Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Villiers-le-Bel. AFP. | Yfir 80 lögreglu- menn særðust, þar af fimm alvar- lega, í átökum við ungmenni sem kveiktu í opinberum byggingum í út- hverfum Parísar í fyrrinótt. Um 100 ungmenni í úthverfinu Villiers-le-Bel köstuðu grjóti á 160 lögreglumenn sem svöruðu með því að skjóta gúmmíkúlum og beita tára- gasi. Ungir óeirðaseggir beittu bens- ínsprengjum, flöskum fylltum sýru og hafnaboltakylfum í átökum við lögreglu í fimm nálægum bæjum. Sex ungmenni voru handtekin í fyrrinótt og átta nóttina áður. Talsmaður samtaka franskra lög- reglumanna sagði að átökin væru harðari en í svipuðum óeirðum í hverfum innflytjenda í París fyrir tveimur árum. Nokkrir óeirðaseggj- anna hefðu verið vopnaðir rifflum. Óeirðirnar hófust eftir að tveir unglingar á bifhjóli létu lífið í árekstri við lögreglubíl í Villiers-le- Bel á sunnudag. Lögreglumenn sem voru í bílnum sögðu að bifhjólinu hefði verið ekið á hann og frumrann- sókn virtist staðfesta þá frásögn. Bróðir annars unglinganna sakaði hins vegar lögreglumennina um að hafa ekið á hjólið og flúið af vett- vangi. Tugir særðust Sydney. AFP. | Nýr forsætisráðherra í Ástralíu, Kevin Rudd, ólst upp við kröpp kjör og ellefu ára gamall mátti hann upplifa heimilisleysi – í kjölfar þess að faðir hans lést í bílslysi missti móðir hans húsnæðið og fjölskyldan neyddist til þess um nokkra hríð að sofa í bílnum. Reynslan hlýtur að hafa markað Rudd og hún setur í samhengi yfirlýsingu hans í gær um að það myndi verða hluti af lærdóms- ferli nýrra þingmanna Verkamanna- flokksins, áður en þeir settust á þing, að heimsækja heimilislausa í kjör- dæmum sínum. Rudd tók við formennsku í ástr- alska Verkamannaflokknum fyrir að- eins tæpu ári síðan en á þessum tíma náði hann að hvetja flokksmenn til dáða gegn íhaldsmanninum ósigr- andi, John Howard, sem setið hafði á stóli forsætisráðherra í rúm ellefu ár og sigrað í fernum kosningum. Óhætt er því að segja að hann hafi unnið kraftaverk – staða Howards var sterk samkvæmt skoð- anakönnunum þegar Rudd kom til skjalanna. Rudd hefur lægt þær ófrið- aröldur sem ein- kenndu starf Verkamanna- flokksins og hann hefur stýrt flokknum inn á miðju. Hann þykir til- tölulega íhaldssamur og hófsamur, leggur t.d. mikla áherslu á ráðdeild í ríkisfjármálum rétt eins og forveri hans, John Howard. Rudd boðar hins vegar algerlega nýja utanríkisstefnu, hann hyggst kalla ástralska herinn heim frá Írak og setja baráttuna gegn loftslags- breytingum á oddinn. Rudd var fyrst kjörinn á þing 1998 en var áður embættismaður í fylkis- stjórn Queensland og síðan starfs- maður utanríkisþjónustunnar, hann þjónaði í sendiráðum Ástralíu í bæði Svíþjóð og Kína. Dvölin í Peking setti raunar mark á hann því að hann gerð- ist mikill Asíusérfræðingur og talar kínversku reiprennandi. Honum tókst að hrista af sér allar tilraunir íhaldsmanna til að koma á hann höggi í kosningabaráttunni; m.a. virtist engu máli skipta þó að hann yrði að gangast við því að hann hefði árið 2003 heimsótt nektarstað í New York. Rudd þykir býsna fræðimanns- legur en hann er viðkunnanlegur og honum tókst að ávinna sér traust ástralskra kjósenda í aðdraganda ný- afstaðinna kosninga. Leiðtogi með reynslu  Kevin Rudd ólst upp við kröpp kjör  Hann hefur fært flokk sinn inn á miðjuna og boðar ráðdeild í ríkisbúskapnum Í HNOTSKURN »Kevin Rudd er fimmtugurþriggja barna faðir, kvæntur Theresu, en hún stundar við- skipti og er bara býsna fær á sínu sviði, hún tilheyrir allavega flokki milljónamæringa. Kevin Rudd Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LEIÐTOGAR Ísraela og Palestínu- manna náðu í gær samkomulagi um að hefja aftur friðarviðræður eftir sjö ára hlé. Er markmiðið að endan- legur friðarsamningur verði gerður fyrir lok ársins 2008, að því er fram í gær kom í yfirlýsingu þeirra George W. Bush Bandaríkjaforseta, Mahmouds Abbas Palestínuforseta og Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, á ráðstefnu í Bandaríkjun- um um frið í Mið-Austurlöndum. Gert er ráð fyrir að deiluaðilar byrji 12. desember að fjalla um við- kvæmustu og mikilvægustu atriðin, þ.e. landamæri væntanlegs sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna, yfirráð- in í Jerúsalem og rétt Palestínu- manna í útlegð til að setjast að í heimalandinu. Önnur mikilvæg mál er skipting vatnsréttinda og framtíð byggða landtökumanna gyðinga á hernumdu svæðunum. Samninga- fundir verða haldnir á tveggja vikna fresti og munu Bandaríkjamenn halda utan um ferlið. „Við erum sammála um að leggja okkur fram í kraftmiklum og viðvar- andi samningaviðræðum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ljúka samningum fyrir árslok 2008,“ segir í yfirlýsingunni. Margir hafa efast um að umtalsvert gagn gæti orðið að ráðstefnunni sem Bush boðaði til en ljóst virðist að fyrstu skrefin hafi nú verið stigin til að binda enda á þráteflið. Á hinn bóginn hefur ekki komið neitt fram sem bendir til þess að Abbas og Olmert séu reiðubúnir að hvika í mikilvæg- um málum enda þótt Olmert segði að vísu að Ísraelar væru búnir undir „sársaukafullar tilslakanir“ og mála- miðlanir til að friður næðist. Bush sagði m.a. að árangur hefði nú náðst vegna þess að bæði Olmert og Abbas væru staðráðnir í að semja um frið. „En í öðru lagi er rétti tím- inn núna vegna þess að orrusta er nú háð um framtíð Mið-Austurlanda og við megum ekki leyfa ofstækismönn- unum að sigra,“ sagði forsetinn. Talsmenn Hamas-samtakanna, sem ráða yfir Gaza, fordæmdu Abb- as og sögðu hann ekki hafa neitt um- boð til að semja fyrir hönd þjóðar- innar og fallast á málamiðlanir. Hefja aftur friðarviðræður Abbas og Olmert heita að leggja sig fram um að ná samkomulagi fyrir 2009 AP Vongóðir Ehud Olmert (t.v.), George W. Bush og Mahmoud Abbas við upp- haf ráðstefnunnar í flotaskólanum í Annapolis, skammt frá Washington. PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, skoðar heið- ursvörð pakistanska flughersins í Islamabad í gær en Musharraf kvaddi þá félaga sína og samstarfsmenn. Gert er ráð fyrir að Musharraf víki sem æðsti yfirmað- ur hersins eftir að hann hefur verið svarinn í embætti forseta í dag en Musharraf hét því fyrir ekki löngu síð- an – eftir háværar kröfur þar að lútandi frá bæði inn- lendum sem erlendum aðilum – að víkja úr embætti yfirmanns hersins, áður en til þingkosninga kemur í Pakistan, en þær eiga að fara fram 9. janúar nk. Reuters Musharraf kvaddi herinn PÓLVERJAR hafa ákveðið að falla frá andstöðu sinni við það að Rússland fái aðild að Efnahags- og framfarastofnun- inni (OECD). Donald Tusk, for- sætisráðherra Póllands, til- kynnti þetta í gær og kvaðst vona að ákvörðunin yrði til þess að tengsl landsins við Rússlands bötnuðu. Forveri Tusks í embættinu, Jar- oslaw Kaczynski, hafði lagst gegn því að Rússar fengju aðild að OECD vegna deilna landanna tveggja eftir hrun kommúnismans, m.a. um bann Rússa við innflutningi á pólsku kjöti. Vill Rússa í OECD Donald Tusk ÚTLÆGUR leiðtogi Tíbets, Dalai Lama, segir að tíbeska þjóðin verði að standa að vali eftirmanns hans en Dalai Lama er nú 72 ára. Margra alda hefð er fyrir því að æðstu emb- ættismenn tíbeskra búddista annist valið á barni sem tekur síðan við leiðtogastöðunni í fyllingu tímans. Tíbetar kjósi Reuters Útlegð Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta. SVONEFND vopnasölubönn Sam- einuðu þjóðanna skila aðeins ár- angri í um fjórðungi tilfella, skv. nýrri rannsókn. Öryggisráð SÞ samþykkti 27 slíkar aðgerðir á ár- unum 1990-2007 – þær beindust gegn þjóðum eins og Írak, Íran, Afganistan og Rúanda – en í fæst- um tilfellum varð það til þess að að- gengi að vopnum minnkaði. Vopnasölubönn GORDON Brown ætlar ekki að sækja ráðstefnu Evrópusambands- ins um málefni Afríku í Portúgal í næstu viku. Ástæðan er sú að Ro- bert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur boðað komu sína. Brown ekki með Colombo. AFP. | Leiðtogi Tamíl-tígr- anna á Srí Lanka lýsti því yfir í gær að friðarumleitanirnar í landinu væru eintóm tímasóun. Leiðtoginn, Velupillai Prabhakaran, sakaði stjórn Srí Lanka um tilraun til „þjóð- armorðs“ og hét því að svara árásum hennar. Í árlegri stefnuræðu sinni, sem Prabhakaran flutti í frumskógar- fylgsni sínu í norðanverðu landinu, virtist hann lýsa yfir allsherjarstríði gegn stjórn Srí Lanka. Aðalsamningamaður Tamíl-tígr- anna féll í loftárás stjórnarhersins fyrr í mánuðinum og ræða leiðtogans bendir til þess að uppreisnarhreyf- ingin vilji ekki lengur eiga samstarf við Norrænu eftirlitssveitirnar (SLMM) sem hafa fylgst með fram- kvæmd vopnahléssamnings frá 2002. Prabhakaran sagði að Norrænu eftirlitssveitirnar undir forystu Norðmanna hefðu „lokað aug- unum, bundið hendur sínar aft- ur fyrir bak og farið að sofa í Colombo“. „Sinhalar eru að reyna að tor- tíma tamílsku þjóðinni,“ sagði skæruliðaleiðtoginn. „Þeir hafa hafið óumræðilegt ofbeldi gegn annarri þjóð. Þeir vilja aðeins leysa tamíla- málið með því að beita hervaldi og kúgun.“ Tamíl-tígrarnir berjast fyrir sjálf- stæðu ríki tamíla á norðaustur- og norðurhluta eyjunnar. Átökin hafa staðið yfir í aldarfjórðung og tugþús- undir fallið. Virðist lýsa yfir stríði Prabhakaran Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ld X E IN N IX 0 7 10 0 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.