Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Úrvalsvísitala lækkar  Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,44% í gær og hefur hún ekki verið lægri síðan 5. janúar. Eins og svo oft áður á undanförnum vikum voru það FL Group og Exista sem leiddu lækkunina, FL Group lækkaði um 5,5% í gær og Exista um 3,8%. Verðmæti FL Group hefur lækkað um 91 milljarð króna frá 1. júlí sl. og verðmæti Exista um 118 milljarða. » Forsíða Efst á lífsgæðalista  Samkvæmt þróunarskýrslu SÞ er Ísland efst á lífsgæðalista af 175 þjóðum en undanfarin sex ár hafa Norðmenn trónað á toppnum. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra segir niðurstöðuna undir- strika nauðsyn þess að Íslendingar axli aukna ábyrgð í samfélagi þjóð- anna. » 2 Skerðingu verði frestað  Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur boðið lífeyris- sjóðunum, sem áforma skerðingu til um 1.800 öryrkja, að greiða þeim 100 milljónir gegn því að sjóðirnir fresti skerðingunni um eitt ár. » 2 Hefja viðræður á ný  Ísraelar og Palestínumenn náðu í gær samkomulagi á ráðstefnu í Bandaríkjunum um að hefja aftur friðarviðræður. Þær hafa legið niðri í sjö ár. Fyrstu viðræðufundirnir verða 12. desember. » 14 SKOÐANIR» Staksteinar: Glöggt er gests augað? Forystugreinar: Dýr lyf og sjúklingar | Miðausturland Ljósvakinn: Ógnandi og heillandi UMRÆÐAN» Umhverfisráðherrann og þjóðarhagsmunir Glæpir gegn konum eru ekki menningararfleifð %' %' % & %& % & %&'  4  5( 0! - ! 6 !,  ! !,'!") 0  % & %& %& % &'% %&  / 72 (  %&& % % &'% %& %'  89::;<= (>?<:=@6(AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@(77<D@; @9<(77<D@; (E@(77<D@; (3=((@F<;@7= G;A;@(7>G?@ (8< ?3<; 6?@6=(3-(=>;:; Heitast 5 °C | Kaldast -3 °C  Austlæg átt, víða 5- 10 m/s. Slydda norð- austan- og austanlands, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. » 10 Undarlegir hlutir áttu sér stað á Wall Street á fyrstu mín- útunum í kjölfar Challenger-slyssins árið 1986. » 38 BÓKMENNTIR» Ótrúleg atburðarás TÓNLIST» Þrennir flottir tónleikar fara fram í kvöld. » 37 Ný skáldsaga Vals Gunnarssonar segir frá feitum, einmana og ljótum Finna sem er orðinn þreyttur á líkama sínum. » 36 BÓKMENNTIR» Feitur og þreyttur KVIKMYNDIR» Rendition er rétt yfir meðallagi. » 41 FÓLK» Ashlee Simpson á góðan kærasta. » 39 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Fékk ekki að sjá nýfæddan son 2. Britney vill stærri brjóst 3. Konur sniðganga Silfrið 4. Dan aldrei komið til Dalvíkur „VIÐBRÖGÐ sumra urðu strax að þetta væri eitt- hvað fyrir hvítt fólk og spurt var hvort það ætti nú að fara að syngja eins og hvíta fólk- ið … ú ú ú ú a a a.“ Ze Manel syngur af innlifun á höfuðtónum, eins og tíðkast í „lærðum“ söng Vesturlandabúa – og svo hlær hann – og hlær. Hann er höfundur fyrstu afrísku óperunnar, en hugmyndin að því að tefla saman afrískri menningu og evrópskri í óperu kom frá Kláusi Hollands- prinsi, sem lést árið 2002. Óperan, Bintou-Ware, var frumsýnd í Amst- erdam en í haust var hún sýnd í Chatelet-leikhúsinu í París og hefur fengið framúrskarandi dóma. Chatelet-leikhúsið er nú á leið í heimsreisu með óperuna. Ze Manel er einn vinsælasti tón- listarmaður Vestur-Afríku. Árið 1983 var hann gerður útlægur vegna ádeilu á stjórnvöld í söngvum sínum. Hann er staddur hér á landi við plötuupptöku með hljómsveit sinni Super Mama Djombo. Ze Manel segir frá óperunni og lífi sínu í tón- listinni í viðtali við Morgunblaðið í dag. | Miðopna „Syngja eins og hvíta fólkið?“ Ze Manel Höfundur fyrstu afrísku óperunnar er hér á landi SUPER Mama Djombo, sem er hljómsveit frá Gíneu- Bissá í Vestur-Afríku, heimsótti Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gærmorgun. Nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskól- ans, sem eru alls á fimmta hundraðið, fjölmenntu á sal og skemmtu sér konunglega við afríska hrynjandi og framandi tóna sem lýstu upp hauströkkrið í Hafnar- firði. Guðrún Sturlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri sagði að stemmingin hefði verið mjög góð og börnin tekið virkan þátt með söng og dansi. Hljómsveitin kenndi börnunum m.a. lag sem börn í heimalandi hennar syngja gjarnan. „Þetta var bara yndislegt,“ sagði Guðrún um tón- leika afrísku hljómsveitarinnar. Afrískt fjör í Hraunvallaskóla Morgunblaðið/Frikki „VIÐ lýstum því yfir á sínum tíma að Listasafn Reykjavíkur hefði hug á að bæta verkinu við safneign Kjarvals en ef þess væri ekki kostur að við fengjum færi á að sýna það almenningi á sýningu í Listasafni Reykjavíkur. Nú er sú stund runnin upp og er sannarlega söguleg,“ segir Hafþór Yngvason, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, um verk Jóhannesar Kjarvals, Hvíta- sunnudag. Hulunni hefur loks verið svipt af kaupanda þess, Landsbankanum, sem lánar það og önnur verk keypt á árinu til sýningar á Kjarvals- stöðum sem verður opnuð 2. desem- ber. Verkið var keypt á uppboði í Kaupmannahöfn í febrúar og vissi þá enginn hver hefði keypt það. Það þykir einstakt fyrir Kjarval, málað 1918 að því er talið er og sýnt á fyrstu einkasýningu hans í janúar 1919. | 15 Landsbankinn keypti Hvíta- sunnudag ALÞJÓÐA ólympíunefndin, IOC, hefur gefið sterklega í skyn að hand- knattleikur verði tekinn af dagskrá ólympíuleika í framtíðinni taki Al- þjóða handknattleikssambandið, IHF, ekki til rannsóknar meint mútu- og spillingarmál sem tengist úrslitaleik Asíukeppninnar í hand- knattleik karla í haust. Í honum vann Kúveit landslið Suður-Kóreu örugglega þar sem engu virtist lík- ara en úrslitin hafi verið ákveðin fyr- irfram. Suður-Kóreumenn hafa krafist rannsóknar á leiknum og meintum greiðslum milli formanns hand- knattleikssambands Kúveit og for- seta IHF. Óska þeir eftir að úrslit leiksins verði felld niður eða þá að leikurinn verði háður á ný. IHF neit- ar að taka málið fyrir. Talsmaður IOC hefur látið hafa eftir sér að rannsóknar verði krafist því um sé að ræða atriði sem tengist forkeppni Ólympíuleika sem heyri undir IOC. Handknattleiksíþróttin hefur lengi átt undir högg að sækja innan IOC og til margra ára hafa verið uppi háværar raddir þess efnis að strika eigi greinina út af dagskrá leikanna. Fyrrgreint mál hefur orðið til þess að fylgismönnum þeirra hugmynda hefur vaxið fiskur um hrygg. | Íþróttir Spilltur handbolti? Íþróttin ef til vill tekin af dagskrá ÓL Reuters Tekist á Það er hart tekist á utan vallar sem innan í handboltanum. KOLBRÚN Halldórsdóttir alþing- ismaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra á Alþingi um hvernig sú hefð hafi mótast að klæða stúlkur í bleikt og drengi í blátt á fæðingar- deildum og auðkenna þá með bláum armböndum og stúlkur með bleikum. Spyr Kolbrún hvort ráð- herra telji koma til greina að því verði breytt þannig að nýfædd börn séu ekki aðgreind eftir kyni og að þau verði framvegis kædd í hvítt „eða aðra kynhlutlausari liti“. Ekki meira blátt og bleikt Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.