Morgunblaðið - 28.11.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 29
✝ Karólína Péturs-dóttir fæddist á
Akureyri hinn 17.
nóvember 1919. Hún
lést á afmælisdaginn
sinn, hinn 17. nóv-
ember sl., á heimili
sínu, Hjallaseli 55
(Seljahlíð), en lengst
af bjó hún þó í Boga-
hlíð 13. Foreldrar
hennar voru Pétur
H. Ásgrímsson
verkamaður og Mar-
grét Ólöf Guðlaugs-
dóttir húsfreyja.
Systkini hennar, sem öll eru látin,
voru þau Guðlaugur, Hanna, Ásdís
og Soffía Maren, en hún lést í barn-
æsku.
Sonur Karólínu er Pétur Þór
Jónsson, fyrrverandi innheimtu-
stjóri hjá Spron, f. 14.3. 1946. Hann
kvæntist Kötlu Árna-
dóttur árið 1968 en
þau skildu árið 1977.
Þau eiga 3 dætur,
þær Karólínu, f. 18.6.
1968, Elenu, f. 10.7.
1970 og Örnu, f. 4.1.
1973.
Seinni kona Pét-
urs var Kristín Ein-
arsdóttir, f. 24.6.
1957, d. 13.6. 2000.
Dóttir hennar og
fósturdóttir Péturs
er Sandra Sif Mort-
hens, f. 20.5. 1980.
Karólína átti 8 barnabarnabörn.
Karólína starfaði við hin ýmsu
störf, en lengst af hjá Loftleiðum
og síðar Flugleiðum.
Útför Karólínu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku besta amma Karó.
Ofboðslega finnst mér erfitt að
trúa því að þú sért farin. Sorgin og
söknuðurinn er yfirþyrmandi, en ég
hugga mig við að vita að þú ert
komin í ljósið og búin að finna frið-
inn.
Eftir erfitt veikindastríð yfirgaf
elskuleg amma mín þennan heim
hinn 17. nóvember, á 88 ára afmæl-
isdaginn sinn. Einhvern veginn
finnst mér þetta svo óraunverulegt.
Amma var mér svo miklu meira
en amma, hún var mín besta vin-
kona og trúnaðarvinur. Hún var sú
sem ég gat alltaf stólað á, sama á
hverju gekk. Hún var alltaf til stað-
ar, gaf góð ráð, huggaði eða hvatti.
Að missa hana er þungbærara en
orð fá lýst.
Amma lifði viðburðaríku lífi, hún
var algjör heimsborgari, byrjaði
ung að ferðast og var í Ameríku um
tíma, þá held ég að hún hafi fengið
ferðabakteríuna. Hún var dómari í
fegurðarsamkeppnum og fór meðal
annars til Beirút í Líbanon til að
dæma í alheimsfegurðarsamkeppni.
Ég og amma vorum mjög nánar
og við ferðuðumst mikið saman.
Hún vann hjá Flugleiðum megin-
part starfsævi sinnar og ferðaðist
mikið starfsins vegna. Á hverju ári
fór hún til New York til að kaupa
jólakjóla í Saks á Fifth Avenue fyr-
ir okkur systurnar þrjár og þvílíkt
fallegir kjólar sem hún kom með
enda vorum við alltaf glerfínar.
Það má eiginlega segja að hrein-
læti og snyrtimennska hafi verið
aðalsmerki ömmu og að ég tali nú
ekki um kurteisi, það var henni
mjög mikilvægt að við kynnum
mannasiði.
Amma reyndist okkur systrum
algjört haldreipi í lífinu. Eftir erf-
iðan skilnað foreldra okkar var það
alltaf amma sem við treystum á.
Helgargisting hjá ömmu í Boga-
hlíðinni er eitt af því sem stendur
upp úr í minningunni. Enski boltinn
og enskir þulir að lýsa leiknum, lítil
kók, lakkrísrör og Prins Polo,
steiktar kjötbollur og karbúnaði.
Mannakornin og Biblían og svo
auðvitað Húsið á sléttunni sem við
grétum yfir, mér finnst eins og
þetta hafi bara verið í gær. Við gát-
um setið tímunum saman og spilað
Chinese checkers, hlustað á Brendu
Lee, alla söngleikina, Bítlana, Ann
Murray og ég tala nú ekki um Bing
Crosby og þá sérstaklega jólalögin.
White Christmas á alltaf eftir að
minna mig á bestu manneskju í
heimi. Verð að segja að komandi jól
eiga eftir að vera mjög skrýtin án
þín elsku amma, enda voru og eru
jólin uppáhaldstími okkar beggja.
Amma flutti úr Bogahlíðinni fyrir
tæpum fjórum árum og flutti inn á
Seljahlíð. Þar hefur hefur henni lið-
ið mjög vel. Starfsfólkið þar er með
eindæmum yndislegt og gott og
hefur reynst henni afskaplega vel
og ég vil sérstaklega þakka þeim
fyrir kærleiksríka umönnun. Amma
veiktist alvarlega fyrir tæpum
tveimur árum og undir það síðasta
var hún orðin mjög veik. Hún bar
veikindi sín ætíð með reisn og þar
sem hún hefur oft veikst í gegnum
tíðina en alltaf sigrast á veikindum
sínum, þá hélt maður einhvern veg-
inn að það myndi einnig gerast
núna en af því varð ekki í þetta
skiptið.
Amma mín, ég kveð þig með
söknuði en ég veit að við hittumst
síðar.
Guð geymi þig,
Þín
Karólína (Lína).
Ég minnist elskulegrar ömmu
minnar með söknuð í hjarta, en hún
var búin að vera mikið veik í tvö ár.
Við systur vorum hjá ömmu allar
helgar þegar við vorum litlar stúlk-
ur. Á matartímum átti ég alltaf að
leggja á borðið og allt varð þetta að
vera rétt. Diskurinn átti að nema
við borðbrúnina og hnífapörin rétt
sett á borðið. Kurteisi og góðir siðir
voru ömmu minni mjög mikilvægir.
Við systur fórum með það veganesti
út í lífið. Hún sá um okkur eftir
skilnað foreldra okkar. Amma
keypti á okkur öll föt sem við áttum
og alla hluti eins og krakkar eiga
fengum við frá henni.
Ég gleymi því aldrei þegar stór
sendiferðabíll birtist heima hjá okk-
ur og út komu tvö eldrauð og glans-
andi reiðhjól handa mér og Línu
systur en Adda var þá svo lítil. Á
laugardögum horfði amma á enska
boltann á meðan við lékum okkur í
hinum ýmsu leikjum. Amma átti
mikið af fallegum fötum og úrval af
hönskum af öllum gerðum. Við lék-
um okkur að því að klæða okkur
upp í fötin hennar, hanska, hatta og
skartgripi.
Amma var alveg með á hreinu
hvað okkur þótti gott. Það var alltaf
kósíkvöld á laugardagskvöldum þar
sem við borðuðum popp, rautt nizza
Karólína Pétursdóttir
SJÁ SÍÐU 30
þakka Sigurði tengdaföður mínum
fyrir samfylgdina og góð kynni.
Megi hann hvíla í friði.
Margrét Hlíf Eydal.
Í dag kveðjum við Sigurð Kr.
Árnason, ástkæran tengdaföður
minn. Kveðjustundin kom fyrr en
okkur óraði fyrir en hann var nýstað-
inn upp úr veikindum sem hann stóð
af sér eins og öll hin fyrri. Síðustu
vikur og daga var hann óvenjuhress
og sagðist bara ætla sér að verða
hressari. Síðast þegar við töluðum
saman kvöddumst við með þessum
orðum, heyrumst þegar við sjáumst,
og kysstumst á kinn.
Ég sá Sigurð fyrst árið 1984, hann
heilsaði mér með þéttu handartaki,
beinn í baki og glæsilega klæddur.
Hann horfði á mig svolítið rannsak-
andi og með glettni í augunum. Þetta
var upphafið á góðu og kæru sam-
bandi okkar á milli sem aldrei bar
skugga á. Sigurður tók vel á móti
mér og syni mínum, Sigurjóni Árna, í
fjölskyldu sína, en Sigurjóni Árna
hefur hann reynst sem besti afi og
þakka ég það.
Sigurður var einstakt ljúfmenni,
einstakur tengdapabbi, faðir og afi.
Hann mundi alla afmælisdaga sem
og aðra merkisdaga sem voru fólkinu
hans kærkomnir. Hann hringdi, gaf
gjafir eða skrifaði falleg orð á kort.
Hann var bjartsýnn og óhemjujá-
kvæður og er ég þess fullviss að það
er það sem hefur fleytt honum í
gegnum lífið þegar skugga bar á.
Hann var glæsilegur maður, ákveð-
inn, réttsýnn og hafði stundum
sterkar skoðanir á mönnum og mál-
efnum. Þótt honum mislíkaði við ein-
hvern og þá kannski pólitíkusana
helst man ég ekki eftir að hann hafi
hallmælt nokkrum manni.
Ég kveð Sigurð með söknuð í
hjarta en veit að hann er kominn til
Þorbjargar sinnar og á þar góðar
stundir. Ég vil þakka tengdapabba
mínum fyrir allar stundirnar sem við
áttum saman, fyrir það sem hann var
börnunum mínum og okkur Steina.
Elsku Sigurður, við heyrumst
þegar við sjáumst og munum þá
kyssast á kinn. Guð blessi þig.
Þín tengdadóttir,
Helga.
Ég ætla í örfáum orðum að minn-
ast tengdaföður míns, Sigurðar Kr.
Árnasonar, sem lést 18. nóvember.
Þegar við kynntumst fyrir rúmum 20
árum urðum við Sigurður undir eins
góðir vinir. Hann var maður að mínu
skapi, hreinn og beinn, þoldi ekki
vesen, fúsk eða þunnt kaffi. Tengda-
faðir minn var vænn og traustur
maður sem ætíð var hægt að leita til
og sem bar hag fjölskyldu sinnar
mjög fyrir brjósti. Síðustu árin átti
hann við erfið veikindi að stríða sem
hann umbar með ótrúlegri þraut-
seigju og þolinmæði, ákveðinn í því
að gera sem best úr öllu. Megi Sig-
urður hvíla í friði laus við þjáningu
og verki.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
Elsku afi.
Hvað skyldir þú vera að gera
núna? Kannski ertu að spila vist,
kannski ertu að tala við ömmu.
Sama hvað þú ert að gera, þá ertu
alltaf hjá okkur.
Ætli það séu skip í himnaríki, sem
sigla mjúklega á skýjunum? Þá ert
þú örugglega skipstjórinn.
Þú gætir verið að borða súkku-
laðirúsínur, og geymir eitthvað
handa okkur.
Þér líður örugglega mjög vel
núna, kannski bara eins og þú sért
tvítugur! En einhvern tímann koma
allir til himnaríkis, og þegar við kom-
um til þín, þá slærð þú þér á lær og
segir: „Neih!“
Elsku afi.
Takk fyrir góðar stundir og allt
sem þú hefur gert fyrir okkur.
Við söknum þín en munum ávallt
minnast þín.
Guð blessi þig.
Þorbjörg Anna og Kristjana
Björk Steinarsdætur
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Kr. Árnason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
✝
Bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru eiginkonu, móður, ömmu og systur,
RANNVEIGAR JÓNSDÓTTUR,
Sólheimum 23 5E,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Alois Raschhofer,
Birgit Raschhofer, Jóhann Pétur Guðvarðarson,
Róbert Jón Raschhofer, Margarethe Schrems,
barnabörn,
Ásmundur Jónsson og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem veittu
okkur styrk og hlýju við fráfall okkar ástkæra sonar-
sonar, bróður, frænda og mágs,
SAMÚELS JÓNSSONAR,
sem lést af slysförum í Danmörku 9. september
síðastliðinn.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Oddfríður B. Magnúsdóttir,
Fríða Bjarney Jónsdóttir,
Þórir Jónsson Hraundal
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
AÐALBJÖRG G. ÞORGRÍMSDÓTTIR
frá Holti á Ásum,
verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn
1. desember kl. 13:00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi njóta þess.
Jósefína Hrafnh. Pálmadóttir, Ingimar Skaftason,
Vilhjálmur Pálmason, Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Guðrún Pálmadóttir, Andrés Arnalds,
Þorgrímur Pálmason, Svava Ögmundardóttir,
Ólöf Pálmadóttir, Valdimar Guðmannsson,
Elísabet Pálmadóttir, Jón Ingi Sigurðsson,
Bryndís Pálmadóttir Henrik Nielsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs fósturföður okkar og bróður,
SIGURÐAR KRISTJÁNS ALEXANDERSSONAR
frá Suðureyri
við Súgandafjörð,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Krókahrauni 4,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hilmar Harðarson,
Jóhannes Þór Hilmarsson,
Jóhann Alexandersson,
Björgvin Alexandersson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda-
sonur, bróðir og vinur,
ARI ÞÓRÐARSON,
Rósarima 2,
varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn
23. nóvember.
Útförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn
30. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vilja minnast hans er bent á stuðningsreikning
0324 - 26 - 1864, kt. 260278-2909, fyrir maka.
Eva Björk Elíasdóttir,
Aníta Líf Aradóttir,
Rut Aradóttir,
Andri Már Magnússon,
Þórður Eydal Magnússon, Kristín Guðbergsdóttir,
Halla Ólöf Kristmundsdóttir,
Magnús Þórðarson,
Björn Eydal Þórðarson
og aðrir aðstandendur.