Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DÝR LYF OG SJÚKLINGAR Lyf þurfa að vera óskaplega dýrtil þess að það geti samræmztsiðferðisvitund okkar Íslend- inga að þau eigi ekki að nota til þess að hjálpa veiku fólki. Í gær var skýrt frá því í Morgunblaðinu að fólk með MS-sjúkdóm biði eftir því að fá lyf sem hefur reynzt vel og allt tilbúið til að taka það í notkun en grænt ljós hefur ekki fengizt á notkun lyfsins frá þeim, sem ráða peningunum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram komu í Morgunblaðinu í gær, má gera ráð fyrir að lyfið kosti um 2 milljónir króna á ári fyrir hvern sjúkling og að 40-45 sjúklingar muni nota það fyrst í stað, þannig að heild- arkostnaður fyrsta árið yrði um 100 milljónir króna. Það eru miklir pen- ingar en ekki svo miklir að kostnaður geti komið í veg fyrir notkun þess. Auðvitað er ljóst að þeir, sem um þessi mál fjalla, þurfa ekki bara að taka ákvörðun um notkun þessa eina lyfs heldur um notkun margra dýrra lyfja. Og vafalaust geta komið upp til- vik í nútímasamfélagi þar sem lyf geta verið svo geysilega dýr að notk- un þeirra sé ekki verjandi. En það á ekki við í þessu tilviki. Og jafnvel þótt um allmörg slík tilvik sé að ræða höf- um við sem þjóð efni á því nú um stundir. Það á ekki að láta veikt fólk bíða eftir svona ákvörðunum. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Svana Kjartansdóttir: „Við sem bíðum eftir lyfinu erum öll í afturför. Mér finnst ótrúlegt hvað við erum látin bíða.“ Og hún bætir við:„Ég get ekki farið sjálf í bað eða eldað en ég er enn heima hjá mér og fyrir þjóðfélagið er það mjög gott að þurfa ekki að vera með hóp af fólki á rándýrum hjúkr- unarheimilum.“ Þetta er alveg rétt hjá Svönu Kjartansdóttur. Þótt lyfið sé dýrt getur verið enn dýrara að byggja og reka hjúkrunarheimili fyrir fólk, sem getur ekki verið lengur heima hjá sér. Þetta eru augljós rök fyrir þá, sem taka ákvarðanir um notkun dýrra lyfja. Kostnaðurinn vegna sjúkdóms- ins kemur fram með einhverjum hætti. Ef dýrt lyf getur linað þján- ingar fólks og auðveldað því að vera heima hjá sér þeim mun lengur er ljóst að annar kostnaður sparast ann- ars staðar. Heilbrigðisyfirvöld eiga að taka þessi mál fastari tökum. Það á ekki að láta veikt fólk bíða vikum og mánuð- um saman eftir jákvæðri ákvörðun um notkun á dýrum lyfjum. Allt fer þetta eftir aðstæðum og í þessu tilviki eru rökin augljóslega með notkun hinna dýru lyfja. Ef nauðsynlegt er að heilbrigðis- ráðherrann blandi sér í málið og taki af skarið á hann að gera það. Ef ætlun heilbrigðiskerfisins er að MS-sjúklingarnir fái ekki þetta lyf er betra að segja það hreint út en láta fólk bíða í óvissu í langan tíma. Við Íslendingar viljum byggja upp og reka fullkomið heilbrigðiskerfi. Það kostar en þjóðin er áreiðanlega tilbúin til að borga. MIÐAUSTURLÖND Nú stendur yfir í Annapolis íBandaríkjunum fundur helztu deiluaðila í þeim átökum, sem staðið hafa áratugum saman fyrir botni Miðjarðarhafs. Litlar vonir eru bundnar við þennan fund. Þó er ljóst að eini aðilinn á heimsbyggðinni, sem hefur afl til að setja þessar deilur nið- ur, er Bandaríkjamenn. Það munaði litlu að Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseta, tækist það síðustu dagana sem hann sat í embætti fyrir átta árum en að lokum varð ljóst að leiðtogar Palestínu- manna þorðu ekki að taka svo djarfa ákvörðun. Bush Bandaríkjaforseti hefur lítið gert á valdatíma sínum til þess að takast á við þessi vandamál. Nú undir lok síðara kjörtímabils hans er ljóst að hann vill reyna. Hvað svo sem má segja um innrás Bush í Írak er þó ljóst að það getur greitt fyrir lausn deilu Ísraelsmanna og Palestínu- manna að Saddam Hussein var steypt af stóli. Hann notaði fjármuni og margvíslega aðstöðu Íraka til þess að kynda undir átökunum. Hafi ein- hverjir tekið við því hlutverki eru það Íranar. Sú breyting, sem orðið hefur í Írak, getur átt þátt í að auðvelda lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef ríkisstjórn Bush tækist að ljúka þeirri deilu og koma á friðarsamning- um mundu margir fyrirgefa Banda- ríkjamönnum innrásina í Írak. Lok kalda stríðsins fyrir tæpum tveimur áratugum ýttu undir bjart- sýni um lausn þessara deilna. Ríkin fyrir botni Miðjarðarhafs gátu ekki lengur teflt Bandaríkjunum og Sov- étríkjunum hvoru á móti öðru. Rúss- land er ekki lengur afl í þessum átök- um. Íran er það hins vegar. Takist Bandaríkjamönnum að koma á friði milli Ísraelsmanna og Palestínumanna og milli Ísraels- manna og Sýrlendinga er fótunum kippt undan áhrifastöðu Írans í Mið- austurlöndum. Þá þurfa Palestínu- menn og Sýrlendingar ekki lengur á stuðningi Írans að halda. Bandaríkjamenn mundu því slá margar flugur í einu höggi með því að koma á friði í Miðausturlöndum. Til þess þurfa þeir að beita deiluaðila ákveðinni hörku og það þarf að vera ljóst að þeir beiti Ísraela ekki síður slíkri hörku en Palestínumenn. Með allsherjarlausn í deilum Ísr- aelsmanna og Palestínumanna, og að nokkru Sýrlendinga og stuðnings- manna þeirra í Líbanon hefðu Banda- ríkjamenn hreinsað borðið þannig að þeir gættu einbeitt sér að málum Ír- ans, Afganistans og Pakistans, sem nú sækja hart að ráðamönnum í Washington. Fáir eiga því meira undir friði í Miðausturlöndum en Bandaríkja- menn. Slíkur friður þjónar hagsmun- um þeirra ekki síður en hinna beinu deiluaðila. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Á Loftlagsráðstefnu Sam-einuðu þjóðanna á Balínú í desember gefst ríkj-um heims fágætt tæki- færi til að stilla saman strengi sína og hefja víðtækar samningaviðræð- ur um hnattræna lausn á þessum hnattræna vanda. Þar má enginn ganga úr skaftinu. Og allra síst ríkið á toppnum, Ísland. Okkar hlutskipti hlýtur að vera að bretta upp erm- arnar og bjóða fram krafta okkar til lausnar á vandanum. Við erum einn tíuþúsundasti af loftslagsvandanum en við gætum verið miklu stærri hluti af lausninni. Við höfum gnótt þekkingar á nýtingu á vatnsorku og jarðvarma og getum verið leiðandi á heimsvísu hvað jarðhitann varðar. Við getum verið í fremstu röð ríkja heims í baráttunni gegn loftslags- breytingum.“ Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra m.a. í gær er kynntar voru í Háskóla Íslands niðurstöður Þróun- arskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem nú er helguð baráttunni við lofts- lagsbreytingar. Samkvæmt skýrsl- unni er Ísland efst á lífsgæðalista SÞ af 175 þjóðum, en undanfarin sex ár hafa Norðmenn trónað á toppn- um. Lífsgæðalistinn er metinn út frá mörgum þáttum, m.a. lífslíkum, meðaltekjum, læsi og menntun. „Þessi forréttindi leggja okkur ríkar skyldur á herðar og undir- strika nauðsyn þess að við öxlum ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Sextán lönd verr sett nú Í skýrslunni er sýnt fram á þann sláandi mun sem er á lífsgæðum fólks í hinum vestræna heimi og fá- tækari löndum. Og sá munur er að aukast. Í flestum ríkjum hafa lífs- gæði batnað, en í 16 löndum, öllum sunnan Sahara í Afríku, hafa lífs- gæði versnað frá árinu 1990. Í þrem- ur þeirra eru lífsgæðin verri en þau voru árið 1975. Bágur efnahagur spilar þar inn í en hörmulegar af- leiðingar HIV-sýkinga og alnæmis eru helsta skýringin. Í tíu fátækustu löndunum sam- kvæmt listanum munu tvö af hverj- um fimm börnum ekki ná fertugu en níu af hverjum tíu börnum í ríkustu löndunum ná sextugu. Það er í þessum fátækustu ríkjum heims sem áhrifa loftslagsbreytinga gætir helst. Það helgast m.a. af því að þau hafa ekki burði til að aðlagast breyttum aðstæðum. Til þess þarf fjármagn, sem eingöngu ríkari lönd- in búa yfir. Í borgum eins og Lond- on og Los Angeles kann að skapast flóðahætta þegar sjávarmál hækkar vegna loftslagsbreytinga en íbúar þeirra eru verndaðir með marg- brotnum flóðvarnarkerfum. Öðru máli gegnir þegar hlýnun jarðar breytir veðurmynstri yfir norðaust- urhorni Afríku, þá bregst uppskera, fólk sveltur og konur og ungar stúlkur eyða fleiri klukkustundum í að afla vatns. „Fátækustu ríki heims þurfa að- stoð til að bregðast við og aðlagast loftlagsbreytingum, og er nauðsyn- legt að tekið sé mið af þeirri þörf í al- þjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði utanríkisráðherra. Sagði hún þetta endurspeglast í þróunarsamvinnu Íslands sem byggðist m.a. á sjálf- bærri þróun, þ.m.t. baráttu við lofts- lagsbreytingar. „Öll aðstoð Íslend- inga við uppbyggingu á nýtingu jarðhita í þróunarlöndunum er gott dæmi um slíkt,“ benti ráðherrann á. „Einnig er það sláandi að sjá hversu víða er pottur brotinn varðandi jafn- rétti kynjanna og er greinileg fylgni milli aukins jafnréttis kynjanna og bættra lífskjara,“ sagði Ingibjörg um niðurstöður skýrslunnar. „Er þetta enn ein staðfesting þess að að- stoð við konur í þróunarríkjum hef- ur hvarvetna margfeldisáhrif fyrir samfélagið.“ 15% íbúa ábyrg fyrir 50% mengunar Í niðurstöðum skýrslunnar kem- ur fram að ábyrgð ríku þjóðanna er mikil. Þar búa 15% jarðarbúa sem bera ábyrgð á um helmingi alls út- blásturs gróðurhúsalofttegunda. En líkt og Daniel Coppard, unda skýrslunnar, sem kyn á Íslandi í gær, segir þá e þjóðirnar sem hafa fjárm tæknina til að bregðast við. Gögnin sem skýrslan b eru frá árinu 2005. Samkvæ er útblástur koltvíoxíðs ( tonn á hvern Íslending. Í m ríkisráðherra kom m.a. fra unin er um 17 tonn á hver ing í dag. Þá er losun á hve Bandaríkjunum fimm sinn en í Kína og meira en 15 Bilið milli ríkra tækra landa bre  Ísland í efsta sæti á lífskjaralista SÞ  Ábyrgð okkar Ábyrgð Flóð og þurrkar – uppskerubrestur og hungur. Þetta eru Þjóðir heims þurfa allar að aðlagast breyttum aðstæðum og gera Morgunblaði Niðurtalning „Við höfum enn tíma til að bregðast við, en sá tími renna út,“ segir Daniel Coppard, einn höfunda Þróunarskýrslu S                          !"#$ %& '() ' %+,-'./%*'(+     $'  0' ,'1  '  *   2 & '    .3 $4&&' . .    %*'%(%$6  2&- * $  '& & %'( . ()*+, - .)/*+, 0&*123/45  .0' , . 2 & .7' % .8  , .0  , .1% .1'' .9 :  .;2 ,  .< (( , .< , .= , %(            !  " #$%&'()#*  #  +"  -"  ./   01 $   '  3  )&*+, 6 5)7*+, 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.