Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EITT mikilvægasta pólitíska úr- lausnarefnið á alþjóðavísu um þess- ar mundir er loftslagsmál. Í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins birt- ist viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra undir yfirskriftinni „Sérhagsmunir auka- atriði“. Í viðtalinu kemur fram mikill metnaður af hálfu ráðherrans í þá veru að taka á þessu alheimsvanda- máli og draga úr gróðurhúsaáhrifum. Hún vill ekki að Ís- land verði eftirbátur annarra í þeim efnum. Þar er ég sammála ráðherranum. Við eig- um að leggja okkar af mörkum enda höfum við mikið fram að færa. Ég er á hinn bóginn ósammála henni og finnst slæm- ur málflutningur af hálfu ráðherrans að hún skuli bera það á borð að við stöndum okkur illa í þessum efnum. Enn verra er ef ráðherrann ætlar að tjá sig með þessum hætti gagnvart alþjóðasamfélaginu. Óendanleg virðing er borin fyrir Íslandi vegna þeirrar stefnu sem hér hefur verið framfylgt með nýt- ingu á endurnýjanlegri orku. Yfir 90% af húsum á Íslandi eru hituð upp með jarðvarma. Við fram- leiðum eingöngu endurnýjanlega orku og 70% af heildarorkunotkun hér á landi eru endurnýjanleg, græn og ómengandi. Auk þess hlaut Ísland nýlega sérstök heið- ursverðlaun Alþjóðavetnissam- starfsins á Alþjóðaorkuþinginu í Róm fyrir framlag til framþróunar og kynningar á alþjóðavetnissam- félaginu. Þröng sýn Þrátt fyrir allt þetta virðist um- hverfisráðherrann horfa þröngt á tölur á blaði og segir að við meng- um meira en flestir aðrir. Hún er líka ósátt við það að Ísland skyldi fá undanþágu við gerð Kyoto- samkomulagsins sem nemur 10% aukningu á losun í almennri notk- un. Sú undanþága fékkst vegna þess að við höfðum þá þegar gengið í gegnum byltingarkenndar breyt- ingar í upphitun húsa með notkun jarðvarma. Umhverfisráðherra segir að það sé brýnt að skoða þessi mál í stóru samhengi en bætir síðan við að það sé rangt að setjast niður við samn- ingaborð og leggja strax fram „sér- kröfu“. Þarna fer málflutningur ráðherrans í kross að mínu mati. Það sem liggur til grundvallar því að þessi mál verður að skoða í stóru samhengi er að við eigum bara einn lofthjúp og þess vegna verður m.a. að taka tillit til þess hvar skynsamlegast er, með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda, að stunda orkufreka starfsemi. Þess vegna er ekki hægt að horfa einvörðungu á landstölur eins og ráðherrann virðist gera. Það er a.m.k. ekki gert í flugsamgöngum og flutningi kaupskipa sem eru undanskilin reikningshaldi í dag, hvað sem verður til framtíðar. „Íslenska ákvæðið“ Eins og staðan er nú þá teljast um 30% af útblæstri tengd þeim þjóðum sem eru þátttakendur í Kyoto- samkomulaginu. Þess vegna skiptir sköpum til framtíðar að þjóðir á borð við Bandaríkin, Ástralíu, Indland og Kína taki þátt í næsta áfanga. Það sem er hins vegar rangt hjá ráð- herranum er að „sér- kröfur Íslands“ séu eitthvað til að skamm- ast sín fyrir á al- þjóðavísu og séu til að þjóna íslenskum hags- munum eingöngu. Ástæða þess að stjórn- völd annarra þátt- tökuþjóða féllust á svokallað „íslenskt ákvæði“ er ekki sú að þau hafi viljað vera sérstaklega góð við Ísland. Ástæð- an er sú að þau sáu að þetta var skynsamlegt fyrir heildina. Þess vegna er einnig rangt af ráðherran- um að leggja áherslu á að losun gróðurhúsalofttegunda á manns- barn sé meiri hér en hjá flestum Evrópuþjóðum. Deila má um hvort íslenska ákvæðið, sem telur 1,6 milljónir tonna, eigi í rauninni að teljast með í þeirri tölu. Fram- leiðsla hér á landi sem nýtir þenn- an útblásturskvóta mengar þannig umtalsvert minna en ef sama fram- leiðsla ætti sér stað annars staðar, með nýtingu orku úr kolum eða ol- íu. Ef ál er tekið sem dæmi er hægt að framleiða ákveðinn fjölda tonna á ári innan þessara meng- unarmarka. Ef sama magn væri framleitt með nýtingu kola eða olíu, sem því miður er of algengt, næmi losun gróðurhúsalofttegunda 12-15 milljónum tonna. Svo einfalt er það. Gríðarleg losun framundan í Asíu Samkvæmt nýrri skýrslu Al- þjóðaorkumálastofnunarinnar verð- ur eftirspurn eftir orku 50% meiri árið 2030 en hún er í dag. Kína og Indland munu þurfa 45% af þessari aukningu. Talið er að 84% af aukn- ingunni verði vegna notkunar á olíu og kolum. Í dag nota Kína og Ind- land 45% af öllum kolum í heim- inum og aukningin verður fyrst og fremst hjá þessum þjóðum. Í þess- ari alvarlegu stöðu leggur stofn- unin til að framleitt verði meira af orku úr endurnýjanlegum orku- gjöfum en þeir leggja jafnframt til stóraukna framleiðslu kjarnorku til að draga úr mengun. Í Kína eru rúmlega 2000 kolarafmagnsver og áætlanir eru uppi um að byggja 500 til viðbótar. Ígildi þriggja Kára- hnjúkavirkjana bætast þar við í hverri viku, knúnar áfram með kol- um. Ósamstæð ríkisstjórn Í þessari stöðu segir íslenska rík- isstjórnin pass og ætlar ekki að hugsa hnattrænt. Forsætisráð- herra segir að það sé nægur tími til stefnu og telur að það dugi að rík- isstjórnin verði búin að koma sér saman um markmið Íslands þegar fundur aðildarríkjanna verður haldinn í Kaupmannahöfn árið 2009. Umhverfisráðherrann segir svo að það sé siðferðilega rangt að setjast að samningaborði og leggja strax fram „sérkröfur“. Henni virð- ist fyrirmunað að horfa hnattrænt á málið. Þetta bendir til þess að ríkisstjórn Íslands ætli að þegja þunnu hljóði á aðildarríkjaþingi Loftslagsstofnunarinnar sem haldið verður á Balí í Indónesíu í næstu viku. Í þessu máli fara saman þjóð- arhagsmunir og hagsmunir ann- arra íbúa jarðarinnar. Svoleiðis hagsmuni telur ósamstæð rík- isstjórn Íslands ekki ástæðu til að taka upp. Umhverfisráðherrann og þjóðarhagsmunir Valgerður Sverrisdóttir skrifar um loftslagsmál » Þetta bendirtil þess að ríkisstjórn Ís- lands ætli að þegja þunnu hljóði á aðild- arríkjaþingi Loftslagsstofn- unarinnar sem haldið verður á Balí í Indónesíu í næstu viku. Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er þingmaður. SUÐURSTRANDARVEGUR verður boðinn út í janúar næstkom- andi. Vegurinn verður væntanlega boðinn út í tveimur áföngum. Sá hluti vegarins sem er tilbú- inn í útboð, um 20 km kafli frá Þorlákshöfn að Krýsuvík verður boðinn út í janúar, en seinni hlutinn frá Krýsuvík að Ísólfs- skála skammt frá Grindavík ætti að geta verið boðinn út í vor. Þar er eftir að hæð- armæla veglínu og verkhanna um 30 km kafla að Ísólfsskála, en lokið er vegalagningu frá Grindavík fyrir Fe- starfjall að Ísólfsskála, um 4 km kafla. Það sér því fyrir endann á Suður- strandarvegi og er kominn tími til en framkvæmdin hefur verið í ótrúlegu limbói í 7 ár. Varðandi 30 km kaflann þarf að breyta aðalskipulagi, en lög- saga þess svæðis heyrir undir Grindavík og Hafnarfjörð og mik- ilvægt er að engar tafir verði í þeim ferli, nóg er nú komið í þeim efnum af hálfu ríkisvaldsins. Þá sér nú fyrir lang- vinnar deilur um hinn svokallaða Lyngdalsheið- arveg, en búið er að taka ákvörðun um þá fram- kvæmd eftir endalausar kærur sem heyra nú sög- unni til. Bláskógabyggð á væntanlega eftir að breyta aðalskipulagi vegna nýja vegarins, en það ferli ætti að geta unnist innan hálfs árs og þá er ekki eftir neinu að bíða og vegalagning um Lyngdalsheiði á að geta hafist næsta sumar, verkið er í raun tilbúið til útboðs og pening- arnir bíða tilbúnir, aldrei þessu vant. Suðurstrandarvegur og vegur um Lyngdals- heiði í startholunum Árni Johnsen skrifar um Suður- strandarveg og Lyngdalsheiði » Suðurstrandarvegurverður boðinn út í janúar og vegalagning um Lyngdalsheiði á að geta hafist næsta sumar. Árni Johnsen Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Endurnýjuð 2ja herb. 52,2 fm íbúð ásamt 5 fm sérgeymslu í kjallara, í litlu fjölbýli á þess- um vinsæla stað. Íbúðin skipt- ist í: Forstofu, eldhús, borð- stofu, stofu, svefnherbergi og baðherbergi. Endurnýjað bað- herbergi, öll gólfefni, íbúð ný- máluð & ný eldavél. V. 18,6 m. REKAGRANDI - GÓÐ FYRSTU KAUP Vönduð & snyrtileg 2ja herb. 70,4 fm íbúð á 2. hæð í ný- legu lyftuhúsi við Laugarveg Íbúð skiptist í: Forstofu, þvottaherbergi, baðherbergi, stofu/borðstofu með eldhús- krók, svefnherbergi, sér- geymsla á hæð við hlið íbúð- ar. Svalir að Laugarvegi. V. 27,9 m. LAUGAVEGUR - NÝ ÍBÚÐ 4ra herb. 101 fm íbúð á 3ju hæð í Kópavogi. Íbúð er 89,5 fm (birt stærð) ásamt 12 fm sérgeymslu í kjallara. Skiptist í: Hol með skáp, stofur eru stórar og bjartar og útsýni yfir Fossvogsdal. Eldhús með búri innaf. Baðherbergi með flísum á veggjum og gólfi. Þvottahús með flísum á gólfi. Þrjú svefnherbergi með góðum skápum, parketi á gólfi. V. 23,9 m. KJARRHÓLMI – ÚTSÝNI 4ra herb 106 fm rúmgóða endaíbúð á 3ju hæð í Hafnar- firði. Sérinngangur af suður- svölum. Íbúðin er forstofa, gangur, vel búið eldhús, stofa/borðstofa, þvottahús, 3 svefnherbergi, geymsla og góðar svalir til vesturs. Vand- að parket og steinskífa á gólf- um. Nýtískuleg og glæsileg í alla staði og mikið útsýni í allar áttir. V. 29,9 m. SVÖLUÁS – ÚTSÝNI Glæsileg 3ja herb. 121,7 fm íbúð í fjölbýli með sérinngangi af svölum og stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúð skiptist í: Forstofu, eldhús, baðherb., stofu, borðstofu, þvottaherb., 2 svefnherb., vinnuaðst., 2 svalir, 2 sérgeymslur & stæði í bílageymslu. Allur frágangur á húseign er til fyrirmyndar og með öllum nútímaþægindum. V. 31,9 m. TRÖLLATEIGUR - MOSF.BÆR 6 herb. 137,2 fm auk 23,8 fm bílskúrs sem er innréttaður sem íbúð og er í útleigu, sam- tals 161 fm. Nánari lýsing: Forstofa m/herb. innaf. Aðal- hæð skiptist í stofu, borð- stofu, eldhús og þvottahús úr stofu er útgengi á verönd snyrtilegt eldhús með nýl. inn- réttingu. Á þriðja palli eru tvö svefnherb. útg. á svalir úr báðum, baðherb., stórt herb. og setustofa. V. 39,1 m. MARBAKKABRAUT – LEIGUTEKJUR í sölu mjög vel staðsett alls 243 fm parhús í efstu götu í Kórahverfinu. Glæsilegt útsýni til suðurs og vesturs. Húsið er rúmlega tilbúið til innréttinga en nánast fullbúið að utan. Efri hæð er: Forstofa, herb., gesta-wc, eldhús, stofa/borð- stofa, suðursvalir. Á neðri hæð er: sjónvarpsrými, 3 herb., 2 baðherb., þvottahús, geymsla, útgengi í garð. KLEIFAKÓR – LAUST TIL AFHENDINGAR SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 42 18 0 Upplýsingar veitir Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is í síma 6-900-820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.