Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is KOMI boðuð skerðing á örorkulífeyri lífeyrissjóð- anna til framkvæmda fer af stað víxlverkan milli Tryggingastofnunar ríkisins og lífeyrissjóðanna sem mun gera það að verkum að erfitt getur orðið fyrir ríkið að bæta stöðu öryrkja. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra hefur, í samráði við fjármálaráðuneytið, boðið lífeyrissjóðunum sem áforma skerðingu til um 1.800 öryrkja, að greiða þeim 100 milljónir gegn því að sjóðirnir fresti skerðingunni um eitt ár. Lífeyrissjóðirnir hafa í talsverðan tíma fjallað um tillögur um skerðingu á örorkulífeyri til þeirra sem sjóðirnir segja að fái hærri örorkulífeyri en nemur þeim tekjum sem þeir höfðu áður en þeir urðu öryrkjar. Upphaflega átti breytingin að taka gildi fyrir ári, en því var frestað. Nú áforma sjóð- irnir að láta skerðingarnar taka gildi, en þó með þeim hætti að skerðingin miðast við launavísitölu. „Málið er þannig vaxið að lækkun greiðslna hjá lífeyrissjóðum til öryrkja leiðir til víxlverkandi hækkana og lækkana örorkubóta hjá Trygginga- stofnun ríkisins. Ég lét skoða þetta mál vegna þess að ég sá að þetta myndi hafa áhrif á útgjöld Tryggingastofn- unar vegna þess að að hluta til bætir Trygg- ingastofnun upp þessa skerðingu. Svo þegar stofnunin er búin að bæta þetta upp fer þetta aft- ur til lífeyrissjóðanna sem aftur fara að skerða ör- orkulífeyrinn því þá er fólk komið upp fyrir þessi tekjumörk sem sjóðirnir miða við.“ Jóhanna fékk tryggingastærðfræðing til að reikna út hvaða áhrif skerðingar lífeyrissjóðanna hefðu á útgjöld Tryggingastofnunar. Niðurstaðan var sú að breytingin myndi auka útgjöld stofn- unarinnar um 100 milljónir á næsta ári. Þessi fjár- hæð myndi síðar hækka upp í 170-180 milljónir á ári og verða tæplega 800 milljónir á fimm árum. Jóhanna tók fram að staða lífeyrissjóðanna sem eru með miklar örorkugreiðslur væri erfið og gæti haft áhrif á getu sjóðanna til að greiða ellilíf- eyri. Öryrkjar fastir í víxlverkan milli TR og lífeyrissjóðanna Félagsmálaráðherra á í viðræðum við lífeyrissjóðina um frestun skerðingar JÓHANNA Sigurðardóttir hefur kynnt tillögur fyrir stjórnendum lífeyrissjóðanna. „Tillögurnar ganga út á að ríkisvaldið komi með ákveðið framlag til lífeyrissjóðanna næsta árið sem nemur þessum viðbótarútgjöldum sem Tryggingastofnun myndi ella hafa. Lífeyrissjóðirnir myndu á móti fresta þessum skerðingum um eitt ár. Þá er hugsunin sú að það er nefnd á mínum vegum starfandi sem er að skoða aðgerðir sem miða að því að bæta stöðu almannatryggingaþega. Nefndinni er einnig ætlað að einfalda almanna- tryggingakerfið og skoða samspil lífeyris og al- mannatrygginga, en ákvæði um þetta er í stjórn- arsáttmála. Eftir ár gæti legið fyrir hvernig hægt er að aftengja víxlverkunina.“ Boð um 100 milljónir MIÐAÐ er að því að setja sérstök lög um nýja varn- armálastofnun sem annast á all- an rekstur mann- virkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á Ís- landi, sjá um varnaræfingar og samskipti sem byggjast á öryggistrúnaði innan bandalagsins eða eru liður í sam- hæfðum viðbrögðum NATO-ríkja. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra á opnum fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergi sem haldinn var í gær. Hún sagði mik- ilvægt að greina skýrlega í sundur hernaðarlega varnarstarfsemi og borgaralega starfsemi og því væri mikilvægt að koma á fót varnarmála- stofnuninni. Ráðherra benti á að það hefði ver- ið niðurstaða mats hermálanefndar NATO í sumar að nauðsynlegt væri fyrir varnir Íslands og sameiginleg- ar varnir bandalagsins að íslenska loftvarnarkerfið yrði rekið áfram og yrði tengt við evrópska loftvarnar- kerfið. Ingibjörg sagði það hins veg- ar einnig koma til greina að bein- tengja kerfið til Norður-Ameríku. Ný lög um varnarmála- stofnun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir MIKIÐ var um hálkuslys í gær og var töluvert álag á starfsfólki slysadeildar Landspítalans. Flestir sem þangað leituðu voru þó með minniháttar áverka, en nokkrir beinbrotnir og varð að leggja suma inn á spítalann. Segja má að gærdagurinn hafi verið fyrsti alvarlegi hálkuslysa- dagurinn á þessum vetri og svo virðist sem vegfarendur hafi ekki áttað sig á þeirri miklu hálku sem beið þeirra í gærmorgun. Að sögn Elísabetar Benedikz, læknis á slysadeild, olli álagið því að talsverð bið var eftir aðhlynn- ingu en aðstæðurnar urðu þó ekki starfsfólkinu ofviða og tókst að hafa stjórn á ástandinu. „Fólk á öllum aldri hefur leitað hingað til okkar í dag eftir byltur og afleiðingar þeirra,“ sagði hún. „Ég ráðlegg öllum að fara sér hægt í umferðinni og gæta varúðar. Mannbroddar gætu gagnast sumum en aðalatriðið er að flýta sér ekki um of,“ segir Elísabet. Slæm slysahrina varð í hálkunni Hálkan kom fólki í opna skjöldu í gær ♦♦♦ GUNNAR Páll Pálsson, formaður VR, segir að markmiðið í næstu kjarasamningum eigi að vera að verja þá kaupmáttaraukningu sem orðið hafi. Þeir sem ekki hafi notið kaupmáttaraukningar, sem sé um þriðjungur félagsmanna VR, þurfi hins vegar að fá verulega hækkun á taxtalaun. Fundur trúnaðarráðs og trúnað- armanna VR hefur samþykkt umboð til samninganefndar félagsins. „Miðað við félagsgjöld hjá okkur áætlum við að laun um þriðjungs fé- lagsmanna hafi ekki náð að fylgja verðbólgu. Við viljum að þessi hópur fái hækkun upp fyrir verðbólgu, en miðum við að þeir sem hafa hækkað umfram þetta fái ekki hækkun. Mér sýnist við vera í þeirri stöðu að verja þann kaupmátt sem við höfum og jafnframt hljótum við að setja okkur það markmið að ná niður verðbólg- unni.“ Gunnar Páll sagði VR vera að tala um „hressilega hækkun“ á lægstu töxtum. Hann segir þessa stefnu ríma ágætlega við kröfu annarra fé- laga t.d. um hækkun á launum umönnunarstétta. Miklar umræður urðu um áfalla- tryggingasjóð á fundi VR. Einhugur ríkti um mikilvægi þess að bæta stöðu þeirra sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða slysa. Mik- ill stuðningur kom fram við mark- miðin með áfallatryggingasjóði en einnig að brýnt væri að tryggja rekstrargrundvöll hans áður en lagt væri af stað í svo viðamiklar breyt- ingar sem snerta velferð og framtíð- armöguleika þúsunda manna. Samningarnir snúast um að verja kaupmátt arinnar,“ segir Ólafur og tekur fram að ungmennin verði fullgildir félagar en ekki óvirkir hlustendur. „Smáraskóli mun t.d. koma núna í janúar og halda myndasýningu, en slíkar sýningar höldum við í hverj- um mánuði. Þá segja þau okkur hvernig þau hafa ferðast og hvað þau sáu.“ Ólafur segir að með þessu fram- taki FÍ sé verið að horfa til fram- tíðar en ekki aðeins að fagna því að félagið hafi aldrei verið sterkara – eftir 80 ára starf. Ungmennin bæt- Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ TELJUM að um tímamóta- samþykkt sé að ræða hjá Ferða- félaginu. Að sjálfsögðu hafa börn og unglingar verið velkomin í félagið en að þau geti fengið aðild fyrir mjög vægt gjald; það er alveg nýtt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands (FÍ), en á stjórn- arfundi félagsins í gær var sam- þykkt að bjóða börn og unglinga undir átján ára sérstaklega velkom- in í félagið. Ólafur segir við hæfi að slík samþykkt sé gerð samhliða því að fagna 80 ára afmæli félagsins. Í tilefni af samþykkt FÍ gengu um fjörutíu nemendur í 10. bekk Smáraskóla í Kópavogi í félagið. Í framhaldi af því mun félagið nálg- ast fleiri skóla með samstarf í huga. „Með þessu er hafið unglingastarf sem við teljum að samræmist hug- sjónum félagsins og tilgangi. Við viljum opna æskufólki sýn á óbyggð- irnar, kenna því að vinna í hópi, sigrast á erfiðleikum og koma glöð heim og segja frá. Með því tökum við þátt í nauðsynlegu samstarfi, ekki aðeins vegna forvarna heldur heilbrigðs uppeldis æsku þjóð- ast í hóp tæplega átta þúsund manns sem þegar eru skráðir í félagið, þar af hafa tvö þúsund manns skráð sig á undanförnum tveimur árum. Sæmd heiðursmerki Í tilefni af afmæli Ferðafélagsins voru 25 einstaklingar sæmdir gull- merki félagsins. Bæði er um að ræða félagsmenn og aðra sem unnið hafa mikið og óeigingjarnt starf í þágu FÍ. Nöfn þeirra eru: Daði Garðarsson, Jóhann Steinsson, Val- garður Egilsson, Gerður Steinþórs- dóttir, Þórunn Þórðardóttir, Ingvar Teitsson, Þórhallur Þorsteinsson, Hjalti Kristgeirsson, Pétur Þorleifs- son, Leifur Þorsteinsson, Þorsteinn Eiríksson, Einar Brynjólfsson, Guð- mundur Hauksson, Höskuldur Ólafsson, Guðríður Þorvarðar- dóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Sigríður Ottesen, Ásgerður Ásmundsdóttir, Guðríður Ingimundardóttir, Tove Öder, Þorbjörg Einarsdóttir, Svan- hildur Albertsdóttir, Árni Erlings- son, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Áslaug Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Sigurður Bogi Ungmenni sérstaklega velkomin Ferðafélag Íslands fagnar 80 ára afmæli og horfir til framtíðar SEX HUNDRUÐ veðköll voru hjá sex stærstu fjármálafyrirtækjum hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í nóvember, samkvæmt því sem kom fram í seinni fréttum Ríkissjón- varpsins í gærkvöldi. Veðkall er það nefnt þegar kallað er eftir frekari tryggingum, s.s. í formi reiðufjár, og á í þessu sambandi við um veðsett hlutabréf. Þriðjungur íslenskra hlutabréfa er veðsettur. Haft var eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að eft- ir því sem markaðirnir hafa lækkað, og þar sem töluvert af bréfum eru veðsett, hafi bankarnir gengið eftir því að settar séu frekari tryggingar – raunar í öllum tilvikum. Hins vegar hafi aðeins einu sinni komið til þving- aðrar sölu. Í ræðu forstjórans á árs- fundi FME kom fram að hlutfall út- lána til verðbréfakaupa hafi aukist á árinu um 126% hjá viðskiptabönkun- um og 42% hjá stærstu sparisjóðum. Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa nemur 36% af heildarmarkaðsvirði félaga sem skráð eru í Kauphöllina. Sex hundr- uð veðköll í nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.