Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 21 leikinn er aldrei meiri. En í dag finnst Vík- verja sem jólin gætu orðið alveg hreint ágæt og auglýsingar Ikea um að jólin byrji þar fara ekki einu sinni í taugarnar á honum. x x x Víkverji er svo káturað hann nennir ekki að tuða eina ferð- ina enn yfir lélegri þjónustu Icelandair við grænmetisætur og því þegar flugfélagið gaf honum hrátt brokkólí og blómkál á leið til Lundúna á dögunum. Og ekki sér hann ástæðu til að hrópa upp yfir sig hvurn fjárann menn séu að ætla með því að breyta fyrrverandi bílastæð- inu Kolaportinu aftur í bílastæði. Víkverji ætlar miklu frekar að deila með lesendum sínum öllu því sem gleður sálartetur hans þessa dag- ana. Fyrst má nefna þetta klassíska: Að Víkverji á þak yfir höfuð nú þeg- ar óðaþenslan byggir fullt af þökum sem enginn hefur efni á að vera und- ir og að Víkverji er við góða heilsu og á góða að. Víkverji hló líka um daginn þegar hann spjallaði við róna sem sagði: „Veðrið er bara alveg eins og ég, alltaf að detta íða.“ x x x Í ofanálag er Víkverjiánægður neytandi enda fer hann orðið bara í búðir sem hon- um líkar við. Verslunin Brynja er ofarlega á lista, eiginlega svo of- arlega að Víkverji ger- ir sér stundum upp er- indi til að líta þar við, og hvetur fólk sem er að versla gjaf- ir til að gefa góð og eiguleg verkfæri. Víkverja finnst líka skemmtilegt að hanga í Fótógrafí, ljósmyndabúðinni á Skólavörðustígnum, þar sem hægt er að skoða og kaupa stórkostlegar ljósmyndir. Víkverji er eiginlega kominn á það að verkfæri og ljós- myndir séu jólagjafirnar í ár. Til að halda andliti vill Víkverji þó taka fram að honum leiðast jólin og ástin og börn og kettir og allt sem al- mennt gerir fólk hamingjusamt. Víkverji á það til að vera frekargeðstirður maður. Það fer hon- um einfaldlega vel að hafa allt á hornum sér. Hann er bara svo skemmtilegur þegar hann er fúll. En Víkverji er engu að síður sann- færður um að einn besti mælikvarð- inn á geðheilsuna sé hversu margt fer í taugarnar á honum. Þannig get- ur Víkverji orðið alveg snarbrjál- aður yfir bílum sem er lagt uppi á gangstétt og enn meira yfir jeppum sem eru fyrir honum þegar hann reynir að hjóla niður Laugaveginn. Þá sjaldan að Víkverji ferðast um akandi getur hann aftur á móti orðið mjög pirraður yfir hjólreiðamönnum og gangandi vegfarendum sem eru í vegi fyrir honum. M.ö.o. fer Víkverji í taugarnar á sjálfum sér á sínum verstu dögum. x x x En Víkverji er hins vegar ein-staklega kátur í dag og veit eiginlega ekki hvers vegna. Ekki er það út af jólunum sem eru í nánd enda er Víkverji langt frá því að vera jólabarn. Satt best að segja leiðist honum þessi hátíð þegar óham- ingjusömustu fjölskyldur þykjast vera hamingjusamar og einmana-         víkverji skrifar | vikverji@mbl.isaf germönskum uppruna (mennhafa þurft að nota hugmyndaflugið til að skapa fjölbreytni í kringum hina gríðarlegu kartöfluneyslu áður fyrr). Nægir að nefna í því tilliti hinar rómuðu kartöflubollur (Kloße) frá Thüringen (sem heita svo aftur Knöderli í Austurríki), kartöflusalöt af ýmsum gerðum og hinar ómót- stæðilegu Rösti-kartöflukökur. Þessar svissnesku kartöflu- pönnukökur eru fínar með hrásalati eða sem meðlæti með ýmiss konar kjöti og pylsum. Ef vill má bæta steiktum lauk og beikonbitum sam- an við rifnu kartöflurnar og þá verður rétturinn matarmeiri. Í upp- skriftinni hér að neðan er gorgon- zola-osti bætt ofan á, ásamt vín- berjahelmingum, en hægt er að nota annan ost eftir smekk, t.d. brie. Í stað vínberja má einnig nota steikta kóngasveppi eða venjulega sveppi. Rösti bragðast einnig dásamlega með slettu af sýrðum rjóma og reyktum laxi. Rösti með gorgonzola og vínberjum fyrir fjóra 8-12 kartöflur (u.þ.b. 800 g) salt, pipar og ögn af fersku tímían 100 g smjör 100-150 g gorgonzola-ostur nokkur vínber, blönduð rauð og græn, skorin langsum í tvennt og kjarni fjarlægður Léttsjóðið kartöflurnar, afhýðið, rífið gróft niður (má einnig nota hráar ef vill), leggið inn í tvö visku- stykki til þurrkunar. Kryddið svo með salti, pipar og tímían (eða öðr- um kryddjurtum). Hitið smjörið á tveimur teflon- pönnum, deilið rifnum kartöflunum á þær og þjappið þeim vel saman svo þær myndi þéttar pönnukökur. Steikið við vægan hita þar til neðra byrði þeirra er orðið ljósbrúnt og stökkt, snúið þeim þá við og bakið hinum megin. Skerið ostinn í litlar sneiðar og komið sneið fyrir ofan á hverri og hálfum vínberjum af hvorum lit of- an á. Stingið augnablik undir grill og berið fram. Helstu kartöflusöfn í Þýskalandi: Kartoffelmuseum, Grafinger Straße 2, München www.kartoffelmuseum.de Deutsches Kartoffelmuseum Hauptstraße 65, Fußgönheim, www.kartoffelmuseum.kendzia.de Thüringer Kloßmuseum Im Dorf 1, Heichelheim/Weimar www.klossmuseum.de

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.