Morgunblaðið - 26.11.2007, Síða 36
36 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 B.i.16.ára DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 LÚXUS VIP
JESSE JAMES kl. 8 B.i.16.ára
30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i.7.ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára
ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 LEYFÐ
„BEOWULF ER EINFALD
LEGA GULLFALLEG...“
ENTERTAINMENT WEEKLY
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HVAR MYNDIR ÞÚ FELA
ÞIG Í 30 DAGA... !?
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
KIM Larsen hélt tónleika í ný-
uppgerðu Valsheimili – sem hefur
nú hlotið nafnið Vodafonehöllin –
á laugardaginn. Höllin var sneisa-
full af aðdáendum þessa harð-
soðna en heillandi Dana sem taldi
í með gamla Gasolinlaginu „Det
bedste til mig og mine venner“.
Tónleikarnir voru vel rokkaðir og
sveit Larsens, Kjukken, geipiþétt
út í gegn. Hápunkti náðu tónleik-
arnir með lagatvennu úr kvik-
myndinni Midt om natten en tit-
illagið fékk að hljóma ásamt
„Papirklip“ („Livet er langt …
lykken er kort …“). Larsen tók
tvö lög eftir uppklapp og endaði á
hinu fallega „Stille i Verden“ af
síðustu plötu sinni, Gammel Han-
kat, sem kom út í fyrra. Larsen
gerði að gamni sínu á milli laga
eins og hann á venju til, sagði sög-
ur og pirraði sig á því að ekki
mætti lengur reykja í Reykjavík
en Larsen er vanur að fá sér smók
á sviðinu og skola honum niður
með öli þegar þannig liggur á
honum, enda danskur og ligeglad
með lífið og tilveruna. Einn áhorf-
enda hafði á orði á leið sinni út að
Larsen ætti að vera uppálagt að
spila hér á landi a.m.k. árlega, sú
stofnun sem hann er fyrir löngu
orðinn í skandinavískri dæg-
urtónlist. Það er spurning um að
ráðuneyti menntamála gangi í það
mál!
Morgunblaðið/Eggert
Flottur Kim Larsen er óneitanlega lýkur Rúnari Júlíussyni.
Úthald Larsen tók 22 lög á tónleikunum og blés varla úr nös.
Húmoristi Larsen var ekki ánægður með reykingabannið í höllinni.
Datt mér
ekki
danskur…
TÓNLISTARHÁTÍÐIN Nokia on
ice var haldin á Gauki á Stöng og
Organ á föstudagskvöldið. Sex
hljómsveitir komu fram á hátíðinni,
Sprengjuhöllin, Motion Boys, Ultra
Mega Technobandið Stefán, Blo-
odgroup, Hjaltalín og Dikta. Hátíðin
þótti mjög vel heppnuð og skemmtu
bæði gestir og flytjendur sér vel,
eins og myndirnar bera með sér.
Sprengjuhöllin Þeir Atli, Sigurður, Bergur, Snorri og Georg tóku öll sín bestu lög.
Töffarar Harpa Einarsdóttir og
Krummi í Mínus voru flott. Ferskir Pétur Jóhann, Kiddi Bigfoot og Guðmundur Steingrímsson.
Sæt Lilja Kristín Jónsdóttir,
söngkona Bloodgroup.
Farsími á ís
Morgunblaðið/Eggert
Dikta Haukur Heiðar og félagar hans í Diktu fóru á kostum.