Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 8

Morgunblaðið - 30.11.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BENT Scheving Thorsteinsson at- hafnamaður afhenti á miðvikudag Styrktarsjóðum Háskóla Íslands 13 milljóna króna peningagjöf. Fjár- munirnir munu m.a. nýtast í þágu rannsókna við skólann. Á nærri sjö árum hefur Bent fært skólanum 60 milljónir króna sem runnið hafa til þriggja styrktar- sjóða, þ.e. Verðlaunasjóðs Óskars Þórðarsonar læknis, Verðlauna- sjóðs Bergþóru og Þorsteins Schev- ing Thorsteinssonar lyfsala og Styrktarsjóðs Margaret og Bent Scheving Thorsteinssonar. Þeir voru stofnaðir árin 2000 og 2001 og alls hafa sjóðirnir veitt fimmtán styrki til vísindarannsókna. Sjóðir sem slíkir eru háskólanum afar mikilvægir, sér í lagi fyrir unga vís- indamenn sem eru að hasla sér völl á sviði vísinda, segir í frétt frá HÍ. Hefur fært Háskóla Íslands 60 milljónir króna á sjö árum Morgunblaðið/Sverrir Styrkur Bent og Margaret færðu Kristínu Ingólfsdóttur rektor gjöfina. NÝBYGGINGAR Háskóla Íslands; Háskólatorg, Gimli og Tröð, verða vígðar með hátíðarbrag laugardaginn 1. desember kl. 17. Byggingarnar eru samtals um 10.000 fermetrar. Við opunun- arathöfnina ávarpar Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra gesti og Björg- ólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Háskólasjóðs Eimskips, afhjúpar listaverk Finns Arnar Arnarssonar „Vits er þörf þeim er víða ratar“, sem prýðir miðrými Háskólatorgs. Þá flytur Kristín Ingólfsdóttir háskóla- rektor ávarp, auk fulltrúa stúdenta, Félagsstofnunar stúdenta og bygging- araðila. Háskólakórinn syngur og gleðisveitin 7 á Torgi leikur. Háskólatorgið vígt á morgun KENNARAR við Digranesskóla lýsa yfir þungum áhyggjum af kjara- málum grunnskólakennara. Skólastarfi sé stefnt í verulega hættu með fá- ránlega lágum launum sem valdið hafi flótta úr stéttinni. Kaupmáttur launa grunnskólakennara og skólastjóra í Reykjavík hafi rýrnað um 5,6% frá árinu 2005 á meðan kaupmáttur almennt hafi vaxið um 8% fram á mitt ár 2007. Grunnskólakennarar hafi því dregist verulega aftur úr viðmið- unarstéttum. Kennarar við Digranesskóla skora á bæjarstjórn Kópavogs að nýta sér þann möguleika að semja sérstaklega við grunnskólakennara í Kópavogi. „Kennarar í Digranesskóla hafa fengið nóg af því að þurfa stanslaust að standa í kjarabaráttu og reyna að draga viðmiðunarhópa sína upp í launum í lok hvers samningstímabils. Það er ekki bjóðandi að í land- inu séu kennurum borguð laun sem eru með þeim allra lægstu í OECD- löndunum eins og komið hefur í ljós. Það getur ekki verið í þágu mennt- unar,“ segir í ályktun fundar þeirra. Kennarar krefjast kjarabóta Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GREIÐSLUR til 1.600-1.700 ör- yrkja lækka núna um mánaðamótin. Lækkunin er frá nokkrum krónum upp í tugi þúsunda á mánuði. Hluti hópsins mun fá lækkunina bætta að hluta frá Tryggingastofnun ríkisins. Um hundrað öryrkjar fá hærri líf- eyri eftir breytinguna. Félagsmálaráðherra hafði óskað eftir því við lífeyrissjóðina að þeir frestuðu hækkuninni um eitt ár gegn því að fá 100 milljónir úr ríkissjóði. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Gildis, sagði að kostnaður lífeyrissjóðanna væri 300 milljónir og því dygði þessi upphæð ekki. Hann sagði að breytingin, sem hefur verið lengi í undirbúningi, væri gerð í samræmi við samþykktir líf- eyrissjóðanna. Skerðing örorkulífeyrisins er til komin vegna þess að þessi hópur ör- yrkja hefur verið að fá hærri örorku- lífeyri en hann var með í laun áður en hann fór á örorku. Tekjur fólksins hafa verið uppreiknaðar miðað við launavísitölu. Upphaflega var ráð- gert að miða við neysluverðsvísitölu, en því var breytt. Viðmið við launa- vísitölu kemur betur út fyrir öryrkj- ana. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið fyrr í vik- unni að þessi breyting myndi leiða til víxlverkunar milli Tryggingastofn- unar og lífeyrissjóðanna og gera rík- isvaldinu erfiðara fyrir við að bæta stöðu öryrkja. Árni sagði að þetta væri að vísu rétt, en það hefði líka oft gerst að þegar lífeyrissjóðirnir hefðu aukið réttindi öryrkja hefði ríkið tek- ið hækkunina til baka með skerðingu bóta frá TR. Hann sagði að lífeyr- issjóðirnir fögnuðu því að félags- málaráðherra hefði sett af stað vinnu við að skoða samspil örorkulífeyris og bóta Tryggingastofnunar. Það truflaði hins vegar ekki þá vinnu þó að áform lífeyrissjóðanna um endur- reikning á örorkulífeyri kæmu til framkvæmda. Veruleg lækkun bóta hjá sumum öryrkjum Í HNOTSKURN »Upphaflega áttu skerð-ingar lífeyrissjóðanna að taka gildi í ágúst í fyrra. Þeim var frestað tvisvar sinnum, en koma núna til framkvæmda. »Öryrkjarnir sem verðafyrir skerðingum hafa ver- ið upplýstir um stöðu sína og hafa fengið tækifæri til að koma með athugasemdir og viðbótargögn. FRAMTÍÐARSKÓLINN er yfir- skrift annars skólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er í dag á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Í gær höfðu um 230 þátttak- endur skráð sig til þátttöku, að sögn. Í þeim hópi voru sveitarstjórnarfólk, skólanefndarmenn, starfsmenn og stjórnendur skólamála jafnt á skóla- skrifstofum og í grunn- og leikskól- um. Á þinginu verður m.a. fjallað um mál sem hafa munu afgerandi áhrif á skólamál sveitarfélaganna. Svandís Ingimundardóttir, þróunar- og skólafulltrúi á þróunar- og alþjóða- sviði sambandsins, nefndi í því sam- bandi frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda á öllum þremur skólastigunum. Á þinginu verður at- hyglinni sérstaklega beint að mál- efnum leik- og grunnskóla, enda þau skólastig á vegum sveitarfélaganna. Einnig verður fjallað um skóla- málastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga en slík stefna er nú að líta dagsins ljós í fyrsta sinn. Þar er sambandið að leggja línur um hlut- verk sitt fyrir hönd sveitarfélaganna í heild varðandi skólamál bæði gagn- vart ríkinu og eins milli sveitarfélag- anna. Þá verður fjallað um samstarfs- verkefni sambandsins og Félags grunnskólakennara og Skólastjóra- félags Íslands um mótun framtíðar- sýnar í málefnum grunnskólans. Að þessu verkefni hefur hópur 24 þátt- takenda unnið frá því í vor sem leið. Að sögn Svandísar hefur umræðan í hópnum snúist um kjaralegu hliðina en ekki síður þá faglegu. Einnig munu sambandið og ein- stök sveitarfélög kynna átta ný- breytniverkefni í skólamálum á skólaþinginu. Þeirra á meðal er til- raunaverkefni sem sambandið hefur sett af stað með fjórum sveitarfélög- um á Suðurlandi. Þau safna gögnum um rekstrarkostnað, menntun kenn- ara, árangur nemenda á samræmd- um prófum og viðhorf nemenda til þjónustu grunnskólans. Þessar upp- lýsingar eru notaðar til að bera sam- an grunnskólana og læra hvað betur má fara. Í öðrum nýbreytniverkefnum er t.d. fjallað um samfellu milli grunn- og framhaldsskóla í Borgarbyggð og nýjungar í vinnutímaskipulagi kenn- ara í Norðlingaskóla í Reykjavík. Sveitarfélög ræða um skóla framtíðarinnar JÓN Eyjólfur Jónsson sundkappi og lögreglu- þjónn lést á heimili sínu í Adelaide í Ástralíu í gær, 82 ára að aldri. Jón Eyjólfur var fæddur 18. maí 1925 og uppalinn á Grímsstaðaholtinu. Hann var sonur hjónanna Jóns Eyjólfs- sonar og Þórunnar Páls- dóttur. Í æsku fékk Eyjólfur berkla og um hríð var óttast að taka þyrfti af honum fæturna vegna þeirra veikinda. Eyjólfur læknaðist og komst á legg og lagði fyrir sig íþróttir. Sjósund var ein af aðal- íþróttagreinum hans og þreytti hann mörg afrekssundin, meðal þeirra var Drangeyjarsundið, sem hann synti tvisvar, ósmurður í sundskýlu einni fata. Einnig var Eyjólfur kunnur fyr- ir Akranessundið, Kollafjarðarsund- ið, Vestmannaeyjasundið og svo synti hann oft yfir Skerjafjörðinn, til Bessastaða á Álftanesi. Árið 2004 syntu nokkrir sundmenn það sund ásamt dóttursyni Eyjólfs, í tilefni af útgáfu æviminninga Eyjólfs, sem Jón Birgir Pétursson ritaði, og var hópn- um boðið til kaffisamsætis hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, að því loknu, þar sem Eyjólfur afhenti for- setanum fyrsta eintak- ið af bókinni. Eyjólfur var, þar til í sumar, eini Íslendingurinn sem reynt hafði að synda Ermarsundið frá Dover til Calais í Frakklandi. Í æsku var Eyjólfur mikill leiðtogi og ásamt Halldóri Sigurðssyni stofnaði hann íþrótta- félagið Þrótt, sem er meðal elstu íþrótta- félaga sem starfa í Reykjavík. Stóðu þeir fyrir miklu unglinga- og barna- starfi á þeim vettvangi. Eyjólfur var alla tíð mjög stoltur af starfi þeirra sem var metnaðarfullt og drífandi. Eyjólfur missti eiginkonu sína, Katrínu Dagmar Einarsdóttur, fyrir ellefu árum, og var það honum mikil sorg, því þau voru mjög samrýmd og samtaka í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Að henni látinni var Eyjólfi boðið til Ástralíu, af vini sínum Jos- eph Walsh, en vinskapur þeirra hófst í heimsstyrjöldinni síðari, þar sem Joe dvaldi á Íslandi sem dulmálsþýð- andi breska hersins. Eyjólfur bjó síð- ustu æviár sín í Adelaide í Ástralíu ásamt Marie Pilgrim. Andlát Jón Eyjólfur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.