Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 20
matur 20 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Hönnu Friðriksdóttur Formæður kartöflunnar flutt-ust frá Perú til Spánar um1565 og seigluðust norður eftir álfunni, þar til nokkrar þeirra höfnuðu í garði Hastfers baróns á Bessastöðum 1758 eftir að hafa velkst lengi í hafi. Enn lengur fúls- aði landslýður við þeim, utan stöku upplýst fyrirmenni, en síðan komust menn sem betur fer á bragðið, enda er kartaflan hið mesta hnossgæti, fyrir utan það hvað hún er þrútin af mjölva, fjör- og steinefnum og á haustin einstaklega safarík og þung af C-vítamíni. Kartöfluneysla hefur þó dregist saman hér á landi líkt og víða annars staðar vegna aukinnar neyslu á annarri sterkjufæðu s.s. pasta, hrísgrjónum og brauði. Árið 2008 hefur verið útnefnt af Sameinuðu þjóðunum „Alþjóðlegt ár kartöflunnar“ og í ályktun FAO segir að „kartaflan sé und- irstöðuhráefni í mataræði þjóð- anna“ og „að beina þurfi athygli heimsins að því hve mikilvægu hlut- verki kartaflan geti gegnt til að stuðla að mataröryggi og til að létta á fátækt“. Eins kemur fram „að auka þurfi almenna meðvitund um samband milli fátæktar, mataröryggis og vannæringar og hins mikilvæga framlags sem kart- aflan getur verið í baráttunni gegn hungursneyð“. Eftirfarandi ljóðlína úr ljóðabók Steinunnar Sigurð- ardóttur, Kartöfluprinsessan, gæti hentað vel sem slagorð á komandi kartöfluári: „Vegur þinn er mikill orðinn, kæra vinkona, hirð þín stór.“ Þjóðverjar eru sú Evrópuþjóð sem e.t.v. gerir kartöflunni hæst undir höfði og þeir virðast ekki hafa gleymt því að það var kartaflan sem oft hélt lífinu í þjóðinni (t.d. í hung- ursneyðinni í kringum 1800) og þar í landi eru fjölmörg söfn helguð kartöflunni. Kartöfluneysla þar í landi hefur engu að síður dregist saman líkt og í nágrannalöndunum og ársneyslan nú einungis um 65 kg á mann í stað 300 kg áður. Það ligg- ur því í hlutarins eðli að margir af girnilegustu kartöfluréttunum eru Ár kartöfluprinsessunnar Ljósmynd/Hanna Kartöflurösti Svissneskar kartöflupönnukökur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.