Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 17 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ NOKKURRA mínútna kvikmynd af jesúítaprestinum og rithöfundinum Jóni Sveinssyni, Nonna, fannst fyrir rúmlega hálfum mánuði í Hollandi og var sýnd á málþingi um hann í Þýskalandi um liðna helgi. Myndin er svarthvít og hljóðlaus. „Það var ótrúlega gaman að sjá þetta. Ég hef kynnt mér Nonna mjög vel en þarna opnaðist alveg ný vídd. Myndin er ómetanleg heimild fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, safnstjóri í Nonnahúsi, við Morg- unblaðið. Þetta er eina hreyfimynd- in sem vitað er um af Nonna. Það var gömul, hollensk kona sem fann kvikmyndina á heimili sínu fyrir um það bil tveimur vikum en myndin var tekin þegar hún var ung stúlka. Móðir hennar tók myndina á heimili þeirra árið 1942, þegar Nonni var að verða 85 ára og átti tvö ár eftir ólifuð. Í kvikmyndinni sést Nonni ganga út úr klaustrinu í Valkenburg í Hol- landi, þar sem hann bjó á þessum tíma, og síðan er sýnt frá heimsókn hans til fjölskyldunnar. „Hann er enn uppreistur og flottur þótt hann sé orðinn svona gamall. Hann geng- ur niður tröppur, með tvo stafi, en grípur síðar harmonikku og leikur fyrir börnin,“ sagði Brynhildur. Myndin verður sýnd á laugardag- inn í Ketilhúsinu á Akureyri, þar sem verður dagskrá um Nonna. Hreyfimynd af Nonna Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is UM 80% útgjalda Aðalsjóðs Akur- eyrarbæjar á næsta ári fara í þrjá málaflokka; fræðslumál, æskulýðs- og íþróttamál og félagsmál – alls rúmir fimm milljarðar. Þar af fara 3,6 milljarðar í fræðslumál. Áætlað- ar heildartekjur Akureyrarbæjar verða 12,3 milljarðar og gjöld um 12 milljarðar, skv. fjárhagsáætlun. Fyrri umræða um fjárhagsáætl- unina fór fram í bæjarstjórn í gær. Oddvitar meirihlutaflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar, Sig- rún Björk Jakobsdóttir og Hermann Jón Tómasson, sögðu áætlunina ein- kennast af miklum vexti og góðri þjónustu, þegar þeir kynntu hana fyrir fjölmiðlum í gær. Þeir segja að ráðist verði í umfangsmiklar fjár- festingar í grunngerð samfélagsins. Á því sviði á að framkvæma fyrir 2,2 milljarða á næsta ári. Þar af eru 385 milljónir vegna fræðslu- og uppeldis- mála en hafist verður handa við byggingu Naustaskóla í nýjasta hverfi bæjarins. „Áfram verður haldið að treysta undirstöður þeirrar miklu og góðu þjónustu sem Akureyrarbær býður íbúum sínum upp á, á öllum sviðum. Akureyrarbær hefur þau forréttindi að annast rekstur málefna fatlaðra, aldraðra og heilsugæslu auk annarra hefðbundinnar þjónustu sveitarfé- laga. Samþætting þjónustu á fjöl- mörgum sviðum hefur vakið lands- athygli og er fyrirmynd annarra sveitarfélaga,“ segir í tilkynningu meirihlutaflokkanna. Fjárhagsáætlun ársins 2008 gerir líka ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamning meiri- hlutaflokkanna, segir þar. Í menningarhúsið Hof fara 800 milljónir kr. á næsta ári, til æsku- lýðs- og íþróttamála verður varið 627 milljónum til framkvæmda, þar af fara 260 milljónir kr. til byggingar íþróttahúss Giljaskóla og 262 millj- ónir til uppbyggingar íþróttavalla í tengslum við Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Akureyri 2009. Gert er ráð fyrir 642 milljónum í ýmsar gatnaframkvæmdir. Í B-hluta eru 952 milljónir áætl- aðar til framkvæmda og munar þar mestu um hlut Norðurorku eða sem nemur 521 milljón og framkvæmd- um við fráveitumál sem nema 300 milljónum króna. Skatttekjur Aðalsjóðs ásamt framlagi úr jöfnunarsjóði sveitarfé- laga eru áætlaðar tæpir 6,3 milljarð- ar króna og aðrar tekjur Akureyr- arbæjar eru rúmir 6,9 milljarðar skv. samstæðureikningi. Bæjarráð leggur til að útsvars- prósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda verði óbreytt frá fyrra ári, 13,03%. Góðar undirstöður treystar enn frekar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framkvæmdir Menningarhúsið Hof sem er í byggingu á Akureyri. Bærinn leggur 800 milljónir króna í verkefnið á næsta ári skv. fjárhagsáætlun. Í HNOTSKURN »Fjárhagsstaða Akureyr-arbæjar er mjög góð að sögn bæjarstjórans og lang- tímaskuldir ekki að hækka. »Bærinn seldi hlut sinn íLandsvirkjun á árinu fyrir 3,3 milljarða króna. Bæjarbúum hefur fjölgað um tæplega 2.200 manns á 10 árum, og aldrei á þeim tíma eins og í ár – um 360 manns. Hugsanlega hefur aldr- ei fjölgað jafnmikið í bænum á einu ári. Minnsta fjölgunin á þessum áratug var í fyrra, þegar bæjarbú- um fjölgaði aðeins um 86 manns.    Fjölgun bæjarbúa í ár þakkar bæj- arstjórinn m.a. því að fyrirtæki eins og Saga Capital fjárfesting- arbanki opni höfuðstöðvar sínar í bænum og barnafjölskyldur komi þess vegna í bæinn.    Niðurgreiðslur til foreldra, vegna vistunar barna hjá dagforeldrum, lækka um 7.000 krónur um áramót, en upphaflegar hugmyndir skóla- nefndar voru að lækkunin yrði 12.000 kr. Foreldrar sem eru giftir eða í sambúð munu frá áramótum greiða 29.325 kr. á mánuði fyrir 8 klst. vistun daglega og á móti greiðir Akureyrarbær kr. 38.964.    Tekjur bæjarins af þeim rekstri sem hann innir af hendi fyrir ríkið eru tveir og hálfur milljarður króna á ári. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir það hafa gefist mjög vel að bærinn sinni þessum félagslegu verkefnum og rétt sé að færa þau til sveitarfélaganna. „Þessi mál hafa einmitt verið í um- ræðunni upp á síðkastið. Reynslan hér í bænum síðustu 10 ár er mjög góð. Okkar dæmi sannar það að málaflokkurinn á heima hjá sveit- arfélögunum.“ Aldrei meiri fjölgun? AKUREYRI Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is Holtagarðar | Á slaginu klukkan tólf í dag mun ný verslun Hagkaupa verða opnuð í Holtagörðum. Saga húsnæðisins hefst þó ekki með opnun verslunarinnar, heldur var IKEA- verslunin þar áður, og enn áður var stórmarkaðurinn Mikligarður, sem Samband íslenskra samvinnufélaga, SÍS, rak, í sama húsi. Verslunin er engin smásmíði, 8.000 fermetrar, en til samanburðar má nefna að verslun Hagkaupa í Smáralind er 10.000 fer- metrar. Í framsetningu vöruflokka hafa að einhverju leyti verið fetaðar nýjar slóðir í Holtagörðum. Bílastæðið hef- ur verið stækkað, er nú á tveimur hæðum, og rými á efri hæð hússins er nýtt undir raftækjaverslunina Max. Sem fyrr er Bónus-verslun í hinum enda hússins, og bakarí Jóa Fel. hefur verið opnað við hlið Bón- uss. Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir að nú hafi þótt tími til kominn að opna nýja, stóra verslun, síðast hafi verið opnað í Smáranum í Kópavogi. „Þá voru Ís- lendingar 270.000 en eru nú komnir yfir 300.000,“ segir Gunnar Ingi. Allir flokkar á sama stað „Verslunin er í megindráttum byggð upp á vöruvali. Hins vegar var horft til þess hér að allir flokkar væru á sama stað. Þegar dömur koma hér inn er allt fyrir þær þar við höndina; barnavörur eru allar á sama stað og þar er flokkað eftir aldri,“ segir Gunnar Ingi. Hann segir hug- myndafræðina á bak við verslunina vera að hægt sé að fá allt á sama stað, í einni ferð. „Við leggjum áherslu á þann punkt, í rauninni getum við sagt að við séum ódýrust þegar horft er til þess að fólk þarf ekki að fara á fjóra staði, bensínið kostar jú sitt í dag.“ Gunnar Ingi nefnir t.d. að fólk geti komið í þessa verslun og klárað jólainnkaupin „… á sex tímum, get- um við sagt. Allt eftir því hversu iðnir menn eru,“ segir hann og hlær. Ný vídd í verslun á Íslandi „Neei, en við horfum rosalega mik- ið til þess að vera einfaldlega með mesta vöruúrvalið,“ segir Gunnar Ingi aðspurður hvort þetta sé lúx- usverslun. „Hins vegar kostar alltaf að halda úti miklu vöruúrvali,“ bætir hann við. „Viðskiptavinurinn vill fjöl- breytni og nýja hluti. Ég held að segja megi að við séum komin í nýja vídd með þessari búð.“ Innan raftækja- og skemmti- efnadeildar verður athvarf fyrir þreytta viðskiptavini. Þar verður hægt að setjast niður, glugga í blöð- in, kíkja á boltann eða annað sjón- varpsefni. Að miklu leyti verður verslunin í Holtagörðum byggð upp eins og aðr- ar Hagkaupaverslanir. Þó segir Gunnar Ingi að miklu dýpra sé farið í ákveðnum vöruflokkum og nefnir sem dæmi sterka áherslu á heilsu- vörur. „Við erum líka með öll snyrti- vörumerkin, svo til, sem í boði eru á markaðnum. Hér er fyrsta Lata- bæjarbúðin, held ég að segja megi í heiminum, við höfum einmitt hugsað okkur að tengja Latabæ inn í græn- metið með Latabæjartilboðum,“ segir Gunnar Ingi og bætir því við að kannski þyki það dálítið djarft að opna núna verslun þar sem er lands- ins stærsta kjötborð, „svona miðað við það hver þróunin hefur verið með kjötborð, hún hefur frekar verið aftur á bak heldur en hitt.“ Gunnar Ingi hefur verið viðloð- andi Hagkaup langa tíð. Hans fyrsta starf var að tína saman kerrur árið 1981. Í gær voru óteljandi iðn- aðarmenn að leggja lokahönd á verkið og framkvæmdastjórinn Gunnar Ingi var á hlaupum eins og annað starfsfólk verslunarinnar við að koma öllum hlutum á sinn rétta stað. Jólainnkaupin kláruð á sex klukkustundum? Morgunblaðið/Frikki Framkvæmdastjórinn Gunnar Ingi Sigurðsson var, eins og aðrir starfsmenn verslunarinnar, á þönum við að koma öllu á sinn stað áður en hin nýja verslun Hagkaupa verður opnuð á hádegi í dag. Morgunblaðið/Frikki Tengingar Lögð er áhersla á að skyldir hlutir séu á svipuðum slóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.