ þótt
þeir séu ekki með ráðningar-
samning við skólann, ef þeir
standast kröfur um hæfi sem
gerðar eru til kennara við Há-
skóla Íslands.
Þeir sem öðlast akademíska
nafnbót geta sótt um rannsókn-
arstyrki úr sjóðum sem eru í
vörslu viðkomandi deildar HÍ
samkvæmt reglum sem um þá
sjóði gilda. Viðkomandi skuld-
bindur sig til að nota nafnbótina á
viðeigandi hátt og að hlíta siða-
reglum HÍ og öðrum reglum
settum af deildinni um meðferð
rannsóknarviðfangsefna og um
ráðvendni í rannsóknum. Þá ber
þeim sem þiggur akademíska
nafnbót að geta hennar ef hann
birtir greinar í innlendum eða er-
lendum fræðitímaritum og deild-
in sem veitti nafnbótina getur
leitað til viðkomandi um að taka
að sér kennslu á hennar vegum
samkvæmt nánara samkomulagi.
Akademískar nafnbætur voru
fyrst veittar samkvæmt samn-
ingi HÍ og LSH í október 2004 og
hefur nú 61 starfsmaður LSH
fengið slíka nafnbót. Að þessu
sinni voru akademískar nafnbæt-
ur í fyrsta skipti veittar öðrum en
þeim sem starfa hjá LSH og er
það gert samkvæmt samningi
sem viðkomandi stofnanir hafa
gert við HÍ.
Þeir sem fengu akademískar
nafnbætur að þessu sinni voru:
Klínískur prófessor: Ástráður
B. Hreiðarsson, Kristján Sig-
urðsson, Margrét Árnadóttir,
Tómas Guðbjartsson.
Klínískur dósent: Aðalsteinn
Guðmundsson, Arnar Hauksson,
Gylfi Óskarsson, Ína Þórunn
Marteinsdóttir, Leifur Franzson,
Leifur Þorsteinsson.
Klínískur lektor: Eygló Inga-
dóttir, Hlíf Guðmundsdóttir,
Ólafur Ó. Guðmundsson, Ólöf
Sigurðardóttir, Ragnheiður I.
Bjarnadóttir, Sólveig Jónsdóttir,
Þ. Herbert Eiríksson.
15 fengu akademíska
nafnbót við HÍ
Vísindafélag Íslendinga býðurtil fyrirlestar í Norræna hús-inu kl. 20 á miðvikudag. Þarætlar dr. Sigríður Þorgeirs-
dóttir, dósent í heimspeki við HÍ, að
flytja erindið Vita activa og vita con-
templativa: Hugleiðingar um samband
heimspeki og stjórnmála út frá kenn-
ingum Hönnuh Arendt.
„Hanna Arendt var einn helsti
stjórnspekingur 20. aldarinnar. Hún
var landflótta gyðingur frá Þýskalandi
og síðar prófessor í heimspeki í Banda-
ríkjunum,“ útskýrir Sigríður. „Hún
skrifaði verk sín í skugga alræðis stal-
ínismans og nasismans og dró þá álykt-
un að virkir borgarar væru helsta vörn-
in fyrir því að alræði kæmist aftur á.“
Kenningar Arendt hafa verið mjög
til umræðu eftir fall Berlínarmúrsins
og hruns sósíalismans, einkum vegna
kenninga hennar um lýðræðislega
virkni borgaranna.
Raunar er áhugi Arendt á pólitískri
virkni ekki dæmigerður fyrir heim-
spekinga: „Lengst af í sögunni hafa
heimspekingar verið tortryggnir í garð
stjórnmálanna og rekur Arendt það allt
aftur til dauðadómsins yfir Sókratesi,“
segir Sigríður. „Margir líta svo á að
heimspekin eigi að standa utan við
stjórnmálin vegna þess að þegar fræði
skipta sér af pólitík skapist hætta á að
fræðin óhreinkist og breytist í hug-
myndafræði. Á hinn bóginn er það ekki
síður háskalegt þegar heimspekingar
og menntamenn víkja sér undan því að
taka gagnrýna pólitíska afstöðu þegar
mikið liggur við, eins og Arendt bendir
á að hafi gerst í Þýskalandi á tímum
nasismans.
Á grundvelli eigin reynslu sem aktí-
visti og heimspekingur fjallaði Arendt
um togstreituna milli hins virka lífs og
lífs heimspekingsins,“ segir Sigríður.
Til að skoða viðfangsefnið betur rýn-
ir Sigríður nánar í snertifleti stjórn-
mála og heimspeki: „Það er rétt sem
Arendt heldur fram, að stjórnmál og
heimspeki geta ekki runnið saman í
eitt, en oft eru skilin þar á milli þó
óljós,“ segir Sigríður. „Í erindinu koma
fram m.a. mínir persónulegu þankar
sem heimspekings sem er um leið virk-
ur borgari, s.s. á sviði umhverfis- og
jafnréttismála. Hugleiðingar um hið
hugsandi líf og hið virka líf varpa jafn-
framt í víðara samhengi upp spurn-
ingum um samband fræða og stjórn-
mála yfirleitt.“
Heimspeki | Fyrirlestur um kenningar Hönnuh Arendt á miðvikudag
Samband fræða og pólitíkur
Sigríður Þor-
geirsdóttir fæddist
í Reykjavík. Hún
nam heimspeki í
Boston og Berlín
og lauk doktors-
gráðu frá Hum-
boldt-háskóla í
Berlín. Sigríður
hefur kennt heim-
speki í Þýskalandi og á Íslandi og er
nú dósent við HÍ. Hún hefur birt bæk-
ur og greinar um rannsóknir sínar í
þýskri heimspeki og femínískri heim-
speki. Sigríður er gift Magnúsi D.
Baldurssyni, gæðastjóra HÍ, og eiga
þau eina dóttur.