Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 23 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í hljóðveri Sigur Rósar á Ála-fossi iðar allt af lífi. Í gryfj-unni er fólk að syngja ogspila, og úr hliðarherbergjum heyrist mannamál og hlátur. Á ekki að vera hljóðlátt á svona stöðum? Ég er aða leita að manni sem heitir Ze Manel. Úr öðru hliðarherbergj- anna kemur Stuðmaður með loð- húfu og í frakka. Það gustar af hon- um þegar hann heilsar, og segir: „Ég var að lána þeim grænlenska trommu.“ „Þeir“, eru Mama Djombo, ein vinsælasta hljómsveit sem Gínea-Bissá hefur alið, þótt rúm 20 ár séu nú frá því að hún lék síðast í heimalandi sínu. Tónlist- armennirnir eru í pásu, en Ze Man- el er týndur. Það rifast gáttin á hinu herberginu; það er smekkfullt af fólki sem situr og stendur við eldhúsborð. Í miðjunni situr maður með húfu, og allra augu beinast að honum. Það er verið að skipuleggja eitthvað; hann er ábúðarmikill og snaggaralegur, brosir breitt þegar málin leysast, stendur upp, heilsar, og kynnir sig: „Ze Manel. Getum við sest niður í meira næði?“ Það er sjálfsagt, og Afríkumaðurinn leiðir mig niður þröngan stiga með háum tröppum, eftir rangölum, niður í dimma kjallarakompu, fulla af alls konar dóti, en hvorki stólum né öðr- um þægindum. Það er ekkert verra, þá náum við augnsambandi og það er gott, því það er mikið líf í augnsvip þessa manns, og gleði, þótt hann komi frá landi sem situr á botni lífsgæðalista Þróunarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Ísland vermir toppinn. Ze Manel er vel þekktur í sínu heimalandi og langt út fyrir það; syngur og spilar á mörg hljóðfæri í Mama Djombo, en það er ekki það sem við ætlum að ræða, heldur óperur. Það vill svo til, að þessi Afríkumaður, sem eftir óvenjulegum leiðum hefur ratað til Íslands, er höfundur fyrstu afrísku óperunnar; óperu sem þegar hefur verið sýnd í Amsterdam, Malí og nú síðast í Théatre du Châtelet í París við gríðargóðar undirtektir. Óper- an heitir Bintou-Were, og er sam- starfsverkefni sprottið úr huga Kláusar Hollandsprins, sem lést ár- ið 2002, en hann hafði sérstakt dá- læti á óperutónlist, en líka á lönd- unum sem mynda Sahel-svæðið í Mið-Afríku, á mærum gróðurlend- isins í suðurhluta álfunnar og Sahara-eyðimerkurinnar í norðri. Löndin sem tilheyra svæðinu eru Grænhöfðaeyjar, Máritanía, Gambía, Senegal, Gínea-Bissá, Malí, Nígería, Níger, Búrkína Fasó og Chad. Úrval afrískra listamanna „Þetta byrjaði fyrir þremur ár- um,“ segir Ze Manel. „Hollenski prinsinn sem hafði á sínum tíma dvalið langdvölum í Afríku, átti sér draum um afríska óperu, þar sem menning Afríku og Evrópu mætt- ust. Þegar hann lést ákvað fjöl- skylda hans að gera þennan draum að veruleika, og hófst handa við að koma verkefninu af stað í gegnum menningarsjóð prinsins. Dag einn fékk ég upphringingu frá vini mínum, sem þá var að leita að tónskáldum fyrir óperuna. Við vorum á bilinu 20-30, tónskáldin sem vorum kölluð til í upphafi, til að kynna okkur og okkar tónlist. Smám saman var fækkað í þessum hópi, þar til við vorum fjögur eftir. Við vorum send til Senegal, þar sem hvert og eitt okkar átti að semja 15 mínútna óperu. Það var gert í sama tilgangi – að skoða hvað í okkur bjó. Á endanum var ákveðið að við skyldum öll fjögur smíða tón- list í óperuna. Við hófumst handa og ég skilaði mínum fyrstu músík- hugmyndum. Hin tónskáldin þrjú hættu öll þátttöku í verkefninu og ég veit ekki hvað um þau varð. Þannig æxlaðist það að ég varð einn um það að semja tónlistina fyrir þessa fyrstu afrísku óperu, og það var mikil vinna.“ Náin samvinna „Við fengum stórkostlegt lið ann- arra listamanna í lið með okkur; Wasis Diop frá Senegal er listrænn stjórnandi sýningarinnar – hann er mikill tónlistarmaður. Massamou Welle frá Malí stjórnar tónlistinni og Jean-Perre Leurs frá Senegal sviðsetur verkið. Við, listrænu stjórnendur sýningarinnar, unnum mjög náið saman að verkinu, og við komum öll frá Sahel-löndunum ell- efu, því eitt af markmiðunum var að efla menningartengsl þessara þjóða. Það var mjög erfitt í upphafi að koma þessu öllu heim og saman og fá besta fólkið frá hverjum stað í liðið.“ Allar óperur þurfa óperutexta – eða libretto. Í smíði þess var fengið skáld frá Chad, Koulsy Lamko, einn kunnasti listamaður sinnar þjóðar. Koulsy hefur verið í útlegð í Evrópu frá 1983 vegna beinskeytts skáldskapar síns. „Wasis Diop tók líka þátt í textasmíðinni, en þegar þeir höfðu lokið sínu verkefni, var komið að mér að semja tónlistina. Við fórum til Malí, og dvöldum þar í fjóra mánuði, þar sem ég fékk tæki- færi til að vinna með tónlistarfólk- inu og dönsurunum eftir að búið var að velja í öll hlutverk. Þetta var erfiðasti tími lífs míns, því nú varð ég að gera nokkuð sem aldrei hafði verið gert fyrr – semja afríska óperu. Ég hugsaði mikið um allra fyrstu óperuskáldin á Ítalíu, sér- staklega Claudio Monteverdi. Hann hafði engar fyrirmyndir og hlýtur að hafa liðið eins og mér. Hann vildi koma tónlist fólksins á svið og dramatísera hana og búa til það sem við í dag köllum óperu. Monteverdi hafði ekki þá tækni við sviðsuppfærslur sem við höfum til- tæka í dag – en hugmyndin var sú sama, að færa sögu og tónlist upp á svið, í þeirri von að fólki líkaði það. Í hans tilfelli gekk það upp – og saga hans og þeirra sem á eftir hon- um komu er stór. Óperan er enn við lýði, þökk sé Monteverdi. En þetta var á 17. öld í Evrópu. Óperustjór- inn í Chatelet-leikhúsinu sagði að það hefði verið kominn tími til að finna Monteverdi í Afríku.“ Ze Manel brosir og verður allur kvikur og strákslegur þegar ég spyr um bakgrunn hans í tónlist- inni, og þekkingu hans á vestrænni óperuhefð. Það lifnar yfir honum. „Það var tónlist allt í kringum mig, og þegar ég var sjö ára var ég farinn að spila sjálfur. Við stofn- uðum strákahljómsveit í kirkjunni minni, vorum fimm saman. Ég var smábarnið í hljómsveitinni. Þá fengum við tækifæri til að spila á tónlistarhátíð en kölluðum okkur ekki Mama Djombo strax. Það nafn kom síðar. Hljómsveitin okkar varð ein af vinsælustu hljómsveitum Vestur-Afríku, og við spiluðum mikið og víða. En árið 1983 fór ég til Portúgal til að læra klassíska tónlist. Ég fór að heiman af póli- tískum ástæðum. Ég söng um ástandið í landinu mínu og það sem mér líkaði ekki. Ríkisstjórninni lík- aði ekki við það sem ég hafði að segja, og ég fékk ekki leyfi til að koma heim aftur. Ég fór til Parísar, og loks til Kaliforníu, þar sem ég bý í dag. En ég hef aldrei gefist upp á tónlistinni. Ástæðan fyrir því að mig langaði að læra klassíska vest- ræna tónlist var sú, að ég þoli illa takmarkanir. Mig langaði einfald- lega til að læra meira og vita meira um tónlist. Ég get verið mjög harð- ur við sjálfan mig að þessu leyti, mig langar alltaf að verði betri.“ Ef maður hugsar um óperu – föl- ar og púðraðar konur með parruk, í krínólíni með blævæng – allt svo formfast, klippt og skorið, er þá ekki afrísk tónlist það ólíkasta sem hugsast getur? Hvernig gekk að tvinna saman þessa menningar- heima? „Þetta hefur ekki verið auðvelt. Þegar við vorum komin með tón- listarmenn með sín hefðbundnu afrísku hljóðfæri, fólk sem hafði jafnvel ekkert ferðast eða heyrt, þá þurftum við að byrja á því að út- skýra hugtakið, hvað ópera væri. Viðbrögð sumra urðu strax, að þetta væri eitthvað fyrir hvítt fólk og spurt var hvort það ætti nú að fara að syngja eins og hvíta fólkið, …ú ú ú ú a a a,“ og Ze Manel syng- ur af innlifun á höfuðtónum, eins og tíðkast í „lærðum“ söng Vest- urlandabúa – og svo hlær hann og hlær. „Ég sagði að við myndum gera þetta á okkar hátt, þann hátt sem við kunnum best. Við hefðum söguna – sem væri okkar saga, og hana þyrftum við að syngja en ekki mæla af munni fram, skapa samtöl og dramatíska framvindu með sög- unni og tónlistinni. Á endanum voru allir komnir á kaf í vinnuna af miklum áhuga, og það var gríð- arlega gaman. Eftir alltsaman, held ég að óperan sé alþjóðlegt fyr- irbæri, og margar þjóðir eiga sín tilbrigði við þetta listform. Áður en ég hófst handa við að semja eyddi ég mánuði í að skoða allt sem til var og hlusta á kínverska óperu, arab- íska, japanska… það var lærdóms- ríkt, en á endanum henti ég því öllu. Afrísk ópera hlýtur að verða byggð á afrískum grunni og afrískum menningararfi.“ Vorum lengi efins „Fyrir skömmu sýndum við 800 skólabörnum á aldrinum 11-14 ára óperuna. Það var ein fegursta upp- lifun mín. Börnin lifðu sig svo inn í verkið, hrópuðu til að styðja sögu- hetjuna, en steinþögnuðu jafnvel í miðju hrópi þegar eitthvað annað gerðist á sviðinu. Það sannfærði mig endanlega um að þetta hefði heppnast. Lengi vorum við efins. Við vorum með allt það besta fólk sem völ var á í Vestur-Afríku, en samt efuðumst við. Ég býst við því að það hafi verið vegna þess hve þetta var allt nýtt fyrir okkur. Þetta var okkur mikið metn- aðarmál, því við gerðum okkur grein fyrir því að þessi ópera gæti orðið öðrum afrískum tónskáldum fyrirmynd. Við vildum hafa þetta eins gott og við mögulega gátum.“ Eftir frumsýningu óperunnar í Amsterdam var hún sýnd í Malí, en þá tók Chatelet-leikhúsið við sýn- ingunni. Það er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn, því óperu- gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi. Í kjölfarið skipulagði Chatelet- leikhúsið sýningarferð sem ber óperuna afrísku um allan heim; til Bandaríkjanna, Evrópulanda, Asíu – og til Afríku. Saga af stráklingi sem tekst á við líf sitt, gleði og sorgir einhvers staðar í Sahel- löndunum bankar uppá hjá Toscu og Traviötu, og hefur nú verið boðið að ganga í bæinn. Monteverdi í Afríku Ze Manel frá Gínea- Bissá er staddur hér á landi til að hljóðrita plötu með hljómsveit sinni Super Mama Djombo. Hann samdi líka fyrstu afrísku óperuna og hún hefur slegið í gegn. Morgunblaðið/Kristinn Óperutónskáldið Ze Manel samdi fyrstu afrísku óperuna með öllum bestu listamönnum Vestur-Afríku. Bintou-Were Óperan fjallar um ungan mann og lífsbaráttu hans. einn höf- nnti hana eru þetta magnið og . byggist á æmt þeim (CO2) 7,6 máli utan- am að los- rn Íslend- ern íbúa í num meiri 5 sinnum meiri en í Indlandi. Í Eþíópíu er meðallosun á íbúa 0,1 tonn af CO2 samanborið við 20 tonn í Kanada. „Ef litið er til þeirrar mengunar sem við hvert og eitt skiljum eftir okkur þá erum við í hópi þeirra þjóða sem mest menga,“ sagði Ingi- björg um stöðu Íslands. „Okkar góðu lífskjörum fylgir fórnarkostn- aður. Við höfum hins vegar allar for- sendur til að draga úr þessum kostnaði og við eigum að leggja metnað okkar í að vera ekki aðeins öðrum þjóðum fyrirmynd í góðum lífskjörum heldur líka í lífsháttum sem leitt geta af sér aukin loftslags- gæði.“ Hægt að grípa inn í Loftslagsbreytingar eru einmitt það sem ræður úrslitum um þróun lífskjara á okkar tímum, sagði Coppard. Fyrstu hættumerkin væru þegar sýnileg. Víða í þróun- arríkjunum eru milljónir af fátæk- asta fólki heims þegar knúnar til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga, s.s. flóð, þurrka, uppskerubrest og vatnsskort. Mörk hættulegra loftslagsbreyt- inga eru samkvæmt skýrslunni um 2°C hækkun frá iðnbyltingu. Hita- stig jarðar hefur þegar hækkað um 0,7° og hækkar með vaxandi hraða. Ef heimurinn grípur nú þegar til að- gerða verður mögulegt – með naum- indum – að halda hitastigi hnattar- ins á 21. öldinni innan við hættumörkin, sagði Coppard. En þegar komið er yfir þau mun hættan á víðtækri afturför í þróun lífskjara og óafturkræfum vistfræðilegum slysum aukast verulega. „Við höfum enn tækifæri, en tíminn er að renna út,“ sagði Coppard og benti á að næsti áratugur réði úrslitum. Kolefnisáætlun SÞ gerir ráð fyrir að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda um helming til 2050 miðað við árið 1990. Auðugu ríkin þurfa að draga úr losun um minnst 80%, með 30% minnkun um 2020. Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að loftslagsbreytingar krefjist brýnna aðgerða nú þegar til að bregðast við hættu sem ógnar tveimur hópum sem lítið láta til sín heyra: hinum fátæku í heiminum og komandi kynslóðum. Heiminn skortir hvorki fjármagn né tækni- þekkingu til að bregðast við. „Hættulegar loftslagsbreytingar eru stórslys sem hægt er að komast hjá í framtíðinni,“ sagði Coppard. a og fá- eikkar mikil, segir ráðherra Reuters u meðal áhrifa loftslagsbreytinga nú þegar. a áætlanir til að bregðast við yfirvofandi vá. ið/Sverrir er að SÞ. %*'(+ %+  (5 5 , 2   4 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.