Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 33 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa er opin kl. 9-16.30, leikfimi kl. 8.30, postu- línsmálning kl. 9-12, gönguhópur kl. 11, postulínsmálning kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, hand- av., smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-11.30, kvöldvaka kl. 20. Listasöguerindi, blúsband. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, alm. handavinna, glerlist, dag- blöð, fótaaðgerðir, hád.verður, spila- dagur. Breiðfirðingabúð | Jólafundur verð- ur 3. des. kl. 19. Gunnhildur tekur við pöntunum í síma 564 5365, panta þarf fyrir 30. nóv. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16, leiðb. Halldóra kl. 13-16, leikfimi kl. 10, Guðný. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Söngvaka kl. 14, umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB: æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30, glerlist kl. 9.30 og 13, handa- vinna kl. 10, leiðbeinandi við til kl. 17, félagsvist kl. 13, söngur kl. 15.15, Guð- rún Lilja með gítarinn. Viðtalst. FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, samkv.dans kl. 19, Sigvaldi kennir. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður, postulínsmálning og kvennabridds. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9, 9.45 og 10.30, brids og búta- saumur í Jónshúsi. Miðar á jólagleði FEBG seldir í Jónshúsi kl. 10-16. Félagsstarf Gerðubergs | Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50, dansæfing kl. 10, spilasalur op- inn. 12. des. er farið í heimsókn í Reykjanesbæ. S. 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Bókband kl. 10, létt leikfimi og framhaldssagan kl. 14. Á fimmtudag kl. 20 verður Bandalag kvenna ásamt gleðigjöf- unum með skemmtidagskrá í saln- um. Hraunbær 105 | Handavinna og út- skurður kl. 9, ganga kl. 11, matur kl. 12, bridds kl. 13, kaffi kl 15. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jóga kl. 9-12, Sól- ey Erla, samverustund kl. 10.30. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Morgunandakt kl. 9.30, Hjördís Geirs kl. 12.30. Línu- dans kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu í Dalsmára kl. 9.30, ringó í Smáranum kl. 12, línudans í Húnabúð í Skeifunni 11 kl. 17. Uppl. í síma 564 1490. Korpúlfar, Grafarvogi | Jólahlað- borðið í Hveradölum 29. nóv. Lagt af stað kl. 18.30 frá Rimaskóla. Pútt á Korpúlfsstöðum á morgun kl. 10 og listasmiðjan opin kl. 13-16. Einnig er hópferð á jólahlaðborð á fimmtu- dagskvöld. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfr. kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hand- verksstofa kl. 13, kaffiv. kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan kl. 9-16, vinnust. í handm. kl. 9-16 m. leiðb. Halldóru kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsvist í Há- túni 12 kl. 19. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fóta- aðgerðir kl. 9-12, aðstoð v. böðun kl. 9.15-16, handavinna kl. 10, sund kl. 11.45, matur kl. 12.15, verslunarferð í Bónus kl. 13, tréskurður kl. 14.30, kaffiveitingar. Vinahópur | Bridds á Hótel Sögu kl. 13. Vinahópur er hópur eldri kvenna sem spilar bridds. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinnustofa opin kl. 9- 16.30, morgunstund kl. 10, leikfimi kl. 11, verslunarferð kl. 12.30, upplestur kl. 12.30, bókband kl. 13, dans kl. 14 við undirleik Vitatorgsbandsins. Þórðarsveigur 3 | Handavinna kl. 9, kl. 13 er salurinn opinn, dans kl. 14 og boccia kl. 15. Kirkjustarf Bessastaðasókn | Foreldramorgunn í Holtakoti kl. 10-12. Starf eldri borg- ara í Litlakoti kl. 13-16. Bænastund. Bæna- og kyrrðarstund í Leikskól- anum Holtakoti kl. 20. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Létt- ur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Starf eldri borgara kl. 13.30, Hildigunnur Hjálmarsdóttir kynnir bók sína, „Danska frúin á Kleppi“. Kirkjuprakkarar 7-9 ára kl. 16. TTT 10-12 ára kl 17. Æskulýðs- félag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf eldri borgara kl. 13-16.30. Spilað, föndrað, handa- vinna og gestur kemur í heimsókn. Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10, hádegisverður. Bænarefnum má koma til skila í síma 520 9700 eða með tölvupósti á domkirkj- an@domkirkjan.is. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir, altarisganga og tón- list. Hádegisverður að lokinni stund- inni. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-18 í Rimaskóla og Korpuskóla. Grensáskirkja | Samverustundir aldraðra kl. 12, helgistund kl. 14. Hallgrímskirkja | Árdegismessa kl. 8, altarisganga, bænir. Morg- unverður. Háteigskirkja | Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10-12. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Bænastund kl. 12, máltíð í lok stund- arinnar. Kristilegur kvennafundur kl. 20, hjálparflokkur. Uppl. í s. 462 4406/896 6891. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. Ræðumaður Margrét Jóhann- esdóttir. Ragnar Gunnarsson segir frá sjónvarpskristniboði í Mið- Austurlöndum. Kaffi eftir samkom- una. Langholtskirkja | Hádegisbænagjörð kl. 12.10, málsverður kl. 12.30. Starf eldri borgara kl. 13-16, söngur, spil, föndur, spjall, kaffisopi. Laugarneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30, kirkjuprakkarar 1.-4. bekkur kl. 14.10, fermingarfræðsla kl. 19.30, unglingakvöld, 8. bekkur, kl. 20.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 15. Ari Trausti Guð- mundsson, náttúrufræðingur, ferða- maður og rithöfundur, fræðir um stjörnuhimininn. Kaffiveitingar. Vídalínskirkja, Garðasókn | For- eldramorgunn kl. 10. Elísabet Ólafs talar um hita í börnum og verkjalyf og Tinna Gunnarsd. um höfuðhögg. Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Tónlist Domo bar | Hljómsveit Ragnheiðar Gröndal á Múlanum kl. 21. Fram koma Ragnheiður og Haukur Gröndal. Á efnisskránni eru lög söngkonunni Billie Holiday. Meðleikarar eru Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Þorgrímur Jóns- son á bassa og Erik Qvick á trommur. Norræna húsið | Guðný Guðmundsdóttir og Gerrit Schuil leika kl. 12.30, þætti úr píanó- sónötum Beethovens. Aðgangseyrir er 1.000 kr., 500 kr. fyrir eldri borgara og ör- yrkja og ókeypis fyrir nemendur HÍ. Tónberg | Jónas Ingimundarson píanóleikari leikur þrjár af þekktustu sónötum L.v. Beethovens í nýjum tónleikasal, Tónbergi á Akranesi, kl. 20.30. Tónleikar Þjóðlagasveit- ar Tónlistarskólans verða endurteknir kl. 20. Miðasala í versl. Eymundsson á Akranesi. Fyrirlestrar og fundir Geðhjálp | Túngötu 7. Sjálfshjálparhópur fyr- ir félagsfælna er kl. 19.30. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggja- stokka heldur rabbfund í húsi Krabbameins- félagsins, Skógarhlíð 8, kl. 17. MÍR-salurinn | Sergei Gúshín sendiráðsrit- ari heldur erindi kl. 20 um vísindaskáldskap í Rússlandi á síðustu áratugum og fjallar eink- um um frægustu höfunda Rússa á þessu sviði bókmennta, bræðurna Arkadý og Boris Strúgatský sem m.a. unnu með Tarkovský við Stalker. Norræna húsið | Samtök kvenna af erlend- um uppruna á Íslandi standa fyrir fyrirlestri um baráttu gegn sæmdarglæpum á Norð- urlöndum, kl. 12. Fyrirlesarinn verður Fatma Mahmoudfrá samtökum innflytjendakvenna IKF í Svíþjóð. Fyrirlesturinn er á ensku. Ættfræðifélagið | Fundur 29. nóvember kl. 20.30 í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 162, 3. hæð. Efni fundarins: „Manntalið 1703 o.fl.“ fyrirlesari er Gunnar M. Hinriksson sagn- fræðingur. ITC-Melkorka | Fundur kl. 20, í Hverafold 5 í Grafarvogi. Upplestur á frumsömdu efni o.fl. Uppl. gefur Kristín í síma 848 8718. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími er 895 1050. Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Hyrnuna í Borgarnesi 28. nóv. kl. 10-17. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14-17 í Hátúni 12b. Tekið við hreinum fatnaði og öðrum varningi á þriðjudögum kl. 10-15. Sími 551 4349, net- fang maedur@simnet.is. Samtök iðnaðarins | Í tilefni 70 ára afmælis MÁLMS er efnt til móttöku kl. 16-18 í Borg- artúni 35, 6. hæð. Stjórn MÁLMS býður vel- unnurum félagsins og málmiðnaðarins að fagna með sér. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 70ára afmæli. Sjötugverður 5. desember næstkomandi Steinunn Auður Guðmundsdóttir (Ninna), Öldubakka 27, Hvolsvelli. Hún fagnar tímamótunum með opnu húsi fyrir vini og vanda- menn í félagsheimilinu Goða- landi í Fljótshlíð laugardaginn 1. desember kl. 19-23. dagbók Í dag er miðvikudagur 28. nóvember, 332. dagur ársins 2007 Stofnun Árna Magnússonar í ís-lenskum fræðum stendur, ísamstarfi við Snorrastofu, fyr-ir málþingi í Reykholti 1. des- ember næstkomandi. Yfirskrift mál- þingsins er Arfur og endurnýjun: Hvað býr í íslenskum orðaforða? Ásta Svavarsdóttir er einn af skipu- leggjendum málþingsins: „Árlega er haldið málþing í tengslum við útgáfu tímaritsins Orð og tunga sem gefið er út á stofnuninni. Að þessu sinni er mál- þingið tileinkað minningu Jakobs Benediktssonar, fyrsta forstöðumanns Orðabókarinnar, sem hefði orðið hundrað ára í sumar, og er dagskráin óvenjuvegleg af því tilefni,“ segir Ásta. Fyrirlestrar á málþinginu spanna vítt svið: „Eins og yfirskrift þingsins gefur til kynna langar okkur að rýna í orðaforðann frá ýmsum hliðum, hvern- ig hann þróast og hvernig hann er upp- byggður,“ segir Ásta. Fyrsta erindi málþingsins flytur Guðrún Kvaran, og ræðir hún þar um orðaforðann í sögulegu ljósi og þróun hans frá landnámi til samtímans: „Næstur er Jón Hilmar Jónsson sem fjallar um orðaforðann eins og hann birtist í orðabókum. Því næst mun Jón G. Friðjónsson ræða samspil merking- ar og setningagerðar og hvernig merk- ingarbreytingar endurspeglast í þróun ákveðinna orða,“ segir Ásta. „Ari Páll Kristinsson ræðir síðan um nýyrðasmíð í tengslum við málstefnu og Vésteinn Ólason fjallar um hugtök og heiti í bók- menntafræði, m.a. með hliðsjón af handbók um það efni sem Jakob Bene- diktsson ritstýrði og kom út 1983.“ Sjálf mun Ásta flytja erindi ásamt Veturliða Óskarssyni, en þau skoða tökuorð í íslensku og bera sérstaklega saman lágþýsk áhrif á 14. og 15. öld og erlend áhrif í nútímamáli: „Lokafyr- irlestur málþingsins flytur Kristján Árnason, og veltir hann fyrir sér hvern- ig erlend orð í íslensku samhengi koma fram í tali, og hvernig þau aðlagast ís- lenskum framburði.“ Að loknum erindum verða umræður undir stjórn Gísla Sigurðssonar, en kl. 17 hefjast tónleikar í Reykholtskirkju í boði Máls og menningar – Heims- kringlu ehf. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Skráning og nánari upplýs- ingar eru á www.arnastofnun.is. Málvísindi | Málþing um íslenskan orðaforða í Reykholti á laugardag Hvað býr í orðaforðanum?  Ásta Svav- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk BA-prófi í íslensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1981 og Cand.Mag.- prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1987. Hún hefur starfað hjá Orðabók Háskólans frá 1990 og er nú rannsóknardósent á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Ásta er gift Tómasi R. Einarssyni tónlistar- manni og eiga þau þrjár dætur. Skráning í stað og stund ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynningin á netinu um leið og ýtt hefur verið á hnappinn staðfesta". Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttinga-forritið Púkann til að lesa textann yfir og gera nauðsynlegar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morgunblaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina félagsstarf og kirkjustarf tvo mánuði fram í tímann. LEONARDÓCOMENIUSERASMUSGRUNDTVIG ÁHRIF OG ÁVINNINGUR AF EVRÓPSKU MENNTASAMSTARFI. Ráðstefna um þátttöku Íslands í menntaáætlunum Evrópusambandsins 2000-2006 og framtíðarsýn haldin í Kennaraháskóla Íslands, þriðjudaginn 4. desember 2007. Ráðstefnustjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður 10.00-10.15 Tónlistaratriði og setning 10.15-10.35 Kynning á niðurstöðum úttektar menntamálaráðuneytis á áhrifum menntaáætlananna á Íslandi Þórir Ólafsson, sérfræðingur, menntamálaráðuneyti 10.35-10.50 Spurningar og svör 10.50-11.20 Reynslusögur þátttakenda í Leonardó, Comenius og Erasmus áætlununum 11.20-12.00 Pallborðsumræður með hagsmunaaðilum 12.00-12.45 Hádegisverður 12.45-13.00 Menntun fyrir alla; menntamál og Evrópusamvinna Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Alþjóðasviðs Háskólans í Reykjavík 13.00-13.15 Kynning á forgangsatriðum Menntaáætlunar Evrópusambandsins 2008-2010 Karítas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins 13.15-14.45 Vinnuhópar; frá hugmynd að verkefni. I. Yfirfærslu- og þróunarverkefni (Transfer of innovation and development projects) II.Samstarfsverkefni (Partnership projects) III.Mannaskiptaverkefni /skólaverkefni (Kennarar, nemendur, sérfræðingar) (Mobility projects) 14.45 Ráðstefnulok, jólate og piparkökur Í hádeginu og í lok ráðstefnunnar gefst þátttakendum kostur á að kynna sér hluta þeirra fjölmörgu verkefna sem hafa verið unnin af Íslendingum innan menntaáætlunarinnar. Vinsamlegast staðfestu þátttöku með skráningu á www.lme.is eða í síma 525 4900 LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB. Leonardó áætlunin: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900 Erasmus, Comenius, Grundtvig: Neshagi 16 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.