Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 B.i.16.ára DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 LÚXUS VIP JESSE JAMES kl. 8 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i.7.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 LEYFÐ „BEOWULF ER EINFALD LEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HVAR MYNDIR ÞÚ FELA ÞIG Í 30 DAGA... !? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK 14. des. 21. des. 26. des. 1. jan. REYKJAVÍK  AKUREYRI  KEFLAVÍK  SELFOSS NÝTT Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 9 40 60 2 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn Í TILEFNI nýrrar skífu, Rom Tomm Teknó, þar sem innlendir sem útlendir teknógaurar rímixa verk Tómasar af Kúbuskífunum hans þremur, hélt Tómas hljóm- leika á Múlanum. Þetta voru geysi- fínir tónleikar og þótt maður hefði heyrt verkin áður eru þau enn jafn fersk, og Sigtryggur Baldursson á kongurnar gæddi hrynsveitina, þar sem Matthías Hemstock er kjölfest- an, mögnuðu grúvi. Síðast heyrði ég Tomma leika latínsveiflu sína með kvartetti í maí. Hjá septettnum var krafturinn meiri og sólóin magn- aðri. Sér í lagi var Óskar frjór í ten- órsólóum sínum. Hann hefur þetta dásamlega frjálsa samband við hrynsveitina, sem gerir það að verkum að ekkert heftir sköp- unarkraft hans og í lögum eins og „Daiquiri“ og „Havana blús“ naut þurr tónninn og lagvís hugsunin sín út í æsar. Því síðarnefnda lauk hann á riffi sem Samúel Jón bás- únuleikari henti á lofti og blés í upphafi sólós síns, en framfarir hans í spunanum hafa verið miklar. Sammi var ljóðrænn er hann „Spjallaði við bændur“, ekki síður en Óskar í „Söknuði“. Kjartan Há- konarson hefur frábært vald á trompetnum og sóló hans alltaf sprottin úr harðboppinu, hvað sem hann spilar. Villidýrið dansandi, Óskar Guðjónsson, sló 12 strengja Íslandstresgítarinn af krafti, studd- ur af slagverki og bassaleik Tóm- asar, sem kann kúbönsku best allra Íslendinga. Þannig er djassinn þeg- ar hann er upp á sitt besta; spuninn nýr og ferskur og hrynsveiflan kröftug. Þeir félagar enduðu tón- leikana á rímixi sínu af rímixinu á „Jörfagleði“. Það var mikil skemmt- un sem ætti þó ekki erindi á skífu- .Eftir tónleika hljómuðu lög af rí- mixskífunni sem teknófræðingar Mbl. munu væntanlega fjalla um. Það lét vel í eyrum, enda karab- íuhrynurinn og riffin, sem Tommi notar óspart, dansvænt efni. Tommi mixar mix Morgunblaðið/Ómar Tómas R. Kann kúbönsku best allra Íslendinga, segir í dómi. TÓNLIST Múlinn á DOMO Miðviukudaginn 21.11.2007. Septett Tómasar R. Einarssonar  Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.